Morgunblaðið - 11.03.2006, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 63
DAGBÓK
Einbýlishús í Seljahverfi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 250 fm einbýlis-
húsi í Seljahverfi, gjarnan á einni hæð.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Íbúð í 101 Skuggi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð í
101 Skuggi eða nágrenni.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Stórsýningin Verk og vit 2006 verðurhaldin 16. til 19. mars í nýju íþrótta-og sýningarhöllinni í Laugardal. Ásýningunni munu um 120 fyrirtæki í
byggingariðnaði og mannvirkjagerð, sveitar-
félög, hönnuðir og ráðgjafar kynna starfsemi
sína. „Megináhersla verður lögð á fagmennsku,
aukna þekkingu og tækninýjungar í bygging-
ariðnaði og mannvirkjagerð en mjög örar
framfarir hafa orðið á þessu sviði undanfarin
ár. Einnig er lögð áhersla á nýjar lausnir í við-
haldi og eflingu viðskiptatengsla. Í tengslum
við sýninguna, sem er bæði fyrir fagaðila og al-
menning, verða haldnar ráðstefnur, kynning-
arfundir og fleiri viðburðir,“ segir Margit Elva
Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar.
Sýningin Verk og vit er sjálfstætt framhald
sýningarinnar Construct Nord sem haldin var í
Laugardalshöll 2002.
„Sýningin er afar fjölbreytt og spannar öll
svið byggingar- og mannvirkjagerðar og skipu-
lagsmála. Fjölmargir aðilar og fyrirtæki taka
þátt í henni og ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi.
Til frekari fróðleiks fyrir sýningargesti verð-
ur haldin ráðstefna um rekstur fasteigna og
kynningarfundir, m.a. um heilbrigðan útboðs-
markað, nýja tónlistar- og ráðstefnumiðstöð við
Austurhöfn og nýjan Landspítala. Ennfremur
mun Reykjavíkurborg kynna hvað efst er á
baugi í skipulagsmálum,“ segir Margit.
„Mikill vöxtur og uppgangur hefur verið í
byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð síðustu
ár, og til marks um það var velta þessa hluta
atvinnulífsins fyrstu 6 mánuði síðasta árs tæpir
63 milljarðar króna, sem er um þriðjungsaukn-
ing frá sama tíma árið áður.“
Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra iðnaðar-
og viðskiptamála, opnar sýninguna formlega að
viðstöddum boðsgestum 16. mars. Sýningin er
opin almenningi laugardaginn 18. mars og
sunnudaginn 19. mars kl. 12 til 17 báða dag-
ana.
Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á
heimasíðu sýningarinnar, www.verkogvit.is.
Þar má einnig sjá skipulagningu sýningarrýmis
og nálgast lista yfir sýnendur, sem og kaupa
miða að sýningunni.
Sýningin er haldin í samstarfi við iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Sam-
tök iðnaðarins, Landsbankann og Ístak. Skipu-
lagning ráðstefnunnar er í höndum AP sýn-
inga, sem er í eigu AP almannatengsla hf.
Sýning | Stærsta sýning sem haldin hefur verið um byggingariðnað og skipulagsmál
Verk og vit 2006 í Laugardal
Margit Elva Ein-
arsdóttir fæddist í
Reykjavík 1963. Hún
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1983 og BS í
fjölmiðlafræði frá Ohio
University 1990.
Margit hefur starfað
við markaðs-, auglýs-
inga- og kynningarmál
frá 1990. Frá 2005
hefur Margit verið verkefnastjóri hjá AP-
almannatengslum ehf. Margit er gift Guð-
mundi Emil Jónssyni matreiðslumeistara og
eiga þau tvo syni. Guðmundur á þrjú börn frá
fyrra hjónabandi.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Slúbertar og aulahúmor
HÁVAR Sigurjónsson skrifaði
skemmtilega og beinskeytta grein í
Lesbók Morgunblaðsins laugardag-
inn 4. mars sl., sem var ritdómur
um bókina „Biblía fallega fólksins“,
eftir Egil Einarsson, öðru nafni
Gillzenegger. Grein Hávars ber yf-
irskriftina „Handbók heimskingj-
ans“, og segir kannski allt sem
segja þarf.
Nú hef ég ekki lesið umrædda
bók en get vel ímyndað mér að Háv-
ar hitti naglann á höfuðið þegar
hann segir m.a.: „Biblía fallega
fólksins er skrifuð í fyrstu persónu,
það er Gilzenegger sem hefur orðið;
fordómafullur, sjálfhverfur og óupp-
lýstur drengstauli, sem stendur þó
greinilega í þeirri trú að hann sé
fyndinn og því fordómafyllri og
sjálfsuppteknari sem hann er því
fyndnari verði hann. Það er mis-
skilningur.“
Þetta er auðvitað mergurinn
málsins. Því miður virðist svo að
unga kynslóðin nú til dags hafi sleg-
ið skjaldborg um „slúberta“ sem slá
um sig með aulafyndni í útvarpi og
sjónvarpi. Lítið til dæmis á þessa
aumkunarverðu drengstaula sem
kalla sig „Strákana“ á Stöð 2. Þarna
veltast þeir hver um annan þveran í
merkingarlausu tralli, sem getur
stundum verið broslegt, en verður
þó sjaldnast annað en hallærislegt
moð og kjaftæði um ekki neitt. Og
þetta virðast vera átrúnaðargoð
yngstu kynslóðarinnar, sem og
Silvía Nótt, sem ef til vill er dulbúin
ádeila á lágkúruna? Þessir „strák-
ar“ á Stöð 2 eru kannski ekki þeir
verstu. „Slúbertarnir“ finnast um
allt land, í öllum skólum og á flest-
um vinnustöðum, varla talandi á ís-
lensku og slettandi ensku í tíma og
ótíma. Ég held að það sé verk að
vinna fyrir ungt fólk, sem hefur ein-
hverja glóru í kollinum, að sporna
við þessari þróun og hefja menntir
og menningu til vegs og virðingar á
ný. Hrinda af stað endurreisn í anda
Fjölnismanna forðum. Þarna eiga
mennta- og framhaldsskólarnir að
fara í fararbroddi og kveða niður
lágkúruna og slúberta-dýrkunina.
Koma því inn hjá yngstu kynslóð-
inni að svona framkoma og talsmáti
sé ekkert annað en hallærislegur
aulaháttur.
Fjölnismaður á nýrri öld.
Þórhalls sárt saknað
ÉG VIL taka undir orð bréfritara í
Velvakanda hér á dögunum að það
er mikil eftirsjá að Þórhalli Guð-
mundssyni miðli úr útvarpi. Ég á
stóran vinahóp sem hlustar reglu-
lega á þessa þætti Þórhalls og ber
öllum saman um ágæti þeirra. Von-
andi eigum við eftir að heyra aftur í
Þórhalli á öldum ljósvakans í fram-
tíðinni.
Nína
Tveir kettir gefins
TVEGGJA ára fress og eins árs
læða fást gefins vegna breyttra
heimilisaðstæðna. Áhugasamir vin-
samlegast hafi samband í síma 554
7566 eða 695 0208.
Ester.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
85 ÁRA afmæli. Hinn 14. mars nk.verður áttatíu og fimm ára
Hjörtur Hannesson, Árskógum 8,
Reykjavík. Hann biður vini og ætt-
ingja að njóta afmælisins með sér og
konu sinni og þiggja kaffiveitingar í
salnum í Árskógum 8, sunnudaginn 12.
mars eftir kl. 15.
Gamlir meistarar.
Norður
♠ÁG43
♥Á93 S/NS
♦K52
♣432
Vestur Austur
♠9 ♠10876
♥4 ♥KD8765
♦G10976 ♦D
♣G108765 ♣D9
Suður
♠KD52
♥G102
♦Á843
♣ÁK
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 2 lauf * 2 hjörtu 2 spaðar
Pass 5 spaðar Allir pass
Guðmundur Kr. Kristinsson heitinn var
hrifinn af „canapé“-sagnaðferðinni, en
hún byggist á því að opna á styttri litn-
um og segja þann lengri í næsta hring.
„Þú veist að „canapé“ er franska og
þýðir smáréttur eða forréttur,“ sagði
Guðmundur gjarnan.
Frakkinn Pierre Albarran (1894–
1960) er hugsuðurinn að baki canapé-
aðferðinni. Ítalir gerðu tilraunir með ca-
napé í Bláa laufinu, en núorðið sést það
varla – spilarar nútímans byrja strax á
aðalréttinum. Albarran var álitinn
sterkasti spilari Frakka um langt árabil
og spilaði fyrir þjóð sína á 30 stórmót-
um. Spilið að ofan kom upp í Monte
Carlo árið 1951 og Albarran var í suð-
ursætinu, sagnhafi í fimm spöðum eftir
nokkuð glannalega slemmuáskorun
norðurs.
Útspilið var hjartafjarki. Albarran lét
smátt úr borði og tíuna heima undir
drottningu austurs. Hjarta um hæl
hefði verið banvænt, en austur spilaði
laufi. Tromplegan kom fljótlega í ljós og
þar með að vestur átti 11 spil í láglit-
unum. Tvo slagi vantaði upp á ellefu og
Albarran sá möguleika á þeim með inn-
kasti á austur og þvingun á vestur.
Fyrst var austur aftrompaður. Næst
tók Albarran síðari laufslaginn og dúkk-
aði svo tígul yfir á drottningu austurs,
sem varð að gefa slag með því að spila
hjarta upp í gaffalinn. Síðari slagurinn
kom svo þegar Albarran tók síðasta
hjartað, því vestur gat ekki haldið í
hæsta lauf og valdað tígulinn um leið.
Virkilega tilþrifamikið spil.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bf4 0–0 7. Dd2 d5 8.
Rdb5 c6 9. exd5 cxb5 10. d6 Bxd6 11.
Dxd6 Da5 12. 0–0–0 Be6 13. Bxb5 Bxa2
14. Be5 a6 15. Bxf6 axb5
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í
Hastings í Englandi sem lauk á fyrstu
dögum ársins. Alþjóðlegi meistarinn
Stefán Kristjánsson (2.467) hafði hvítt
gegn franska kollega sínum Jean-
Pierre Le Roux (2.497). 16. Bxg7!
Kxg7 17. Hd3 hvítur hótar nú illilega
Hd3-Hg3+. Svartur reyndi að blíðka
goðin með því að leika 17. … Rd7 en
eftir 18. Dxd7 Bc4 19. Hg3+ Kh8 20.
Dg4! lagði hann niður vopnin enda er
stutt í að hann verði mátaður. 6. um-
ferð Reykjavíkurmótsins hefst kl. 17 í
dag í skákmiðstöðinni í Faxafeni 12.
Allir skákáhugamenn eru hvattir til að
mæta og fylgjast með spennandi móti.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 11. mars, er áttræð Kristín
S. Marteinsdóttir, Valsmýri 1, Nes-
kaupstað. Kristín verður að heiman á
afmælisdaginn.
Á MORGUN, sunnudag, verður
boðið upp á leiðsögn um sýn-
inguna „Listamaður verður til –
Úr Errósafninu“ í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þorbjörg
Br. Gunnarsdóttir sýningarstjóri
fylgir gestum um sýninguna og
fræðir þá um verkin og listamann-
inn.
Á sýningunni gefur að líta ýmis
verk Erró, allt frá barnsaldri þar
til hann hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu á Íslandi árið 1957. Meðal
annars má finna verk sem lista-
maðurinn gerði á uppvaxtarárum
sínum á Kirkjubæjarklaustri, á
námskeiði sem unglingur í Hand-
íðaskólanum í Reykjavík og mynd-
ir frá námsárum hans við Akadem-
íuna í Ósló, í Flórens og Ravenna.
Leiðsögnin hefst kl. 15 og er
ókeypis, en kaupa þarf aðgöngu-
miða að safninu. Safnið er opið
daglega frá klukkan 10 til 17.
Á sýningunni eru verk listamannsins frá æskuárum til fyrstu einkasýningar.
Leiðsögn um Erró
Fréttir á SMS