Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AÐEINS ÞESSA EINU HELGI! Perlan - Sími: 562 0200 - Fax: 562 0207 - perlan@perlan.is 9.-12. mars Sjávarréttahlaðborð PERLUNNAR Sjávarréttahlaðborð Perlunnar er einstakt tækifæri til að upplifa nýjungar í matargerð ólíklegustu skelfisk og fisktegunda. Margverðlaunaðir matreiðslu- meistarar Perlunnar útbúa yfir 30 tegundir heitra og kaldra fiskrétta. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi. Verð aðeins: 4.790 kr. Fyrir mat kynnir Globus gæðavín frá Ítalíu. „STJÓRNVÖLD setja lýðræðinu bein höft með þeim aðstöðumun sem þau búa frjálsum nátt- úruverndarsamtökum í barátt- unni við stóriðjustefnuna. Það er stórhættulegt og stríðir gegn stjórnarskrá að ríkjandi stjórn- völd neyti aflsmunar til að halda niðri möguleikum frjálsra fé- lagasamtaka til að koma á öfl- ugum skoðanaskiptum,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í pallborðsumræðum á ráðstefnunni Orkulindin Ísland sem haldin var á Hótel Nordica í gær. Auk hennar sátu í pallborði Ragnhildur Sigurðardóttir, vist- fræðingur, Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- kona Samfylkingarinnar, og Sig- urjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, en þing- flokkur Framsóknarflokksins sá sér ekki fært að senda fulltrúa sinn í pallborðið. Ragnhildur sagði hræðslu fólks við að tjá sig um stóriðjustefnuna eitt helsta þjóðfélagsmeinið í ís- lensku samfélagi í dag. Einnig gagnrýndi hún leynimakk yf- irvalda varðandi upplýsingar og sagðist sannfærð um að þær upp- lýsingar sem þjóðin fær ekki að- gang að gætu haft úrslitaáhrif á afstöðu fólk gagnvart stóriðju- stefnunni og því þætti það bein- línis hættulegt að þær kæmu fram. Ragnhildur lagði áherslu á mikilvægi þess að koma á sam- ræðu milli hinna ólíku aðila, en tók jafnframt fram að fá tækifæri gæfust til þess þar sem oft reynd- ist erfitt að fá áheyrn stjórn- valda. Gagnrýndi hún yfirvöld fyrir að halda því stöðugt fram að náttúruvernd, nýsköpun og stóriðja geti farið saman, án þess að gerð væri tilraun til að út- skýra hvernig svo mætti vera. Sér stóriðju sem viðbót Þegar Birgir var beðinn að svara þessum gagnrýnispunkti vísaði hann til reynslunnar og sagði hana sýna að náttúruvernd, nýsköpun og náttúruvernd geti farið saman. „Ég er ekki þeirrar skoðunar að við stöndum frammi fyrir svart/hvítum veruleika þar sem spurningin sé eitthvert ann- aðhvort eða,“ sagði Birgir og tók fram að hann sæi stóriðjuna ein- ungis sem viðbót og teldi ekki rétt að stilla málum upp með þeim hætti að væri stóriðja valin myndi það sjálfkrafa leiða til þess að aðrar atvinnugreinar legðust af. „Á sama hátt er ekki hægt að stilla málum þannig upp að stór- iðja sé eini möguleikinn á at- vinnuuppbyggingu í landinu. Langt því frá.“ Kolbrún mótmælti þessari sýn Birgis og sagðist þeirrar skoð- unar að stóriðjustefnan geti ekki farið saman við aðrar atvinnu- greinar. „Ég er ekki trúuð á það að í okkar litla hagkerfi geti stóriðjustefna á borð við þá sem ríkisstjórnin keyri farið saman með öðru atvinnulífi,“ sagði Kol- brún og sagði það umhugsunar- efni að ekki væri sá jarðvarma- blettur hérlendis sem ekki væri búið að sækja um rannsóknarleyfi fyrir. „Það er búið að veita heimildir á viðkvæmum svæðum þar sem ekki verður aftur snúið. Við get- um ekki varðveitt ósnortna nátt- úru á þeim svæðum þar sem búið er að gera borholur,“ sagði Kol- brún og átaldi í framhaldinu rík- isstjórnina fyrir stefnuleysi sitt, fyrir að leyfa sér ekki þann mun- að að gera áætlanir um atvinnu- uppbyggingu og hvernig þeir ætli að samræma náttúruvernd, há- tækni og stóriðju. Ekki falleg pólitík Í máli Þórunnar kom fram að búið væri að telja fólki trú um að verksmiðjur haldi bæjum í byggð, þegar reynslan alls staðar úr heiminum sýni að svo sé ekki, það sé aðeins skammtímalausn. „Mér finnst það ekki falleg póli- tík að fara um landið og telja fólki trú um að þetta sé lausnin,“ sagði Þórunn. „Ef halda á þessari uppbygg- ingu áfram þá verða hlutir eins og raforkuverð og raunverulegur hagnaður að vera uppi á borð- um,“ sagði Sigurjón og gagn- rýndi harklega það leynimakk stjórnvalda sem hann taldi ríkja hérlendis. Neyta aflsmunar til að koma í veg fyrir öflug skoðanaskipti Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „STÓRIÐJA gjörbreytir stjórn- málum og það er umhugsunarvert fyrir litla þjóð. Reimleikarnir hófust strax og álverkmiðjunum fjölgaði. Fréttamenn, fréttaljósmyndarar, vísindamenn, listamenn, rithöfundar, stjórnmálamenn, formenn frjálsra félagasamtaka – allir urðu vafasamir sem efuðust um ágæti stóriðju og virkjana. Þeir urðu allt í einu óvinir samfélagsins, skæruliðar, hryðju- verkamenn, talibanar. Stjórnendur fyrirtækja fóru með veggjum; for- stöðumenn fræðastofnana veigruðu sér við að skrifa og tala; tjáning- arfrelsið var heft og hefndist þeim sem mælti gegn náttúrufórnum og stóriðju,“ sagði Guðmundur Páll Ólafsson, líffræðingur og rithöf- undur, í upphafserindi sínu á vel sóttri ráðstefnu „Orkulindin Ísland – Náttúra, mannauður, menning og hugvit,“ sem Fuglaverndarfélag Ís- lands, Hætta-hópurinn, Náttúru- vaktin og Náttúruverndarsamtök Ís- lands stóðu fyrir í gær. M.a. var fjallað um hvernig hægt væri að byggja hagvöxt og velsæld á Íslandi án þess að valda óaftur- kræfum náttúruspjöllum. Einnig voru reifaðir möguleikar Íslendinga á sviði vísinda og tækni í þekkingar-, afþreyingar- og hátækniiðnaði, auk ferðaþjónustu og menntunar, með áherslu á nýsköpun á öllum sviðum. Sagði Guðmundur enn fremur í upphafserindi sínu að Íslendingar væru komnir í ógöngur miðstýringar og forsjárhyggju sem byggði á vantrú á landið og almenning og vantrú stjórnvalda á eigin getu. „Fólk sem vill vel en hefur örmagn- ast frammi fyrir tilboði stóriðjunnar um gífurlegt innstreymi fjármagns,“ sagði Guðmundur og bætti við að mikilvægt væri að átta sig á að engin skýr tengsl eru milli hagvaxtar og lífsgæða, þrátt fyrir að stjórnvöld dá- sömuðu hagvöxtinn. „Er ástæða til að óttast framtíð- ina?“ spurði Rögnvaldur Sæmunds- son, forstöðumaður Rannsóknamið- stöðvar HR í nýsköpunar- og fjölmiðlafræðum, og vitnaði hann í upphafi erindis síns í orð Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, þegar hún sagði að færri Íslendingar myndu svara því til að þeir væru mótfallnir frekari stór- iðjuframkvæmdum, vissu þeir að ís- lenskt efnahagslíf myndi verða fyrir miklu áfalli og ríkissjóður yrði rek- inn með miklu tapi næstu ár. Sagði Rögnvaldur Íslendinga ekki þurfa að óttast framtíðina að öðru leyti en því að fólk reyndi að telja þeim trú um að hún væri hræðileg. „Þessi hræðsla kallar líka fram þau við- brögð að geti menn ekki bent á eitt- hvað annað séu þeir úr leik, en ég er algerlega mótfallinn því sjónarmiði, því mér finnst það fyllilega sambæri- legt við þá hræðslu sem er í stríðinu við hryðjuverk, ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur. Þetta byggir á þeirri hræðslu að það sé bara ein leið fyrir okkur að velja um. Ein leið fyrir alla, vegna þess að ástandið sé svo slæmt.“ Hagvöxtur ekki ávísun á velmegun Rögnvaldur sagði mikilvægt, þeg- ar talað væri um hagvöxt, að ekki mætti setja samasemmerki milli hagvaxtar og velmegunar. „Hag- vöxtur snýst um að stækka kökuna, sem er í sjálfu sér ágætt upp að ákveðnu marki. Stækkunin segir þó ekkert um það hvernig kökunni er skipt eða hvernig börnunum okkar líður eða annað sem skiptir okkur máli og hefur með velferð okkar að gera.“ Þá hugmynd að stóriðja væri ein lausn til framtíðar sagði Rögnvaldur afar gallaða. Sagði hann tækifæri byggjast á fjölbreytni og lykilatriðið væri að byggja upp fjölbreytni. Væri litið til fortíðar sæist vel hvað menn væru oft skammsýnir. Þekking og þarfir tækju sífelldum breytingum. Því væri óskynsamlegt að taka ákvarðanir um ákveðnar lausnir til framtíðar, eins og refabúskapur og laxeldi áttu að vera áður fyrr, en betra væri að byggja almennt upp menntun og frumkvæði hjá fólkinu í landinu. Náttúran væri sífellt að verða verðmætari, eftir því sem hún verður sjaldgæfari. Óþarfi væri að hafa áhyggjur af atvinnuleysi eða skorti á störfum. Hingað til hefðu 70–80% starfa myndast án tilkomu hins opinbera. Aðför að ferðaþjónustu í Skagafirði Í erindi sínu rakti Anna Svav- arsdóttir, leiðsögumaður við flúða- siglingar hjá Ævintýraferðum í Skagafirði, starfsemi fyrirtækisins þar og skýrði fyrir gestum þá yf- irburði sem jökulsárnar hafa yfir aðrar ár, bæði hér á landi og víðar um heim, hvað varðar fljótasiglingar. Þær væru í senn fjölbreyttar með mjög marga spennandi möguleika fyrir útivist og ferðaþjónustu og einnig með stöðugt rennsli. Færi fjöldi gesta þar ört vaxandi, aðgengi að ánum væri mjög gott og allt um- hverfi hið besta. Anna sagði þó það rekstrarum- hverfi sem ferðaþjónustuaðilar byggju við vera út úr kortinu. Til stæði að byggja tvær virkjanir á svæðinu, Villinganess- og Skata- staðavirkjun, sem hefðu hámarks- endingartíma upp á 60 ár og myndu gersamlega eyðileggja möguleika á flúðasiglingum og annarri ferðaþjón- ustu kringum þær. Sagði hún ger- samlega ómögulegt að reyna að byggja upp frekari starfsemi á svæð- inu þar sem ekkert öryggi væri fyrir að reksturinn fengi að halda áfram. Þannig væri ógerlegt að fá áhættu- fjármagn eða ráðast í neinar frekari fjárfestingar. Þá fengju ferðaþjón- ustuaðilar engar bætur yrðu þessar bestu flúðasiglingarár landsins virkj- aðar. Hjákátlegt væri að lesa í mats- skýrslunni þær röksemdir að hægt yrði að sigla á lóninu í staðinn þegar það væri komið, en ljóst væri að lónið væri dauðadómur fyrir slíka starf- semi. Allar forsendur fyrir hinum fjölbreytilegu möguleikum væru brostnar ef virkjað yrði í jökuls- ánum. Kallaði Anna að lokum eftir skýrri löggjöf um rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu til að hægt væri fyrir alvöru að reka ferðaþjónustu í snert- ingu við náttúruna í landinu. Grænir möguleikar íslensks samfélags og atvinnulífs ræddir á ráðstefnunni Orkulindin Ísland Morgunblaðið/RAX Fjöldi gesta var mættur á Hótel Nordica til þess að fylgjast með ráðstefnunni Orkulindin Ísland. Þarf að trúa á atvinnulífið og fólkið í landinu Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is „ÁKVEÐNIR hópar í þjóðfélaginu hafa verið með hræðsluáróður varðandi alla þá ónýttu orku sem hér væri að finna á orkueyjunni Ís- land, að það væri tap fyrir þjóðina að nýta ekki þær auðlindir sem við höfum til orkuframleiðslu. En þessi nýting sem talað er um er í tölu- verðri andstöðu við helstu auðlindir þjóðarinnar, sem er náttúran, mannauðurinn og hugvitið,“ sagði Ragnhildur Sigurðardóttir, vist- fræðingur, og benti á að stórlega væri verið að ofmeta orkuauð- lindina. Þannig sé búið að lofa feykimikilli orku í Þingeyjarsýslu, þó 80% hennar sé enn á forathug- unarstigi. Því sé enn óvitað hvort hægt verði að ná þessari orku né heldur hvaða umhverfisáhrif þau komi til með að hafa,“ sagði Ragn- hildur og tók fram að að sínu viti væri ekki verið að nýta orkulind- irnar heldur gefa þær. „Erum að gefa orkuna“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.