Morgunblaðið - 11.03.2006, Side 27

Morgunblaðið - 11.03.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 27 MINNSTAÐUR Ráðstefna SI á stórsýningunni Verk og vit 2006 fimmtudaginn 16. mars frá 14:00 til 16:30 HEILBRIGÐUR ÚTBOÐSMARKAÐUR? Skráning fer fram á www.si.is SAMTÖK IÐNAÐARINS WWW.SI.IS Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100 - Fax 591 0101 - mottaka@si.is - www.si.is SI efna til ráðstefnu um útboðsmál við verklegar framkvæmdir fimmtudaginn 16. mars á stórsýningunni Verk og vit 2006 í nýju Íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Ráðstefnan hefst kl. 14:00 í sal-1 og stendur til 16:30. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis en tekið er við skráningum á www.si.is. Að ráðstefnu lokinni bjóða SI gestum að vera við opnun sýningarinnar Verk og vit 2006 kl. 16:30 Dagskrá: Viðhorf eftirlitsaðila Mikael J. Traustason, Fjölhönnun ehf. verkfræðistofu Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri tæknisviðs ÍAV hf. Útboðsgögn - tæknilegar lýsingar Útboðs- skilmálar Kolbeinn Kolbeinsson, aðstoðar- framkvæmda- stjóri Ístaks hf. Erlendur Gíslason, hrl. hjá LOGOS lögmannsþjónustu Ábyrgðir í mannvirkja- gerð Lausn ágreinings- mála Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur SI Setning ráðstefnu Þorsteinn Víglundsson, stjórnarmaður í SI og ráð- stefnustjóri Neskaupstaður | „Þetta er algjör bylting fyrir okkur,“ sagði Björn Magnússon, forstöðulæknir Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN), þegar ný röntgendeild sjúkrahússins var formlega vígð á dögunum. Undanfarið ár hafa staðið yfir framkvæmdir við endurnýjun tækja og breytingar á húsnæði. Fyrir ári var röntgendeild FSN rek- in með úreltu 24 ára gömlu filmu- röntgentæki sem var löngu komið á „síðustu geislana“ eins og Valdimar O. Hermannson, rekstrarstjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands og FSN, komst að orði. Nú er öldin önnur og í dag státar FSN af einni fullkomnustu röntgendeild landsins með svokölluðu tveggja sneiða tölvusneiðmyndatæki, nýju röntgen- tæki og öðru færanlegu, auk staf- ræns myndgreiningabúnaðs. Enn sem komið er hefur sneið- myndatækið ekki verið rekið á full- um afköstum vegna þess að ekki hefur tekist að fastráða geislafræð- ing til starfa „en þess í stað hafa komið hingað farandgeislafræðingar aðra hverja viku. Við stefnum hins vegar að fullum afköstum á þessu ári með ráðningu geislafræðings á næstunni. Þá eru greiningar unnar í sam- vinnu við röntgenlækna á Akureyri og með þessari nýju tækni er þetta nánast eins og að hafa röntgenlækni í næsta herbergi, þó að hann sé norður á Akureyri,“ sagði Björn. Metafköst hjá FSN í fyrra Bæði röntgentækið og sneið- myndatækið eru tengd við nýja starfræna myndgreiningabúnaðinn, sem aftur er beintengdur við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri svo að allur úrlestur rannsókna skilar sér aftur fljótt og vel. Sneiðmyndatækið er gefið af Hollvinasamtökum FSN og rafrænn myndgreiningarbúnaður af Alcoa. Að sögn Björns var árið 2005 eitt hið viðburðaríkasta í sögu FSN, jafnframt því sem afköst á flestum sviðum slógu öll fyrri met. Innlögn- um og ferilverkum fjölgaði verulega og vekur þar athygli að fjöldi inn- lagðra útlendinga hefur aukist um- talsvert, eða úr 17 manns árið 2004 í 58 manns árið 2005. Þá voru fæð- ingar fleiri en þær hafa verið sl. tíu ár og umsvif á rannsóknarstofu mun meiri en áður. „Það er ljóst að miðað við starf- semi er hér undirmönnun, sérstak- lega á læknum, sem vonandi verður bætt úr á árinu 2006,“ sagði Björn að lokum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Manni rennt inn Guðrún K. Einarsdóttir og Jóna K. Aradóttir undirbúa sneiðmyndatöku í nýju tæki á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ein fullkomnasta röntgendeild landsins Efni í kerskála | 70 leiðara- hringjum fyrir kerskála álversins á Reyðarfirði var skipað upp í vik- unni. Hver leiðarahringur vegur 30 tonn, er 16 metra langur og 6 metra hár. Þeim verður komið fyr- ir í kerskálunum þar sem þeir munu mynda ramma utan um hvert ker og leiða þann rafstraum sem þarf til rafgreiningar áls. Samtals verður 336 leiðara- hringjum komið fyrir í kerskál- unum tveimur. Þetta er önnur sending leiðarahringja af fimm sendingum sem koma til Fjarða- álsverkefnisins frá Kanada.    Kárahnjúkavirkjun | Montavar Metalna átti lægsta tilboð í loku- búnað og stálfóðringu fyrir Hraunaveitu og Ufsarstíflu, verk- hluta KAR-35 í Kárahnjúkavirkj- un. Verkið var boðið út í nóvember 2005. Það felst í deilihönnun, út- vegun efnis, framleiðslu, flutningi, uppsetningu og prófun á lokubún- aði með tilheyrandi afl- og stjórn- búnaði og stálfóðringu. Lokarnir eru sex talsins og áætlað er að verkefnið kalli alls á um 300 tonn af stáli. Verklok eru áætluð í jan- úar 2008. Tilboð Montavar Me- talna nemur tæpum 373 millj- ónum, en kostnaðaráætlun Landsvirkjunar gerði ráð fyrir tæpum 423 milljónum króna. Níu aðilar buðu, m.a. tvö íslensk fyr- irtæki.    Einn verktaki bauð | Héraðs- verk ehf. var eini aðilinn sem bauð í gerð Hólsufsavegar á Fljótsdals- heiði. Landsvirkjun bauð verkið út og felur það í sér lagningu um þriggja kílómetra langs vegar frá núverandi vegi að aðgöngum 1 í sunnanverðu Miðfelli og að Hólsufs sunnar á Fljótsdalsheiði. Þar verð- ur útbúið borstæði fyrir þrýstijöfn- unarstrokk og byggðir tveir vatns- varnargarðar. Tilboð Héraðsverks nam rúmlega 26,5 milljónum króna, eða um 74% af kostnaðráætlun Landsvirkjunar. AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.