Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 46

Morgunblaðið - 25.03.2006, Side 46
46 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Erlendur Guð-laugsson fædd- ist á Meiðastöðum í Garði 21. apríl 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Ei- ríksson, f. 6. sept. 1892 í Garðhúsum í Garði, d. 30. okt. 1967, og Björg Er- lendsdóttir, f. 21. júlí 1892 á Ketil- völlum í Laugardal, d. 8. mars 1986. Föðurbræður Erlends voru: 1) Sumarliði Eiríksson, f. 1887, d. 1970, kona hans var Tómasína Oddsdóttir, f. 1896, d. 1989. 2) Jón Guðlaugur Kristinn Eiríks- son, f. 1902, d. 1983, kona hans var Marta Jónsdóttir, f. 1902, d. 1948, og seinni kona hans var Ingibjörg Ingólfsdóttir, f. 1912. Móðurbræður Erlendar voru: 1) Þorleifur Erlendsson, f. 1893, d. 1980. 2) Steinn Erlendsson, f. 1895, d. 1982, kona hans var Sig- ríður Guðmundsdóttir, f. 1893, d. 1975. 3) Albert Erlendsson, f. 1896, d. 1979, kona hans var María Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1894, d. 1971. 4) Haraldur Óskar Erlendsson, f. 1905, d. 1988, kona hans var Anna Elísabet Elín- mundadóttir, f. 1904, d. 1956. Er- lendur eignaðist tvo bræður Grétar Guðlaugsson sem lést í barnæsku og Eirík Guðlaugsson, f. 27. apríl 1926, d. 19. okt. 1978. Kona Eiríks var Sólveig Guð- syni, f. 1980) og Ágúst Páll Þor- steinsson, f. 2004. d) Magnús Freyr Ágústsson, f. 1983. Eiríkur og Sólveig slitu samvistum. Seinni kona Eiríks var Aðalheið- ur Halldórsdóttir, f. 20. maí 1927. Börn þeirra eru: 1) Hafdís Eiríks- dóttir, f. 1952, d. 1953. 2) Guðrún Hafdís Eiríksdóttir, f. 1957, maki Gunnar Magnús Gunnarsson, f. 1956. Þeirra börn eru: a) Gunn- hildur Sara, f. 1978, hennar dótt- ir er Júlía Sara, f. 2004, og b) Daði Gunnarsson, f. 1983. 2) Guð- laugur Eiríksson, f. 1959, maki Dagmar Sesselja Hallgrímsdóttir, f. 1955. Þeirra börn eru: a) Ellen Svava Guðlaugsdóttir, f. 1973 (fósturdóttir), b) Aðalheiður Ósk Guðlaugsdóttir, f. 1986, og c) Ei- ríkur Guðlaugsson, f. 1989. 3) Ásta Ellen Eiríksdóttir, f. 1963, maki Ólafur Einar Júlíusson, f. 1967. Börn þeirra eru: a) Heið- mundur Einar Ólafsson, f. 1992, b) Margrét Eydís Ólafsdóttir, f. 1995, c) Ragnar Eiríkur Ólafsson, f. 1996, d) Charlotta Elín Ólafs- dóttir, f. 2001. Erlendur giftist 1959 Ástu Vil- hjálmsdóttur, f. 1936. Þau slitu samvistum. Erlendur vann við fiskvinnslu- og landbúnaðarstörf hjá foreldrum sínum á Meið- astöðum uns hann ásamt bróður sínum Eiríki stofnaði Hraðfrysti- hús Meiðastaða. Þar ráku þeir bræður fyrst síldarvinnslu og síð- an hraðfrystihús, ásamt bátaút- gerð. Þeir seldu síðan fyrirtækið 1972 og fór þá Erlendur að starfa hjá fiskvinnslufyrirtæki í Garðinum sem í dag nefnist Nes- fiskur. Starfaði hann þar uns hann lét af störfum 1999, þá sjö- tugur. Erlendur verður jarðsunginn frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. finna Stígsdóttir Sæ- land, f. 26. ágúst 1928. Börn þeirra eru: 1) Björg Gréta Sæland Eiríksdóttir, f. 2 des. 1947, maki Hörður Guðmunds- son, f. 1946. Börn þeirra eru: a) Sigrún Hrönn Harðardóttir, f. 1966, maki Þór Friðriksson, börn þeirra eru Hrannar Þór Þórsson og Rósa Björg Þórsdóttir, og b) Hildur Harðar- dóttir, f. 1967, maki Ómar Þór Ómarsson, börn þeirra eru Ingi Þór Ómarsson. f. 1984, Kolbrún Björg Ómarsdóttir, f. 1985, Hrannar Már Ómarsson, f. 1990, og Hörður Örn Ómarsson, f. 1992. Björg og Hörður slitu sam- vistum. Seinni eiginmaður Bjarg- ar er Eiríkur Guðmundsson, f. 1941. Dóttir þeirra er Margrét Eiríksdóttir, f. 1977, maki Andr- és Bertelsen, f. 1975, og dóttir þeirra er Aríella Bertelsen, f. 2000. 2) Sigríður Margrét Sæ- land Eiríksdóttir, f. 19 maí 1949, maki Ágúst Magnússon, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Helga Hall- dóra Magnúsdóttir, f. 1966, maki Sigurður Hrafn Jökulsson, f. 1965, og dóttir þeirra er Sunna Sól Sigurðardóttir, f. 1995, b) Sólveig Guðfinna Ágústsdóttir, f. 1972, c) Lilja Björg Ágústsdóttir, f. 1982, maki Þorsteinn Pálsson, f. 1983, synir þeirra eru Benja- mín Karl Styrmisson, f. 2001 (frá fyrri sambúð með Styrmi Karls- „Eitt sinn verða allir menn að deyja,“ eins og segir í þeim fallega texta. En einhvern veginn áttuðum við okkur ekki á því að Elli okkar færi svona snögglega eins og raun bar vitni. Við vorum þess viss að hann ætti nokkur góð ár eftir. En svo fór sem fór og við vorum svo lán- söm að fá tækifæri til þess að vera hjá honum og halda í hönd hans þegar hann kvaddi sitt jarðneska líf og fór til himna. Sú stund var bæði sorgleg og erfið en á sama tíma var hún okkur dýrmæt. Minningarnar um Ella eru margar enda var hann tíður gestur á okkar heimili. Heimsóknirnar urðu æ fleiri eftir að dóttir okkar fæddist á 71 árs afmælisdaginn hans árið 2000. Hún var svo sann- arlega sólargeislinn í lífi hans og gladdi hann alltaf jafnmikið með söng, sögum og hlátri. Þau tvö voru sérstakir vinir og nutu þess að vera saman. Í fyrra þegar hún fékk nýtt hjól þá sagði hún við Ella: „Þegar þú eignast lítið barn, Elli, þá mátt þú eiga litla hjólið handa því.“ En núna þegar Elli er farinn frá okkur myndast óneitanlega stórt skarð í líf okkar fjölskyldunnar því að hann varð á skömmum tíma hluti af okkur og okkar lífi. Hann dvaldi hjá okkur á hátíð- arstundum eins jólum og páskum og tók þátt í því sem við vorum að gera í dagsdaglegu lífi. Hann var alltaf svo þakklátur og þakkaði vel fyrir sig eftir hverja máltíð og hverja samverustund. Hann var mikil tilfinningavera og sparaði aldrei hrósið. Ef við fórum til út- landa, þó ekki væri nema yfir helgi, fagnaði hann alltaf jafnmikið þegar við komum heim aftur og sagði iðulega: „Mikið hef ég sakn- að ykkar.“ Það voru hlý og falleg orð. Nú segjum við: „Mikið söknum við þín, Elli.“ Nú biðjum við góðan guð að taka vel á móti Ella og gefa honum góðan útsýnisstað þar sem hann getur horft niður til okkar, vernd- að okkur og tekið áfram þátt í lífi okkar. Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. (Kahlil Gibran.) Bergur Þór Eggertsson og Þórhildur Eva Jónsdóttir. Elsku Elli minn, þú varst alltaf svo góður við mig. En nú ertu dá- inn og við getum ekki lengur farið í Bónus og keypt litlar bækur. Og aldrei framar getum við farið ís- rúnt öll saman, ég og þú og mamma og pabbi. Mér finnst það svo sorglegt af því að við eigum sama afmælisdag. Ég ætla alltaf að halda upp á af- mælið þitt þótt þú sért dáinn, en nú ertu hjá Guði á himnum og það er allt í lagi af því að hann er svo góður og þar eru líka foreldrar þínir sem biðu þín. Ég sakna þín svo mikið, en ég veit að núna passar þú okkur fjöl- skylduna og fylgist með okkur. Þín Berglín Sólbrá. Hann Elli frændi minn er dáinn. Þrátt fyrir að heilsu hans hefði hrakað á síðustu mánuðum bar lát hans nokkuð brátt að. Elli fæddist á Meiðastöðum í Garði 21. apríl 1929. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Guðlaugi Eiríkssyni og Björgu Erlendsdótt- ur, ásamt eldri bróður sínum, Ei- ríki, föður mínum. Þegar afi Guð- laugur sá fram á að fjölskyldan væri að stækka, þar sem Elli hafði kynnst tilvonandi konu sinni, Ástu Vilhjálmsdóttur, og faðir minn hafði kynnst móður minni, Aðal- heiði Halldórsdóttur, ákvað hann að fjölskyldan þyrfti nýtt hús. Þar með var byggt stórt hús á þremur hæðum á Meiðastöðum, þar sem bræðurnir fengu efstu og neðstu hæðina og afi bjó síðan á miðhæð- inni. Var þetta gott dæmi um sam- heldni stórfjölskyldunnar. Um það leyti sem flutt var í nýja húsið fæddist ég og hófust þar með kynni mín og Ella. Ég minnist Ella sem hljóðláts manns sem alltaf var brosandi. Hann var sérlega barngóður og átti alltaf til falleg orð handa lítilli frænku þegar hún kom í heimsókn til hans og Ástu á neðstu hæðina. „Litla dúkkan mín“ eða „þú ert nú meiri skottan“ voru kveðjur sem fylgdu mér á þessum uppvaxtarár- um. Sem dæmi um barngæsku hans var yngsta systir mín nefnd Ásta Ellen í höfuðið á þeim hjón- um, Ástu og Ella. Þótti honum af- ar vænt um það. Afi var með fiskverkun og amma átti nokkrar kýr og vann Elli, ásamt föður mínum, hjá foreldrum sínum jöfnum höndum við að salta fisk og breiða eða í heyskap. Seinna ákváðu þeir bræður að hefja rekstur á frystihúsi og var það nefnt Hraðfrystihús Meið- astaða. Fór Elli þá á vélstjóra- námskeið og sá eftir það um véla- kost fyrirtækisins. Elli hafði gaman af að ferðast og var honum það í blóð borið. Afi Guðlaugur átti það til að ákveða einn daginn að nú langaði hann í ferðalag og þá var öllum smalað saman í bíla og keyrt af stað. Þetta þótti frekar óvenjulegt á þessum árum þegar vinnan var látin ganga fyrir slíkum óþarfa sem ferðalögum. En bræðurnir ól- ust upp við að ferðalög væru nauð- syn fyrir sálina og áttu þeir eftir að ferðast mikið saman um ævina. Elli og Ásta skildu. Elli bjó áfram einn á Meiðastöðum ásamt móður sinni eftir að ég og fjöl- skylda mín fluttum í Garðabæ 1972. Þá var frystihúsið selt og Elli hóf störf hjá annarri fiskút- gerð í Garðinum sem í dag nefnist Nesfiskur. Vann hann þar við fisk- verkun uns hann hætti störfum sökum aldurs. Hann annaðist um móður sína sem andaðist í hárri elli. Ég kveð hér góðan frænda. Ég veit að það verður vel tekið á móti Ella hinum megin. Þar verður ef- laust ferðast áfram um ókannaðar lendur og er afi minn án efa far- arstjórinn. Far þú í friði, elskuleg- ur frændi. Guðrún Hafdís. ERLENDUR GUÐLAUGSSON Afi minn, hann afi Jói er dáinn. Þegar við kvöddumst síðast þá var annar bragur yfir kveðjunum en áður, fannst eins og við værum að kveðjast til lengri tíma en við höfðum áður gert. Reyndist sú vera raunin, nú ert þú farinn og sitjum við eftir með minningar um einstakan mann. Minningarnar eru margar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín afi. Tengjast þær oft á tíðum Flatey og ferðum okkar þangað, þegar við stigum inn í annan heim, okkar heim. Spenningurinn að komast út í Flatey í maílok til að tína kríuegg var okkur strákunum oft óbærilegur á yngri ár- um. Vildum við stundum fara að skipuleggja næstu vorferð fljótlega upp úr áramótum og máttum engan tíma missa. Man ég hvað þér leið ætíð vel úti í eyju og einstakt var að sjá hvernig þú fékkst aukinn vind í seglin í hvert skipti sem við fórum þangað. Hvort það voru öll stropuðu eggin sem við strákarnir létum ganga á þinn disk þegar við þorðum ekki að borða þau skal ég ekki segja til um. Það er undarlegt að hugsa til þess að ég geti ekki séð þig eða talað við þig framar, svo margt sem mig langar að segja þér frá og ræða við þig um. Ég kom heim til Húsavíkur í kvöld og fór til ömmu Stínu. Settist í stigann og spjallaði við ömmu, Jakob, mömmu og Gunna um þig og við rifjuðum upp gamla tíma. Á leiðinni út leit ég ósjálf- rátt inn í sjónvarpsherbergi og ætlaði að kveðja þig en sá bara stólinn þinn, tóman. Það mun víst greinilega taka tíma að venjast tilhugsuninni um að þú sért farinn frá okkur. En ég veit að þú hefur það gott núna og þín hefur beðið fjöldi fólks með opna arma og boðið þig velkominn í nýjan heim. Hafðu það gott afi minn, við sjáumst síðar. Þinn, Ómar. Elsku Gassi. Nú hefur þú fengið þann heiður að hvíla í friði uppi á himnum hjá guði. Við höfum ekki átt mikinn tíma saman. En tíminn skiptir ekki máli, heldur eru það gæðin. Í hvert skipti sem við komum til Húsa- víkur hef ég haft það að góðum sið að hlaupa niður Hjarðarhólinn og heim, þangað sem þið Stína nafna mín bjugguð saman. Ég kalla það heim því mér finnst ekkert sjálfsagðara en að banka létt og ganga í bæinn, opna JÓHANN KRISTINN GUNNARSSON ✝ Jóhann KristinnGunnarsson fæddist í Garðshorni í Flatey á Skjálfanda 28. apríl 1925. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík 3. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 11. mars. millidyrnar og kalla: Hæ. Fyrir mér er þetta bara eins og að koma í hvers manns afa og ömmu húsið. Ég man það alveg síðan ég var lítil hvað það var gam- an að koma í heimsókn til ykkar. Stína alltaf að taka til bakkelsi og ég fyrir henni inni í eld- húsi, mér fannst svo gaman að sitja á tröppustólnum ykkar. Ekki klikkaði að þú, Gassi, værir úti að slá grasblettinn með sláttuvél sem knúin var mannafli. Takk fyrir samveruna sem við áttum í Hrísey. Dáist alveg að þér, hversu öflugur þú varst. Fórst með okkur í göngutúr hringinn í kringum eyjuna. Lagðist með henni Stínu þinni í orkulindina, labbaðir með okkur í þúfum og grjóti. Mér fannst það sjálfri erfitt, en þetta gast þú alveg, þótt þú hafir dottið einu sinni um þúfu og næstum horfið úr augsýn. Þá stóðstu bara upp, með smáhjálp frá mér, það var ekki annað að sjá en þú værir öllu vanur. Þú veist ekki hversu sárt það er að hugsa til þess að keyra inn í Húsavík, niður að bryggjunni eins og vaninn er. Og sjá þig ekki, Gassi, labba meðfram aðalgötunni með lítinn poka á bakinu og derhúfu, á leiðinni í sund. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Elsku Stína mín og fjölskylda. Vildi óska þess að ég gæti gert eitthvað meira, en ég votta ykkur mína innstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Takk fyr- ir allt. Kveðja, Kristín Ómarsdóttir (Stína litla). Elsku Jói, mér finnst svo erfitt að trúa því að þú sért farinn. Á hverju ári þegar ég kom til Húsavíkur með fjöl- skyldunni var það fyrsta sem við gerðum að taka rúnt um bæinn að leita að þér á röltinu í sund eða í léttri göngu og afa á bryggjunni. Við Stína systir kepptumst alltaf um hvor væri á undan að finna þig og aldrei brást það að þú værir þarna á labbinu, bros- andi þínu blíðasta og veifandi til okk- ar. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til ykkar Stínu frænku. Ég á eftir að sakna þess svo að koma til þín og að þú klappir mér á kollinn eins og þú varst svo vanur að gera. Það var svo yndislegt líka að koma í sveitasæl- una í Flatey og hlaupa til ykkar í Garðshorn. Þú gafst svo mikla hlýju og hafðir alltaf eitthvað skemmtilegt að segja. Síðast þegar ég sá þig varstu svo glaður, ég hefði aldrei trúað því að það hefði verið síðasta sinn sem ég myndi sjá þig. Elsku Jói, ég á svo margar minningar um þig sem ég ætla að geyma í hjartanu. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og hefur það gott. Elsku Stína mín og fjölskylda ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu stundum. Takk fyrir samveruna Jói minn. Hrönn Ómarsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.