Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 57 KIRKJUSTARF Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. ÞINGHOLTSSTRÆTI 14 OPIÐ HÚS í dag, laugardag, milli kl. 17:00 og 19:00 Verðum með sölusýningu á milli kl. 17:00 og 19:00 í dag. Húsið er alls 269,8 fm og er hæð, kjallari og ris auk seinni tíma viðbyggingar. Á hæðinni eru í dag þrjár góðar stofur, eldhús, gestasnyrting, forstofa og miðjuhol. Í risi eru fimm herbergi og baðherbergi. Í kjallara er stórt sjónvarps- herbergi, stórt þvottahús, geymslur og sturta. Auk þess er gengt út í viðbygginguna úr kjallaranum en hún er skráð 23,4 fm og er hin vandaðasta. Nánari upplýsingar veitir Halldór Andrésson, sölumaður Húsakaupa, í síma 840 4042. Einnig er nánari lýsing á eigninni á mbl.is og enn nánari á heimasíðu Húsakaupa www.husakaup.is Vorferðalag ferming- arbarna Selfosskirkju í Skálholt ÞRIÐJUDAGINN 14. og miðviku- daginn 15. mars fara fermingarbörn Selfosskirkju í ferðalag í Skálholt. Skólastjóri hefur veitt börnunum leyfi frá skóla þessa daga. Á þriðju- deginum fara 8. GBG og 8. SIÞ, en á miðvikudeginum 8. BA og 8. SÞ. Lagt verður af stað frá Vallaskóla kl. 9 og farið upp eftir í rútu. Vegna staðarskoðunar eru börnin beðin að hafa með sér hlýjan skjólfatnað og góða skó. Ég vona, að foreldrar víkist vel við og leyfi börnum sínum að fara í þessa ferð, sem þótt hefur takast með ágætum á undanförnum árum. Sr. Gunnar Björnsson. Dómkirkjan þakkar tónskáldi JÓN Nordal tónskáld varð áttræður mánudaginn 6. mars. Af því tilefni verður flutt kór- og orgeltónlist eft- ir hann við messuna kl. 11. Dómkórinn syngur kórverkið Lux mundi sem var frumflutt á Tónlist- ardögum Dómkirkjunnar 1996. Skólakór Kársness, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, syngur Sal- utatio Mariae, sem er Maríubæn. Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti leikur orgelverk eftir Jón. Prest- ur verður sr. Hjálmar Jónsson. Ver- ið velkomin. Dómkirkjan. Klassísk messa í Hallgrímskirkju LUX Aeterna, sem er áhugahópur um klassíska messu og iðkun greg- orssöngs, stendur fyrir messu með gregorslagi 2. sunnudag hvers mán- aðar kl. 20 í Hallgrímskirkju. Hóp- urinn kallar til helgiþjónustu ýmsa presta. Kynning og æfingar á mess- unum verða hálfri klukkustund fyr- ir messuna sjálfa eða kl. 19.30 í Hall- grímskirkju. Næsta messa verður sunnudaginn 12. mars kl. 20, prestur er sr. Sig- urður Pálsson. Allir eru hjartanlega velkomnir. Klassísk messa og gregorssöngur er dýrmætur arfur kirkjunnar og kjarnmikið andlegt fóður. Það er von þeirra sem að þessari messuröð standa að með henni skapist vett- vangur fyrir þau sem gleði hafa af því að iðka klassíska tilbeiðsluhætti, hins elsta söngs kirkjunnar, sem tjáningarform trúarinnar. Tveir fyrrverandi prófastar þjóna í Grafarvogskirkju Í messUNNI á morgun, kl. 11, munu tveir fyrrverandi prófastar þjóna í Grafarvogskirkju, þeir sr. Ágúst Sigurðsson, fyrrverandi prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi og sr. Sig- fús Jón Árnason, fyrrverandi pró- fastur í Múlaprófastsdæmi, ásamt sr. Bjarna Þór Bjarnasyni. Félagar úr Kvennakór Reykjavík- ur syngja við athöfnina undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Vignir Þór Stefánsson píanóleikari mun annast undirleik. Boðið verður upp á kaffi og kleinur að messu lokinni. Guðsþjónusta í London SUNNUDAGINN 19. mars verður Íslensk guðsþjónusta í Þýsku kirkj- unni á Montpelier Place í London og hefst athöfnin klukkan 15. Næsta jarðlestarstöð er Knig- htsbridge. Sunnudagaskólinn verð- ur aldursskiptur og í umsjón þeirra Hafdísar, Láru og Þóru. Einsöng syngur Björg Þórhallsdóttir en ein- leik annast Guðni Franzson. Íslenski kórinn í London syngur undir stjórn Margrétar Sigurðardóttur, sem nú er á heimleið í vor til Íslands eftir farsæl og góð störf fyrir kórinn. Eins mun Kór Kvennaskólans í Reykjavík syngja í athöfninni undir stjórn Margrétar Hjartardóttur en kórinn er nú í söngferð í London. Eftir guðsþjónustuna verður veg- leg kaffisala til styrktar starfi Ís- lenska safnaðarins í London og auð- vitað eru allir velkomnir. Tónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík í London KÓRINN mun halda tónleika í Þýsku kirkjunni á Montpelier Place sunnudaginn 19. mars næstkomandi klukkan 17. Næsta jarðlestarstöð er Knightsbridge. Stjórnandi er Mar- grét Hjartardóttir og dagskrá tón- leikanna verður fjölbreytt. Enginn aðgangseyrir. Kvöldvaka í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði KVÖLDVAKA verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun sunnudag kl.20. Umfjöllunarefni kvöldvök- unnar að þessu sinni er fastan og verður fluttir sálmar í anda föst- unnar. Hljómsveit og kór Fríkirkjunnar leiðir tónlist og söng að venju og eft- ir stundina verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Mattheusarguðspjall í Neskirkju SUNNUDAGINN 12. mars kl. 15 verður sýnd og rædd í safnarheimili Neskirkju Passolinimyndin Matth- eusarguðspjallið frá 1964. Myndin er n.k. andsvar við banda- rísku Jesú-myndunum, sem gerðar voru um svipað leyti. Þetta er svart- hvít mynd, sem byggir á texta fyrsta guðspjallsins. Alþýðufólk er í helstu hlutverkum. Kristur birtist sem reiður umbótamaður, sem ögrar samtímafólki sínu með krefjandi boðskap. Oddný Sen og Arnfríður Guðmundsdóttir flytja innlýsingar. Aðgangur ókeypis og allir velkomn- ir á Jesúbíó á föstu. Barnaleikritið „Við Guð erum vinir“ í Frí- kirkjunni í Reykjavík VIÐ fáum barnaleikritið Við Guð er- um vinir eftir Kari Vinje í flutningi Stoppleikhópsins í heimsókn í barnaguðsþjónustuna til okkar í Frí- kirkjuna kl.14. Leikritið er aðallega ætlað er fyrir aldurshópinn 1-8 ára. Að sjálfsögðu höfum við okkar um- gjörð í stundinni, með sögu, söng, bænum og andabrauði í lokin. Kvöldmessa og trúfræðsla í Laugarneskirkju NÚ ER komið að hinni mánaðarlegu kvöldmessu í Laugarneskirkju kl. 20.30 á sunnudagskvöldið. Að þessu sinni er það hinn nívígði prestur safnaðarins, sr. Hildur Eir Bolla- dóttir, sem þjónar við sína fyrstu messu. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar mun leika og kór Laugarneskirkju leiða gosp- elsönginn, en Sigurbjörn Þorkelsson er meðhjálpari. Athugið að Djass- kvartettinn hefur leikinn kl. 20. Þess skal líka geta að á þriðju- dagskvöldum kl. 20 hefjast alltaf mannræktarkvöld Laugarneskirkju á kvöldsöng í kirkjuskipi þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarsson- arog sr. Bjarni Karlsson flytur Guðs orð og bæn. Að kvöldsöng loknum, kl. 20.30 býður Bjarni svo upp á trú- fræðslu í gamla sal safnaðarheim- ilisins um leið og 12 spora hóparnir ganga til sinna verka. Næstu þrjú þriðjudagskvöld mun Bjarni fjalla um mannréttindi í ljósi Biblíulegrar trúar. Velkomið er að koma beint á trúfræðsluna kl. 20.30, einvörðungu til kvöldsöngsins kl. 20 eða vera með frá upphafi til loka. Kvennakirkjan í Seltjarnarneskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 12. mars kl. 20.30. Yf- irskrift messunnar er: Gunna, Gunna, safnaðu sjálfri þér saman. Gunna, Gunna farðu með sjálfa þig heim. Séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir prédikar. Hópur flautuleikara sem eru nemendur Hallfríðar Ólafs- dóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík leika á flautur. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Á eftir er kaffi í safn- aðarheimilinu. Messur Kvennakirkjunnar eru öll- um opnar. Þær hafa á sér sérstakan blæ léttleika og samstöðu. Í bæna- stund eru lesnar bænir sem kirkju- gestum býðst að skrifa frá eigin brjósti og setja í körfu. Er þjóðkirkjan á undanhaldi? REGLULEGA sendir Hagstofan frá sér tölur um meðlimafjölda trú- félaga og setja fjölmiðlar þá gjarnan í fyrirsögn að fækkað hafi hlutfalls- lega í þjóðkirkjunni. Allt eru þetta áreiðanlegar tölur og vekja til umhugsunar um þjóð- kirkjuna og stöðu hennar, en jafn- framt um stöðu annarra kristinna trúfélaga í landinu. Er að fækka í kristnum trúfélögum almennt eða er hér fyrst og fremst um tilflutning að ræða? Á fræðslumorgni í Hall- grímskirkju kl. 10. næstkomandi sunnudag mun Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verkefnisstjóri á Bisk- upsstofu ræða þetta efni. Sömuleiðis mun hún ræða hvort innra starf kirkjunnar sé að daprast. Svigrúm gefst til fyrirspurna að fyrirlestri loknum. Að loknum fræðslumorgninum, kl. 11 hefst guðsþjónusta í umsjá sr. Sigurðar Pálassonar og barnastarf í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Vídalínshátíð í Garðasókn VÍDALÍNSHÁTÍÐ stendur nú yfir í Garðasókn. Atburðir hennar dreif- ast á mánuðinn, en messan í Vídal- ínskirkju kl. 11 mun að nokkru end- urspegla Jón Vídalín og samtíð hans í tali og tónum. Arnar Jónsson, leik- ari, mun bregða sér í hlutverk bisk- upsins, sem fæddur var 21. mars 1666. Arnar flytur efni úr prédik- unum sr. Jóns, en sálmalögin sem flutt verða eru öll eftir sam- tímamenn hans. Þau eru þó mörg hver að góðu kunn úr helgihaldinu. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn organistans, Jóhanns Bald- vinssonar. Fulltrúi ungu kynslóð- arinnar í þessari messu verður Rósa Dögg Ægisdóttir, nemandi í Tónlist- arskólanum og eitt af ferming- arbörnum vorsins. Hún mun leika á þverflautu í upphafi. Sr. Friðrik J. Hjartarog Nanna Guðrún Zoëga, djákni, þjóna. Sunnudagaskólinn verður eins og venjulega á sama tíma í umsjón þeirra Rannveigar Káradóttur og Hjördísar Jóns- dóttur. Að lokinni messu annast Lions- menn veitinga í Safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar. Aðalsafn- aðarfundur Garðasóknar hefst þar síðan kl. 12.45. Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikn- ingsskila af hendi sóknarnefndar og einstakra nefnda innan sókn- arinnar. Sóknarbörnin eru hvött til að taka þátt í helgihaldinu og láta sig varða hag safnaðarins með því að mæta vel á aðalsafnaðarfund. Næstu sunnudaga mun Vídal- ínshátíð halda áfram með áhuga- verðum atburðum sem auglýstir verða síðar. Sjá einnig heimasíðu Garðasóknar: www.gardasokn.is Messuferð að Kirkjubæjarklaustri Á MORGUN, sunnudaginn 12. mars kl. 11, mun Kór Grafarvogskirkju og prestar Grafarvogssafnaðar messa í Pestbakkakirkju á Kirkju- bæjarklaustri. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Önnu Sigríði Páls- dóttur og séra Elínborgu Gísladótt- ur. Organistar og kórstjórar eru: Hörður Bragason og Brian Patrick Fitzgibbon. Grafarvogskirkja. Morgunblaðið/Ómar Fríkirkjan í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.