Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 41
MINNINGAR
✝ Unnur Pálsdótt-ir fæddist í
Tungu í Fáskrúðs-
firði 9. júní 1911.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness 5.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Páll Þorsteins-
son, bóndi í Tungu
(1863–1959) og kona
hans Elínborg Stef-
ánsdóttir (1867–
1951). Foreldrar
Páls voru hjónin
Þorsteinn Jónsson,
bóndi í Víðivallagerði í Fljótsdal
(1832–1909) og Sigurbjörg Hin-
riksdóttir (1833–1907) ættuð frá
Eyvindarstöðum í Vopnafirði. For-
eldrar Elínborgar voru hjónin
Stefán Jónsson, bóndi m.a. á Þór-
eyjarnúpi í Víðidal og í Hvammi í
Langadal (1815–1881) og Gróa
Sveinsdóttir (1829–1912) ættuð frá
Grímstungum. Unnur var yngst 14
systkina. Sigsteinn lifir systkini sín
101 árs. Látin eru Sigurbjörg og
Valgerður, sem dóu ungar, Hall-
2) Sigríður, f. 1944, gift Sigurgeir
Gíslasyni. Börn þeirra eru Sigrún,
Gísli, Daníel Brandur, Kristín og
Davíð. Þau eiga eitt barnabarn. 3)
Gerður, f. 1946, gift Guðmundi
Bergssyni. Börn þeirra eru Björn
og Guðbjörg. Dóttir Guðmundar
er Berglind. Barnabörnin eru
fimm. 4) Ingibjörg, f. 1954. Sam-
býlismaður hennar er Þorsteinn
Guðmundsson. Dætur þeirra eru
Ásta og Unnur.
Unnur Pálsdóttir lauk prófi frá
Kvennaskólanum á Blönduósi 1930
og Kennaraskólanum 1933. Á
námsárunum vann hún í fiski í Við-
ey, saltaði síld í Hrísey, var stofu-
stúlka í Reykjavík og gekk um
beina á Alþingishátíðinni 1930.
Hún stundaði barnakennslu í
Hafnarfirði 1933–34, var kennari
við farskóla í Hvítársíðu 1934–38
og 1943–44 og kenndi í Skorra-
dalnum 1939–1940.
Unnur var formaður Kvenfélags
Hvítársíðu í 12 ár og starfaði í
Sambandi borgfirskra kvenna um
árabil. Unnur var í hópi kvenna,
sem unnu mikið starf við að byggja
upp Dvalarheimilið í Borgarnesi.
Hún fluttist þangað haustið 1996
og dvaldist þar til æviloka.
Útför Unnar verður gerð frá
Reykholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
dór (1887–1967), Jón
(1891–1988), Þor-
steinn (1892–1964),
Stefán (1893–1973),
Gunnar (1896–1987),
Kirstín (1897–1980),
Valgerður (1899–
1983), Lára (1901–
1985), Ingibjörg
(1902–1994) og Sig-
urbjörg (1906–1990).
Unnur giftist 19.
maí 1938 Daníel
Brandssyni frá
Fróðastöðum í Hvít-
ársíðu (1910–1994).
Foreldrar hans voru Brandur
Daníelsson, bóndi á Fróðastöðum
(1855–1936) og kona hans Þuríður
Sveinbjarnardóttir (1868–1948).
Unnur og Daníel byrjuðu búskap í
Fróðhúsum í Borgarhreppi árið
1938, en fluttu að Fróðastöðum í
Hvítársíðu 1943 og bjuggu þar upp
frá því. Börn þeirra eru: 1) Elín
Birna, f. 1939, gift Óttari Yngva-
syni. Börn þeirra eru Unnur Guð-
rún, Helga Melkorka, Yngvi Daní-
el og Rakel. Barnabörnin eru átta.
Einhver léttlyndasta og skapbesta
manneskja sem ég hef hitt er nýlátin
tæplega 95 ára gömul. Þetta er Unn-
ur tengdamóðir mín. Hún lifði mestan
hluta síðustu aldar og var af þeirri
kynslóð sem vann hörðum höndum
allt sitt líf og grundvallaði þannig vel-
ferð afkomenda sinna og þjóðarinnar.
Unnur fæddist og ólst upp í Tungu í
Fáskrúðsfirði og var komin af aust-
firskum og vesturhúnvetnskum ætt-
um. Hún var yngst 14 systkina í
Tungu og með þeim ólst einnig upp
Þórir Þorleifsson frændi þeirra. Mik-
ill vinskapur var ætíð á milli þeirra
Unnar og Þóris.
Það var gæfa barnanna í Tungu að
foreldrarnir voru einstakt dugnaðar-
og framfarafólk. Þau hjónin Páll Þor-
steinsson og Elínborg Stefánsdóttir
stuðluðu að menntun og velferð barna
sinna og fósturbarna og reyndar einn-
ig vinnuhjúa sinna. Ungt fólk sóttist
gjarnan eftir að dveljast um tíma í
Tungu, þar sem margt var að læra af
vinnubrögðum, svo sem velþekktri
ullarvinnu hjónanna beggja og ullar-
dúkagerð Elínborgar, en einnig af
umhyggjusemi og góðum ráðum. Þar
var jafnframt heimiliskennari alla tíð
nokkurn hluta vetrar, sem vinnufólk
og aðkomubörn nutu góðs af til jafns
við barnahópinn. Þarna var mann-
margt og oft glatt á hjalla með fróð-
leik og skemmtan og góðir siðir í
heiðri hafðir.
Þegar Unnur komst á legg fór hún
til náms í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi og lauk þaðan prófi 1930 og þrem-
ur árum síðar kennaraprófi frá Kenn-
araskólanum. Til að afla tekna á
námsárum sínum vann hún m.a. í fiski
í Viðey og var stofustúlka hjá Ellings-
en-fjölskyldunni í Reykjavík, sem hún
bar ákaflega vel söguna. Að námi
loknu hóf hún kennslustörf, fyrst í
Hafnarfirði og síðan í Hvítársíðu og í
Skorradal.
Í Borgarfirðinum urðu tímamót í
lífi Unnar, þegar hún hitti mannsefni
sitt, Daníel Brandsson frá Fróðastöð-
um í Hvítársíðu, sem hafði þá ráðið
sig vetrarmann í Síðumúla.
Þau giftu sig árið 1938 og stofnuðu
heimili í Fróðhúsum í landi Svigna-
skarðs í Borgarhreppi. Þau hófu bú-
skap á erfiðum tímum upp úr krepp-
unni og þar fæddist þeim fyrsta
barnið, en alls eignuðust þau fjórar
dætur og lifðu í farsælu hjónabandi í
rúmlega 56 ár þar til Daníel lést árið
1994. Í Fróðhúsum byrjuðu þau Daní-
el ýmsa nýlundu í búrekstri svo sem
svína- og aligæsarækt. Unnur og
Daníel færðu sig um set árið 1943,
þegar þau fluttu í torfbæinn á ætt-
aróðalinu Fróðastöðum í Hvítársíðu.
Þar byggðu þau nýtt íbúðarhús og
síðan á örfáum árum öll útihús. Jafn-
framt voru tún sléttuð og mikið land
ræktað. Sem húsfreyja á Fróðastöð-
um hafði Unnur í ærnu að snúast og
nýttist þá vel þrautseigja hennar og
útsjónarsemi. Ég man ekki eftir að
hafa nokkru sinni séð Unni á heim-
ilinu án verkefnis eða vinnu. Hún var
ætíð grannvaxin og kvik í hreyfingum
og glaðlynd með afbrigðum.
Um áratuga skeið sóttust vinir og
ættingjar eftir að koma börnum sín-
um í sveit til þeirra hjóna og dvaldist
hver unglingur yfirleitt í mörg sumur.
Mörg barnabarnanna nutu góðs af
lærdómsríkri sumardvöl á Fróðastöð-
um og umhyggju afa og ömmu.
Þrátt fyrir annasöm störf í kyrrð
heimilisins gaf Unnur sér tíma til ým-
issa félagsmála. Þá segir það töluvert
um atorku og félagslyndi húsfreyj-
unnar að á Fróðastöðum var fyrst
spiluð félagsvist í Hvítársíðu og þar
var þorrablót haldið í þrjú ár í röð fyr-
ir sveitungana. Síðan hafa þorrablót
eða góugleði verið árviss.
Unnur hélt heilsu fram á síðustu ár
og hafði fótavist nánast til síðasta
dags.
Hún bjó á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi frá 1996. Ættingjar þakka
starfsfólki þar hlýlegt viðmót og vin-
áttu við Unni í þau rúmlega níu ár,
sem hún dvaldist þar.
Langri og farsælli ævigöngu er lok-
ið.
Ég votta öllum afkomendum og
ættingjum samúð. Guð blessi minn-
ingu Unnar.
Óttar Yngvason.
Fjörkálfur alltaf, amma mín,
áttræð þú hljópst yfir hlaðið.
Þökk sé þér fyrir gæðin þín,
þú hefur nú til himna farið.
Elsku amma, þakka þér fyrir
margar góðar minningar sem ég á um
þig og sveitina þína. Ég minnist þess
þegar ég var lítil og við vorum að
keyra í sveitina, þá sá ég hvern bæinn
á fætur öðrum birtast í fjarlægðinni
og ég var alltaf viss um að bærinn sem
við nálguðumst væri Fróðastaðir en
lengi var það aðeins óskhyggja. Þegar
við loks fórum framhjá Síðumúla vissi
ég að Fróðastaðir væru næstir og það
var hamingjan.
Ég átti margar góðar og skemmti-
legar stundir í sveitinni þegar ég var
stelpa og minnist þeirra: í heyskap, að
gefa heimalningunum, sækja beljurn-
ar, mjólka, á hestbaki, spjalla við þig,
gera handavinnu, lesa, reglulegar
máltíðir, sækja eggin, smjörkakan
sem þú bakaðir og samræður við mat-
arborðið.
Ein besta minningin er væntum-
þykjan, friðurinn, róin og öryggið
sem ég fann hjá þér í sveitinni. Þú að
prjóna, klukkan tifaði og sagði ei-
líbbð eins og í Brekkukotsannál og
tíminn stóð í stað. Ég man eftir að þú
hjálpaðir mér að prjóna ljósbláan
trefil. Ég var lítil og trefillinn varð all-
ur skakkur og skældur. Þú prjónaðir
fyrir mig hluta af treflinum og hann
varð beinn og fínn eins og það væri
galdur.
Oft fengum við hlátursköst. Þá urð-
um við máttlausar af hlátri svo við
gátum varla staðið í fæturna. Þú hafð-
ir líka alltaf tíma til að spjalla og spila
við okkur krakkana og kenndir Jóni
Karli syni mínum að spila rommý.
Þegar ég var orðin fullorðin var
sveitin þín griðastaður. Ég kom
stundum þreytt til þín og þá var
hvergi eins gott að hvíla sig og hjá þér
í örygginu og friðnum.
Þú hugsaðir líka vel um Jón Karl
son minn. Ég minnist þess þegar þú
varst áttræð og hann tíu ára, þá fóruð
þið í kapphlaup yfir hlaðið, sem lýsir
því hversu létt í lund og spræk þú
varst.
Þegar ég kom til þín á seinustu ár-
um leið mér alltaf vel eftir að hafa ver-
ið hjá þér. Ein síðasta minningin er
þegar ég heimsótti þig á síðastliðinni
Þorláksmessu. Þá puntaði ég þig og
naglalakkaði og við áttum indæla
stund.
Minningarnar um þig ylja mörgum
okkar. Um daginn þegar við Jón Karl
vorum að tala um hversu hláturmild
þú varst minntist hann þess að þú
sagðir oft „hláturinn lengir lífið“. Eins
þegar við Rakel systir mín vorum að
tala um minningarnar mundi hún með
ánægju eftir því hvernig þú kenndir
henni að spila trekant og hversu góð
kakósúpan þín var.
Elsku amma, þú varst góð, sjarm-
erandi og skemmtileg alla tíð. Meira
að segja þegar starfsfólkið á spítalan-
um var að annast þig seinustu dagana
þegar þú varst fótbrotin og þér leið
mjög illa, þá sagði hjúkrunarkonan:
„Það er ánægjan ein að annast þessa
konu,“ sem lýsir því vel hvernig þú
varst. Ég fylgdist líka með því hversu
gott starfsfólkið á Dvalarheimilinu í
Borgarnesi var við þig. Ég færi því og
starfsfólkinu á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi bestu þakkir fyrir að hafa annast
þig vel.
Guð geymi þig.
Unnur Guðrún.
Amma var góð kona. Ég kynntist
henni sem unglingur þegar ég var
nokkur sumur í sveit á Fróðastöðum.
Hún var sérstaklega dugleg, nærgæt-
in og mannblendin manneskja sem
hugsaði fyrir öllu því sem þurfti til að
öllum liði vel á erilsömu heimili. Aldr-
ei heyrði ég hana hallmæla fólki og
var jákvæðni henni í blóð borin. Hún
var léttbyggð, kvik í fasi og ávallt vel
til höfð og hefur heilbrigt líferni henn-
ar og hófsemi án efa skilað henni
góðri heilsu fram á efri ár.
Fyrir borgarbarn í sveitarvist hjá
ömmu og afa voru Fróðastaðir heim-
ur út af fyrir sig. Þar var rekið mynd-
arheimili, haldnar hænur, kindur,
beljur og hestar, gert við vélar, járn-
smíði stunduð, gripið í girðingar-
vinnu, húsakosti haldið myndarlega
við og garðrækt stunduð af kappi svo
fátt eitt sé nefnt.
Amma stóð óslitið vaktina á heim-
ilinu og var aðdáunarverður dugnað-
ur hennar þar sem henni féll aldrei
verk úr hendi og hún fór sjaldan af
bæ. Hún vann verk sín í hljóði og var
sífellt að. Hún stjórnaði heimilishald-
inu af miklum myndugleik, matbjó
dýrindis rammíslenskan mat og bar
til þess kox í eldavélina. Garðrækt var
henni hugleikin, hún ræktaði í garð-
inum kartöflur og ýmislegt grænmeti
til heimilisins. Ef laus stund var greip
amma í prjóna og hafa lopapeysurnar
hennar góðu yljað á köldum dögum.
Það að ganga til mjalta kvölds og
morgna áratugum saman án þess að
úr félli dagur er dæmi um vinnusemi
hennar kynslóðar, löngu fyrir tíma
mjaltaróbóta. Amma var hvort
tveggja í senn nýtin með afbrigðum
og jafnframt rausnarleg þegar við
átti. Vinnuharka og nýtni hennar var
dæmigerð fyrir hennar kynslóð sem
afrekaði það að færa þjóðfélag okkar
úr moldarkofunum og inn í nútímann.
Á Fróðastöðum var oft glatt á
hjalla. Mikið var um gestakomur og
var sama hvort gestir gerðu boð á
undan sér eða ekki, aldrei var komið
að tómum kofunum hjá ömmu og
svignuðu borð undan rjómatertum og
öðru góðgæti sem hún hristi fram úr
erminni áreynslulaust. Rætt var um
landsins gagn og nauðsynjar, veðrið,
sprettuna og fréttir af mönnum og
málefnum úr sveitinni.
Liðlega tvítug dvaldist amma um
skeið í Reykjavík og var þá stofu-
stúlka á heimili Óttars Ellingsen á
Stýrimannastíg 10. Eftir að ég flutti í
það sama hús árið 1997 og frétti af
fyrri vist ömmu þar tæplega sjötíu ár-
um áður var kærkomið að fá hana í
heimsókn og heyra um horfna tíma.
Hún sagði okkur af góðri vist sinni,
gekk um húsið og var sem lifandi
sögubók þar sem hún lýsti verkefnum
sínum, heimilislífinu og herbergja-
skipan eins og verið hafði.
Ég kveð ömmu í dag með virðingu
og þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast þeirri góðu konu og fá um
leið innsýn í kjör og lífsbaráttu þjóð-
arinnar á fyrri tíð.
Yngvi Daníel Óttarsson.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór
í fyrsta sinn til sumardvalar hjá
ömmu og afa á Fróðastöðum. Það var
í þeim heimsóknum sem ég kynntist
ömmu hvað best.
Þótt ótal verkefni hafi verið í dag-
legum verkahring ömmu var eins og
hún hefði ómældan tíma til að gefa
barnabörnum sem dvöldu sumarlangt
á Fróðastöðum. Þannig spilaði hún
við mig löngum stundum, aðstoðaði
við handavinnu, spjallaði og sýndi
mikinn áhuga á og setti sig inn í það
sem ég tók mér fyrir hendur. Og hún
hafði einstakt lag á að ná til okkar
krakkanna og gat orðið sem ein af
okkur. Gott dæmi um það er að þegar
við frænkurnar Berglind og ég vorum
í sveitinni áttum við það til að flissa
helst til mikið við matarborðið þegar
gestir voru, sem var hreint ekki sjald-
an, og það án nokkurs tilefnis. Þannig
máttum við vart líta hvor á aðra án
þess að vera farnar að hlæja. Og
ömmu fannst þetta svo ansi sniðugt
líka að áður en hún vissi af var hún
orðin þátttakandi í flissinu og við allar
þrjár farnar að tárast af hlátri. Ekki
var reynt að útskýra fyrir gestum
hvað það var sem var svona sniðugt
enda ekki auðvelt, en eitt er víst að við
skemmtum okkur vel allar þrjár.
Þarna kom létt lund ömmu líka vel í
ljós sem í raun var eitt af hennar að-
alsmerkjum.
Gjafmild var hún og vildi alltaf allt
fyrir alla gera. Oft var maður leystur
út með grænmeti úr garðinum henn-
ar og vildi hún gjarnan deila uppsker-
unni með þeim sem hana heimsóttu.
Þegar ég eitt sinn kom í heimsókn á
meðan ég bjó erlendis vildi amma
endilega að ég tæki með mér kart-
öflur og grænmeti til útlanda, en ég
treysti mér ekki til að bera líka eggin
frá henni á milli landa. Þetta var vel
þess virði því grænmetið var hvergi
betra.
Amma var umhyggjusöm og hafði
mikið að gefa samferðafólki sínu.
Aldrei man ég eftir henni öðruvísi en í
góðu skapi og sýn hennar á lífið og til-
veruna var bjartari en flestra annarra
sem ég þekki. Hún tók vel á móti öll-
um sem til hennar komu og allir sem
komu að Fróðastöðum, hvort sem var
til lengri eða skemmri dvalar, voru
velkomnir. Þannig minnist ég ömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Melkorka Óttarsdóttir.
Mig langar til að minnast hér Unn-
ar móðursystur minnar sem var
yngst í stórum hópi systkina frá
Tungu í Fáskrúðsfirði, heimili sem
var annálað fyrir myndarskap og
reisn. Setti það sitt mark á systkinin
öll. Ég þekkti Unni vel. Lára móðir
mín og hún umgengust mikið þegar
ég var barn og þær voru afar nánar
þrátt fyrir tíu ára aldursmun. Unnur
var mjög vel gefin bæði til munns og
handa. Eftir að hafa lokið kennara-
prófi stóð hugur hennar til frekara
náms erlendis en af því gat ekki orðið.
Hún var ekki sérlega hraust en í blóð
borinn dugnaður, harka og seigla og
hún hlífði sér aldrei.
Unnur var mér mjög góð og leyfði
mér t.d. að sitja í tímum í forskóla
sem hún rak í einn vetur í Hafnarfirði
að kennaraprófi loknu en hún var
kennari af lífi og sál. Síðar kenndi hún
um nær tíu ára skeið í Borgarfirði,
lengst af sem farkennari í Hvítársíðu.
Þar kynntist hún öðlingsmanninum
Daníel Brandssyni frá Fróðastöðum.
Gengu þau í hjónaband 1938 og hófu
búskap í Fróðhúsum í Borgarhreppi.
Fimm árum síðar fluttu þau að
Fróðastöðum þar sem þau bjuggu
góðu búi. Ég dvaldist hjá þeim hjón-
um á báðum þessum stöðum: tvisvar
sem snúningastelpa í Fróðhúsum og
sem kaupakona á Fróðastöðum lung-
ann úr sex sumrum. Ég minnist með
gleði þessa tíma. Það var börnum og
unglingum hollt veganesti að dveljast
hjá þeim Unni og Daníel og þau voru
stundum beðin fyrir börn sem lent
höfðu í vanda og tókst að beina þeim á
réttar brautir.
Unnur var bráðmyndarleg hús-
móðir og þau hjón höfðingjar heim að
sækja. Hún var félagslynd og tók þátt
í ýmsum félagsstörfum og var m.a. í
mörg ár formaður Kvenfélags Hvít-
ársíðu. Einnig vann hún ásamt nokkr-
um öðrum konum í héraðinu að upp-
byggingu Dvalarheimilis aldraðra í
Borgarnesi. Að eiginmanni sínum
látnum brá Unnur búi og fór síðar til
vistar á Dvalarheimilið í Borgarnesi
og dvaldist þar til æviloka.
Ég og fjölskylda mín sendum dætr-
um Unnar og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Þórdís (Día).
UNNUR
PÁLSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargreinar
alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í
fliparöndinni – þá birtist valkosturinn
„Senda inn minningar/afmæli“ ásamt
frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir for-
máli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar
um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini, maka
og börn og loks hvaðan útförin fer
fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift Minningargreinahöfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar