Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 11.03.2006, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARS 2006 69 ����� ������ ��� ��� � 11. mars 200 6 Menntaveg urinn MK Þér er b oðið í he imsókn!Námskynning hjáMK: Allar námsleiðir í Menntaskólanum í Kópavogi, Hótel- og matvælaskólanum, Ferðamálaskólanum og Leiðsöguskólanum verða kynntar laugardaginn 11. mars. Við bjóðum þér að ganga „Menntaveginn“ og kynna þér þær námsleiðir sem eru í boði í MK. Við hlökkum til að sjá þig. Spenna ndi dag skrá frá kl. 12.0 0 – 16.0 0 Glæsileg t og vel b úið kenn sluhúsnæ ði Í fararbr oddi í up plýsinga tækni Tungumá latorg Leyndard ómar sm urbrauðs listarinn ar 24 náms leiðir Hönnuna r- og list asmiðja Getrauni r - glæsi legir vin ningar Skoðuna rferð um Kópavog Fjörugt f élagslíf Nemend ur bjóða gestum upp á ým islegt se m kitlar br agðlauk ana með an á hei msókn s tendur. FA B R IK A N ANNAR helmingur plötusnúðatvíeykisins Deep Dish er á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti. Flex Music stendur fyrir uppákomunni en herlegheitin fara fram í skemmtihöllinni NASA við Austurvöll miðvikudagskvöldið 12. apríl, daginn fyr- ir skírdag. Deep Dish skipa tveir íransk-ættaðir plötusnúðar frá Bandaríkjunum, sem heita Ali Shirazinia og Sharam Tayebi, oftast þekktir undir nöfnunum Dubfire og Sharam. Þeir koma fram saman og í sitthvoru lagi en það er Ali sem leggur leið sína hingað til lands og spilar ásamt Grétari G. á þessu klúbbakvöldi. Deep Dish hefur unnið til Grammy- verðlauna m.a. fyrir besta danslagið og bestu dansplötuna. Sem stendur er Deep Dish í fimmta sæti á listanum yfir stærstu plötusnúðana á www.the- djlist.com. Saman hafa þeir endurhljóðblandað lög eftir fjölda listamanna eins og Ma- donnu, Rolling Stones, Depeche Mode, Dido, Janet Jackson og Justin Timber- lake. Ennfremur sendi Deep Dish nýver- ið frá sér plötuna George is On og hefur fylgt henni eftir víðsvegar um heiminn. Undirbúningur kvöldsins er í fullum gangi en það verður með nokkuð öðru sniði en venjulega. Sett verður upp sér- stök leysigeislasýning og einnig verður hljóðkerfið stækkað til muna. Deep Dish á leið til landsins Sharam Tayebi og Ali Shirazinia skipa Deep Dish en sá síð- arnefndi er á leið til landsins í apríl. Forsala hefst laugardaginn 1. apríl og fer fram í Þrumunni við Laugaveg og á www.midi.is. GHOSTIGITAL er samstarfs- verkefni tveggja íslenskra tónlist- armanna. Einar Örn Benedikts- son er mörgum kunnur úr Purrki Pilnikk og Sykurmolunum en Birgir Örn Thoroddsen hefur starfað við tónlist í mörg ár undir nafninu Curver. In Cod We Trust er skrýtin plata. Á henni úir og grúir af hljóðum og margar stefnur bland- ast saman á þann hátt að engin þeirra verður fyllilega greind. Það er ekki auðvelt að taka svona grip í sundur og gagnrýna því að það má finna á plötunni hiphop, kvikmyndatónlist, rokk, dans- tónlist, klassík og ýmislegt fleira, ef vel er gáð. Stefnurnar passa misvel saman en þar sem tónlist- in er mjög framsækin gengur þetta í sjálfu sér upp. Við fyrstu hlustun er jafnvel erfitt að skilja hver tilgangur kraðaksins á að vera. Einar Örn æpir ljóð sín á örvæntingarfullan hátt á meðan Curver hækkar í hljóðunum sem hann býr til. Stundum breytast lögin í fínasta hiphop, þar sem góðvinur Ghostigital, Sensational, rappar í ágætum stíl. Í önnur skipti þróast þau út í vélrænan takt og dramatískan söng. Því meira sem hlustað er á plötuna því fjölbreyttari verður hún, það tekur langan tíma að læra að að- greina hljóðin og fyrir tónlistar- áhugamanneskju er þetta ansi skemmtilegt. Það er margt um gesti á In Cod We Trust. Gestirnir setja óhjákvæmilega mikinn svip á þau lög sem þeir eiga þátt í. Reyndar sjá gestirnir til þess að lögin haldi enn skýrar einkennum en þau gerðu fyrir. Þetta eykur enn á breidd plötunnar. Þessi plata er nútímalistaverk í hljóði. Stundum er hún skemmtileg, stundum leið- inleg, að mörgu leyti áhugaverð en að mestu leyti óskiljanleg. Það má því með sanni segja að þessi plata sé ekki fyrir þá sem eru að leita sér að hefðbundinni popptónlist. Því þrátt fyrir að Ghostigital ferðist vítt og breitt um aðgengilegt tónlistarumhverfi og eigi margt skylt við tónlist- armenn eins og t.d. Mugison og Björk, þá er þessi plata afar tor- melt. Eina skilgreiningin sem mér dettur í hug er abstrakt popptónlist, en ég er ekki viss um að sú skilgreining gangi upp … Í hulstri disksins stendur „Confus- ion is the message“ sem þýðir á íslensku að skilaboðin séu ring- ulreið. Ekki er um annað að vill- ast. Hver verður sjálfur að kljást við þá óreiðu sem tónlist Ghost- igital er. En hver sem niður- staðan er, verður að segjast að þeir hanna þessa óreiðu afar vel. Vel skipu- lögð óreiða TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geislaplata Ghostigital, nefnd In Cod We Trust. Ghostigital eru Birgir Örn Thoroddsen/Curver og Einar Örn Bene- diktsson. Gestir á disknum eru Sensa- tional, Ásgerður Júníusdóttir, Elís Pét- ursson, Gísli Galdur, Hrafn Ásgeirsson, Katiejane Garside, Mark E. Smith, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Viðar Hákon Gíslason, Steve Beresford, Frosti Logason, Siggi Baldursson, Mugison, Hrafnkell Flóki og Dälek. Öll lög og textar eru eftir þá Einar og Birgi, auk þess sem að í lögum 1, 2, 3, 7 og 8, eiga Sensational, Smith, Garside og Dälek texta. Platan var tekin upp í Tíma, Bakkastöðum og b109 Reykjavík, á tónleikum í Klink og Bank, í London og Manchester, í Studio G. í New York og The Mayan Ruins í Newark, New Jersey. Um upp- tökur sáu Ghostigital, Tony Maimone og Will Brooks. Curver sá um hljóð- blöndun en Ghostigital útsettu og stjórnuðu upptökum. Smekkleysa gef- ur út. Ghostigital – In Cod We Trust  Helga Þórey Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.