Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 11.03.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 47 UMRÆÐAN FYRIR um það bil 12 árum útskrif- aðist ég úr menntaskóla og ákvað að fara að vinna í leikskóla á meðan ég íhugaði hvað ég vildi leggja fyrir mig í framtíðinni. Ég heillaðist af börn- unum og því starfi sem leikskóla- kennararnir unnu í leikskólanum og ákvað að læra þetta göfuga starf. Ég var spurð hvort ég vildi nú ekki læra eitthvað annað sem gæfi kannski meira af sér í laun. Ég sagðist frekar vilja vera ánægð í vinnunni heldur en að vera með himinhá laun. Eftir að ég útskrifaðist frá Kenn- araháskóla Íslands hef ég bætt við mig 30 eininga framhaldsnámi í stjórnun menntastofnana og starfa nú sem aðstoðarleikskólastjóri í fjöl- menningarlegum leikskóla á höf- uðborgarsvæðinu. Eftir allt þetta nám fyrir utan árin fjögur í mennta- skóla hef ég rétt rúmlega 200 þúsund krónur í heildartekjur. Nú 12 árum eldri veit ég að þrátt fyrir að starf mitt sé yfirleitt ánægju- legt og vissulega göfugt er það veru- lega vanmetið og sést það helst á launakjörum okkar leikskólakennara. En það er líka í viðhorfum fólks til atvinnugreinarinnar þar sem fáviska og vanþekking birtist á starfi leik- skólakennara. Fólk segir við hinn og þennan; „af hverju ferðu ekki bara að vinna í leikskóla, það geta allir?“ Að sjálfsögðu er hugsanlegt að þessi sama manneskja muni blómstra í starfi í leikskóla en ósjálfrátt fær maður það á tilfinninguna að fólk haldi að vinna í leikskóla sé bara fyrir hvern sem er en það er ekki raunin. Það er margt sem fólk þarf að hafa til brunns að bera til að vinna í leik- skóla og að vera leikskólakennari. Fyrst og fremst þarftu að vera í góðu andlegu jafnvægi og að geta unnið undir álagi því að vinna með börnum krefst þolinmæði og þrautseigju. Góð samskiptahæfni er skilyrði því að í leikskóla er unnið náið með sam- starfsfólkinu, foreldrum og börnum. Mikilvægt er að vera í líkamlega góðu standi því það þarf gott úthald til að vinna í leikskóla. Nauðsynlegt er að vera fljótur að hugsa og vera frjór í hugsun því þegar fólk er að vinna með stóran hóp af börnum þarf oft að grípa fljótt í taumana til að koma skikkan á hópinn. Mikilvægt er að kunna skyndihjálp og vera vel að sér um þroska barna og hvaða uppeldis- aðferðir eru vænlegastar. Þessi of- antöldu atriði eru frumforsendur þess að fólk geti orðið góðir leikskóla- kennarar en í leikskólakennaranám- inu bætist að sjálfsögðu mikil fræði- leg þekking ofan á alla þessa hæfni. Sem faglærðir leikskólakennarar ber okkur skylda til að örva alla al- hliða þroskaþætti barnanna sem og að fylgjast með mögulegum þroska- frávikum og í framhaldi af því að vera í samskiptum við sérfræðinga sem að málum þeirra koma. Auk þess að halda uppi daglegu skipulagi hafa leikskólakennarar því mikið á sínum höndum. Ég tala nú ekki um starf deildarstjóra og annarra stjórnenda leikskóla sem þurfa að takast á við ýmislegt í sínu starfi og er það efni í aðra grein. Það er ekki raunhæft að hver sem er geti sinnt þessu mikilvæga starfi. Foreldrar leikskólabarna gera von- andi þær kröfur að börnin séu í hönd- um vel hæfra leikskólakennara og leiðbeinenda. Það ætti því að vera baráttumál allra Íslendinga að leik- skólakennarar fái laun sem hæfir þeirri ábyrgð sem þeir þurfa að axla. Börnin sem alast upp í dag eru framtíð þjóðarinnar og í ljósi þess hve vímuefni og annað böl flæðir orðið yf- ir hér á landi er það svo þýðing- armikið að þau læri að taka skyn- samar ákvarðanir í æsku. Við vitum að skapgerð fólks mótast á fyrstu æviárunum og að það er mikilvægt að börn búi við hlýju og öryggi í upp- vexti sínum. Þar sem foreldrar eru flestir útivinnandi eyða börn mestum parti úr deginum í leikskóla eða í dag- vist. Því skiptir máli að stöðugleiki sé til staðar þar sem þau dvelja en hvernig er hægt að skapa stöðugleika ef leikskólar búa við stöðug starfs- mannaskipti vegna lágra launa? Það er staðreynd að leikskólakennarar hafa hrakist úr þessari stétt og að fólk sem hefur íhugað leikskólakenn- aranám hefur hætt við eingöngu vegna þess að það hefur ekki efni á að vinna við þetta göfuga starf. Nú hefur Reykjavíkurborg nýlega sent frá sér fjölmenningarstefnu fyrir leikskóla þar sem háleit og fagleg markmið eru höfð að leiðarljósi í menntun barna af erlendum uppruna á Íslandi. Það er staðreynd að börn- um af erlendum uppruna fjölgar í leikskólum landsins og því brýn nauð- syn að stefna sé mótuð varðandi þeirra mál. Kannanir sýna að þessi börn hafa ekki skilað sér inn í fram- haldsskólana í eins ríkum mæli og ætlast er til og er það mikið áhyggju- efni. Ljóst er að byrja þarf snemma á æviárum tví- eða þrítyngds barns að styðja við íslenskunám þess. Þessi ábyrgð er á höndum leikskólakenn- ara og leiðbeinenda. Nú er mér spurn; er ekki þörf á hæfu fagfólki til að vinna að þessum háleitu mark- miðum? Hvernig á að fá nýtt fagfólk inn í stéttina þegar stöðugt er troðið á þeim sem fyrir eru með skítugum skónum? Hvernig á að halda því góða fagfólki sem er þegar inni í leikskól- unum þegar það fær ekki viðurkenn- ingu á því starfi sem það er að vinna? Ég segi: „Hærri laun til leikskóla- kennara, barnanna vegna!“ SÓLVEIG DÖGG LARSEN, leikskólakennari og móðir, Spóahólum 12, 111 Reykjavík, Áfram, leikskólakennarar Frá Sólveigu Dögg Larsen: GAUTI Kristmannsson, aðjúnkt í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands, sparar ekki stóru orðin í grein sinni „Undarleg umræða um ensku og tví- tyngi“ (Lesbók Morgunblaðsins, 4. mars 2006). „Fáfræðin um máltöku, mismun tungumála, og raunar það hvað tungumál er, virðist vera svo al- gjör að manni blöskrar.“ Ég hef nú ekki tekið þátt í þessari umræðu til þessa og er reyndar sammála ýmsu sem Gauti segir, skil áhyggjur hans, samt fannst mér greinin einhvern veginn persónulega móðgandi. Bréf þetta er því á persónulegum nótum enda er líka greinin sjálf engin fræði- grein um tvítyngi þar sem höfundur skilgreinir ekki einu sinni aðal- hugtakið er hann skrifar um (en í fræðiritum freista menn ávallt þess að skilgreina vel þau hugtök sem þeir nota). Ég er málfræðingur að mennt og kom til Íslands árið 1987 til að læra íslensku en í Póllandi starfaði ég m.a. sem tungumálakennari og skjalaþýð- andi. Í dag tala ég ennþá með hreim og geri villur sem ég skammast mín fyrir. Ég hef þó aldrei gert mér vonir um að geta orðið fyllilega tvítyngdur (hvað sem það nú eiginlega þýðir) enda byrjaði ég að læra tungumálið rúmlega þrítugur. Þegar fjölskyldan kom nokkru seinna og börnin byrjuðu í skóla og leikskóla þá gerði ég ýmislegt til að aðstoða þau í íslenskunámi en heima töluðum við þó alltaf pólsku enda er konan mín einnig pólsk. Hér er ég sammála Gauta um að sú vitleysa, að tala við börnin á tungumáli sem for- eldrar kunna ekki nógu vel, gæti leitt til þess að „börnin verði það sem kall- að hefur verið hálftyngd á tveimur málum“. Ég er hins vegar algjörlega ósam- mála fullyrðingu hans um að: „Hitt er einnig víst að tvítyngi verður ekki til í samfélögum, aðeins í fjölskyldum“. Var þetta fáfræði hjá mér og var ég að blekkja sjálfan mig og ljúga að syni mínum og dóttur þegar ég taldi þeim trú um að þau gætu orðið tví- tyngd? Hver er mælikvarði á tví- tyngi? Hvenær getum við sagt að ein- hver tali íslensku eins og Íslendingur? Börnin mín lærðu ís- lensku í ’samfélaginu’ og ég er stoltur af þeim og þeim árangri sem þau hafa náð. Ég er að sjálfsögðu ekki fær um að meta íslenskukunnáttu þeirra en ’samfélagið’ hefur gert það: þegar dóttir mín fékk viðurkenningar fyrir bestu einkunnir í íslensku við lok grunnskóla og menntaskóla, þegar sonur minn var eitt sinn kosinn ’penni ársins’ af félögum sínum á vefritinu ’Deiglunni’. Hefur allt þetta verið blekking? Ég er einnig ósammála Gauta þeg- ar hann fullyrðir að „tali foreldrar tvö tungumál og noti þau heima fyrir þá er hugsanlegt að börn verði tví- tyngd“. Vill hann virkilega meina að jafnvel börn sem eru fædd hér á landi geti einungis orðið tvítyngd ef annað foreldri hefur íslensku að móðurmáli? Og þegar hann segir í lokin að „Tví- tyngdir verða Íslendingar aldrei“ – á hann einnig við um unga ’nýja’ Ís- lendinga og jafnvel afkomendur þeirra? Ég kýs að efast um það og þykir líklegra að hann geri sér ein- faldlega ekki grein fyrir því hvernig hægt sé að túlka slíkar staðhæfingar. STANISLAW J. BARTOSZEK málfræðingur og fáfróður faðir Um tvítyngi Frá Stanislaw J. Bartoszek: YOKO Ono er ekki af baki dottin. Hún kemur hingað ásamt syni sín- um, Sean Lennon, og kynnir hug- mynd að friðarsúlu í Viðey. Einnig er rætt um árlega friðarviku í kringum fæðingardag Lennons 9. október. Þetta þóttu mér góðar og umfram allt skemmtilegar fréttir. Ekkja eins frægasta tónlistarmanns 20. aldar og átrúnaðargoðs minnar kynslóðar hefur áhuga á láta hug- myndir þeirra um táknrænan frið- arboðskap rætast hér uppi á Ís- landi. Þá ber svo við að upp hefjast úr- töluraddir, talað er um atvinnu- ekkju og fárast yfir því að við Ís- lendingar þurfum að láta aura af hendi rakna til fyrirtækisins. Þó tekur steininn úr með grein nafna míns Margeirssonar í Morgun- blaðinu 7. mars. Ég hefði haldið að maður sem fór hamförum árum saman með Bítlamál á öldum ljós- vakans og skrifaði greinar og bæk- ur um málefnið kynni að meta þá hugmynd að við hér á norðurhjara tækjum þátt í að heiðra minningu Lennons. Nei, því er ekki að heilsa. Hann finnur hugmyndinni allt til foráttu. Ekki nóg með að það verði ekkert hægt að græða á þessu heldur muni þetta á einhvern óút- skýrðan hátt setja blett á hina merkilegu sögu eyjarinnar. Hann talar um að rusla eigi upp e-i gler- súlu, falla „í þá snobbgryfju“ að „rétta henni Viðey“ til að gera þar „súlustað“! Óskaplega líður manninum illa var það fyrsta sem mér datt í hug. Hvers vegna stendur friðarsúlan svona í honum? Ég á erfitt með að átta mig á því hvernig hún muni varpa skugga á sögu Viðeyjar. Þarna úti eru nú þegar verk eins listamanns, Richard Serra, súlur ef ég man rétt. Ekki hef ég orðið var við að þær trufli neitt eða neinn. Hvers vegna getur þetta ekki farið saman, lista- verk, sögusafn og sýningar? Eyjan er stór. Hvers vegna þessi yfirgengilegu leiðindi Bítlafræðingsins? Er hann genginn af trúnni – eða er þetta al- varlegra? INGÓLFUR STEINSSON tónlistarmaður. Yfirþyrmandi leiðindi frá Bítlafræðingi Frá Ingólfi Steinssyni: ÉG MAN ekki betur en að fyrir síð- ustu alþingiskosningar hafi allir stjórnmálaflokkarnir, nema Sjálf- stæðisflokkurinn, lofað kjósendum sínum því að nú skyldi farið að hægja á einkavæðingunni , a.m.k. á ríkisfyrirtækjum, og þá hafi sér- staklega verið tekið fram að alls ekki mætti selja Landssíma Íslands eða Ríkisútvarpið og Ríkissjón- varpið, enda hafi Landssíminn skil- að ríkissjóði vaxandi hagnaði síð- ustu árin sem hann var í eigu ríkisins. Til dæmis 2,6 milljörðum síðasta árið sem ríkið átti hann. Samt sveik meirihluti alþing- ismanna þetta loforð. Þeir seldu nokkrum auðmönnum, eða gróða- félögum, símann strax og þeir töldu sig fá nógu hátt verð fyrir hann. Þannig fór með þetta kosningalof- orð eins og fleiri, þrátt fyrir mót- mæli fjölda manns og félagasam- taka. Nú er ráðgert að bíta hausinn af skömminni og selja væntanlega mestu auðmönnum landsins RÚV og Sjónvarpið líka. Menntamálaráð- herra hefur samið frumvarp ásamt greinargerð um að einkavæða þessi fyrirtæki. Og fyrst í stað ætluðu sjálf- stæðismenn að leyna þingmenn, og auðvitað alla landsmenn, hver var raunverulegur tilgangur frumvarpsins. En í Morg- unblaðinu birtist grein 21. janúar sl. eftir Örnu Schram og Silju Björk Huldudóttur, sem nefnist Trúnaði létt af gögnum ESA. Hver skyldi hafa 1eyft sér að spyrja þessa stofn- un um vinnubrögð á Albingi Íslend- inga? Er ekki Ísland frjálst og sjálf- stætt fullvalda ríki? Hvað kemur þessum samtökum við störf Alþing- is? Þetta er í fyrsta skipti sem ég frétti að Alþingi hafi eftirlitsstofnun í öðrum löndum. Eru kannski ein- hver slík ákvæði í svikasamningnum sem Albingi gerði við EES, sem hafi verið haldið leyndum fyrir Íslend- ingum þegar samningurinn um inn- göngu í EES var gerður? Sá samn- ingur var gerður þrátt fyrir skrifleg mótmæli meira en 36 þúsund Ís- lendinga og þeim var neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við eigum kannski eftir að frétta um fleiri atriði sem um hafi verið samið. Hvað eru landráð ef þetta er það ekki?. Eigum við kannski von á frekari fyrirskipunum frá þessari klíku? Menn ættu að hugsa sig ve1 um áður en við kjósum næst til A1þingis og gefa því fólki frí frá störfum á Alþingi sem stóð að þess- um svikasamningum. Þá myndu háttvirtir Alþingismenn hugsa sig vel um áður en þeir gerðu slíkan samning eða enn verri. Í greininni í Morgunblaðinu, sem áður var vitnað í, er haft eftir Sig- urði Kára Kristjánssyni að gera þurfi breytingar á lögum til þess að íslenska ríkinu sé heimilt að eiga og reka Ríkisútvarpið og Sjónvarpið áfram. Nú er Alþingi að störfum, er þá ekki rétt að brevta lögunum strax á þann veg að ekki sé neinn vafi á því að íslenska ríkið hafi ótví- ræðan rétt til að stjórna þessum fjölmiðlum. Það væri fróðlegt að vita hvað íslenska ríkið hefur marga starfsmenn á launum í Brussel og öðrum borgum í Evrópu á vegum EES og ESB og hvað þarf að greiða því fólki mikið í kaup árlega. Og einnig hvað sendiráðin eru mörg á vegum Íslands, og hvað íslenska rík- ið þarf að greiða öllu þessu fólki í kaup árlega. Vill ekki ríkisstjórnin birta þessar tölur í fréttum RÚV eða sjónvarpsins? Ef Íslendingar vilja áfram telja sig frjálst og fullvalda ríki á það undir engum kringumstæðum að láta gömlu nýlenduveldin traðka svona á rétti sínum. Ég tel það fólk hér á landi vera landráðafólk sem heldur uppi stöðugum áróðri um að við göngum í ESB, og glötum þar með sjálfstæði og fullveldi landsins. Þar má fyrst nefna Samfylkinguna og forsætisráðherra landsins. Ég er ekkert hissa á því þó að fylgið hrynji af hans flokki,á meðan hann vinnur leynt og ljóst að þeirri stefnu. SIGURÐUR LÁRUSSON frá Gilsá. Opið bréf til alþingismanna Frá Sigurði Lárussyni: Sigurður Lárusson AÐ UNDANFÖRNU hefur verið allmikil umræða um málefni svo- nefnds menntaskólanáms og hefur sitt sýnst hverjum og er það að veru- legu leyti háð hagsmunum hvers og eins. Það er ljóst að stytting náms- tímans mun fækka störfum í skóla- kerfinu og kalla á ný störf fyrir þá einstaklinga sem hyrfu frá kennslu- störfunum. Þá myndi starfandi fólki fjölga á almennum vinnumarkaði og því nauðsyn að fjölga öðrum störfum í þjóðfélaginu. Til að svo megi verða þarf atvinnulífið að vera framfara- sinnað og áræðið en á síðari árum höfum við orðið vitni að miklum framförum þar. Því miður virðist mér afköst í skólastarfi ekki hafa vaxið í takt við þá tækni sem nú er aðgengileg og er nýtt í ríkum mæli hvarvetna í atvinnurekstri. Mörg þau skrif sem ég hefi lesið benda ekki til mikils vilja að nýta þróun til afkastaaukningar í kennslustarfi. Mér skilst að því sé haldið að nem- endum að velja ekki meira en 18 námseiningar á önn sem þýðir átta annir í menntaskólanámi. Flestir nemendur þola með góðu móti mun meira starf þannig að 22 einingar eða um sex annir ætti að vera flest- um auðvelt. Þeir nemendur sem ekki ráða við slíkt álag geta þá tekið sér lengri tíma. Þetta þýðir að áherslu- breyting þarf að verða á skipulagi skólastarfsins, það ætti að miða við meðalnemendur og betri í stað þess að miða við meðalnemendur og lak- ari, sem mér virðist vera gert núna. Þá er vert að skoða hvort ein- ingakerfið sé orðið afkastahindrun í skólunum en mikið reglugerðaf- argan verður oftast letjandi. Hvern- ig væri að endurskoða það þekking- armagn sem felst í hverri einingu og hvort aukin tækni geti ekki aukið það. Ef svo væri mætti fækka ein- ingum án þess að rýra námsmagnið. Stærstu starfsmenntaskólar okkar eru að sjálfsögðu háskólarnir og þangað stefnir mikill hluti af nem- endum í framhaldsskólanum. Það er því nauðsyn að háskólarnir skil- greini skilmerkilega þá lágmarks- þekkingu sem nemendur þurfi að hafa til að hefja nám á ýmsum svið- um skólanna og ætti ekki að skipta máli hvar sú þekking er fengin. Mér skilst að þessir hámenningarskólar hafi ekki nákvæma skilgreiningu fyrir nýliða, en það ætti að vera auð- velt verk fyrir það hámenntaða starfsfólk sem þar starfar. Slíkar skilgreiningar, ef til væru, myndu auðvelda framhaldsskólunum að setja markmið fyrir skólastarfið. Mannleg samskipti eru oft viðkvæm og því nauðsyn að virða viðhorf ann- arra og þoka málum með eins mikilli sátt og unnt er. Mér líst vel á þá sátt sem gerð hefur verið í milli mennta- málaráðhera og kennarasamtak- anna að setja sér tíma og vinnu- markmið. Sem skattborgari sé ég ekki eftir peningum í fræðslumál en ég vil að skynsamlega sé farið með þá og ég vil sjá metnað, framþróun, afköst og árangur. STEINAR STEINSSON Holtagerði 80, Kópavogi. Framhaldsskólinn Frá Steinari Steinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.