Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 47
MINNINGAR
öðru ungu fólki í þessari sveit og
fljótt vissu sveitungarnir hver
Lára á Reykjum var.
En eins og farfuglarnir fara er
haustar fór sumarfólkið úr gróð-
urhúsunum til annarra starfa. Svo
var einnig með Láru þó hún færi
ekki langt. Hún hafði þá kynnst
syni hjónanna á bújörðinni Syðri-
Reykjum, Grétari B. Grímssyni,
sem leiddi til þess að þau ung að
árum opinberuðu trúlofun sína og
flutti þá Lára að Syðri-Reykjum
til Grétars.
Grétar var einkabarn hjónanna
Gríms Ögmundssonar og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur sem
höfðu búið á Syðri-Reykjum við
mikla rausn sl. 20 ár. Á þessum
tíma var mikill umsvifabúskapur á
Syðri-Reykjum. Búið var með kýr,
sauðfé, gróðurhús og vélaútgerð.
Grímur bóndi vann að mestu við
pípulagnir útifrá en búskapurinn
heimafyrir var rekinn af vinnufólki
þar sem sjálfstætt mötuneyti var
fyrir fólkið. Inn í þetta umhverfi
kom Lára er hún stuttu síðar hóf
sjálfstæðan búskap með sínum
manni. Fengu þau góða íbúð er
foreldrar Grétars áttu á efri hæð í
vélahúsi staðarins og þar við hlið-
ina bjuggu þá Georg og Brynja
sem ráku garðyrkjustöð búsins.
Allt heimafólk tók Láru opnum
örmum enda hún einstök að ávinna
sér hylli með glaðværð sinni og al-
úðlegri framkomu. Grétar hóf ung-
ur sjálfstæðan rekstur á eigin
vörubílaútgerð sem leiddi til þess
að hann var oft að heiman. Það
kom því fljótt í hlut Láru að ann-
ast heimilið og má segja að hún
hafi helgað sig þeim störfum
ásamt barnauppeldinu.
Þau hjónin áttu barnaláni að
fagna. Afkomendahópurinn hefur
vaxið fljótt og vel og það er stór
hópur sem kveður móður sína og
ömmu með sárum söknuði því hjá
henni áttu allir öruggt skjól.
Þegar fjölskyldan stækkaði
byggðu þau hjón sér glæsilegt
íbúðarhús á Syðri-Reykjum þar
sem tekið var á móti gestum og
gangandi af meiri rausn en gengur
og gerist.
Sem fyrr segir tóku Grétar og
Lára við búrekstri á Syðri-Reykj-
um er foreldrar Grétars féllu frá.
Grétar var 4. ættliður er stóð þar
fyrir búi en Syðri-Reykir hafa allt-
af verið taldir ein allra besta bú-
jörð í þessari sveit. Mikil umsvif
og góðar byggingar settu svip á
staðinn og um tíma ráku þau hjón
stórt kúabú á jörðinni og byggðu
gróðrarstöðina glæsilega upp. Um
langan tíma höfum við Úthlíðar-
bændur átt vinasamband við
Syðri-Reykjafólkið. Feður okkar
og afar okkar Grétars voru vinir
og samferðafólk. Góður var sá arf-
ur til þeirra Grétars og Láru og
dró hún þar ekki úr. Líka kom til
að börn okkar og síðar barnabörn
voru á sama reki. Margar góðar
stundir áttum við hjá þeim hjón-
um. Þá mátti sjá myndarskap hús-
móðurinnar og ekki síður er mað-
ur knúði dyra óboðinn en alltaf
stóð veisluborð búið gestum og þó
barnafjöldi væri á heimilinu var
allt pússað út úr dyrum. Þau hjón
voru einnig hinir bestu ferðafélag-
ar. Fórum við nokkrar ferðir með
þeim bæði innanlands sem erlend-
is. Á seinni árum fóru þau með
húsvagn sinn vítt um landið og
hittumst við þá oft norðan heiða.
Alltaf var gleðin yfir því að hittast
í fyrirrúmi.
Fyrir nokkrum árum fór að
halla undir heilsuna hjá Grétari en
hann lést 19. september 2003 og sl.
tvö ár bjó Lára ein í sínu húsi. Til
hennar var sem fyrr gott að koma
og eiga hana að tryggum vin er
sorgin kvaddi dyra hjá mér fyrir
einu og hálfu ári.
Hinn 28. febrúar kom ég síðast
að Syðri-Reykjum til Láru og þáði
kaffi og góðar ferðaóskir áður en
ég skrapp í hálfs mánaðar frí.
Sagði Lára mér þá frá ferð sem
hún ætlaði að fara með fjölskyldu
sinni um páskana og hlakkaði hún
mikið til. Er ég kom heim 15. mars
var hún nýlega komin á sjúkrahús.
Ég heimsótti hana þar nokkru síð-
ar og kvaddi þennan trygga vin
sem við hjónin höfum átt hér allan
okkar búskap. En páskaferðin
hennar var ferðin til eilífðar á
móts við ástvini er fyrr höfðu
kvatt þennan heim og hún kveið
ekki þeirri heimkomu.
Ég sendi fjölskyldunni og ást-
vinum öllum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Björn Sigurðsson, Úthlíð.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast hennar Láru á Reykjum
sem féll frá langt fyrir aldur fram
á föstudaginn langa eftir strangt
en stutt veikindastríð.
Ég var tíður gestur hjá þeim
Grétari og Láru á mínum uppvaxt-
arárum en ég og Dagný, yngsta
dóttir þeirra, vorum á sama aldri
og áttum það sameiginlegt að vera
báðar yngstar í okkar systkina-
hópi. Við sóttum því mikið í fé-
lagsskap hvor annarrar sem hent-
aði líka vel því foreldrar okkur
voru góðir vinir svo það var mikill
samgangur á milli.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn á Syðri-Reyki,
rausnarskapur var þar meiri en
maður átti að venjast og margt við
að vera. Syðri-Reykir voru ekki
eins og venjulegur sveitabær á
þessum tíma. Þar var allt stærra
og meira en á öðrum bæjum. Mik-
ið af húsum og bílum, heill leik-
völlur fyrir utan húsið, stór heitur
pottur á pallinum löngu áður en
slíkt tíðkaðist og búrið hennar
Láru sem var engu öðru líkt alltaf
fullt af kræsingum sem varla sá á
þó margir munnar væru í heim-
sókn. Þessi myndarskapur lýsir
bara Láru svo vel sem jafnan sat
fremst við stóra eldhúsborðið og
prjónaði þar sem lopinn breyttist í
fallegar lopapeysur upp úr stórum
hvítum bala. Lára var líka mjög
myndarleg í höndunum, saumaði,
prjónaði og málaði styttur svo eitt-
hvað sé nefnt. Meðan hún prjónaði
spjallaði hún og hló með okkur
stelpunum þar sem við sátum og
borðuðum Coco Puffs. Það var
sama þó við borðuðum Coco Puffs
í öll mál, þá kláraðist það aldrei
enda Lára vön að kaupa meira en
nóg af öllu. Þrátt fyrir að alltaf
væru margir í heimili á Reykjum
var alltaf allt svo hreint og fínt hjá
Láru sem hafði góð tök á því að fá
heimilismenn og gesti til að ganga
snyrtilega um sem getur oft
reynst erfitt. Einhverju sinni þeg-
ar ég hafði gist hjá Dagnýju eftir
að foreldrar og eldri systkini fóru
á þorrablót ákváðu Lára og Grétar
að bjóða okkur í skemmtiferð til
Reykjavíkur daginn eftir. Við fór-
um í bíó og út að borða á fínan
veitingastað og svo aftur heim um
kvöldið. Þetta var á þeim tíma að
ferð til Reykjavíkur var töluvert
ferðalag þar sem vegirnir voru
ekki eins malbikaðir og í dag auk
þess að ef farið var í höfuðborgina
var það gert út af einhverjum er-
indum. En að fara svona í óvænta
skemmtiferð var alveg nýtt og er
mér svo eftirminnilegt. Þetta lýsir
bara þeim sómahjónum Láru og
Grétari vel sem kunnu að njóta
lífsins.
Eftir að skólagöngu í sveitinni
lauk hitti ég Láru sjaldnar. Hún
fylgdist samt vel með því hvað ég
væri að gera eins og góðir vinir
gera. Það var líka gott að eiga
Láru og fjölskyldu að í veikindum
mömmu, því hún sýndi okkur mik-
inn stuðning með umhyggju sinni.
Lára var góð kona sem ég lærði
margt af og hef reynt að tileinka
mér.
Nú er Lára á Reykjum farin í
sína hinstu ferð svo maður á ekki
eftir að heyra dillandi hlátur henn-
ar framar en minningin um góða
konu lifir áfram. Ég sendi Dag-
nýju og öllum systkinum hennar
og fjölskyldum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jónína Birna Björnsdóttir (Ína).
Orka, kraftur og dugnaður.
Þetta kemur upp í huga mínum er
ég hugsa um Láru, nú þegar hún
er fallin frá á svo skömmum tíma.
Já, af þvílíkum krafti og dugnaði
gekk hún að öllu er hún tók sér í
hönd. Hún var ekki sú manngerð
sem hefði viljað neina lofræðu en
ég vil bara minnast hennar með fá-
einum orðum. Faðir minn keypti
land af Grími bónda á Syðri-
Reykjum árið 1956 og þá voru
Lára og Grétar að byrja að vera
saman. Eins var með okkur Björn.
En er við reistum sumarbústaðinn
árið 1982 hófst vinátta okkar, sem
aldrei bar skugga á öll þessi ár.
Barnalán var hjá okkur báðum og
sonur okkar Kristján eða Stjáni
eins og hann var kallaður af þeim
var heimagangur hjá þeim á
Reykjum í mörg sumur. Tókst vin-
átta með honum og börnum þeirra.
Seinna gat ég launað það með því
að hafa Dagnýju dóttur þeirra hjá
okkur er hún stundaði nám í
Reykjavík. Áhugamál þeirra var
að ferðast um landið, fara vestur
til Ísafjarðar á heimaslóðir Láru.
Didda og Bári vinir þeirra voru þá
iðulega í för með þeim. Síðasta
fellihýsi þeirra var af fínustu gerð,
en því miður var heilsu Grétars
farið að hraka. Samt var farið með
súrefniskútinn með í ferðirnar og
Lára mín stóð eins og klettur við
hlið hans. Það var gaman að sjá
Láru sjóða brauðið í hvernum,
baka kleinur, sem hún seldi í
Bjarnabúð og á Borg. Það voru
hröð handtökin er hún vann í gróð-
urhúsunum. Já, Lára gat allt, ork-
an var óþrjótandi. Þau skipti er ég
sá hana setjast niður var hún kom-
in með prjónana í hönd, peysurnar
urðu óteljandi.
Nú verður ekki sest niður við
stóra borðstofuborðið, fengið kaffi
og smá tár með, spjallað og hlegið.
Engin Lára, enginn Grétar. En
vonandi eigum við eftir að eiga
stundir með börnum ykkar fimm.
Spánarferðin, Lára mín, breyttist í
aðra ferð, ferð til Grétars sem féll
frá fyrir tveimur og hálfu ári, hinn
19. september 2003. Þar hefjast
nýjar ferðir saman.
Guð blessi þig, Lára mín.
Áslaug H. Kjartansson.
Sumum gleymir maður en öðr-
um aldrei. Láru gleymdi maður
aldrei, hún átti sess í minningu
unglingsáranna dýrmætu. Við
kynntumst árið 1954 á Syðri-
Reykjum, við gróðurhúsavinnu, og
mikið óskaplega var gaman. Lára
hafði sérstakt aðdráttarafl, maður
var alsæll nálægt henni. Kannski
kom þessi gáski frá Ísafirði en
þaðan kom þessi elska. Hún bauð
mér svo á skíðaviku þar árið eftir,
og ég man enn eftir herberginu í
risi hjá ömmu hennar, þar sem við
blöðruðum svo mikið á milli skíða-
ferðanna, að ekkert var sofið.
Þessar fáu línur eru skrifaðar til
barna Láru og Grétars í minningu
unglingsára okkar.
Innilegar samúðarkveðjur, elsku
krakkar.
Sigríður Björnsdóttir (Sidda).
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR,
Svalbarði 7,
Hornafirði,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku-
daginn 19. apríl síðastliðinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Skeggi Ragnarsson, Olga Þórarinsdóttir,
Anna Ragnarsdóttir, Ásgeir Kristjánsson,
Björn Guðlaugur Ragnarsson, Dóra Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÁSTA ANTONSDÓTTIR,
Rjúpufelli 23,
lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni fimm-
tudagsins 20. apríl.
Útförin verður tilkynnt síðar.
Otto J. Malmberg,
Einar Malmberg, Katrín Hrafnsdóttir,
Anton Malmberg,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓHANNA ÁRMANNSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
lést á heimili sínu Aðalgötu 5, Keflavík, miðviku-
daginn 19. apríl.
Gunnhildur Ásgeirsdóttir, Halldór Vilhjálmsson,
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Hörður Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
prentari,
Tjarnarbóli 14,
Seltjarnarnesi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 21. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gústaf Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.