Morgunblaðið - 25.03.2006, Page 60

Morgunblaðið - 25.03.2006, Page 60
UPPHAFSTÓNA þessa fjórða og næstsíðasta tilraunakvölds Mús- íktilrauna 2006 átti tríóið Doris Daze sem kom vel undirbúið til leiks. Sveitin var vel þétt og lagið gott, en vantaði herslumuninn. Helst þurfa þeir félagar að vinna í söngnum og trommuleikur var ekki nógu öruggur. Perla bauð upp á myljandi progg með fínum gítarfimleikum. Mjög skemmtileg sveit sem kom úr óvæntri átt. Hljóðfæraleikur var allur til fyrirmyndar, gítarleikur í hæsta klassa, söngur góður, trommuleikur líka – eiginlega hvergi snöggan blett að finna. Eftir proggið var ágætt að fá bara einn mann með kassagítar, Svíann Matz Anderson. Enn betra hefði verið ef hann hefði haft upp á eitthvað annað að bjóða en vinnu- konugrip, talsöng og tímaritalífs- speki. Þokkalegir gítarsprettir voru á stöku stað í síðasta laginu. Aftur var slegið í þegar Anxiety mætti á sviðið, það er að segja þeg- ar sveitin komst loks í gang. Eng- inn söngur var í fyrsta laginu sem var safn af skemmtilegum gít- arriffum, en ekki eiginlegt lag. Síð- ara lag sveitarinnar var sungið að hluta, en gítarar voru þó í aðal- hlutverki, mikill hamagangur en lít- il list. Góður bassaleikur þó og að- algítarleikari sveitarinnar er fingrafimur. Le poulet de romance létti and- rúmsloft tilraunanna töluvert, spaugileg framkoma og látbragð, en lítið af eiginlegri tónlist. Ekki bar þó á öðru en að liðsmenn kynnu að spila, en annað var í há- vegum að þessu sinni. Laugvetningarnir í El Rodeo byrjuðu með látum, góð þétt rokk- keyrsla með fínum gítarfrösum. Þegar liðið var á lagið birtist síðan söngvari, einkar svalur í látbragði, en söngurinn var ekki eins svalur. Modern Day Majesty gerðu allt rétt í fyrsta laginu, þéttur hljómur og ákveðni, gítarhljómur góður og vel notaður, fyrirtaks trommuleikur og traustur bassi. Eina sem setja mætti út á er hvað gítarspuni var stirður, en annars var allt í fínu lagi. Þeir lentu í hljóðfærastappi í seinna laginu og náðu sér ekki vel á strik. Ýmislegt var að hjá Black Lotus, því þó lög sveitarinnar hafi verið ágætlega samin vantaði allt líf í flutninginn. Sérstaklega var söng- urinn slakur. Það er fín hugmynd og hefur víða verið vel notuð að hafa marga gítarleikara á sviði samtímis. SYS- TEM FAILURE 3550 ERROR ERROR hljómaði líka fínt til að byrja með, margt skemmtilegt í gangi, skipulögð óreiða. Söngurinn var aftur á móti veikur punktur, mjög veikur, og ekki bætti úr skák að slagverksleikur var ekki alltaf í réttum takti. 4 Ways to Kill Pain hóf leikinn á lagi án laglínu þar sem textinn var aðalmálið. Meira stuð var í næsta lagi, þéttari keyrsla en það dugði þó ekki alveg til að sveitin næði flugi. Kærleikskjúklingurinn franski, Le Poulet de romance, hafði vinn- inginn í atkvæðagreiðslu í sal, en dómnefnd kaus Modern Day Maj- esty áfram. Gaman og alvara TÓNLIST Loftkastalinn Fjórða tilraunakvöld Músíktilrauna. Þátt tóku Doris Daze, Perla, Matz Anderson, Anxiety, Le poulet de romance, El Rodeo, Modern Day Majesty, Black Lotus, SYST- EM FAILURE 3550 ERROR ERROR og 4 Ways to Kill Pain. Haldið í Loftkast- alanum 23. mars. Músíktilraunir 4 WAYS TO KILL PAIN BLACK LOTUS MATZ ANDERSON SYSTEM FAILURE 3550 ERROR ERROR ANXIETY PERLAEL RODEO DORIS DAZE Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir 60 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ZAPPA PLAYS ZAPPA miðasala 2. apríl www.rr.is Átt þú réttu græjurnar? Láttu áhugasama vita! Glæsilegt vinnuvélablað fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. apríl og nú er tíminn til að auglýsa atvinnutæki fyrir sumarið. Fjallað verður um atvinnubíla, landbúnaðartæki og vinnuvélar, stórar og smáar. Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 30. mars. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.