Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Íþróttir Formúlan byrjar um helgina Fylgstu með á íþróttavef mbl.is þar sem þú finnur allt um formúluna á einum stað og formúlublogg þar sem sérfræðingarnir láta ljós sitt skína. Taktu þátt í spennandi getraun um úrslit keppninnar. Vegleg verðlaun í boði ... Formúla-1 | Fótbolti | Golf | Handbolti | Körfubolti | Hestar | Úrslitaþjónusta | Fréttir vikunnar meira Nýjustu fréttir úr íþróttaheiminum, bæði á Íslandi og erlendis, og sérsíður fyrir helstu íþróttagreinar. ÞAÐ var með hálfum huga og meira af skyldurækni sem ég fór að sjá Virkjunina í Þjóðleikhúsinu. En eftir stóð magnað leikhús – já stóð kannski fast í kokinu þarsem hin eina sanna stífla okkar allra er. Leiksýningin hefur verið gagnrýnd fyrir að vera leiksýning textans. Á okkur dög- um á allt að vera svo sjónrænt og textinn aðeins að styðja hið sjónræna; ef við fáum ekki glápið okkar verða augun í okkur vitlaus. Það er einsog við séum ekki gædd öðrum skilning- arvitum einsog heyrn, þau eru kannski dott- in af enda er hægt að segja okkur allt, og við segjum ekki neitt – við erum að glápa. Svo mælum við gláp- ið, rétt einsog hæð, lengd og breidd stífl- unnar. Hvað sjáum við þegar við horfum. Hvað heyrum við þeg- ar við leggjum við hlustir? Texti sýningarinnar er að mestu skýrslu- kenndur, ópersónu- legur og svokallaðar persónur verksins væla í höfund- inum að fá nú eitthvað persónu- legra tilað moða úr. Elfriede Jele- nik skapar ekki persónur, kannski finnst henni að við séum hætt að vera persónur en séum bara einn massi – glápmassinn góði. Og text- inn er hennar er að sönnu óper- sónulegur, skýrslukenndur – af því við erum hætt að vera persónur, okkar persónulega líf skiptir ekki máli, allt annað tungumál skiptir meira máli, tungumál sem stíflar jafnmikið og stíflan á öræfum. Við erum föst í tungumáli sem er troðið ofaní kok á okkur einsog Jöklu er troðið í göngin. Í leiksýningunni er verið að segja að sá sem tapar landinu sínu tapar tungumálinu sínum. Hann tapar persónu sinni; það talar enginn einsog ég. Tungumálið verður einsog vegg- urinn sem er verið að reisa. Ég skildi betur hvað var oft sagt við mig þegar ég barðist gegn Kárahnjúkavirkj- un; þú veist ekki nóg um hvað þú ert að tala, þig vantar allar tölur, allar stærðir, þú verð- ur að tala þeirra tungumál ef þú ætlar að ná eyrum þeirra – það átti semsagt að setja hornsteininn í kokið á mér. Neitakk. Ég elska Ísland. Hvort sem maður er sammála stórvirkjunum eða ekki þá er hér fólk að takast á við samtíma sinn, sjálft sig, myndina af sjálfu sér. Og uppgötva að þessi mynd passaði í rammann af annarri mynd. Og allt tengdist; mæðurnar, fríið, verkfræðingarnir, dauðinn, vinnan; allt einn skrípa- leikur. Og þjóðsagnapersónum haldið sofandi. Þetta var ekki bara um að virkja eða ekki virkja. Mynd- in varð miklu stærri. Mér fannst einsog Þjóðleikhúsið stækkaði. Stífla úr glápi Elísabet Kristín Jökulsdóttir fjallar um leiksýningu Þjóðleikhússins, Virkjunina Elísabet Jökulsdóttir ’Hvort semmaður er sam- mála stórvirkj- unum eða ekki þá er hér fólk að takast á við sam- tíma sinn, sjálft sig, myndina af sjálfu sér.‘ Höfundur er rithöfundur. FÉLAGSRÁÐGJÖF er fimm ára nám til löggiltra starfsréttinda við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands. Námið veitir traustan grund- völl til faglegra starfa á sviði félags- og heil- brigðisþjónustu. Lög- giltir félagsráðgjafar geta lagt stund á fram- haldsnám til meist- araprófs þar sem um tvær leiðir er að ræða. Á haustmisseri 2006 verður starfstengt framhaldsnám m.a. með fjölskyldunálgun til MSW-gráðu (45 ein- ingar) í boði. Sömuleiðis er hægt að innritast í einstaklingsbundið MA- nám á sérsviðum (60 einingar) og í boði eru tvær nýjar diplómanáms- línur. Undirbúningur náms til sérfræðiréttinda Í samræmi við lög um fé- lagsráðgjöf geta félagsráðgjafar öðl- ast sérfræðiréttindi á fjórum meg- insviðum og undirsviðum þeirra. Meginsviðin snúa að sérfræðiþjón- ustu í réttarfélagsráðgjöf og skóla- félagsráðgjöf auk félagsþjónustu og heilbrigðismála. Undirsviðin snerta stjórnun í velferð- arþjónustu og sértæka málaflokka eins og sjálfboðið starf og fé- lagsauð, áfengis- og vímuefnamál, öldr- unarmál og barna- vernd. Haust 2006 verður boðið í fyrsta sinn diplómanám á meist- arastigi í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands, ann- ars vegar í rétt- arfélagsráðgjöf og hins vegar í öldrunarfélags- ráðgjöf. Hvað er réttarfélagsráðgjöf? Réttarfélagsráðgjöf er víðtækt sérfræðisvið í félagsráðgjöf sem snertir fjölmargra þjónustuþætti. Það varðar aðstoð við fanga og fjöl- skyldur þeirra, brotaþola, m.a. í nauðgunar- og öðrum kynferð- isafbrotamálum, ósakhæfa fanga og unga afbrotamenn og hugtökin ákærufrestun, reynslulausn og skil- orðseftirlit. Komið er að málum barna fyrir dómi, ýmist sem hlut- aðeigendur, gerendur eða fórn- arlömb. Einnig snýr réttarfélags- ráðgjöf að forsjár- og umgengnismálum, forvörnum, sátta- meðferð ásamt deilu- og úrskurð- armálum foreldra. Réttarfélags- ráðgjafar eru talsmenn barna, vinna með foreldrum og fulltrúum rétt- arkerfisins auk þess að fylgja eftir samskiptum og samhæfa önnur op- inber kerfi sem koma að málum barna í þessum aðstæðum. 15 eininga diplómanám Námslínan er í félagsráðgjaf- arskor í samstarfi við félagsfræði /félagsvísindadeild og Lagadeild Há- skóla Íslands. Markmið náms í rétt- arfélagsráðgjöf er (1) að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekk- ingu og færni á sviðinu, (2) svara sértækum þörfum skjólstæðinga í dóms- og réttarkerfi, ekki síst barna og ungra afbrotamanna, (3) stuðla að eflingu þverfaglegs samstarfs innan fangelsis- og réttarkerfis og við heilbrigðis- og félagsþjón- ustukerfi (4) efla faglega þjónustu, úrræði, þróunarstarf og rannsóknir í réttarfélagsráðgjöf. Áhersla er lögð á stjórnsýslufræði, refsirétt, dóms- kerfi og fangelsismál auk nýjustu rannsókna og aðferða á sviði barna- og fjölskyldumála, sérþarfir ungra afbrotamanna og jaðarhópa í sam- félaginu. Umsjón með náminu hafa Sigrún Júlíusdóttir prófessor og Páll Hreinsson, prófessor í lagadeild. Umsóknarfrestur er til 15. apríl næstkomandi. Réttarfélagsráðgjöf – ný námslína við Háskóla Íslands Sigrún Júlíusdóttir fjallar um nýja námslínu við HÍ, rétt- arfélagsráðgjöf ’Réttarfélagsráðgjöf ersérfræðisvið í félagsráð- gjöf sem nær til rann- sókna og fjölmargra þjónustuþátta…‘ Sigrún Júlíusdóttir Höfundur er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. TENGLAR .............................................. www.felags.hi.is. Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.