Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 25.03.2006, Qupperneq 68
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ENDURSKOÐUN REIKNINGSSKIL SKATTAR / RÁÐGJÖF www.ey.is SKIPVERJARNIR Oddur Brynj- arsson, Halldór Kristmundsson, Vilhjálmur Birgisson og Þór Krist- mundsson á dragnótarbátnum Steinunni SH frá Ólafsvík, réðu sér ekki fyrir kæti þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Voru þeir að landa um 45 tonna afla en þá höfðu þeir fengið um 90 tonn á tveimur dögum. Það sem af er mán- uðinum hefur Steinunn landað um 400 tonnum. Aflinn sem skipverj- arnir eru að landa á myndinni náð- ist í fjórum hölum og voru um 60% aflans stór og góður þorskur en hinn hluti aflans ýsa. Góð aflabrögð á Steinunni SH Morgunblaðið/Alfons Finnsson ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf þjóðanna fari fram í Reykjavík nk. föstudag, 31. mars. Geir H. Haarde utanríkisráðherra segist reikna með að viðræðunefnd Bandaríkjanna muni á fundinum leggja fram hugmyndir um hvernig Bandaríkjastjórn telur skynsamlegt að haga vörnum Íslands eftir að orr- ustuþoturnar hafa verið kallaðar frá landinu. „Við töluðum saman í síma í dag, ég og Nicholas Burns, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem ákveðið var að viðræðunefnd- irnar hittust nk. föstudag og hugs- anlega næstu daga eftir því hvernig viðræðurnar ganga. Við gerum fastlega ráð fyrir því að þeir komi með á fundinum sínar hug- myndir um hvað gæti tekið við eftir að þoturnar fara og síðan þarf að ræða samvinnu á öðrum sviðum sem tengist þessu beint og óbeint. Við þurfum að ræða björgunarmálin og samstarf gegn hryðjuverkastarfsemi sem þegar hefur verið ámálgað af hálfu dómsmálaráðuneytisins og lög- regluyfirvalda. Síðan geri ég ráð fyr- ir að rætt verði um hugsanlegan þátt Nató eða Nató-ríkja í þessu máli. Við gerum ráð fyrir að þetta verði efnis- mikill og góður fundur,“ sagði Geir. Geir sagði að þó að hann vonaðist eftir að mál myndu skýrast verulega á þessum fundi mætti reikna með að sendinefndirnar þyrftu að hittast aftur. Hann sagðist hafa skilið Burns á þann veg að vilji væri af hálfu Bandaríkjastjórnar til að flýta við- ræðum. Albert Jónsson sendiherra mun leiða viðræðunefnd Íslands. For- maður sendinefndar Bandaríkja- manna er Carol van Voorst, sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi. Með henni í nefndinni verða fulltrúar frá utanríkisráðuneyti og varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna. Síðast þegar viðræðunefndir Ís- lands og Bandaríkjanna ræddust við um varnarmál fór Robert G. Loftis fyrir bandarísku viðræðunefndinni. Varnarviðræður hefjast í Reykjavík 31. mars Reikna með tillögum frá Bandaríkjamönnum Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „STAÐAN í dag er gjörsamlega óvið- unandi fyrir aldraða og öryrkja, að vera boðið upp á þessi vinnubrögð,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar. Hann segist eiga von á því að heilbrigðisráðherra taki á þessu máli. Karl segir að nú hafi verið sent út bréf til þeirra sem hafi andmælt endur- útreikningi bóta, þar sem fram kemur að það geti tekið allt að 6–8 mánuði að svara erindi þeirra við núverandi aðstæður. „Auðvitað fá flestir afgreiðslu fyrr, en þetta er nýtt verkefni sem hefur sett stofnunina gjörsamlega á hliðina. Fólk er yfirkeyrt,“ segir Karl, sem segist mikið finna fyrir því að starfsfólk sé farið að hugsa sér til hreyfings. Óviðunandi staða fyrir aldr- aða og öryrkja ÞAÐ styttist óðum í páskana, enda ekki nema tæpar þrjár vikur þar til þeir halda innreið sína. yrkjustöð Ingibjargar gerir á myndinni, en það eru einmitt ein til tvær vikur í að þær verði tilbúnar. Það er því ekki seinna vænna en huga að páskalilj- unum, eins og hann Björn Þórisson hjá Garð- Morgunblaðið/Ásdís Styttist í páska UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur skrifað heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra bréf þar sem hann vekur athygli á því að verkefnis- staða Tryggingastofnunar ríkisins (TR) sé sú að það geti tekið 6–8 mánuði fyrir hana að afgreiða er- indi sem til hennar berast. Umboðsmaður bendir jafnframt á að TR hafi óskað leyfis hjá ráðu- neytinu til þess að ráða fleira starfsfólk vegna þeirrar miklu manneklu sem þar er, en ráðuneyt- ið hefur ekki orðið við þeim óskum. Fram kemur í áliti umboðsmanns að honum hafi borist kvörtun þess efnis að einstaklingur hafi ekki fengið viðbrögð frá TR við andmæl- um sínum vegna endurreiknings lingi og öðrum í sömu stöðu til- kynningar í samræmi við stjórn- sýslulög þar sem fram kæmi hverjar væru ástæður tafa á af- greiðslu erinda þeirra og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Í svarbréfi TR kom fram að stofnunin hefði ákveðið að senda viðkomandi einstaklingi og öðrum lífeyrisþegum, sem sent hefðu inn hliðstæð andmæli vegna endur- reiknings bóta ársins 2004, bréf þessa efnis. „Umboðsmaður ákvað að vekja athygli heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra á málinu og þeirri stöðu sem uppi væri hjá Trygg- ingastofnun ríkisins varðandi af- greiðslutíma erinda,“ segir í álitinu. bóta ársins 2004 en þau höfðu bor- ist stofnuninni í desember 2005. Í álitinu segir að í svari TR við fyr- irspurnarbréfi umboðsmanns hafi komið fram að stofnuninni hefðu borist liðlega 1.000 andmæli vegna endurreiknings bóta ársins 2004 og væri erindi viðkomandi einstak- lings þeirra á meðal. „Vegna mann- eklu og rekstrarfjárskorts væri hins vegar fyrirséð að allt að 6–8 mánuðir gætu liðið þar til unnt yrði að svara þessum erindum,“ segir í álitinu. Í framhaldinu ritaði umboðsmað- ur TR á ný bréf þar sem hann ósk- aði eftir upplýsingum um hvort áform væru uppi hjá stofnuninni um að senda viðkomandi einstak- Hátt í 8 mánaða biðtími Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir afgreiðslutíma Tryggingastofnunar STANGVEIÐIFÉLAGIÐ Lax-á hef- ur samið um leigu á Svartá í Húna- vatnssýslu til næstu fimm ára, auk þess sem samið hefur verið um leigu á öllum fjórum veiðisvæð- unum í Blöndu. Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur haft Svartá á leigu undanfarin ár og mun tals- verð óánægja vera innan félagsins vegna málsins, ekki aðeins yfir að hafa misst Svartá, heldur einnig vegna þess að tilboði þeirra í leigu á ánni var aldrei svarað. | 14 SVFR missir Svartá úr leigu LÖGREGLAN á Akranesi hand- tók í gærkvöldi mann við venju- bundið eftirlit og fundust á hon- um 15 grömm af amfetamíni. Í framhaldi af því var gerð húsleit og fundust þar átta grömm af amfetamíni og voru tveir menn handteknir þar til viðbótar. Að sögn lögreglunnar lék grunur á að mennirnir hefðu yfir að ráða meira magni af fíkniefnum og stóð rannsókn á því yfir þegar blaðið fór í prentun. Naut lög- reglan aðstoðar fíkniefnaleit- arhunds lögreglunnar í Borg- arnesi við aðgerðirnar í gær. Handteknir með fíkniefni á Akranesi LÝÐUR Guð- mundsson mun láta af störfum sem forstjóri Bakkavarar síð- ar á árinu og taka við sem for- stjóri Exista. Gerð var grein fyrir þessari breytingu á aðalfundi Bakkavarar í gær. Sagði Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, breytinguna stafa af því að umsvif Exista hefðu aukist mikið und- anfarin ár og krefðist það aukinnar athygli stjórnenda Bakkavarar. Viðræður væru í gangi við KB banka um að bankinn léti af eign- arhlut sínum í Exista og líklegt sé að félagið verði skráð í Kauphöll Ís- lands í framhaldinu. | 20 Lýður hættir hjá Bakkavör
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.