Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SÍÐUSTU áratugum hefur sú stefna verið í gangi víðs vegar um Evrópu, að innflytjendur frá músl- ímaheiminum hafa fengið að flæða inn í álfuna án þess að menn hafi haft andvara á sér gagnvart þeim vandamálum sem því hafa fylgt. Nú eru menn hins vegar farnir að sjá ýmsar brotalamir á þessu ferli, einkum vegna þess að háværir minnihlutar múslíma í þessum löndum eru farnir að gera ýmsar kröfur sem samrýmast engan veg- inn þeim gildum sem Evrópumenn hafa viljað standa fyrir. Nýleg skoðanakönnun í Bretlandi sýnir að um 40% þarlendra múslíma að- hyllast svonefnd Sharialög, sem kveða á um trúarlegt yfirvald í þjóðfélagsmálum. Auk þess er ljóst að ýmis hryðjuverkasamtök hafa notið stuðnings og samúðar hluta þeirra múslíma sem búa á Vest- urlöndum. Með áframhaldandi streymi múslíma inn í Evrópu er sýnilegt að álfan fer undir forræði múslíma og meirihlutavald. Í því sambandi má benda á hvernig aldagamalt serbneskt land hefur nánast verið afhent Albönum sem eru þar nú í meirihluta og á ég þar við Kosovohérað, vöggu serbneskrar menningar. Í kvikmyndinni Braveheart er Játvarður Englands- konungur látinn segja í ergi sínu yfir gangi mála í Skotlandi: „Vandinn við Skotland er að það er fullt af Skotum!“ Á sama hátt hugsa sennilega ýmsir leiðtogar múslíma með sér, að vandinn við Evrópu sé að hún sé full af kristnum mönnum. Játvarður komst að þeirri nið- urstöðu, að lausnin væri að planta niður Englendingum í Skotlandi svo að Skotar yrðu smám saman minni- hluti í eigin landi. Og ekki ber á öðru en þróun mála bendi til að múslímskir leiðtogar geti hafa komist að sömu niðurstöðu varð- andi Evrópu. Fylla skuli álfuna af múslímum svo að vandamálið með kristindóminn verði úr sögunni. Þá verða kristnir menn ef til vill annars flokks borgarar í sinni gömlu álfu, eins og dhimmis- borgarar eru og hafa verið í músl- ímalöndunum, borga sérstaka aukaskatta og búa við kerf- isbundna auðmýkingu vegna höfn- unar sinnar á íslam. Þá verður álfan ekki lengur Evrópa heldur Evrabía. Vín verður endanlega fallin ásamt öðrum höf- uðborgum kristinnar menningar og frjáls framþróun sett bak við lás og slá um ófyr- irsjáanlegan tíma. Í bók sinni „Eu- rabia: The Euro-Arab Axis“ lýsir sagnfræð- ingurinn Bat Yéor lík- legri framvindu þess- ara mála og ættu áhugasamir að kynna sér þessi efni og vera vak- andi fyrir þeim hættum sem stefna evrópskra valdamanna er að byggja undir. Ef upphaf þess að breyta Evr- ópu í Evrabíu liggur í einhverri hernaðaráætlun franskra Gaullista sem dreymdi um að skapa mót- vægi gegn Bandaríkjunum, er það óhuggulegt mál, en verst er þó að svo virðist sem Evrópusambandið hafi í raun tekið upp þessa stefnu, sem felur í sér að sameina Mið- jarðarhafssvæðið að norðan og sunnan undir einni og sömu yf- irstjórn. Og það er ekki bara Evrópusam- bandið sem er undir þetta selt, því Sameinuðu þjóðirnar hafa líka tek- ið fjölmenningarsambræðsluna upp á sína arma. Þar á bæ hafa hugtök lengi verið vandlega valin til notk- unar í fjölmiðlum og hin frjálsa hugsun oft verið sett út í horn. Nafnkristin evrópsk valdaöfl hafa um skeið nýtt sér múslímskar trúarhreyfingar í þeirri valdabar- áttu sem háð er um framtíðaryf- irráð í álfunni og heiminum öllum. En þær hreyfingar munu ekki láta að slíkri stjórn til lengdar, því markmiðin eru alls ekki þau sömu og múslímar munu ekki skiljast við trú sína svo auðveldlega þótt kristnir menn kunni að gera það. Í bók Bat Yéor er því haldið fram að ýmis sterk öfl hafi unnið að þessu máli síðastliðin 35 ár og innflutningur múslíma til Evrópu sé veigamikill hluti þeirrar áætl- unar sem í gangi sé. Bat Yéor segir: „Við eigum ekki að biðja hófsama múslíma um að bjarga okkur, við eigum að breyta þessu ferli sjálf. Það er skylda okkar gagnvart börnum okkar og forfeðrum. Ég tel að við getum ekki hafist handa í því verki af ábyrgð, ef við skiljum ekki for- sendur þær sem andstæðingurinn gefur sér, andann sem er þar að verki og hugsunina að baki Evr- abíu.“ Hún segir líka, að upphaf þeirrar hugsunar sé evrópsk, kom- in innanfrá en ekki að utan. Eyði- legging kristinnar menningar af hálfu múslíma sem berjast í nafni heilags stríðs, hafi oftast átt rætur sínar hjá valdaaðilum sem segjast vera kristnir en eru fyrst og fremst að hugsa um að gína yfir öllu valdsins vegna. Í þeirri viðleitni sinni hafa slíkir aðilar verið fúsir til að taka hvern sem er í þjónustu sína. Þetta inni- felur m.a. skýringuna á því hvers vegna ekkert hefur verið gert í því að hindra niðurbrot kristinna klaustra og menningarminja í Kos- ovo. Í augum hinna svartsáluðu valdhafa í Evrópu, er kristnin að verða meginhindrunin í vegi hins sameiginlega valds sem verið er að reyna að skapa. Meginveilan í allri þessari áætlun er hinsvegar sú, að þótt kristnir menn séu margir til- búnir til að versla með trú sína, eru múslímar það yfirleitt ekki. Fyrir þeim er trúin annað og meira og því mun Evrópa verða þeirra, ef fer sem horfir, og þeir sem halda nú að þeirra bíði dýrð hins margfalda valds munu tapa öllu. Látum ekki Evrópu verða að Evrabíu – stöndum vörð um okkar kristna arf! Á Evrópa að verða Evrabía? Rúnar Kristjánsson fjallar um innflytjendur frá múslímaheiminum í Evrópu ’…þótt kristnir mennséu margir tilbúnir til að versla með trú sína, eru múslímar það yfirleitt ekki. Fyrir þeim er trúin annað og meira og því mun Evrópa verða þeirra, ef fer sem horfir …‘ Rúnar Kristjánsson Höfundur er húsasmiður. SAMGÖNGURÁÐHERRA er á villigötum í vegamálum austur fyrir fjall. Tveir plús einn vegur, þrjár ak- reinar, frá Rauðavatni á Selfoss, er ekki við- unandi framtíð- arlausn, eins og ráð- herra hefur afráðið að verði. Sérstaklega vegna þess að þreföld- unin nýtist ekki þegar síðar verður farið í fjórar akreinar. Það er í raun kjarni máls- ins. Framtíðin er fjór- faldur vegur og þá kemur fjárfestingin við þreföldun lítið til góða sem er einfald- lega óásættanleg ráð- stöfun á almannafé í þessu tilfelli. Í svari til mín á Alþingi upplýsti samgönguráðherra að fjórfaldur vegur þessa leið myndi kosta um sjö milljarða króna. Það er vel viðráðanleg fjárhæð í ljósi ábatans. Greiðari leið og helmings fækkun alvarlegra slysa, að talið er að verði, en tjón á Suðurlandsvegi eru allt að fjórum sinnum fleiri en annars staðar í vegakerfinu. Leikur að tölum Þá er umferð um veginn fyrir löngu orðin ein sú þyngsta á landinu. Þrátt fyrir að samgönguráðherra leiki sér að tölum þegar samgöngu- framkvæmdir um veginn eru rædd- ar með því að notast við lægstu tölur um Suðurlandsveg, yfir Hellisheiði, þar sem hluti umferðar hefur runnið í Þrengslin, og hæstu á Vesturlands- vegi, eða innanbæjar í Mosfellsbæ. Dapurleg framganga til að kasta mikilvægu máli á dreif. Þriggja akreinar vegur er vissu- lega samgöngubót en í þessu tilfelli bráðabirgðalausn. Skammgóður vermir sem nýtist ekki þegar kemur að því að tvöfalda veginn. Það stað- festi starfsmaður Vegagerðarinnar í fréttum NFS/Stöðvar 2 um daginn. Fjárfestingin við 2 plús einn nýtist ekki. Leiðin sem á að fara er að bjóða út tvöfaldan veg í áföngum. Það er framtíðarlausn sem hámarkar ör- yggi um veginn og eflir stöðu Suður- lands verulega og þeirra þúsunda höfuðborgarbúa sem eiga sum- arbústað á undirlendinu. Sporin hræða samgönguráherra. Framkvæmdirnar í Svínahrauni eru ekki viðunandi. Vegaxlir varla til staðar og þverhnípt fram af veg- inum. Hvorutveggja fjarri öllum stöðlum sem almennt er stuðst við um breidd og bratta til að 2 plús einn gangi upp og virki sem skyldi. Allt ber að sama brunni; fjórföldum vegi í áföng- um. Lærdómurinn af tvöföldun hluta Reykja- nesbrautar er afgerandi þar sem alvarlegum slysum fækkaði svo um munaði. Pólitískur geðþótti í samgöngumálum Þá má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að veginn um Þrengsli, eða Ölfusbraut einsog lagt er til að vegurinn verði nefndur, þarf að bæta samhliða. Íbúar á Suð- urströndinni eiga ekki að gjalda fyrir bættan veg yfir Heiðina með afskiptaleysi. Þrengslin þarf að gera að góðum og öruggum vegi. T.d. eru gatnamótin af Suðurlandsvegi til Þorlákshafnar allt of kröpp og illa hefur farið við bestu akstursskilyrði. Lærum af reynslunni. Þetta liggur búsetu og framgangi svæðisins til grundvallar. Af gamalli hefð eru stærstu ákvarðanirnar í samgöngumálum oft teknar út frá svæðisbundnum hags- munum ráðamanna og af pólitískum geðþótta. Ekki er forgangsraðað eft- ir almannahag og því hvar mesta þörfin er á þessum eða hinum fram- kvæmdunum. Hvar umferðin sé þyngst, hvar slysagildrurnar sé að finna og svörtu blettina á vegakerf- inu. Þessu verður að breyta þegar lagðar eru línur um framtíðarsýn í samgöngumálum. Óskandi er að samgönguráðherra taki sér tak og það hvarfli ekki að ráðherranum eitt augnablik að hann knýi menn frá umræðunni með því að saka gagnrýnendur viðhorfa hans í málinu um að draga upp dökka mynd af ástandinu. Hafa skal ráð- herrann það á hreinu að það gerir ekkert annað en efla baráttumenn fyrir framkvæmdunum til dáða. Á villigötum í vegamálum Björgvin G. Sigurðsson fjallar um samgöngubætur Björgvin G. Sigurðsson ’Þrefölduninnýtist ekki þegar síðar verður far- ið í fjórar akrein- ar. Það er í raun kjarni málsins. ‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. KYNNTAR hafa verið af odd- vita Sjálfstæðisflokksins, hug- myndir að framtíðarsvæði fyrir hestamennsku í Kópavogi á Kjóa- völlum, í framhaldi af núverandi hesthúsabyggð á Heimsenda. Til- laga þessi hefur ekki komið á borð bæjarstjórnar en er möguleg lausn á vanda hestamanna í Gusti. En skoðum aðeins aðdraganda þess að málin standa með þessum hætti. Í byrjun ágúst 2005 barst eig- endum hesthúsanna í Glaðheimum kauptilboð frá fjársterkum aðilum, sem hyggjast rýma svæðið til ann- arrar uppbyggingar. Á 40 ára af- mæli félagsins var þannig sótt að Gusti og fyrirséð að öflugur stuðn- ingur bæjaryfirvalda myndi skipta sköpum um framhaldið. Loforð bæjarstjóra Á fundi með félagsmönnum þann 23. ágúst fullyrti bæjarstjórinn að Gustarar gætu sofið rólega því ekki stæði til að rifta leigusamn- ingi bæjarins við félagið sem er í gildi til ársins 2038. Bæjarstjórinn sagði það eðlilegan og sjálfsagðan hlut að hafa hesthúsahverfi innan byggðar og Gustarar skyldu ekki láta „einhverja seppa utan úr bæ“ hræra í sér. Ekki yrði hvikað frá ríkjandi deiliskipulagi á neinn hátt og þarna yrðu áfram hesthús. Ekkert samráð Í október var haldinn óform- legur fundur skipulagsyfirvalda með stjórn Gusts og kom þá fram að hugmyndir væru um breytt að- alskipulag í Hnoðraholti, Smala- holti og Rjúpnahæð. Félagið ítrek- aði samning Gusts og Kópavogsbæjar frá 1998 varðandi reiðleiðir á þessum svæðum og lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að þær leiðir héldu þar sem þær væru lífæðar félagsins. Í desem- ber, á öðrum óformlegum fundi, kom þessi afstaða félagsins skýrt fram og voru svör skipulags- yfirvalda á þann veg að lágmörk í þeim samningi yrðu virt, ef til breytinga kæmi á skipulagi bæj- arins. Við upphaf þess fundar mót- mæltu fulltrúar Gusts aðferðum skipulagsstjóra og skipulags- nefndar Kópavogs, hvernig að kynningu á breyttu skipulagi í Hnoðraholti, Smalaholti og í Rjúpnahæð var staðið og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórn Gusts. Í janúar var svo formlega aug- lýst nýtt aðalskipulag svæðisins þar sem reiðleið um Hnoðraholt er felld út og þar með klippt á lífæð Glaðheima. Þegar þetta nýja skipulag var loksins kynnt á bæj- arstjórnarfundi spurðu fulltrúar Samfylkingarinnar hvort það hefði verið haft samráð við alla aðila og þar á meðal stjórn Gusts varðandi þessar veigamiklu breytingar á svæðinu. Þar fullyrti meirihlutinn að þessar breytingar hefðu allar verið bornar undir stjórn Gusts og samþykktar. Stjórn Gusts fullyrðir hins vegar að aldrei hafi nokkurt samráð verið haft við þau varðandi þessar breytingar og í þau fáu skipti sem breytt skipulag hafi borist í tal á óformlegum fundum lýstu þau efasemdum sínum varð- andi allar breytingar á reiðleiðum á svæðinu. Í fundargerð skipulagsnefndar frá 6. september er vitnað í upp- drátt að nýju skipulagi frá 15. ágúst, eða um svipað leyti og upp- kaupin í Glaðheimum hófust. Hafi verið til uppdráttur af skipulagi þann 15. ágúst er öruggt að hugmyndir að breyttu skipulagi eru eitthvað eldri. Það skyldi þó aldrei vera að eitthvað hefði lek- ið út um þessar fyr- irætlanir bæjaryf- irvalda og fjársterkir aðilar séð hag í því að hefja uppkaup á svæðinu áður en breytingarnar kæmu til kynningar? Að höggva á hnútinn Nú er ljóst að barátta Gusts er töpuð og félagið víkur úr Glað- heimum. Hugmyndir um uppbygg- ingu á Kjóavöllum eru þó ekki frá- gengnar. Eftir er að semja við Garðabæ auk þess sem stór hluti af fyrirhuguðu hverfi er á landi Vatnsenda sem er í einkaeign. Tölvuteikningar bæjarstjórans sem kynntar hafa verið eru ennþá bara hugmyndir. Inn í viðræður við Garðabæ hefur síðan verið blandað hugmyndum um að Garða- bær kaupi vatn af Kópavogsbúum, þar sem fyrirhuguð hesthúsabyggð er á vatnsverndarsvæði bæjarins. Meirihlutinn er aðallega að hugsa um hvernig hann getur friðað hestamenn fram yfir kosningar og sloppið lítið skaddaður frá svikum sínum í Glaðheimum. Þegar Gust- ur barðist fyrir lífi sínu við sterka fjáraflamenn kom meirihluti bæj- arstjórnar aftan að félaginu, með því að fella út reiðleiðir í Hnoðra- holti og víðar og skera þannig á líf- æð félagsins. Í þessum dansi öllum er ljóst að forystumenn meirihlut- ans sögðu ekki hug sinn allan og ráku málið með óheilindum og ólýðræðislegum vinnubrögðum. Nú er verkefnið að tryggja hestamönnum í Kópavogi framtíð- araðstöðu í alvöru samráði við þá og samtök þeirra. Í því verki mun Samfylkingin hafa að leiðarljósi hagsmuni hestamanna og íbúa bæjarins en ekki önnur „merki- legri og öflugri“ sjónarmið. Eina tryggingin fyrir breyttum vinnu- brögðum er sterkari Samfylking. Hestamennska í Kópavogi Guðríður Arnardóttir og Flosi Eiríksson fjalla um mál- efni hestamanna í Kópavogi ’Meirihlutinn er aðallegaað hugsa um hvernig hann getur friðað hesta- menn fram yfir kosn- ingar og sloppið lítið skaddaður frá svikum sínum í Glaðheimum.‘ Guðríður Arnardóttir Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Flosi Eiríksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.