Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 51 Dodge Stratus 2.4 árg. 2003, ek. 46 þ. m. Góður bíll á aðeins kr. 1.390 þús. Uppl. í síma 567 4000. Vegna mikillar sölu vantar okkur nýlega bíla á skrá og á plan. Dodge Ram 3500 Dually diesel 330 hp, ek. 2 þús. km. Silfurgrár (nýr), leður, cd, ryðfrí gangbretti o.m.fl. Uppl. í síma 892 4163 og ansa@internet.is. Dodge Grand Caravan 3,3 árg. 1993, sjálfskiptur, 4 stólar + bekk- ur, 7 manna bíll. Skipt um allt í bremsum sl. haust. Heilsársdekk hálfslitin. Góð hljómtæki. Ekinn 210.000 km. Nýskoðaður og í ágætu lagi, verð samkomulag. Uppl. í síma 569 1458 á daginn og 669 1458 á kvöldin. Toyota Land Cruiser '88 bensín. Ekinn 235 þús. Verð 200 þús. stgr. Vel með farinn bíll í topplagi. Hlaðinn aukahlutum. Uppl. 553 2233 eða 893 1090 Birgir. Toyota Carina 2,0 árg. '96. Bein- skiptur. Nýsk. '07. Næsta skoðun des. 2007. Talsvert yfirfarinn. Smurbók, ný tímareim, nýtt í bremsum að framan o.fl. Verð kr. 270.000. Sími 896 6181 eða 557 6181. Toyota Avensis árg. 2000, ek. 45 þús. km. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. Verð 950 þús. Sími 566 6062. Til sölu Landcruser VX árg. 5/ 2004. Silfurgrár, 8 manna, vel með farinn, ek. 86.000 km. Leður- klæddur, loftpúðar aftan, filmur í rúðum, dráttarkúla, húddhlíf, gluggahlífar. Uppl. í s. 453 7425. Subaru árg. '01, ek. 103 þús. km. 4 dyra, 4x4, 2.0 vél, góður og vel með farinn bíll. Álfelgur og ný vetrardekk á felgum. Ásett verð 980 þ. Tilboðsverð 850.000. Uppl. í síma 699 8334. Sem nýr Opel Astra Cara- van 1,6 árg. 12/03, sjálfsk. Cd, álf- elgur o.fl. Ek. aðeins 19.800 km. Í ábyrgð hjá umboði fram í des. Nýskoðaður '08, sérlega fallegur, lipur og vel með farinn stationbíll. Listaverð 1.330.000. Tilb. 980.000. Ath. skipti. Uppl. í s. 896 6181. Renault Clio 1,4 árg. 1997, bein- skiptur, 5 dyra, 4 góð sumardekk á felgum + 2 góð laus sumardekk. 4 góð vetrardekk negld, á felgum. Ekinn ca 110.000. Skoðaður og í góðu lagi. Nýtt útvarp m. geisla- spilara og USB tengi, MP3 spilari. Verð ca 330.000. Umtalsverður af- sláttur við staðgreiðslu. Uppl. í síma 569 1458 á daginn og 669 1458 á kvöldin. Nýr bíll - frábært verð - Chrysl- er PT Cruiser 2005. Ekinn 4 þús. 2,4 vél, sjálfskiptur, framhjóladrif, 17" krómfelgur og breið dekk + aukadekk. Verð 2,1 millj. Upplýsingar í síma 899 2005. Nissan Terrano 2,7 TDI árg. '04. 5 gíra, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, álfelgur, ný vetr- ardekk. Ekinn 17 þús. km. Verð 2.990 þús. Gott bílalán. Ath. ýmis skipti. Sími 690 2577. Þjónustuauglýsingar 5691100 SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 Ford Focus Ambiente árg. 2000, ek. 70 þús. Nýskoðaður '07, 5 dyra, sparneytinn og hagkvæmur. Þarf að seljast fljótt, góð kaup á aðeins kr. 630 þús. Upplýsingar í s. 692 9800. Ford F350 King Ranch Diesel 4x4, '05, ek. 1.600 km, leður, sjálfsk., rafm. í öllu, Fx4, bakksk., shift on the fly o.fl. o.fl.+ aukahl. fyrir 330.000. Skipti möguleg. Upplýsingar í síma 892 4163. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ttilboð! Nissan Terrano II 2.4 bensín árg. 1995, beinskiptur, 33" breyting. Verð 580 þ. Tilboð 380 þ. stgr. Upplýsingar í síma 567 4000. Vantar nýlega bíla á skrá vegna mikillar sölu. Tilboð! Nissan Patrol GR 2.8 dísel árg. 1991. Beinskiptur, ekinn ca 70 þ, á vél, nótur fylgja. Verð 570 þ. Tilboð aðeins 380 þ. stgr. Upplýsingar í síma 567 4000. Vantar nýlega bíla á skrá vegna mikillar sölu. FRÉTTIR OPNAÐUR hefur verið vefur þar sem ungmenni fá úrlausn vanda- mála á einfaldan og skilvirkan hátt, www.totalradgjof.is. Viðstödd opn- unina var Steinunn Valdís Óskars- dóttir borgarstjóri. Vefsíðunni er ætlað að vekja at- hygli og virkja áhuga ungs fólks fyrir því að þau geti leitað sér að- stoðar þar sem aðgengi er hrað- virkt og móttakan í höndum ráð- gjafateymis sem tekur heildrænt á vandamálum ungs fólks. Reynslan hefur sýnt að það er þörf fyrir að- gengilegri ráðgjöf fyrir ungt fólk í tímabundnum vanda, segir í frétta- tilkynningu. Samstarfsverkefni „Tótalráðgjöfin gætir fyllsta trúnaðar og þagmælsku við þá sem til hennar leita. Tótalráðgjöfin er samstarfsverkefni nokkurra stofn- ana, samtaka og fyrirtækja í Reykjavík. Þau eru; Hitt húsið (Trójuhesturinn), Þjónustumið- stöðvarnar í Reykjavík, FKB (Fræðslusamtök um kynlíf og barn- eignir) og Ný leið (sálfræðiþjón- usta). Fyrirspurnir sem sendar eru á vefinn eru af margvíslegum toga t.d kynsjúkdómar, offita, lélegt samband eða almenn vanlíðan. Fyrirspurnirnar eru nafnlausar og ekki er hægt að rekja þær til fólks. Allir ráðgjafarnir eru fag- menntaðir á sínu sviði. Fyrirspurn- um er að mestu leyti svarað á net- inu en einnig er hægt að hringja í tvo ráðgjafa í Hinu húsinu í síma 520-4621 og 520-4611. Ef þeir geta ekki gefið ráð vísa þeir fólki áfram og finna viðeigandi ráðgjafa innan tótalteymisins. Á tótalráðgjafarsíð- unni er lagður metnaður í að veita skjót svör og svara innan þriggja daga,“ segir í fréttatilkynningu. Vefstjóri Totalradgjof er Her- mann Finnbjörnsson fyrir AP media og grafískur hönnuður síð- unnar er Helgi Páll Einarsson. Ráðgjöf fyrir unglinga á vefnum Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók þátt í opnun vefjarins. STARF rektors Skálholtsskóla sem er kirkjuleg menningar- og menntastofnun í eigu þjóðkirkj- unnar er laust til umsóknar. Ráðið er í starfið frá 1. júlí 2006 til fjög- urra ára. Rektor ber fyrst og fremst ábyrgð á faglegu starfi skólans. Skólaráð er rektor og stjórn Skál- holts til faglegrar ráðgjafar um stefnu og starf skólans. Stjórn Skál- holts ræður í starfið og heyrir rekt- or undir hana. Umsóknum skal skil- að fyrir 8. apríl nk. Núverandi rektor sr. Bernharður Guðmundsson lætur af störfum í júlílok eftir 5 ára feril sem rektor í Skálholti. Starf rektors í Skálholti laust til umsóknar AÐALFUNDUR Sunnuhlíðar- samtakanna sem haldinn var 17. mars sl. hefur sent frá sér eftirfar- andi ályktun: „Fundurinn gerir þá kröfu að daggjöld til hjúkrunar- heimila aldraðra taki mið af raun- kostnaði og sá hallarekstur sem er, verði leiðréttur tafarlaust. Auk þess lýsir aðalfundurinn áhyggjum sínum af erfiðleikum í mönnun vegna lakra kjara starfs- manna. Að óbreyttu er ljóst að ekki er hægt að þjónusta aldraða eins og þarf án þess að viðbótarfjármagn komi til,“ segir í ályktuninni. Hallarekstur hjúkrunarheimila verði leiðréttur MÁLEFNAÞING og landsráðs- fundur Frjálslynda flokksins verð- ur haldið á Hallveigarstöðum við Túngötu í dag, laugardaginn 25. mars og hefst kl. 9. Umfjöllunarefni eru: Aldraðir, fatlaðir, skattkerfið, sveitarstjórnarmál og kosningar. Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, setur fundinn. Málþingið er opið öllum félögum í Frjálslynda flokknum. Málefnaþing Frjáls- lynda flokksins HVÍTABANDIÐ – líknarfélag hef- ur veitt tveim vísindamönnum hjá Rannsóknarstofu Krabbameins- félags Íslands í sameinda- og frumulíffræði, Helgu M. Ögmunds- dóttur lækni og Jórunni Erlu Ey- fjörð erfðafræðingi og samstarfs- fólki þeirra, styrk að upphæð 500.000 krónur til framhaldsrann- sókna á arfgengi brjóstakrabba- meins. Jórunn Erla Eyfjörð og sam- starfsmenn hennar áttu drjúgan þátt í að einangra BRCA2 genið og fundu íslenska stökkbreytingu í því geni. Helga M. Ögmundsdóttir og samstarfsfólk hennar í frumu- líffræðihluta rannsóknarstofunnar náðu góðum árangri við að rækta frumur úr brjóstakrabbameinsæxl- um og var þannig til dæmis unnt að sýna fram á tengsl milli gena- breytinga og óstöðugleika litninga í æxlunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Styrkurinn afhentur: Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur, Erla Jóns- dóttir, formaður Hvítabandsins, og Helga M. Ögmundsdóttir læknir. Hvítabandið veitir styrk til krabbameins- rannsókna AÐALFUNDUR SES (Samtaka eldri sjálfstæðismanna) sem haldinn var nýlega lýsir ánægju sinni yfir stefnumörkun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraðra. Aðalfundurinn leggur sérstaka áherslu á, að stefnumörkun lands- fundarins verði framfylgt í reynd hið fyrsta. Meðal þess sem unnt er að framkvæma með jákvæðum hætti fyrir málsaðila, eldri borgara og rík- isvaldið, er eftirfarandi: Að afnema tekjutengingu á grunnlífeyri, að hjón/sambýlisfólk njóti fullra lífeyrisgreiðslna al- mannatrygginga án tillits til tekna maka, að tryggt verði nægilegt framboð húsnæðis, dagvistunar- og hjúkrunarrýmis fyrir aldraða, að heimaþjónusta við aldraða verði efld verulega frá því sem nú er, með það að markmiði að aldraðir geti dvalið sem lengst á eigin vegum utan stofn- ana, að nefnd sú, sem fjármálaráð- herra skipaði fyrir skömmu til að fjalla um hugsanlegar breytingar á gildandi skattalögum, taki m.a. til meðferðar nauðsynlegar breytingar á skattalegri stöðu lágtekju- og millitekjufólks þessum aðilum til hagsbóta. Þá vekja samtökin athygli á núverandi neikvæðu samspili launa og/eða lífeyrissjóðstekna vegna skerðingarhlutfalla við út- reikning ellilífeyris hjá Trygginga- stofnun ríkisins og lágum skattleys- ismörkum sem koma hvað þyngst niður á afkomu fyrrgreindra tekju- hópa. Einnig lýsir aðalfundur SES ánægju sinni yfir því að í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins um afnám eignaskatta, komi það að fullu til framkvæmda frá og með árinu 2006. Í rökréttu framhaldi þessa sé eðlilegt að fasteignaskattar verði lækkaðir til muna og að komið verði í veg fyrir hækkanir þótt fasteigna- mat hækki, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Samþykkt aðalfundar Samtaka eldri sjálfstæðismanna Stefnumörkun síðasta landsfundar verði framfylgt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.