Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 54
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
FYRSTA
SNJÓKORNIÐ! HÚRRRRA!
NÚ ER KOMINN TÍMI Á
MIKIÐ AF HEITU
SÚKKULAÐI
SJÁÐU
ÞETTA
KALLI!
ÞAÐ ER VERIÐ AÐ
HALDA ÍÞRÓTTAVEISLU.
ÞEIR ÆTLA AÐ BJÓÐA
WILLIE MAYS, BOBBY HULL,
ARNOLD PALMER OG...
...MEIRA
AÐ SEGJA
JOE
SLABOTNIK!!!
ÓTRÚLEGT!
HANN ER
HETJAN
MÍN. MIKIÐ
VÆRI
GAMAN AÐ
HITTA HANN
ÉG SÉ
SJÁLFAN MIG
SITJA VIÐ
HLIÐINA Á
HONUM
...OG ÉG
SIT VIÐ
HLIÐINA Á
PEGGY
FLEMING
FRAMTÍÐIN ER
ÖRÐUVÍSI EN ÉG
HÉLT
JÁ, MIKIÐ ER HEITT OG
MOLLULEGT. ÉG BJÓST VIÐ AÐ
ÞEIR HEFÐU NÁÐ TÖKUM Á
VEÐRINU
SVO LYKTAR LOFTIÐ SVO
ILLA. MENGUN ER
GREINILEGA ENNÞÁ
VANDAMÁL
MÉR
FINNST EINS
OG ÞAÐ SÉ
FYLGST MEÐ
OKKUR
JÁ, STÓRI
BRÓÐIR ER
EFLAUST
ALLSSTAÐAR Í
FRAMTÍÐINNI
EFTIR SEX VIKNA
LEIÐANGUR, ÞÁ VERÐUR
GAMAN AÐ SJÁ HVAÐ ER AÐ
GERAST HEIMA
KANNSKI AÐ ÉG ATHUGI
HVAÐ ER AÐ GERAST Á
KRÁNNI FYRST
VILTU HÆTTA
AÐ ÖSKRA
ÞETTA! ÞÚ
HRÆÐIR
BRÁÐINA!
JÁ?
SVO BYRJAÐI HÚN AÐ REYNA VIÐ
MIG. ÞAÐ GERÐIST EKKERT EN ÉG ER
SAMT MEÐ SAMVISKUBIT
ÉG
SKIL
HVAÐ Á ÉG AÐ
GERA?
LÁTA MIG
FÁ NÚMERIÐ
HENNAR
ÉG HITTI GAMLA VINKONU ÚR
MENNTÓ Í GÆR OG VIÐ FENGUM OKKUR
HAMBORGARA SAMAN
HJÁLP!
VERTU
RÓLEG...
KRAVEN, VEIÐIMAÐUR, KEMUR
TIL BJARGAR
Dagbók
Í dag er laugardagur 25. mars, 84. dagur ársins 2006
Það er líklegt aðmargir vilji sjá
Víkverja tjargaðan og
fiðraðan fyrir að segja
að honum þyki
Reykjavík ekkert sér-
staklega falleg borg.
Og þó! –Æ fleiri og
háværari verða þær
raddir sem benda á
þau mörgu byggingar-
og skipulagslegu lýti
sem eru á höfuðborg-
inni og bæjunum í
kring.
Það sem gefur
Reykjavík og ná-
grenni hvað helst feg-
urð er sá tignarlegi bakgrunnur sem
náttúran hefur gefið óspennandi
byggingum borgarinnar: Esjan,
Keilir og sólin sem sest í Atlants-
hafið sameinast um að ramma fal-
lega inn annars ljóta borgarmynd-
ina.
Ljótleiki (eða í besta falli svip-
leysi) höfuðborgarsvæðisins birtist
Víkverja hvað skýrast þegar hann
tekur strætó heiman frá sér úr
Hafnarfirði inn í Reykjavík. Á leið-
inni frá Firðinum að Kringlunni má
sjá eftirfarandi fallegu hús: Hafn-
arfjarðarkirkju, Tónlistarhúsið í
Kópavogi.
Hann verður ekki lengri, listinn, á
þessari löngu leið.
Annars er útsýnið
svona: ljót og lúin iðn-
aðar- og versl-
unarhúsnæði við
Reykjavíkurveg.
Hræðilegt grænt
grindverkið og
óspennandi húsin þeg-
ar ekið er gegnum
austurhluta Garða-
bæjar. Við Aktu-Taktu
tekur við hrörlegt
dekkjaverkstæðið á
hægri hönd og rytju-
legt túnflæmið á
vinstri hönd. Þegar
komið er yfir sköll-
óttan Arnarneshrygginn blasir við
hroðinn Hamraborg, og þar eftir
ófagur Nýbýlavegurinn og Fossvog-
urinn, með kumböldunum sem
standa bakvið bensínstöðina í botni
vogsins á vinstri hönd og á hægri
hönd var, þar til nýlega, iðn-
aðarskrani dreift skipulega yfir lit-
boltavöllinn. Loks er komið að gul-
bláu ófreskjunni sem er Kringlan.
Það hvarflar stundum að Víkverja
að borgin sé öll skipulögð ofanfrá, og
ekkert hugað að svip bæjarins innan
frá. Væri ekki ráð að gera bót á
þessu, laga eða fela það sem ljótt er
og hanna höfuðborgarsvæðið með
panoramískum heildarsvip?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Hafnarfjörður | Í Kvikmyndasafninu, sem er til húsa í Bæjarbíóin í Hafn-
arfirði verður í dag sýnd Chaplin myndin Cirkus. Þá mynd gerði meistarinn
árið 1928 og varð hún jafnframt síðasta alveg þögla kvikmyndin sem hann
gerði. Myndin er óhemju fyndin, með litla flækingnum í aðalhlutverki og seg-
ir frá því hvernig hann fyrir misskilning lendir á flótta undan lögreglunni.
Leikurinn berst m.a. inn í speglasal og síðar á sirkussvið þar sem flæking-
urinn vekur mikla lukku. Sýningin er með íslenskum texta og hefst kl. 16.00.
Reuters
Flækingurinn frægi fer í sirkus
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég
hef elskað yður. (Jóh. 15, 12.)