Morgunblaðið - 02.05.2006, Page 5

Morgunblaðið - 02.05.2006, Page 5
Yfirstígum óttann … stefnan tekin á forvarnir, fræðslu og heilbrigði! Dagskrá Markmið ráðstefnunnar er að skoða allar þær leiðir sem samfélagið getur farið við að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Fordómar gagnvart fólki sem lifir af ofbeldi eru einn stærsti hluti vandans og hluti af forvörnum er að takast á við fordóma með fræðslu. Fólk sem tekst á við afleiðingar ofbeldis er sterkt og hugrakkt fólk sem sýnir að hægt sé að horfast í augu við og yfirstíga óttann. Kynferðisafbrotamenn og -konur þurfa hjálp, hvert geta þau leitað? Við þurfum að taka ábyrgð á veiku fólki (gerendum) og koma með skýr skilaboð um hvernig við ætlum að stöðva þennan vítahring sem kynferðislegt ofbeldi er. Ráðstefnan er ætluð öllum sem vilja fræðast um málaflokkinn og leggja sitt af mörkum við að breyta íslensku samfélagi. Ráðstefnugjald 9.000 kr. /5.000 kr. fyrir nema. Innifalið í ráðstefnugjaldi er kaffi og léttur hádegisverður. Fundarstjóri er Guðrún Ebba Ólafsdóttir Ráðstefnan fer fram á ensku og íslensku. Skráning á ráðstefnuna: www.blattafram.is Samstarfsaðili: Barnaverndarstofa Kl. 9.05 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Kl. 9.15–10.00 Robert E. Longo, MRC, LPC. Að fyrirbyggja kynferðislega misnotkun á börnum Kl. 10.00–10.15 Kaffihlé Kl. 10.15–12.00 Robert E. Longo, MRC, LPC. Börn sem hafa verið misnotuð kynferðislega. Áhrif og bataferli. Kl. 12.00–13.00 Hádegishlé Kl. 13.00–14.00 Robert E. Longo, MRC, LPC. Ungmenni sem gera sig sek um kynferðislega misnotkun.Tíðni, tafarlaus íhlutun og meðferð. Kl. 14.00–15.00 Robert E. Longo, MRC, LPC. Fullorðnir sem gera sig seka um kynferðislega misnotkun. Íhlutun og meðferð. Kl. 15.00–15.15 Kaffihlé Kl. 15.15–15.45 Þorbjörg Sveinsdóttir verkefnastjóri á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hvenær verður kynferðisleg hegðun barna áhyggjuefni og viðbrögð við frásögnum barna og ungmenna um kynferðislega misnotkun. Kl. 15.45–16.05 Kristín Berta Guðnadóttir félagsráðgjafanemi á fjórða ári í HÍ. Áhrif fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðislega misnotkun á málafjölda í Barnahúsi. Kl. 16.05–16.35 Jón Friðrik Sigurðsson forstöðusálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss. Ungmenni sem misnota aðra kynferðislega, staðan á Íslandi og úrræði. Kl. 16.35–16.50 Opnar umræður og spurningar frá gestum til fyrirlesara. Kl. 16.50–17.00 Ráðstefnulok. 4.maí í Kennaraháskólanum. Ráðstefna á vegum Blátt áfram um kynferðisofbeldi gegn börnum verður haldin 4. maí í Kennaraháskólanum. Nánari upplýsingar um Robert E. Longo er að finna á www.blattafram.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.