Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 28

Morgunblaðið - 07.02.2006, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er merkilegt hvað dómgreind okkar og tilfinningalífið eins og það leggur sig eru háð duttlungum dags- formsins. Þegar maður er vel sofinn, úthvíldur, afslappaður og búinn að eiga góðan dag túlkar maður allt sem gerist á jákvæðan hátt, allt gengur upp, allt mun fara á besta veg. En þegar maður sefur illa, er stressaður eða pirraður yfir ein- hverju getur maður haft allt á horn- um sér og gersamlega misst stjórn á tilfinningum sínum með hræðileg- um afleiðinum. Það er ferleg tilfinning þegar maður, annars dagfarsprúður og ljúfur, mistúlkar í pirringi og ýldu orð og athafnir fólks sem þykir vænt um hann og breytist í bölvandi naut. Niðurrifsáhrif slíkrar mistúlk- unar og eyðileggingarmáttur slíkra neikvæðra tilfinninga geta verið hrikaleg. Svo ekki sé talað um þann skaða sem verður á sjálfstrausti manns og sjálfsáliti eftir uppá- komuna. Ég hef sjálfur byggt upp orðspor sem geðprúður maður með gott skap. Undanfarið hafa þó streita og pirringur eitthvað verið að hrjá mig. Lítill svefn, álag og tilfinningarót hafa valdið því að hinn annars dag- farsprúði Svavar breytist í einhvers konar tröllkarl sem baular og emjar af pirringi og gremju af minnsta til- efni. Þetta veldur nokkurs konar vítahring skapvonsku sem erfitt er að losna úr nema með gríðarlegu átaki, sem jafnvel getur falið í sér grát og gnístran tanna. Slík skap- vonska getur fælt frá okkur fólk sem þykir vænt um okkur, fólk sem við þurfum á að halda. Þess vegna er ótrúlega mikilvægt að maður átti sig á hlutunum. Ég held að þetta sé kallað tilfinningagreind. Pirringur og þreyta leiða til ofur- viðkvæmni. Þess vegna er gríð- arlega mikilvægt að vera sér vel meðvitandi um eigin líðan og and- legt og líkamlegt ástand. Spyrjum sjálf okkur: Hversu líklegt er að þessi manneskja, sem þykir vænt um mig og mér þykir vænt um, sé bara allt í einu að taka upp á því að vera með leiðindi við mig? Er ekki líklegra að ég sé þreyttur, pirraður, svangur eða með einhvern einmana- leika sem er að hrjá mig? Ef við öndum rólega og gefum okkur bara tíu sekúndur til að hugsa um hlutina út frá þessu sjónarhorni hljótum við að sjá að túlkun okkar á orðum og athöfnum viðkomandi er beintengd andlegu og líkamlegu ástandi okkar, dagsformi okkar. Viðkomandi á það skilið að við leyfum honum að njóta vafans í öllum samskiptum. Ef við gefum okkur tíma til að staldra aðeins við og hugsa upp- byggilega í stað þess að bregðast strax við eins og naut í flagi hljótum við að sjá að fólk sem við eigum dag- leg og góð samskipti við færi tæpast að taka það upp hjá sjálfu sér að skjóta skyndilega á okkur einhvers konar tilfinningalegum tund- urskeytum. Öndum rólega og áttum okkur á því að líkamlegt og andlegt ástand okkar er oftar en ekki for- senda þess hvernig við túlkum heiminn. Heimurinn er ekki öðruvísi í dag en í gær, en við getum verið mun verr stemmd til að túlka hann. En fyrst við erum nú á annað borð að tala um pirring, þá hef ég undanfarnar vikur fylgst með tveimur málum sem hafa valdið mér nokkrum pirringi. Annars vegar umræðan um það að trúfélögum sé veitt frelsi til að blessa sambönd samkynhneigðra og hins vegar um- ræðan um skopmyndirnar af Múhameð spámanni. Umræðan snýst mikið til um skörun mannréttinda, trúfrelsis og tjáningarfrelsis. Annars vegar um mörk tjáningarfrelsis og virðingar fyrir trú og hins vegar mörk mann- réttinda og virðingar fyrir trú. Ég get ekki annað en brosað að því þegar ég heyri kristið fólk tala fjálglega um viðkvæmni múslima í garð „ósköp sakleysislegra skop- mynda“, þegar sjálf þjóðkirkjan mótmælir sjálfsögðum mannrétt- indum fólks til að njóta blessunar í samböndum sínum, jafnvel hjá öðr- um trúfélögum. Múslimar vilja ekki að teiknaðar séu myndir af spámanni þeirra. Gott og vel. Þrátt fyrir að sjálfur skrifi ég undir önnur siðalögmál en múslimar er ég tilbúinn til að hliðra tjáning- arfrelsi mínu örlítið fyrir tillitssemi sakir. Mér er enginn skaði að því að teikna ekki skopmyndir af Múham- eð spámanni. Þjóðkirkjan og fleiri kristnir söfn- uðir vilja ekki að samkynhneigðir fái trúarlega blessun sambands síns. Hér er hins vegar um að ræða al- varlegri skörun. Því ef við á annað borð viðurkennum að samkyn- hneigðir séu jafnir gagnkyn- hneigðum í þessu samfélagi og eigi inni sömu réttindi hljóta sömu lög að eiga að gilda um sambönd þeirra. Væri ég samkynhneigður þætti mér það mikil skerðing á mannrétt- indum að eiga ekki tilkall til bless- unar sambands míns og maka míns. Mun alvarlegri skerðing en að mega ekki ögra ákveðnum trúarhópum með því að teikna heilagasta spá- mann þeirra með sprengjutúrban. Lögin sem um er rætt eru ekki að fara að þvinga þjóðkirkjuna til neins. En þau munu leyfa þeim trú- félögum sem það vilja að blessa sambönd samkynhneigðra. Þjóð- kirkjan vill s.s. meina ásatrúar- mönnum og búddistum að blessa sambönd. Það er rétt eins og ef múslimar vildu banna öllum öðrum trúarbrögðum að teikna myndir af sínum spámönnum og guðum. Búdda, Kristur, Ganesh og Óðinn mættu ekki teiknast. Er það ekki dálítið meiri mannréttindaskerðing? Hvaða rétt eigum við á að tala um ofstæki? Við hneykslumst á því að mega ekki taka upp á „smávegis ögrun“ á meðan við, sjálfumglaðir Vest- urlandabúar, höldum aftur af sjálf- sögðum réttindum fólks til að njóta trúarlegrar blessunar. Fáránlegar röksemdir um að íslensk tunga hrynji ef skilgreining hjónabands breytist og hreint út sagt ótrúlegar fullyrðingar um að hjónabönd fari á ruslahaugana ef samkynhneigðir fái blessun. Meira að segja fullyrða sumir að eins gætum við leyft manni og sauðkind eða manni og barni að fá blessun sambands síns. Er orðum eyðandi á svona rök? Við erum að tala um tvær fullorðnar manneskjur sem eru ástfangnar og njóta í öllu samfélagslegrar viðurkenningar á sambandi sínu. Kannski ættu biskup og skoð- anabræður hans að athuga hvort þeir séu eitthvað pirraðir eða illa sofnir þessa dagana? Pirringur Við verðum að gæta okkar ofboðslega vel á dagsformi okkar þegar við metum hlutina. Oft geta saklausustu orð snúist upp í eitur í hjarta okkar, einungis sök- um þreytu og pirrings. svavar@mbl.is VIÐHORF Svavar Knútur Kristinsson STÆRSTA mál á vettvangi stjórnmálanna nú er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á stöðu þess máls. Mál sem ráða úrslitum Nú er rétt ár liðið frá því að forsætis- ráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd ásamt sérfræð- inganefnd henni til aðstoðar. Jón Krist- jánsson heilbrigð- isráðherra stýrir nefndinni sem hefur kappkostað að starfa fyrir opnum tjöldum og veita almenningi aðgang að málinu. Nefndin hefur sett það markmið að skila frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni fyrir 1. sept. 2006 eða í síðasta lagi fyrir árslok 2006. Það er því stefnt að því að leggja tillögur um breytingar á stjórn- arskránni fyrir í næstu alþing- iskosningum. Af þessu má sjá að nú dregur hratt að þeim dögum sem ráða úrslitum um það um hvaða breytingar á stjórn- arskránni getur náðst pólitísk sátt. Ég tel að helstu átökin verði ein- mitt um ákvæði sem Samfylkingin hefur á undanförnum árum lagt mesta áherslu á að sett verði í stjórnarskrána þ.e.a.s. ákvæði um auðlindir í þjóðareign og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Afdrif þessara mála ásamt rétti forseta Íslands til að vísa máli til þjóð- arúrskurðar munu valda miklum pólitískum átökum. Ég fjalla hér einungis um þessi þrjú mikilvægu mál vegna þess að ég tel að þau verði heitust og úrslit þeirra munu ráða mestu um hvort sátt getur orðið um tillögur nefndarinnar. Auðlindir í þjóðareign og þjóðaratkvæði Eitt mikilvægasta mál þessarar endurskoðunar er að sett verði ákvæði í stjórnarskrána um auð- lindir í þjóðareign. Staða þess máls er að því leyti góð að mikill og að flestu leyti góður undirbún- ingur svokallaðrar Auðlinda- nefndar liggur þegar fyrir í því máli. Sú nefnd setti fram heildar- tillögur um meðferð þjóð- arauðlinda og með hvaða hætti ætti að tryggja þær til fram- tíðar með ákvæði í stjórnarskránni. Það er nú eitt mest aðkall- andi verkefni á sviði stjórnmála að skapa framtíðarreglur vegna auðlinda í þjóðareign. Þar ber fyrst að nefna nauðsyn þess að skýra stöðu auðlinda sjávar eftir áralangar deilur en ekki er síður nauðsyn að skapa sem allra fyrst ramma og reglur um nýtingu orkulinda. Þjóðaratkvæðagreiðslur er ann- að afar mikilsvert mál. Allir stjórnmálaflokkar vilja að því er virðist að settar verði reglur um þær sem geri mögulegt að kalla fram vilja þjóðarinnar í mik- ilvægum ágreiningsmálum. Fljótt á litið gæti því virst að góð sam- staða ætti að vera fyrir hendi um þessi mikilvægu mál. En það er ekki allt sem sýnist. Sjálfstæðisflokkurinn á bremsunum Ég á satt að segja von á því að forysta Sjálfstæðisflokksins vilji nú hægja sem mest á starfi stjórn- arskrárnefndar. Fulltrúar hans munu örugglega – meti ég stöðuna rétt – reyna að koma í veg fyrir að nefndin geti skilað tillögum sínum í tíma ef ekki verði farið að kröf- um þeirra. Þær tel ég að verði að- allega tvær. Hin fyrri kemur svo sem ekki á óvart. Sjálfstæðisflokk- urinn vill að réttur forseta til að vísa máli til úrskurðar þjóðarinnar verði felldur brott. Varla getur þó ákvæði sem einungis einu sinni hefur reynt á á 60 árum verið svo mikið vandamál að það séu rök fyrir því að flokkurinn reyni að setja endurskoðun stjórnarskrár- innar í uppnám. Þetta er sérlega undarlegt í ljósi þess að enn ólík- legra verður að teljast að nokkurn tíma reyni á atbeina forsetans vegna þess að sérstök ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur verða sett í stjórnarskrána. Hin ástæðan fyrir því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur minni en engan áhuga á að ljúka endur- skoðun stjórnarskrárinnar er sú að forysta flokksins vill koma í veg fyrir að sett verði ákvæði í stjórn- arskrána um auðlindir í þjóð- areign. Það að ríkisstjórnin hafði þetta ákvæði í stjórnarsáttmálanum kom mjög á óvart á sínum tíma. Það kemur hins vegar minna á óvart að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi ekki meint neitt með því að hafa ákvæðið þar og líklegast hafa valdamenn flokksins ekki reiknað með að þurfa að standa við þessa yfirlýsingu. Það er hins vegar frá- leitt að láta Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að taka endur- skoðun stjórnarskrárinnar í gísl- ingu annarsvegar vegna óvildar í garð forseta Íslands og hins vegar til að koma í veg fyrir að dýrmæt- asta auðlind þjóðarinnar verði fest í stjórnarskrá sem þjóðareign til framtíðar. Þessi mikilvægu mál verður að leysa á viðunandi hátt ef endur- skoðun stjórnarskrárinnar á að standa undir nafni. Ábyrgð stjórn- arskrárnefndarinnar er mikil og forysta Jóns Kristjánssonar fyrir starfinu þar er mikilvægasta verk- efni stjórnmálanna nú um stundir. Verður kosið um stjórnarskrána 2007? Jóhann Ársælsson fjallar um stjórnarskrármál ’Ábyrgð stjórnarskrár-nefndarinnar er mikil og forysta Jóns Kristjáns- sonar fyrir starfinu þar er mikilvægasta verkefni stjórnmálanna nú um stundir.‘ Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður. GETA mannsins til að orða hug sinn greinir hann frá öðrum líf- verum. Tungumálið er ekki aðeins merkilegt tæki meðal annarra, held- ur er það sjálfur mann- lífsveruleikinn, tengsla- og tjá- skiptanetið sem við lif- um og hrærumst í, for- senda alls, líkt og andrúmsloftið og aðrir hornsteinar lífheims- ins. Að rækta, verja og hlúa að tungumálinu, móðurmáli sínu, snýst ekki um það að fægja skrautgrip. Það snýst ekki um umdeil- anlegan smekk eða duttlungafullar skoðanir, heldur ekki um rómantíska, upphafna for- tíðardýrkun, jafnvel ekki einu sinni um væntumþykju, ef út í það er far- ið. Hér kemur til kaldara mat. Um- ræðan er ekki af fagurfræðilegum toga eða tilfinningalegum nema að litlu leyti. Hún snýst um frumþætti mann- legra tilvistar, sjálfsvitundina, sjálfsímyndina, sjálfsvirðinguna, sérstöðuna og tengslin við þau menningarsögulegu þróunarferli sem gera okkur að því sem við erum. Það er eins og sumum sé í nöp við allt tal um hættuna á hnignun tung- unnar, sé ekki verið á varðbergi og telji það bera vott um fúlt skap eða menntahroka, allt sé í stakasta lagi, engin hætta á ferðum. Tungumálið eigi að fá að þróast á eigin spýtur og aðlaga sig meintum kröfum tímans, svona bráðlif- andi tungumál þurfi ekki á sérstakri um- hyggju að halda. Skólakerfið og stór hluti kennara, jafnvel á æðri menntastigum, virðist á síðari árum hafa snúist gegn fyrri kröfum í íslenskunámi, einkum í málfræði. Það má víst ekki þjaka litlu sálirnar með slíku oki. Það er þeim kannski skaðlegt. Erf- iðisgildi námsins virðast þeir meta lítils eða vitnar þetta einfaldlega um leti þeirra sem ábyrgðina bera, metnaðar- og hirðuleysi um þetta óarðbæra námsefni. Engin námsgrein, list eða vísindi, né sjálf tilvistarforsendan, tungu- málið, þróast eða þroskast sjálf- krafa, afskipt og vanrækt – heldur staðnar, visnar og veslast loks upp sé ekki um það hirt. Skilningsleysi á þessu er eins og að afneita gróður- húsaáhrifunum á náttúruna eða að staðhæfa að ekkert sé til nema það sem er innan seilingar og augsýnar á líðandi stund. Ef íslenskan drabbast niður, úr- kynjast og eyðist að lokum, þá erum við ekki lengur til sem sérstök þjóð – okkur skolar þá rótslitnum og vængstýfðum út í manngrúahafið. Kannski sparast við þetta peningar til að drukkna í. „Álitsgjöfunum“ sýnist sitt hverjum. Of mikið áhyggjuleysi er áhyggjuefni. Orð- fæð, framburðarbjögun og önnur hættumerki um stöðu tungunnar, stór og smá eru fyllsta tilefni til að minna og herða á málrækt og mál- vernd, væntumþykju og virðingu fyrir tungumáli okkar, hversu sér- stakt það er og hversu mikilvægt til- vistarskilyrði. Hrörnun þess yrði missir fyrir heimsmenningarsam- félagið allt. Forsenda tilvistar – Fáein orð um tungumálið Magnús Skúlason fjallar um íslenskt mál ’Ef íslenskan drabbastniður, úrkynjast og eyðist að lokum, þá erum við ekki lengur til sem sér- stök þjóð.‘ Magnús Skúlason Höfundur er geðlæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.