Morgunblaðið - 22.04.2006, Page 26

Morgunblaðið - 22.04.2006, Page 26
Daglegtlíf apríl Tíu mínútna akstur frá mið-borg Gautaborgar er fal-legur lítill herragarður,Stensjöhill, og í 40 mínútna fjarlægð er ævintýraleg höll, Thor- skogs Slott, sem líður gestum seint úr minni. Báðir staðir geta tekið á móti ferðamönnum í fæði og húsnæði til lengri eða skemmri tíma og eru einnig oft notaðir sem vettvangur fyrir ráðstefnur eða brúðkaup. „Fólk á aldrinum 30–45 ára fer nú frekar í nokkur minni frí í staðinn fyrir eitt langt frí. Hingað getur það komið og upplifað rómantík, góðan mat, ró og útivist. Við vitum að fólk sem kemur hingað hefur miklar væntingar og við viljum uppfylla þær, og meira til,“ segir Lena Jons- son, eigandi Thorskogs Slott, í veit- ingasal hallarinnar þar sem fram- reiddur er hádegisverður úr sænsku hráefni. Thorskogs Slott á rætur að rekja til þrettándu aldar en þá tilheyrði svæðið Noregi. Á staðnum sem höllin var byggð, þó ekki fyrr en árið 1892, sömdu sænski og norski kóngurinn um frið árið 1249 þó ekki bæru samn- ingaviðræðurnar árangur fyrr en löngu síðar. Á átjándu öld var byggð- ur herragarður í Thorskog sem gekk svo í erfðir samkvæmt lögum og var húsið, sem síðar varð höll, notað sem einkahíbýli allt til ársins 1986 þegar Lena og Tommy Jonsson keyptu það. Sýnin kemur á óvart þegar gengið er frá bílastæðinu eftir við- burðalitla keyrslu frá Gautaborg. Mikilfenglegur kastali ber aðkom- endur aftur til miðalda, múrsteins- rauður og grár. Eldur logar í arn- inum og þjónustufólk í gamaldags búningum líður um með rjúkandi kaffikönnur. Það eina sem minnir á nútímann eru viðskiptadagblöð á borði í anddyrinu og tölvuskjár í móttökunni, sem gefur til kynna nú- tímaþægindi þótt umhverfið vísi til fortíðar. Thorskogs Slott er fyrsti herra- garðurinn í Svíþjóð sem breytt var til að taka á móti ferðamönnum en síðar hafa fleiri fylgt í kjölfarið, að sögn Lenu. „Okkur hefur gengið vel en heimspekin er einföld: Thorskog Slott er stórt heimili en ekki hótel,“ segir hún á gönguferð um þessa fjög- urra hæða höll. Vistarverur eru margvíslegar, stórar og litlar setu- stofur, ráðstefnuherbergi og salir, veitingastaður og barir á alls um 1600 fm. Engin tvö herbergi eins en hvert og eitt af herbergjunum 40 á sína sögu og nafn. Rúm eru fyrir sjö- tíu gesti í höllinni. Herbergin eru í höllinni sjálfri og í nokkrum húsum á landareigninni en herbergin í höll- inni eru dýrari. Allt frá eins manns herbergjum til svíta sem gist hafa ekki ómerkari manneskjur en Gorb- atsjov, Benazir Bhutto og George og Barbara Bush. Brúðkaupssvíturnar eru nokkrar en sérstaka athygli vakti sú sem er í einu af húsunum á 60 þúsund fermetra jörðinni. Þar er baðherbergið á stærð við með- alsvefnherbergi, með hornbaðkari og arni. Geri aðrir betur! Lena segir að flestir gestirnir komi til að dvelja á staðnum, njóta umhverfisins, sög- unnar og matarins. Sumir skreppi þó í verslunarferðir til Gautaborgar. Púttvöllur er á landareigninni, nokkrir golfvellir í nágrenninu og náttúruperlan Svartedalen við jarð- armörkin. Náttúra en nálægt borginni Segja má að Stensjöhill herra- garðurinn sé í Gautaborg þótt sveit- arfélagið heiti Mölndal. Það er næsta sveitarfélag við Gautaborg og 10–15 mínútur tekur að keyra niður í miðbæ. Herragarðurinn stendur á hæð við stöðuvatnið Stensjön og frá- bært útsýni er til allra átta. Karin Näsström framkvæmdastjóri segir að gestir séu á öllum aldri og alls staðar að. Brúðkaup og ráðstefnur eru fyrirferðarmikill liður í rekstri herragarðshótelsins en almennir ferðamenn og barnafólk eru vaxandi hópur, hvort sem er í helgarferðir eða til lengri tíma. Karin og sam- starfsfólk hennar í Stensjöhill benda ferðamönnum á ýmsa afþreyingu í næsta nágrenni: Mölndals museum hefur hlotið verðlaun sem eitt af bestu söfnum í Evrópu, Gunnebo- herragarðurinn er skoðunar virði, hægt er að veiða, sigla og synda í vatninu og golfvellir í nágrenninu eru nokkrir. Þar fyrir utan bíður Gautaborg með alla sína afþreyingu eða verslunarferðir. „Við leggjum mikið upp úr því að kynna nánasta umhverfið. Stensjöhill er úti í nátt- úrunni en samt svo nálægt borginni og það meta margir mikils. Karin segir að hótelið hafi farið hægt af stað en að ánægðir gestir hafi borið því gott orð og það sé nú að skila sér. Karin fæst nú við óskastarfið hót- elrekstur og á að baki farsælan feril á Scandic- og Sheraton-hótelum. Þar sem Stensjöhill stendur nú var áður bústaður forstjóra smjörlíkisverk- smiðju sem staðsett var í nágrenninu í upphafi 20. aldar. Karin hefur rekið hótel í herragarðinum frá árinu 2000 en þá var hótelið opnað eftir miklar endurbætur á húsnæðinu þar sem leitast var við að færa innréttingar í upprunalegt horf. Í millitíðinni var húsið leigt ýmsum fyrirtækjum og félagasamtökum og um tíma var þar Hare Krishna hof. Tíu mismunandi herbergi eru í húsinu og rúm fyrir nítján manns. Veitingastaður er í Stensjöhill og þangað koma heima- menn einnig út að borða. Kokkurinn er Fredrik Persson sem m.a. hefur lært hjá Leif Mannerström, einum þekktasta kokki Svíþjóðar og eig- anda Sjömagasinet sem af mörgum er talinn besti veitingastaður Gauta- borgar. Ekki ónýtt að prófa að njóta góðs matar í fallegum vistarverum með ómótstæðilegu útsýni.  GAUTABORG | Óhefðbundin gisting Stensjöhill-herragarðurinn er úti í náttúrunni en samt svo nálægt borginni. Thorskogs Slott er fyrsti herragarðurinn í Svíþjóð sem breytt var til að taka á móti ferðamönnum en síðar hafa fleiri fylgt í kjölfarið. Og þá var kátt í höllinni Sumum leiðist að gista á risastórum hótelum sem eru jafnvel hluti af enn stærri keðju og finnst þeir njóta frísins betur ef gististaðurinn er lítill og persónulegur. Steingerður Ólafsdóttir kíkti á tvö óhefðbundin hótel í nágrenni Gautaborgar. Verð á mann í tveggja manna her- bergi með morgunmat er allt frá sem samsvarar um 7.300 íslensk- um krónum í Thorskogs Slott og 4.700 krónum á Stensjöhill. Hægt er að panta á Netinu og fá allar nánari upplýsingar um verð og pakkatilboð, t.d. með kvöldverði. www.thorskogsslott.se www.stensjohill.se steingerdur@mbl.is ÍBÚAR Zürich í Sviss búa við mest lífsgæði í heiminum en íbúar Bagdad í Írak við þau minnstu. Greiningarfyr- irtækið Mercer í London hefur birt lífsgæðalistann undanfarin ár og er Zürich á toppnum í þriðja skipt- ið, að því er m.a. kemur fram á vef Berlingske Tid- ende. Genf í Sviss er í öðru sæti og Vancouver í Kan- ada í þriðja. Í næstsíðasta sæti af 350 borgum í heiminum er Bangui í Miðafríkulýðveldinu og Brazzaville, höfuðborg Kongó. Evrópskar borgir eru yfirleitt í efstu sætunum og lífsgæðin í borgum í Kanada og Ástralíu eru einnig talin mikil. Bandarískar borgir lenda aðeins neðar. Listinn er settur saman út frá ýmsum viðmiðum, t.d. stöðugleiki í stjórnmálum, menntakerfi, veitinga- staðir og umhverfi.  LÍFSGÆÐI Bestu borgirnar BÖRN verða oft bíl- veik en það getur elst af þeim og breyst þegar þau venjast bílferð- um. Á fréttavef norska blaðsins VG er for- eldrum gefin ráð áður en haldið er í lang- ferð á bílnum. Börnin eiga að sitja hátt þannig að þau sjái út. Börn geta orðið bílveik vegna þess að misræmi er á milli þess sem þau sjá og hvernig jafnvægisskynið bregst við hreyf- ingu. Mikilvægt er að bílstjórinn dragi úr snöggum stýrishreyfingum eins og hægt er og haldi bílnum stöðugum. Marianne Aas barnalæknir gefur einnig ráð: Ferðist á forsendum barnanna.  Takið hlé svo allir geti rétt úr sér og farið út úr bílnum ef börnin finna til flök- urleika.  Reynið að fá börnin til að horfa út á sjón- deildarhringinn en ekki á eitthvað inni í bílnum.  Ekki er mælt með lyfjagjöf við einkenn- um bílveiki sem geta verið flökurleiki og e.t.v. uppköst, þreyta, svimi, höfuðverkur og almenn vanlíðan.  Aas bendir á að engifer geti gefið góða raun, það geti virkað róandi á magann og dregið úr flökurleika.  Mælt er með því að börnin hafi MP3 spil- ara fyrir tónlist eða hljóðbækur eða að slíkt sé spilað í geislaspilara bílsins.  FERÐALÖG Ferðist á forsendum barnanna Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.