Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Einstein hefur endurvakið hjá mér guð á morgun  Guðlaugur Kristinn Óttarsson um vísindi, tónlist og listsköpun. SAMSON eignarhaldsfélag hf. hagnaðist um 8,3 milljarða króna á árinu 2005. Árið áður var hagnaður félagsins 5,1 milljarður. Félög í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar eiga hvort um sig 49,5% hlut í Samson eignarhalds- félagi en lykilstarfsmenn félagsins eiga samtals 1,0%. Tilgangur þess er eignarhald á hlutabréfum í Lands- banka Íslands og rekstur og umsýsla tengd því eignarhaldi. Eignarhluti Samsonar í Lands- banka er færður samkvæmt svo- nefndri hlutdeildaraðferð í ársreikn- ingi þess. Tekjufærð hlutdeild í hagnaði bankans á árinu 2005 nam 11,0 milljörðum og hagnaður félags- ins nam 8,3 milljörðum samkvæmt rekstrarreikningi, eins og áður seg- ir. Móttekinn arður frá Landsbank- anum að fjárhæð 726 milljónir gekk til lækkunar á fjárfestingu félagsins í bankanum en var ekki færður til tekna í rekstrarreikningi. Eignarhluti félagsins var að nafn- verði 4.427 milljónir í árslok 2005 og nam hann 40,2% af útgefnu hlutafé bankans. Markaðsverð eignarhlut- ans nam 112 milljörðum í árslok. Bókfært eigið fé Samsonar í árs- lok 2005 nam 14,3 milljörðum króna og er eignarhlutinn í Landsbankan- um metinn á 46,1 milljarð. Sé hins vegar miðað við markaðsverð eign- arhlutans í árslok nam eigið fé fé- lagsins 68,3 milljörðum, að teknu til- liti til tekjuskattsáhrifa. Engin skattgreiðsla Skuldir félagsins í árslok 2005 námu 37,6 milljörðum og þar af voru langtímaskuldir 25,2 milljarðar. Arðsemi eigin fjár á árinu var 156% þegar miðað er við hagnað samkvæmt rekstrarreikningi. Tekjuskattur Samsonar eignar- haldsfélags vegna ársins 2005 var 1,7 milljarðar króna en tekjuskattur til greiðslu er hins vegar enginn, þar sem tekjufærð hlutdeild í afkomu Landsbankans myndar ekki skatt- stofn hjá félaginu. Tekjuskattsskuld- binding félagsins í árslok 2005 var 3,0 milljarðar króna en hún kemur ekki til greiðslu fyrr en og ef félagið selur hlut í Landsbankanum. Arðsemi eigin fjár Samsonar 156% Morgunblaðið/Kristinn HIÐ öfluga ís- lenska hagkerfi hefur allar for- sendur til þess að standa sig í al- þjóðlegri sam- keppni þrátt fyrir daprar spár um of- hitnun hagkerfis- ins og þunga skuldastöðu. Rétt eins og Danmörk hefur Ísland verið talið til fyrirmyndarlanda á meðal OECD-landanna með sterka sam- keppnisstöðu, sveigjanlegan vinnu- markað og mikinn frumkvöðlaanda. Þetta kemur fram í leiðara danska viðskiptablaðsins Børsen í gær þar sem fjallað er um stöðu bankanna og efnahagslífsins á Ís- landi en fyrirsögnin er: „Ísland mun sigla milli skers og báru“. Miklar fjárfestingar í áliðnaði Minnt er á mikinn hagvöxt á Íslandi á síðustu tíu árum og að hann hafi verið meira en tvöfalt meiri en með- altalið á evrusvæðinu. Þá er og minnt á að miklar fjárfestingar í ál- versframkvæmdum muni gera Ís- land að einum stærsta álframleið- enda heimsins. „Fjárfesting- arnar eru ein af skýringunum á miklum viðskipta- halla en hann er einn þeirra hagvísa sem hafa skapað áhyggjur af efna- hagslífinu á Ís- landi. Hinn vísirinn er mikil eftirspurn í hagkerfinu sem hefur orðið til þess að atvinnuleysið hefur minnkað í 1% og að verðbólga hefur farið vax- andi.“ Í leiðaranum er fjallað sérstak- lega um skýrslu Danske Bank og áréttað að hún sé aðeins ein af mörgum um stöðu viðskiptabank- anna og stöðuna í íslensku efnahags- lífi. „Sérfræðingar bankans segja sjálfir í inngangi hennar að Ísland sé ekki þeirra kjarnasvið. Þó ekki nema væri þess vegna er ástæða til þess að lesa skýrsluna með varúð en menn hafa líka með réttu gagnrýnt að skýrslan sé gerð opinber nú þar sem sérfræðingar bankans segja sjálfir að þeir hefðu getað komist að sömu niðurstöðum fyrir sex mánuð- um,“ segir í leiðara Børsen. „Ísland mun sigla milli skers og báru“ Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 3. flokkur, 24. mars 2006 Kr. 1.000.000,- 1450 B 1745 F 3394 H 3653 E 5150 G 5189 E 7109 H 7601 E 8222 B 9752 G 14109 E 14713 E 15748 H 20460 B 21855 B 22966 G 23442 E 25222 B 25648 B 26955 E 30008 E 30147 B 32229 E 33003 B 35731 F 40118 G 40787 F 42222 F 44744 G 50175 G Leiðtoganámskeið fyrir konur í Garðabæ Farið verður yfir mikilvægi þess að skapa sér sýn og setja sér markmið. Fjallað um framkomu, samskipti og árangur í starfi og einkalífi. Kennd verða grundvallaratriði í ræðumennsku og ræðuþjálfun. Meðal gesta: Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs sr. JónaHrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ Margrét PálaÓlafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar Ragnhildur IngaGuðbjartsdóttir, flugfreyja og frambjóðandi Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona Á lokakvöldi verður hátíðarkvöldverður í Urðabrunni. Heiðursgestur verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Námskeiðið er haldið þriðjudagskvöldin 28. mars og 4. apríl og fimmtudagskvöldin 30. mars og 6. apríl. Glitnir er aðalstyrktaraðili leiðtoganámskeiðsins Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ Leiðtoganámskeið með Ásdísi Höllu Bragadóttur fyrir konur í Garðabæ hefst 28. mars. Einstakt tækifæri til að efla leiðtogahæfileika í starfi og einkalífi sem og að kynnast öðrum konum í Garðabæ. Skráning er á: www.gardar.is Námskeiðið er aðeins ætlað konum í Garðabæ. Takmarkað sætaframboð. Námskeiðið er ókeypis. NOREX kauphallirnar í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki munu í byrjun næsta mánaðar setja á stofn nýjar norræn- ar vísitölur, svonefndar VINX vísi- tölur. Í tilkynningu frá Kauphöll Ís- lands segir að tilgangurinn með vísitölunum sé að endurspegla nor- ræna hlutabréfamarkaðinn á áreið- anlegan hátt og varpa ljósi á fjárfest- ingartækifæri á honum. Fimm íslensk félög komast inn í viðmiðun- arvísitöluna við fyrsta val; Actavis, Bakkavör, Kaupþing banki, Kögun og Straumur-Burðarás. Um 800 félög eru skráð í þessum fimm kauphöllum og er markaðs- virði þeirra í kringum 1.000 milljarð- ar evra. VINX vísitölurnar verða til viðbótar og óháðar þeim vísitölum sem nú þegar eru reiknaðar í kaup- höllunum. Mikilvægur áfangi Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir vísitölurn- ar mikilvægan áfanga í NOREX samstarfinu og innkoma skráðra, ís- lenskra fyrirtækja í þær stuðli að auknum sýnileika íslenska markað- arins á erlendum vettvangi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kauphöllin með í nýjum norrænum vísitölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.