Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 43

Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 43 MINNINGAR ✝ Gústaf Sigur-jónsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1926. Hann lést á sjúkra- húsi Vestmannaeyja 16. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Páls- dóttir og Sigurjón Eiríksson. Bræður hans voru sex, Jak- ob (látinn), Sigur- páll (látinn), Sigur- páll (látinn), Adolf (látinn), Garðar (lát- inn) og Gaukur. Gústaf kvæntist Aðalheiði Hjartardóttur. Barn þeirra er María Gústafsdóttir, gift Krist- jáni Birgissyni. Börn þeirra eru: a) Aðalheiður, b) Jóna Dís, c) María Ýr, d) Gústaf, e) Kári Kristján. Barna- barnabarn er Krist- jana María. Gústaf var vöru- bílstjóri mestalla starfsævi sína en síðustu starfsárin var hann verkstjóri hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja við salt- fiskframleiðslu. Útför Gústafs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jæja, pabbi minn. Þá er hann kom- inn þessi tímapunktur sem ég hef kviðið fyrir frá því ég var lítil stelpa, að missa þig, pabbi minn, að hafa þig ekki lengur og að fá ekki að hitta þig aftur. En núna verð ég að hugga mig við það að ég er ekki lítil stelpa (samt ekki sterk), heldur fullorðin kona sem hef fengið að hafa þig svo lengi hjá mér og á svo margar minningar sem ég get yljað mér við. Þú varst svo yndislegur maður, pabbi minn, máttir ekkert aumt sjá og elskaðir dýr, sem sást best á sam- bandi ykkar Tomma (kisu) enda sagð- ir þú oft við mig: „Maja mín, það lýsir okkar innri manni best hvernig við er- um við dýrin.“ Þú varst einn af sjö bræðrum, einn dó í frumbernsku en hinir sex ólust upp saman á Boðaslóð 1 enda oft nefndir Boðaslóðarbræðurnir. Sá yngsti, Gaukur, býr enn á Boðaslóð- inni en hinir fjórir þeir Kobi, Palli, Addi og Gæi dóu allir á besta aldri og það var þér mjög erfitt. Pabbi var mjög ungur þegar hann keypti sinn fyrsta vörubíl og gerðist vörubílstjóri og má segja að það hafi verið hans ævistarf fyrir utan síðustu tíu starfsár hans, þá var hann verk- stjóri yfir saltfiskframleiðslu hjá Ís- félagi Vestmannaeyja. Já, pabbi minn, þitt líf var vinna, þú sagðir það ósjaldan, það byggist allt á því að vera duglegur að vinna og það varst þú svo sannarlega. Svo kynntist þú mömmu og þið giftust og eignuðust eina dóttur (und- irritaða). Þið byggðuð húsið að Hóla- götu 46 og þar hafa árin liðið. Svo stækkaði þessi litla fjölskylda, tengdasonurinn hann Kiddi kom í spilið og þar með fóru hlutirnir að gerast, barnabörnin fæddust hvert af öðru, fyrst var það Aðalheiður (Heiða). Það var mikil stund í þínu lífi, þér fannst það kraftaverk, ekki var gleðin minni hjá þér þegar Jóna Dís, María Ýr, Gústaf og Kári Kristján fæddust, þá fannst þér þú orðinn rík- ur maður. Enda varst þú mjög mikið fyrir barnabörnin þín og þú þeim mjög náinn. Síðan bættist langafa- barnið þitt hún Kristjana María í hóp- inn og þá fannst þér þetta orðið full- komið. Já, elsku pabbi minn, þú varst mjög mikið fyrir okkur öll. Síðustu árin hjá þér byggðust á því að rúnta á bílnum þínum um Eyjuna okkar sem þér fannst hafa allt sem þú þurftir á að halda í lífinu. Enda hafðir þú ekkert upp á land að gera, eins og þú sagðir svo oft. Það var mikið erfitt að horfa upp á þig þegar þú komst heim og lagðir bílnum þínum í síðasta skipti. Það var sorglegt. En við ákváðum að þú skyldir ekki gefast upp, þó fæturnir byðu ekki upp á mikið. Þá fórst þú að fá þér göngutúra á hverjum degi og það gerðir þú á meðan fæturnir dugðu. En svo kom að því sem við hræddumst, að fæturnir dygðu ekki lengur. Þú fékkst slæmt fótasár og sýkingu og varst lagður inn á sjúkra- hús mikið veikur, og þar hefur þú ver- ið síðustu mánuði. Þetta eru búnir að vera erfiðir mánuðir, en með hjálp þessa frábæra fólks sem vinnur á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja við að lækna, hjúkra og líkna sjúklingum sínum og aðstand- endum, gátum við verið saman til hinstu stundar. Þvílíkt umburðar- lyndi, þvílík umhyggja og þvílík hlýja hjá ykkur. Takk fyrir þetta allt. Jæja, elsku pabbi minn, nú ert þú kominn til Guðs og farinn einn rúnt í rólegheitum um götur himnaríkis. Guð geymi þig. Þín dóttir María Gústafsdóttir. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn og ég á eftir að sakna þín svo óendanlega mikið. Þú varst svo einstakur afi og í raun svo miklu meira fyrir mér. Þú gafst mér svo mikið og kenndir mér svo margt. Hjarta mitt er fullt af dýrmætum minningum um tímann sem við áttum saman. Þú gafst mér svo mikinn tíma og við gerðum svo margt saman, það er mér svo mikils virði. Þú varst mér svo góður. Manstu þegar þú kenndir mér að keyra niðri í fjöru, ég hef ekki verið eldri en tíu ára og þú varst svo þol- inmóður við kennsluna og mér þótti svo gaman. Og allar ferðirnar sem við fórum til að gefa kindunum, og svo auðvitað all- ir bíltúrarnir. Þú varst svo rosalega mikið fyrir bíla og við það vannstu mestan hluta ævi þinnar. Bílarnir voru þitt áhuga- mál og síðustu árin varðirðu miklum tíma í bílnum. Þú varst yndislegur maður og vildir öllum alltaf allt það besta. Í vinnu varstu einstaklega vel lið- inn, gerðir hlutina á þinn hátt og viss- ir upp á hár hvernig hámarksafköst næðust. Þú varst svo laginn við mannleg samskipti og öllum líkaði vel við þig. Það tók mikið á þig þegar þú máttir ekki lengur keyra, það var þér og okkur öllum mjög erfitt. Þú hélst samt áfram að fá þér göngutúra á hverjum degi en svo gáfu fæturnir sig. Síðustu mánuðina varstu mikið veikur, afi minn, og þú lást á sjúkra- húsinu. En mikið rosalega var vel hugsað um þig, fyrir mér var það ein- stakt. Núna er komið að kveðjustund. elsku afi minn, og þrautir þínar eru á enda. Nú ert þú hjá Guði og þar vaka englarnir yfir þér og ég veit í hjarta mínu að nú líður þér vel. Það er svo sárt að kveðja þig, elsku afi minn, en við hittumst aftur og þá verðum við saman á ný. Með ást þinni kenndir þú mér að elska. Með trausti þínu kenndir þú mér að trúa. Með örlæti þínu kenndir þú mér að gefa. Þín Aðalheiður. Jæja, elsku afi minn, nú er löngum og farsælum bíltúr lokið hjá þér. Ég man það bara þegar ég og Gústaf hlupum út yfir malarveginn heima, niður tréstigann og beinustu leið nið- ur á Hóló og fórum í einhvern æv- intýralegan bíltúr sem voru hver öðr- um skemmtilegri. Við fórum oft rúnt og keyptum kók og prins og þurftum svo líka að fá pappamál því við gleymdum því alltaf en þú sendir okk- ur alltaf inn í Tóta til Lalla frænda og lést okkur ná í þau. Skemmtilegast þótti mér alltaf þegar við fórum upp á hauga að kveikja í smá pappadrasli, þetta upplifði ég sem eina mestu skemmtun og prakkarstrik í heimin- um. Þetta var bara einn af þeim fjöl- mörgu hlutum sem við gerðum og ekki hefði ég getað hugsað mér æsku mína án þín. En að lokum klárast bensínið hjá okkur öllum og vonandi hefurðu það gott á himnum líkt og þú hafðir með mér og fjölskyldunni. Þinn Kári Kristján. Elsku afi minn, það hafa verið for- réttindi að eiga þig, þú ert besti afi í heimi. Við eigum ótal minningar saman sem ég mun aldrei gleyma. Þó að síð- ustu mánuðir hafi verið okkur erfiðir hafa þeir líka gefið okkur mikið, afi minn, og mun ég ávallt geyma það í hjarta mínu. Ég kveð þig, elsku afi minn, þú stefnu tókst á himininn. Í faðmi drottins nú þú býrð, í björtu ljósi og litadýrð. Er svefn á sækir þú kemur inn, og kossi smellir á vanga minn. Á nóttu sem degi, hvar sem ég er, ég veit þú vakir eftir mér. Góða nótt, elsku afi minn, og Guð geymi þig. Mundu mig, ég man þig. Þín María Ýr. Jæja, elsku afi minn, núna ertu bú- inn að kveðja í bili og er þetta eitthvað það erfiðasta sem hefur gerst í lífi mínu. Þú hefur ávallt verið stór part- ur af mínu lífi og munt þú ekki verða minni núna þó svo að þú sért kominn til himna. Við eigum svo margar góð- ar minningar saman, afi minn, og er ég svo þakklátur fyrir þær, ég er svo þakkátur fyrir að hafa fengið allan þennan tíma með þér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, afi minn, í gegnum tíðina og sagðir svo oft: ,,Þetta bjarg- ast, Gústaf minn.“ Ég mun sakna þín svo, elsku besti afi minn, og það verður erfitt að þurfa að sætta sig við að geta ekki séð þig eins oft og ég gerði. Elsku afi minn, nú bíðum við bara og hlökkum til að við getum farið rúnt saman um þær götur sem þú keyrir svo yfirvegað nú, allavega get ég ekki beðið. Hvíldu í friði, elsku besti afi minn. Þinn dóttursonur Gústaf. Elsku afi minn, ég á ennþá svo erf- itt með að trúa því að þú sért farinn og það að geta ekki fengið að sjá þig aft- ur finnst mér ólýsanlega sárt. Minn- ingarnar um alla „rúntana“ sem farn- ir voru þegar við systkinin vorum lítil skjóta upp kollinum. Þar var ýmislegt gert en þó allt í rólegheitum, því þú varst ekki fyrir læti og hækkaðir aldr- ei röddina, þegar þú talaðir við okkur. Eftir að við Steingrímur fórum svo að búa á Kirkjuveginum og eignuð- umst Kristjönu Maríu okkar, sem þú varst svo óendanlega hrifinn af, þá komst þú til okkar við og við í smá spjall. En þú manst að við segjum engum frá því. Elsku afi, ég geymi í hjarta mínu allar góðu stundirnar og minningu um besta afa í heimi. Sofðu nú vel og Guð vaki yfir þér. Góðar minningar skal varðveita. Allir ættu að eiga sérstaka manneskju sem þeir virða og dá, einhverja sem þeir læra af, einhverja sem þeir elska. Þess vegna ættu allir að eiga afa eins og þig. Þín Jóna Dís. Gústi var fastagestur í Bílaverk- stæðinu Bragganum. Þangað kom hann til að hitta og ræða við frændur sína. Alltaf hafði ég jafn gaman af heimsóknum hans. Hann talaði mikið um fótboltalífið á eyjunni og lét sig ekki vanta á heimaleiki ÍBV. Hann ræddi líka um bæjarlífið og hafði allt- af sínar föstu skoðanir á hlutunum og ekki var auðvelt að hagga þeim. Svo hafði Gústi gaman af því að búa til smá þras, sem var nú yfirleitt bara í léttu gríni. Hann hafði mikinn og lúmskan húmor og oft láku út úr hon- um ansi skondin skot, þegar fólk átti síst von á því. Gústi var þekktur fyrir að keyra ,,mjög“ rólega, en flestir bæjarbúar tóku tillit til þess og leyfðu honum að rúnta um á sinni ferð. Hann keyrði stóran hluta af deginum, kíkti á bryggjurnar, keyrði hana Öllu sína í búð, fór niður í Herjólfsdal, lagði bíln- um þar og labbaði hringinn í kringum tjörnina. Hann sagði alltaf að meðan hann gæti það þá væri hann sáttur við heilsuna. Stundum kom það fyrir að hann kom í Braggann til að fá smá aðstoð við að laga bílinn, þá var það yfirleitt vegna þess að hann nuddaði bílnum utan í vegginn við innkeyrsluna hjá þeim hjónum. Gústi var þá oftast fljótur að koma sökinni á vegginn: „Ansans veggurinn er á svo leiðinleg- um stað,“ sagði hann og brosti. Þegar Gústi þurfti að hætta að keyra, varð ég ekki mjög bjartsýnn á að heimsóknirnar í Braggann yrðu fleiri. En karlinn kom mörgum á óvart og byrjaði að rölta, mætti svo í Braggann í smá þras og fékk svo skutl heim. Hann hringdi líka stund- um í okkur ef hann þurfti að skjótast eitthvað, þá var ekkert sjálfsagðara en að renna eftir honum og skutla honum á þá staði sem hann þurfti að fara á. Gústi var mikið góðmenni og mikill dýravinur, honum þótti alltaf jafn gaman að hitta tíkina mína, hana Brák, og kom hann reglulega til að kíkja á hvernig hún hefði það eftir að hún veiktist. Það fór ekkert á milli mála að þeim þótti vænt hvoru um annað þegar þau hittust. Gústa þótti líka rosalega vænt um fjölskylduna sína, talaði oft um hvað barnabörnin og barnabarnabarnið væru að gera í lífinu og þá heyrði maður vel, hversu stoltur hann var af fólkinu sínu. Elsku Gústi frændi, þín verður sárt saknað í Bragganum. Ég vil senda Gauki, Öllu, Maju, Kidda og allri fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sæþór. GÚSTAF SIGURJÓNSSON eftir þig sem ég held mikið upp á og ein jólin táraðist ég yfir því þegar þú gafst mér gullhálsmen og eyrna- lokka sem þú hafðir átt lengi, ég veit, Hulda mín, að þér þótti vænt um mig eins og mér þótti vænt um þig, við vorum vinkonur, ég, Fríða þín, og þú, Hulda mín. Gott dæmi um ákveðni þína er að þegar ég átti litlu stúlkuna mína, hringdir þú í mig og óskaðir mér til hamingju og ég sagði þér hvað hún ætti að heita, Ugla Rós. Þú varst nú ekki sérlega hrifin af nafninu og hringdir í mig nokkr- um sinnum og spurðir mig hvort ég ætlaði virkilega að láta barnið heita þessu nafni. Lengi eftir það gast þú ekki einu sagt nafnið Ugla og kall- aðir hana alltaf litlu Rós, þú sagðir: „Hvað segir hún litla Rós mín í dag?“ En þú jafnaðir þig svo á þessu og varst farin að kalla hana nafni henn- ar. Hulda, þú varst mikil fjölskyldu- kona enda áttir þú góðan og fallegan hóp afkomenda, fylgdist vel með hvað hver og einn var að gera og ég var einfaldlega svo lánsöm að vera ein af þeim. Hulda mín, ég þakka þér innilega fyrir allt. Elsku vinkona, nú hefur þú kvatt okkur hér í þessum heimi, okkur öll sem elskuðum þig. Ég veit að þér mun líða vel í þeim næsta, með þínu fólki þar, sem elskar þig og bið ég kærlega að heilsa Veturliða eigin- manni þínum og Veturliða syni þín- um. Kæra vinkona, ég þakka þér fyr- ir okkar trúu og góðu vináttu í 27 ár. Ég kveð þig nú, mín kæra. Ég líða vil um lög og geim. Ó, löngun mín er sterk. Vindur minn, ljáðu mér vængi heim, það væri kærleiksverk. Hvort sem ég brosi, harma eða hlæ er hugur minn ávallt þar. Varpaði ég mér í votan sæ, ég veit mig ræki þar. (Indriði Einarsson.) Fríða Sveinbjörnsdóttir. Elsku amma. Nú ertu orðin fal- legur engill sem vakir yfir okkur. Mér þykir svo vænt um að hafa verið hjá þér síðustu dagana þar sem ég var í heimsókn hjá mömmu og pabba með strákana mína. Þegar við mamma og strákarnir komum í heimsókn til þín þá varstu sofandi og varst mjög svekkt yfir því að hafa misst af okkur. Þú beiðst spennt eft- ir að fá að sjá yngsta afkomandann þinn, Eið Sölva, í fyrsta sinn, og hann Daða Snæ. Ég mun aldrei gleyma þeim degi þegar þú sást Eið Sölva fyrst. Þú leist svo vel út og hárið á þér var svo fallegt. Þú vildir fá Eið Sölva upp í til þín og þú kysst- ir hann, faðmaðir og straukst. Svo baðstu innilega að heilsa Daða í þetta sinn en varst svo ánægð þegar hann kom svo í heimsókn til þín með allar risaeðlurnar sínar. Þú varst alltaf svo handlagin og sýndir svo mikinn áhuga á því sem við systur vorum að föndra og þú hafðir svo gaman af því að sjá peys- urnar sem við vorum að prjóna. Þú varst alltaf svo dugleg að hrósa manni, sem var þinn sterki eigin- leiki. Það var mér svo mikil hvatning í lífinu að heyra hrós frá þér sem voru alltaf svo einlæg. Minningarnar um þig eru margar. Ég var svo heppin ásamt fleirum að þú og afi áttuð heima nálægt okkur og því gátum við heimsótt ykkur oft. Það sem mér er efst í huga er þegar við vorum í Leirufirði. Við fórum á hverju ári frá 1979–1991 og engu sumri sleppt. Þú, Stína ljósa og Magna sögðuð mér sögur frá því að þið voruð litlar, afi og Bubbi að kíkja í netin, mamma og Valdís að sjóða fiskinn, pabbi að passa að Bubbi dytti ekki í sjóinn og afi að fá fréttir í gegnum talstöðina. Þetta var ynd- islegur tími sem þið afi áttuð þarna og ykkur þótti svo gaman að fá gesti og tókuð alltaf vel á móti öllum sem komu. Nú held ég að þú og afi séuð komin í Leirufjörð í gamla hjólhýsið ykkar með Stínu, Bubba, Mögnu, Stínu Alla og öllum þeim sem helg- uðu sér þennan stað. Bless, elsku amma, ég sakna þín. Guð blessi og varðveiti minningu þína. Þín „leira litla“ Kristín Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.