Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 1
Íþróttir, Enska knattspyrnan,
Lesbók, Börn og M-ið í dag
Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 128 síður í dag
STOFNAÐ 1913 83. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
LÆKKANIR einkenndu íslenskan
hlutabréfamarkað í gær, auk þess
sem gengi krónunnar veiktist nokk-
uð.
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands
lækkaði um 4,43% og stendur nú í
5.819 stigum. Mest lækkuðu bréf KB
banka, eða um 7,5%, en alls voru við-
skipti með bréf bankans fyrir tæpa 3
milljarða króna. Bréf Landsbankans
lækkuðu um 5% og bréf Glitnis um
2,9%. Þá lækkaði gengi bréfa FL
Group um 6,7%. Aðeins eitt félag í
úrvalsvísitölunni lækkaði ekki í við-
skiptum gærdagsins, en Dagsbrún
hækkaði um 0,1%.
Þá veiktist íslenska krónan í gær
um 2,25%. Gengisvísitalan endaði í
123 stigum en hún var við opnun
120,25 stig. Dollarinn hækkaði um
3,13% og var 73,5 krónur í lok dags-
ins. Evran hækkaði um 2,34% og var
87,9 krónur í lok dags. Veltan á milli-
bankamarkaði nam um 37 milljörð-
um króna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins voru litlar breyting-
ar á ávöxtunarkröfu skuldabréfa ís-
lensku bankanna á eftirmarkaði í
gær.
Í Hálffimmfréttum greiningar-
deildar KB banka segir að skýringa
á lækkun gengisvísitölunnar sé að
leita til þeirrar fréttar að bandarísk-
ir fjárfestar ætli ekki endurfjárfesta
í skuldabréfum í bönkunum, eins og
sagt var frá í Morgunblaðinu í gær.
Greining Glitnis segir lækkunina
alfarið koma til vegna titrings meðal
fjárfesta vegna greiningarskýrslna
sem birst hafi að undanförnu. Gagn-
rýnar skýrslur um íslensku bankana
og íslenskt efnahagslíf hafa helst
áhrif á fyrirtæki vegna lækkunar
krónunnar, en Greining Glitnis segir
áhrif þessa hins vegar almennt mjög
jákvæð á rekstur fyrirtækjanna,
vegna mikilla umsvifa þeirra utan
landsteinanna.
Lánshæfismat of hátt
Fjármögnunarvandi íslensku
bankanna gæti undið upp á sig að
mati greiningardeildar alþjóðafjár-
festingarbankans JP Morgan. Deild-
in sendi frá sér skýrslu í gær þar
sem fram kemur að lánshæfismat ís-
lensku bankanna hjá matsfyrirtækj-
unum Moody’s og Fitch sé of hátt.
Það er mat greiningardeildarinnar
að áhætta í rekstri íslensku bank-
anna sé meiri en hjá sambærilegum
fyrirtækjum í Evrópu.
Miklar lækkanir á hluta-
bréfum og krónunni
Eftir Bjarna Ólafsson og
Grétar Júníus Guðmundsson
Ástæðulaust | 2
Áhættuálag | 10
AHMED Akkari, róttækur
múslímaklerkur í Danmörku, er ekki
lengur talsmaður
samtaka danskra
múslíma, að því er
fram kom á frétta-
vef danska ríkis-
útvarpsins í gær-
kvöldi.
Fréttavefurinn
hafði eftir stjórn-
armanni í samtök-
unum Íslamskt
trúarsamfélag að
Akkari væri ekki lengur talsmaður
þeirra vegna ummæla hans um að
sprengja ætti þingmanninn Naser
Khader í loft upp yrði hann einhvern
tíma ráðherra. Hann bætti við að Ísl-
amskt trúarsamfélag vildi að eftir-
maður Akkaris kæmi ekki úr röðum
klerka. | 22
Akkari
rekinn sem
talsmaður
Ahmed Akkari
Wellington. AFP. | Lögregluþjónn á
Nýja-Sjálandi trúði ekki eigin aug-
um þegar hann komst að því að öku-
maður, sem hann stöðvaði fyrir að
aka bíl á rúmlega 120 km hraða á
klukkustund, var handalaus.
Ökumaðurinn, sem er 32 ára,
hafði annan fót á stýrinu og hinn á
bensíngjöfinni þegar hann var stöðv-
aður við Allsnægtaflóa á vest-
urströnd Norðureyju.
Ökumaðurinn sagði lögregluþjón-
inum að hann hefði fæðst án handa
og hefði aldrei fengið ökuleyfi. Hann
var sektaður og áminntur um að aka
ekki aftur án ökuréttinda.
Með annan
fót á stýri
GEIR H. Haarde utanríkisráðherra hitti
Sergei V. Lavrov, rússneskan starfsbróður
sinn, í Moskvu í gær, og ræddu þeir m.a. nýja
stöðu í varnarmálum Íslands. Eftir fundinn
sagði Geir í samtali við Morgunblaðið að
Lavrov hafi verið sér sammála um að mik-
ilvægt sé að stöðugleiki ríki á N-Atlantshafi,
og að hann hafi boðist til þess að selja Íslend-
ingum tæki og búnað sem tengjast vörnum
landsins, þar á meðal þyrlur.
Málefni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
bar einnig á góma, en íslensk stjórnvöld sækj-
ast nú eftir sæti í ráðinu. Geir sagði að venju
samkvæmt gefi ríki sem eigi fast sæti í ráðinu
ekki upp afstöðu sína varðandi kosningu
nýrra ríkja í ráðið, en Lavrov hafi farið vin-
samlegum orðum um það hlutverk sem Ísland
geti gegnt á þessum vettvangi.
Á fundinum, sem ákveðinn var áður en
Bandaríkjamenn ákváðu að draga úr varn-
arviðbúnaði sínum hér á landi, var einnig rætt
um samskipti Íslands og Rússlands almennt,
um svæðisbundna samvinnu og alþjóðamál.
Voru ráðherrarnir sammála um að kanna
möguleika á að gera nýjan menningarsamn-
ing milli landanna, samning um samvinnu á
sviði orkumála og nýjan vegabréfasamning.
Einnig var rætt um loftferðasamning, sem
tengist hugmyndum um beint flug milli Ís-
lands og Pétursborgar. | 34 Reuters
Stöðugleiki ríki á N-Atlantshafi
ÞEIR eru ekki margir sem hafa
þýtt tuttugu bækur þegar þeir eru
aðeins þrettán ára, en svo er um
Peter Streich, 13 ára gamlan strák
frá Wisconsin í Bandaríkjunum.
Hann hefur slíkan áhuga á Íslandi
og íslenskri menningu að undrum
sætir. Fyrir ári byrjaði hann að
læra íslensku og sér sjálfur um
kennsluna og hefur náð mjög góð-
um tökum á tungumálinu á þessum
stutta tíma. Hann talar hana nánast
lýtalaust og hefur dundað sér við að
þýða tuttugu íslenskar barnabækur
yfir á ensku.
Peter er staddur hér á landi um
þessar mundir í annarri heimsókn
sinni til draumalandsins og hefur
hug á að flytja hingað í framtíðinni.
Hann kann vel við fámennið og
áhuga Íslendinga á bókum en sjálf-
ur er hann mikill bókasafnari. | 28
13 ára og hefur þýtt 20
íslenskar barnabækur
♦♦♦
Minsk. AFP. | Ráðamenn í Bandaríkj-
unum og löndum Evrópusambands-
ins (ESB) fordæmdu í gær fjölda-
handtökur í Hvíta-Rússlandi og
kröfðust þess að stjórnarandstæðing-
ar, sem voru fangelsaðir, yrðu látnir
lausir án tafar.
Stjórn Bandaríkjanna og leiðtogar
ESB-landanna sögðust ætla að grípa
til refsiaðgerða gegn Alexander Lúk-
asjenkó forseta og fleiri ráðamönnum
í Hvíta-Rússlandi. Verður þeim m.a.
bannað að ferðast til landanna og
eignir þeirra verða frystar.| 21
Handtökur
fordæmdar
♦♦♦