Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 1

Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 1
VÍÐA um lönd hafa menn fyrir satt að götusóp- urum fjölgi á strætunum þegar líður að sveitar- mátti í gær alltént sjá bæði glaðbeittan götu- sópara og brosandi frambjóðendur á mynd. stjórnarkosningum. Hvort þetta lögmál á við í Reykjavík skal ósagt látið, en í miðbænum Morgunblaðið/Sverrir Göturnar sópaðar á kosningavori STOFNAÐ 1913 108. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Silvía Nótt í þriðja sæti? Breskir Evróvisjón-fræðingar spá Íslandi góðu gengi | Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Þorvaldur Þorsteinsson og leikritin  Endalok fréttamennsku? Börn | Halldór Gylfason bregður sér í allra kvikinda líki Íþróttir | Helena og Friðrik best í körfunni Brussel, Jerúsalem, Ramallah. AFP. | Mahmud Abbas, forseti Palestínu- manna, varar við hörmungum haldi fjárhagskreppa heimastjórnarinn- ar áfram og leggur jafnframt til að stuðningsmenn hans beini framlög- um beint til skrifstofu hans, en ekki til ríkisstjórnar Hamas. „Það verður stórslys ef alþjóða- samfélagið hættir ekki að snið- ganga stjórnina og fjárskorturinn heldur áfram,“ sagði Abbas í gær. Hann ógilti jafnframt þá ákvörðun stjórnarinnar að stofna nýja ör- yggissveit úr herskáum fylkingum. Að viðbættri niðurfellingu á greiðslum frá Evrópusambandinu (ESB) og Bandaríkjunum er stjórnin í vanda eftir að Ísraelar ákváðu að halda eftir 3,9 milljarða kr. mánaðarlegum tolla- og skatta- greiðslum til Palestínumanna. Framkvæmdastjórn ESB neitaði hins vegar í gær fullyrðingum um að fjárskortur stjórnar Hamas væri sambandinu að kenna og sagði sökudólgana Ísraela. Þá vakti hátt settur herforingi í Ísraelsher máls á möguleikanum á að hertaka aftur Gaza-svæðið. „Ef flugskeytaárásirnar halda áfram … munum við taka nauðsyn- leg skref, sem gætu falið í sér að taka aftur yfir Gaza-svæðið,“ sagði Yoav Galant, herforingi í Ísr- aelsher, í samtali við dagblaðið Maariv. Abbas varar við hörmungum Foringi í Ísraelsher útilokar ekki að hertaka aftur Gaza-svæðið FYLGI flokka sem vilja gera róttækar breytingar í málum innflytjenda hefur vaxið mjög í Noregi, Frakklandi og Englandi að undanförnu og mælist fylgi norska Framfaraflokksins nú um þremur prósentustigum meira en fylgi Verkamanna- flokksins, sigurvegara síðustu kosninga. Þetta kom fram í tveimur könnunum sem birtar voru í gær, en í þeim mældist fylgi Framfaraflokksins um 34 prósent og hefur stuðningur við flokkinn aldrei verið meiri. Fylgi Framfaraflokksins eykst enn frekar frá því sem það var fyrr í mánuðinum, þegar andstaða leiðtoga hans við frekari straum innflytjenda í kjölfar danska skopmynda- málsins jók verulega stuðning við flokkinn. Carl I. Hagen, leiðtogi flokksins, var ánægður með stuðninginn og sagðist bjart- sýnn á gott gengi í kosningunum 2009. Svipuð þróun í Bretlandi Í Bretlandi hafa málefni innflytjenda einn- ig verið í brennidepli að undanförnu. Hefur það hvergi betur komið fram en í skyndilegri fylgisaukningu Breska þjóðarflokksins (BNP) nú skömmu fyrir sveitarstjórnar- kosningar 4. maí. Bendir könnun sem fram- kvæmd var fyrir dagblaðið The Daily Tele- graph til að 24 prósent kjósenda hafi íhugað að kjósa flokkinn. Fylgi BNP mælist nú sjö prósent, en var vart mælanlegt fyrir mánuði. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en í könnun sem birt var í gær sagðist þriðj- ungur kjósenda vera langt til hægri. Þá hefur fylgi við Þjóðarfylkingu Jean-Marie Le Pen vaxið mjög að undanförnu, nú þegar um ár er í næstu forsetakosningar landsins. Vaxandi andúð á inn- flytjendum Carl I. Hagen Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VIÐRÆÐUR milli Orkuveitu Reykjavíkur og Símans um samnýtingu eða kaup á dreifikerfum, sem átt hafa sér stað frá því um miðjan mars, standa enn yfir. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér losa verðhugmyndir Símans í við- ræðunum 20 milljarða króna. Verður málið tekið fyrir á næsta stjórnarfundi Orkuveitunnar næst- komandi miðvikudag. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, vill ekki gefa neinar upplýsingar um mögulegt verð á fjarskiptaneti Símans, færi svo að það yrði selt OR. Brynjólfur segir að í viðræðunum sé í raun allt fjarskiptanet bæði Símans og OR undir – ljós- leiðarar, breiðband og kopar. nets Símans með fyrirtækinu. Grunnnet er hug- tak sem ekki hefur verið skilgreint almennilega, en hefur af sérfræðingi í fjarskiptaheiminum verið skilgreint sem allt það kerfi Símans sem grafið er í jörðu, að viðbættum örbylgju- möstrum. Þar sem viðræður eru í gangi um mögulega sölu á ljósleiðurum, breiðbandi og koparleiðslum Símans er því ljóst að um er að ræða stóran hluta þess sem kallað hefur verið grunnnet Símans. Aðskilnaður kostnaðarsamur Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mat það svo fyrir einkavæðingu Símans að aðskiln- aður grunnnets Símans og annarrar starfsemi yrði afar kostnaðarsöm aðgerð, og myndi kostn- aðurinn annaðhvort leiða til hærra verðs fyrir neytendur eða til þess að endurnýjun og upp- bygging yrði hægari. Brynjólfur vildi lítið gefa upp um gang við- ræðnanna, en hann átti fund með Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra OR, vegna málsins í vik- unni. Brynjólfur segir að á þessum tímapunkti sé ekki hægt að segja neitt um mögulega niður- stöðu; bæði sé mögulegt að OR kaupi fjarskipta- net Símans og að samið verði um einhvers konar samnýtingu fyrirtækjanna á fjarskiptanetunum. Hann segir að markmiðið sé að ná aukinni hagkvæmni í rekstri fjarskiptanetanna, og samningaviðræður geti tekið einhvern tíma enn, enda málið afar flókið. Eins og fram hefur komið áformar OR að leggja ljósleiðara á hvert heimili í Reykjavík, á Akranesi, Seltjarnarnesi og í Hveragerði, og þar með koma sér upp dreifing- arkerfi sem fyrirtæki í fjölmiðlun eða fjarskipta- þjónustu geti keypt aðgang að. Við einkavæðingu Símans á síðasta ári varð hávær umræða um sölu hins svokallaða grunn- Allt fjarskiptanetið er undir í viðræðum Símans og Orkuveitu Reykjavíkur Verðhugmynd Símans losar 20 milljarða Eftir Brján Jónasson og Agnesi Bragadóttur Ofurgrannar fyrirsætur úr tísku FULLTRÚAR helstu tískuhúsa Spánar hafa ákveðið að falla frá því sem þeir kalla „einræðisvald stærðar númer 36“ og vísa þar með til þeirrar tilhneigingar að leggja áherslu á föt fyrir ofurgrannar fyrirsætur. Tískuverslanakeðjan Zara, sem hefur útibú á Íslandi, er á meðal þátttakenda í þessu átaki, sem Elena Salgado, heilbrigð- isráðherra Spánar, telur mikilvægt fram- lag til að draga úr átröskun ungra kvenna. Breska dagblaðið The Times greindi frá þessu í gær. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.