Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 1
Íþróttir, Enska knattspyrnan, Lesbók, Börn og M-ið í dag Morgunblaðið er í sex hlutum, samtals 128 síður í dag STOFNAÐ 1913 83. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LÆKKANIR einkenndu íslenskan hlutabréfamarkað í gær, auk þess sem gengi krónunnar veiktist nokk- uð. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 4,43% og stendur nú í 5.819 stigum. Mest lækkuðu bréf KB banka, eða um 7,5%, en alls voru við- skipti með bréf bankans fyrir tæpa 3 milljarða króna. Bréf Landsbankans lækkuðu um 5% og bréf Glitnis um 2,9%. Þá lækkaði gengi bréfa FL Group um 6,7%. Aðeins eitt félag í úrvalsvísitölunni lækkaði ekki í við- skiptum gærdagsins, en Dagsbrún hækkaði um 0,1%. Þá veiktist íslenska krónan í gær um 2,25%. Gengisvísitalan endaði í 123 stigum en hún var við opnun 120,25 stig. Dollarinn hækkaði um 3,13% og var 73,5 krónur í lok dags- ins. Evran hækkaði um 2,34% og var 87,9 krónur í lok dags. Veltan á milli- bankamarkaði nam um 37 milljörð- um króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru litlar breyting- ar á ávöxtunarkröfu skuldabréfa ís- lensku bankanna á eftirmarkaði í gær. Í Hálffimmfréttum greiningar- deildar KB banka segir að skýringa á lækkun gengisvísitölunnar sé að leita til þeirrar fréttar að bandarísk- ir fjárfestar ætli ekki endurfjárfesta í skuldabréfum í bönkunum, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Greining Glitnis segir lækkunina alfarið koma til vegna titrings meðal fjárfesta vegna greiningarskýrslna sem birst hafi að undanförnu. Gagn- rýnar skýrslur um íslensku bankana og íslenskt efnahagslíf hafa helst áhrif á fyrirtæki vegna lækkunar krónunnar, en Greining Glitnis segir áhrif þessa hins vegar almennt mjög jákvæð á rekstur fyrirtækjanna, vegna mikilla umsvifa þeirra utan landsteinanna. Lánshæfismat of hátt Fjármögnunarvandi íslensku bankanna gæti undið upp á sig að mati greiningardeildar alþjóðafjár- festingarbankans JP Morgan. Deild- in sendi frá sér skýrslu í gær þar sem fram kemur að lánshæfismat ís- lensku bankanna hjá matsfyrirtækj- unum Moody’s og Fitch sé of hátt. Það er mat greiningardeildarinnar að áhætta í rekstri íslensku bank- anna sé meiri en hjá sambærilegum fyrirtækjum í Evrópu.                               Miklar lækkanir á hluta- bréfum og krónunni Eftir Bjarna Ólafsson og Grétar Júníus Guðmundsson  Ástæðulaust | 2  Áhættuálag | 10 AHMED Akkari, róttækur múslímaklerkur í Danmörku, er ekki lengur talsmaður samtaka danskra múslíma, að því er fram kom á frétta- vef danska ríkis- útvarpsins í gær- kvöldi. Fréttavefurinn hafði eftir stjórn- armanni í samtök- unum Íslamskt trúarsamfélag að Akkari væri ekki lengur talsmaður þeirra vegna ummæla hans um að sprengja ætti þingmanninn Naser Khader í loft upp yrði hann einhvern tíma ráðherra. Hann bætti við að Ísl- amskt trúarsamfélag vildi að eftir- maður Akkaris kæmi ekki úr röðum klerka. | 22 Akkari rekinn sem talsmaður Ahmed Akkari Wellington. AFP. | Lögregluþjónn á Nýja-Sjálandi trúði ekki eigin aug- um þegar hann komst að því að öku- maður, sem hann stöðvaði fyrir að aka bíl á rúmlega 120 km hraða á klukkustund, var handalaus. Ökumaðurinn, sem er 32 ára, hafði annan fót á stýrinu og hinn á bensíngjöfinni þegar hann var stöðv- aður við Allsnægtaflóa á vest- urströnd Norðureyju. Ökumaðurinn sagði lögregluþjón- inum að hann hefði fæðst án handa og hefði aldrei fengið ökuleyfi. Hann var sektaður og áminntur um að aka ekki aftur án ökuréttinda. Með annan fót á stýri GEIR H. Haarde utanríkisráðherra hitti Sergei V. Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu í gær, og ræddu þeir m.a. nýja stöðu í varnarmálum Íslands. Eftir fundinn sagði Geir í samtali við Morgunblaðið að Lavrov hafi verið sér sammála um að mik- ilvægt sé að stöðugleiki ríki á N-Atlantshafi, og að hann hafi boðist til þess að selja Íslend- ingum tæki og búnað sem tengjast vörnum landsins, þar á meðal þyrlur. Málefni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna bar einnig á góma, en íslensk stjórnvöld sækj- ast nú eftir sæti í ráðinu. Geir sagði að venju samkvæmt gefi ríki sem eigi fast sæti í ráðinu ekki upp afstöðu sína varðandi kosningu nýrra ríkja í ráðið, en Lavrov hafi farið vin- samlegum orðum um það hlutverk sem Ísland geti gegnt á þessum vettvangi. Á fundinum, sem ákveðinn var áður en Bandaríkjamenn ákváðu að draga úr varn- arviðbúnaði sínum hér á landi, var einnig rætt um samskipti Íslands og Rússlands almennt, um svæðisbundna samvinnu og alþjóðamál. Voru ráðherrarnir sammála um að kanna möguleika á að gera nýjan menningarsamn- ing milli landanna, samning um samvinnu á sviði orkumála og nýjan vegabréfasamning. Einnig var rætt um loftferðasamning, sem tengist hugmyndum um beint flug milli Ís- lands og Pétursborgar. | 34 Reuters Stöðugleiki ríki á N-Atlantshafi ÞEIR eru ekki margir sem hafa þýtt tuttugu bækur þegar þeir eru aðeins þrettán ára, en svo er um Peter Streich, 13 ára gamlan strák frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann hefur slíkan áhuga á Íslandi og íslenskri menningu að undrum sætir. Fyrir ári byrjaði hann að læra íslensku og sér sjálfur um kennsluna og hefur náð mjög góð- um tökum á tungumálinu á þessum stutta tíma. Hann talar hana nánast lýtalaust og hefur dundað sér við að þýða tuttugu íslenskar barnabækur yfir á ensku. Peter er staddur hér á landi um þessar mundir í annarri heimsókn sinni til draumalandsins og hefur hug á að flytja hingað í framtíðinni. Hann kann vel við fámennið og áhuga Íslendinga á bókum en sjálf- ur er hann mikill bókasafnari. | 28 13 ára og hefur þýtt 20 íslenskar barnabækur ♦♦♦ Minsk. AFP. | Ráðamenn í Bandaríkj- unum og löndum Evrópusambands- ins (ESB) fordæmdu í gær fjölda- handtökur í Hvíta-Rússlandi og kröfðust þess að stjórnarandstæðing- ar, sem voru fangelsaðir, yrðu látnir lausir án tafar. Stjórn Bandaríkjanna og leiðtogar ESB-landanna sögðust ætla að grípa til refsiaðgerða gegn Alexander Lúk- asjenkó forseta og fleiri ráðamönnum í Hvíta-Rússlandi. Verður þeim m.a. bannað að ferðast til landanna og eignir þeirra verða frystar.| 21 Handtökur fordæmdar ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.