Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 21

Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 21
GOÐSÖGNIN um að netverj- ar séu einfarar sem eigi fáa vini og séu mest í samskiptum á spjallrásum virðist vera röng. Þeir sem eru í samskiptum á Netinu eru einnig líklegir til að vera félagslyndir út á við sam- kvæmt skýrslu frá bandarísku stofnuninni The Pew Internet & American Life Project sem sérhæfir sig í rannsóknum á áhrifum Netsins á einstaklinga og samfélag. Fólk sem eyðir tíma á Netinu á stærri vinahóp en aðrir og þeir sem senda tölvupóst til vina og kunningja hafa 25% oftar símasamband við sömu manneskjur miðað við þá sem senda ekki póst. Félagslyndir netverjar VÍSINDAMENN við Karol- inska sjúkrahúsið í Stokkhólmi eru komnir nokkuð á veg með að sanna að hægt sé að búa til bóluefni gegn æðakölkun. Í Svenska Dagbladet kemur fram að niðurstöður nýrrar rannsóknar franskra og sænskra vísindamanna stað- festi enn að bólga komi við sögu í æðakölkunarferlinu og vísindamennirnir hafa greint þau efni í ónæmiskerfinu sem geta stöðvað ferlið. Þróun bóluefnis er markmið vísinda- mannahópsins. Fyrsta stig æðakölkunar, sem síðar getur valdið hjarta- áfalli, er að vonda kólesterólið LDL sest innan á æðaveggina. Afleiðingin er að ónæm- iskerfið byrjar að framleiða efni sem leiða til bólgu sem gerir æðakölkunina enn verri. Í SvD kemur fram að viðbrögð ónæmiskerfisins stjórnist m.a. af hvítu blóðkornunum, t- frumunum. Sumar t-frumur geta stöðvað óheillaþróunina með því að framleiða ákveðið efni sem kallast TGF-beta. Ef þær eru of fáar eða virka ekki sem skyldi fer æðakölkunin hins vegar á fullt. Þessi vernd- andi áhrif hafa vísindamenn- irnir sannað með dýra- tilraunum og niðurstöðurnar vekja vonir um að hægt verði að þróa bóluefni gegn æða- kölkun. Bóluefnið yrði búið til úr þeim efnum sem vekja verndandi t-frumur til virkni, þá e.t.v. hlutum af LDL- sameindum, þ.e. vonda kólest- erólinu. Frekari rannsóknir þarf til að ákvarða nánari samsetningu hugsanlegs bólu- efnis.  HEILSA Bóluefni gegn æðakölkun Spurning: Lesandi hringdi og vildi fá svör við því hvort þjón- usta sú sem Blómaval auglýsti í umboði Interfloru væri í reynd virk eftir slælega reynslu af þessari þjónustu. „Fólk ætlaði að senda blóm til ættingja í Bandaríkjunum. Haft var samband við Blómaval, sem auglýsir sendingar á blómum um allan heim í gegnum Interfloru. Sex þúsund krónur voru greiddar fyrir blómvöndinn, sem aldrei barst viðtakanda. Hvernig geta viðskiptavinir treyst því að blóm, sem send eru með þessum hætti, skili sér á réttan stað?“ Upplýsingar sem nákvæmastar Svar: Að sögn Gyðu Ragn- arsdóttur í pantanaafgreiðslu Blómavals geta alltaf komið upp tilvik af þessu tagi þó þau séu ekki algeng. En komi þetta fyrir fær fólk vitanlega endurgreitt. „Helstu ástæður þess að send- ingar berast ekki réttum aðilum eru yfirleitt þær að blómasalarnir eru ítrekað búnir að reyna að ná í viðtakendurna, en án árangurs. Við leggjum því ríka áherslu á að hafa rétt símanúmer með pönt- unum og aðrar upplýsingar sem nákvæmastar. Fái ég kvörtun um að sending hafi ekki borist, sendi ég kvörtunina áfram út og fæ staðfestingu um að sending hafi ekki borist réttum aðilum ein- hverra hluta vegna.“ Samdægurs innan Norðurlanda „Eftirspurn eftir þessari þjón- ustu er alltaf að aukast hjá okkur og það er ekki aðeins verið að senda blóm því stundum vill fólk senda bæði vín og konfekt. Þegar pöntun berst til okkar sendum við upplýsingarnar í netpósti til miðstöðvar Interfloru í Kaup- mannahöfn sem síðan sér um að dreifa pöntunum út um allan heim eftir því hvert sendingin á að fara. Þjónustan tekur mislangan tíma eftir því hvert sendingarnar eiga að fara. Sendingar frá Ís- landi til viðtakenda á hinum Norðurlöndunum gætu borist samdægurs fái ég pöntun fyrir hádegi, en almennt til annarra landa er fyrirvarinn sólarhringur að lágmarki. Sé verið að panta blóm vegna útfara úti í heimi, þarf tveggja til þriggja sólar- hringa fyrirvara þar sem ferlið er lengra. Oft þarf að útbúa borða á blómaskreytingar og koma þeim í kirkju.“ Að sögn Gyðu er lágmarksverð hjá Interfloru. Til Danmerkur er t.d. ekki farið af stað með Int- erfloru fyrir minna en 3.500 kr. Til Englands er lágmarksverðið 4.200 kr. og til Bandaríkjanna 5.100 kr. Innifalið í því verði er blómvöndurinn ásamt þjónustu- og sendingargjaldi. Morgunblaðið/Ásdís Blómvönd- urinn barst aldrei  NEYTENDUR | Spurt og svarað Ég varð ástfangin af þessari hörpuum leið og ég leit hana augum, ogþá var ekki aftur snúið,“ segir hinátján ára gamla Tanja Björk Óm- arsdóttir sem féll alveg óvænt kylliflöt fyrir hörpu sem hún sá þegar hún nýlega kom við í versluninni Hljóðheimur Sangitamiya á Grett- isgötu. „Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öðruvísi hljóðfærum og ákvað að kíkja í þessa verslun af því mér fannst spennandi það sem ég hafði heyrt af ólíklegustu hljóðfærum sem þar væru til sölu. En þegar ég sá þessa hörpu þá vissi ég að hún yrði mín. Mig hefur alltaf langað til að læra á hörpu því amma mín hef- ur sagt alveg frá því ég var lítil að ég væri með hörpuhendur. Þess vegna hefur blundað lengi í mér að læra á hörpu og nú ætla ég að láta verða af því,“ segir Tanja Björk sem er ekki byrjandi á tónlistarsviðinu því hún hefur lært á píanó, trompet, blokkflautu og tromm- ur, en núna ætlar hún að einbeita sér að hörp- unni nýju. „Núna er ég að grufla í bók sem amma mín og afi sendu mér frá Bandaríkj- unum en þar eru kenndar handstöður og hvernig á að spila á hörpu. Ég ætla að byrja á svolitlu sjálfsnámi en síðan ætla ég að athuga hvort ég hef uppi á einhverjum hörpukenn- ara.“ Verðandi köfunarkennari Þótt harpan hennar Tönju Bjarkar sé lítil og nett þá er hún dýrt hljóðfæri, en Tanja segist safna sér fyrir þeim hlutum sem hana langar að eiga allt sitt líf, og þessi harpa er þar á meðal. „Ég lít á hana sem mína fyrstu hörpu og þegar ég verð búin að læra almenni- lega á hana, þá er aldrei að vita nema ég fjár- festi í stórri hörpu.“ Tanja Björk hefur alltaf elskað tónlist, eins og hún orðar það sjálf, og hefur auk tónlistarnáms lært ballett til margra ára. „Dansinn var fyrsta ástin mín, en ég þurfti að hætta í honum og það kemur ekkert í staðinn fyrir hann,“ segir Tanja Björk sem er listræn að eðlisfari, málar og saumar svo fátt eitt sé nefnt, því hvers konar sköpun höfð- ar til hennar. „Ég hvet alla til að prófa eitt- hvað nýtt, því maður veit aldrei nema það sé akkúrat það sem maður á að vera að gera,“ segir Tanja Björk sem er að hugsa um að fara bráðlega til útlanda og næla sér í réttindi til að kenna köfun, en eitt af því fjölmarga sem hún hefur lært er köfun.  ÁHUGAMÁL | Tanja Björk Ómarsdóttir féll óvænt fyrir hörpu Amma segir að ég hafi hörpuhendur Morgunblaðið/ÞÖK Tanja Björk handleikur nýju hörpuna af mikilli alúð. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Daglegtlíf febrúar VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfelldur skóli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.