Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 2

Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KAUPIR Í PIER 1 IMPORTS Fyrirtæki í eigu Jákups á Dul Jac- obsen, sem gjarnan er kenndur við Rúmfatalagerinn, hefur keypt 9,9% hlut í bandaríska fyrirtækinu Pier 1 Imports. Bandaríska fyrirtækið rek- ur húsgagnaverslanir um allan heim undir vörmerkjunum Pier 1 og The Pier. Jákup hyggst ekki skipta sér af rekstrinum fyrst um sinn. 60% háð örvandi efnum Yfir 60% þeirra sem koma á Vog eru háð örvandi efnum, og er am- fetamín það sem kalla mætti harð- asta efni Íslendinga. Nýverið voru karl og kona handtekin í Leifsstöð með tæp 4 kg af amfetamíni, en lög- regla verst allra frétta af málinu. Fjárhagsstaða LÍ góð Hlutfall erlendrar hlutabréfa- eignar Landsbanka Íslands hefur hækkað úr um 15% í tæp 50% á síð- ustu einu til tveimur árum, sagði bankastjóri bankans á kynning- arfundi fyrir fjárfesta í London. Hann sagði áhættudreifingu bank- ans betri nú en áður. Bankinn er með rekstur í 12 löndum en þau voru þrjú fyrir rúmu ári. Mannskæð mótmæli Að minnsta kosti fimm biðu í gær bana í Afganistan í mótmælum sem tengdust birtingu dagblaða á Vest- urlöndum á skopmyndum af Mú- hameð spámanni. Ættingjar krefjast svara Ættingjar fólks sem drukknaði þegar ferja sökk í Rauðahafið að- faranótt föstudags réðust inn á skrifstofur eigenda ferjunnar í Egyptalandi í gær og helltu þar úr skálum reiði sinnar vegna þess hversu illa þeim hefur gengið að fá upplýsingar um afdrif ástvina sinna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 12 Bréf 29 Viðskipti 14/15 Minningar 32/37 Erlent 16/17 Skák 37 Heima 18 Dagbók 40/43 Akureyri 19 Víkverji 40 Austurland 19 Velvakandi 41 Suðurnes 20 Staður og stund 42 Landið 20 Bíó 46/49 Daglegt líf 21 Ljósvakamiðlar 50 Menning 22 Veður 51 Umræðan 23/29 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                  Ræðum málin. Ég verð á beinni línu á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag kl. 17. Sími: 588 1994 HUGSUM STÓRT! ÉG SET MENNTAMÁLIN Í ÖNDVEGI. Grunnskólar Reykjavíkur hafa tekið stakkaskiptum eftir að borgin tók þá yfir. Reykvísk börn eiga rétt á því að tómstundir þeirra séu hluti af samfelldum skóladegi. Fyrir þessu vil ég beita mér. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN verður gangsett hraðar en áætlanir gera ráð fyrir verði tafir á að hægt verði að gangsetja fyrstu vél virkjunar- innar í apríl 2007 og samið verður við Alcoa um að þeir gangsetji ál- verksmiðjuna í takt við það. Óbreytt er að virkjunin á að vera komin í fullan gang í október 2007, en bor 2 í Kárahnjúkavirkjun hefur enn átt í talsverðum erfiðleikum á borsvæðinu undir Þrælahálsi og er á eftir áætlun. Sigurður St. Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, sagði að ef tafir yrðu á að göngin yrðu tilbúin yrði virkjunin gangsett hraðar en áætlað hefði verið. Samkvæmt nú- gildandi áætlun væri gert ráð fyrir að gangsetja eina vél á mánuði á sex mánaða tímabili frá apríl fram í október 2007. Ef einhverra hluta vegna yrði ekki hægt að gangsetja fyrstu vél á réttum tíma yrði virkj- unin gangsett hraðar og samið yrði við Alcoa um það að gangsetja verk- smiðjuna í takt við það. Sigurður sagði að Landsvirkjun og Alcoa væru alltaf öðru hvoru í sambandi og bæru saman bækur sínar um það hvernig gengi, því að gangsetning álversins og orkuvers- ins þyrftu að haldast í hendur. Hann vissi ekki betur en að fram- kvæmdir við álverið gengju sam- kvæmt áætlun „en þegar nær dreg- ur munu menn einfaldlega samhæfa þessa gangsetningu“, sagði Sigurð- ur. Hann sagði að menn væru alls ekki búnir að gefa það frá sér að fyrri áætlanir gengju upp, en að sjálfsögðu yrði rætt á næstunni hvaða möguleikar væru fyrir hendi ef gangagerðin tefðist enn. Svarið við því væri einfaldlega að samhæfa gangsetninguna og gangsetja bæði virkjunina og álverið hraðar en til hefði staðið. Ef gangsetning fyrstu vélar tefðist um mánuð yrði virkj- unin gangsett á fimm mánuðum og svo framvegis, en það væri óbreytt að stefnt væri að því að virkjunin og álverið yrðu komin í fullan gang í október 2007. Virkjunin samanstendur af sex vélum sem hver um sig framleiðir 115 megavött. Fimm vélar verða starfræktar í senn fyrir álverk- smiðjuna en ein er til vara. Aðspurður hvort mögulegt sé að taka orku annars staðar úr raforku- kerfinu verði tafir á gangsetningu sagði Sigurður að það væri fræði- legur möguleiki að taka ákveðið magn af byggðalínunni í byrjun, en það hefði ekkert verið rætt. Flutn- ingsgeta byggðalínunnar takmark- aði þá möguleika eðlilega. Kárahnjúkavirkjun verður gangsett hraðar en áætlað var tefjist gangagerð Virkjunin á að vera komin í fullan gang í október 2007 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is MARGIR leggja leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn í Laugardal, enda margt fróðlegt að sjá á þeim bænum. Selir garðsins hafa löngum verið vinsælir en segja má að þeir hafi mætt jafningja sínum þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Úrsúla hafði mun meiri áhuga á ljósmyndaranum en Björk vinkona hennar sem horfði með athygli á selina leika sér í tjörninni. Morgunblaðið/Eggert Selurinn í tjörninni fangar athyglina ÞRÓUN eldsneytisverðs er af- ar óljós þessa dagana og þver- stæðukenndar fréttir og spá- sagnir sem berast í þeim efnum. Í síðustu viku stóðu spár til þess að verðið til skamms tíma myndi lækka, en Magnús Ásgeirsson hjá Olíufé- laginu ESSO segir að fréttir sem bárust í gærmorgun af stöðu alþjóðamála hafi aukið svartsýni með það að verðið lækki á næstunni. Magnús sagði að mjög erfitt væri að spá um verðþróunina nú, því fregnir af stöðu mála á alþjóðavettvangi varðandi Íran hefðu truflandi áhrif á markað- inn. Nú lægi í loftinu að Íranar myndu hugsanlega stöðva út- flutning á olíu, þótt fréttir um hið gagnstæða hefðu borist í síðustu viku, og það truflaði lækkunarferlið nú. „Maður get- ur alveg eins búist við að verðið hækki, ég er ekki of bjartsýnn,“ sagði Magnús. Algengt verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú 109,70 kr. Óljósar horfur með elds- neytisverð SAMKVÆMT fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við mat- væli í mötuneytum grunnskólanna í Reykjavík sé um 410 milljónir króna á ári og annar sérstakur kostnaður vegna mötuneyta, svo sem vegna aukinna þrifa, orku o.fl., sé um 170 m.kr. Það gera því samtals um 580 m.kr. Á móti er gert ráð fyrir tekjum af matarsölu upp á um 480 m.kr. og niðurgreiðir borgin því mat grunnskólabarna um tæpar 100 m.kr. á ári. Þá er ekki meðtalinn kostnaður vegna skólaliða eða kenn- ara sem hjálpa til í hádeginu. Árið 2003 var reglum um fjár- hagsaðstoð Reykjavíkurborgar breytt og ný ákvæði sett inn þar sem kveðið er á um að veittur skuli sér- stakur styrkur til barna í efnalitlum fjölskyldum til að mæta kostnaði við leikskóla, heilsdagsskóla, daggæslu, skólamáltíðir og tómstundir. Árið 2004 voru rúmar 25 m. kr. veittar í sérstaka fjárhagsaðstoð til barna vegna þessa en tæpar 30 m.kr. á síð- asta ári. Alls fengu 477 heimili þessa þjónustu árið 2004 og 439 árið 2005. Á þessum heimilum voru um það bil 750 börn undir 18 ára aldri árið 2005 en grunnskólabörn í Reykavík eru um 15.000 talsins. Borgin niðurgreið- ir mat um tæpar 100 milljónir  Höfða þarf til | 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.