Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 19

Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 19 ERLENT Bausch & Lomb hafa ákveðið að taka til frambúðar augnlinsulausn sína MoistureLoc™ af markaði um allan heim og ráðleggja neytendum að skipta yfir í aðra lausn fyrir linsur. Þetta kemur í kjölfar skýrslna um óvanalega tilhneigingu til sjaldgæfrar augnsýkingar sem kallast Fusarium, í Bandaríkjunum og sumum hlutum Asíu. Eftir þúsundir prófana eru engin merki um að varan sé spillt, átt hafi verið við hana, hún fölsuð eða misbrestur hafi orðið á dauðhreinsun. Því er það ályktun okkar að einhverjir þættir MoistureLoc™ efnaformúlunnar geti aukið hlutfallslega hættu á Fusarium sýkingu við mjög óvanalegar aðstæður. Við höldum áfram rannsókn á þessari hugsanlegu tengingu, en í millitíðinni grípum við til okkar ábyrgustu aðgerða í þágu neytenda okkar með því að hætta með MoistureLoc™ efnaformúluna um allan heim. Við grípum til þessara aðgerða á heimsvísu, einnig í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, þó engin óvanaleg tilhneiging til Fusarium sýkinga hafi komið fram þar. Bausch & Lomb mæla með því að notendur MoistureLoc™ skipti yfir í aðrar mikils metnar vörur, þar með taldið ReNu® Multi-Purpose, vörumerki sem fleira fólk um allan heim hefur valið fyrir augnlinsurnar sínar. ReNu® Multi-Purpose hefur um langan tíma verið þekktur fyrir óviðjafnanlegt öryggi og árangur og efnaformúla hans er ólík MoistureLoc™. Við erum að safna upp birgðum af þessari vöru og búumst við að hafa hana fáanlega í nægu magni eins fljótt og auðið er. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Við þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Bausch & Lomb gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda augum ykkar heilbrigðum og öruggum. Að skipta út MoistureLoc™ vörunum ykkar Fyrir upplýsingar um hvernig skipta má út öllum MoistureLoc™ vörum sem þig kunnið að hafa keypt, vinsamlegast farið á slóðina www.moistureloc.eu/is. Að öðrum kosti, vinsamlegast hafið samband sjóntækjafræðing eða þann útsölustað þar sem MoistureLoc™ var keyptur. Afturköllun og skipti vöru Dublin. AFP, AP. | Írska lögreglan girti í gær af dómkirkju heilags Patreks í Dublin en hópur afganskra hælisleitenda hefur hafst þar við og verið í hungurverkfalli sl. sex daga. Samandar Khan, sem er nítján ára, hefur haft orð fyrir Afgönunum, en hann sagði í gær að þeir myndu reyna að fremja sjálfsmorð ef lög- reglan réðist til inngöngu. Alls er 41 afganskur karl í kirkjunni en mennirnir eru á aldrinum 17 til 45 ára. Hafa þeir kvartað undan því að yfirvöld innflytj- endamála hafi ekki komið rétt fram við þá og þeir halda því jafnframt fram að líf þeirra væri í hættu ef þeir yrðu sendir aftur heim til Afganistans. Bertie Ahern forsætisráðherra og Michael McDowell dómsmálaráðherra hafa hins vegar báðir sagt að ekki kæmi til greina að ganga til samningaviðræðna við mennina. Segja þeir að Afganarnir verði að sækja um hæli á Írlandi eftir formlegum leiðum, en það ferli allt sam- an er sagt geta tekið tvö til fjögur ár. Með rakhnífa tilbúna Afganarnir hafa hafst við í kirkjunni frá því á sunnudag en Khan sagði í gær að nokkrir þeirra hefðu rakhnífa og reipi við höndina og að þeir myndu reyna að skera sig á púls eða hengja sig ef lögreglan réðist til inngöngu. Hefur lögreglan hafst við í hæfilegri fjarlægð frá dyrum kirkjunnar á meðan fulltrúar kirkj- unnar, lögmenn og ýmsir aðrir hafa reynt að finna friðsamlega lausn á málinu. Osman Hotak, annar talsmanna hælisleit- endanna, hafði áður heitið því að mótmæl- unum myndi ekki linna þó að lögregla fjar- lægði mennina. „Ef einhver vill fjarlægja okkur með valdi úr þessu guðs húsi sem við höfum kosið að leita ásjár í þá förum við fram á að alþjóðasamfélagið komi okkur til hjálp- ar,“ sagði Hotak. „Þeir geta flutt okkur hvert sem þeir vilja. Við munum halda áfram í hungurverkfalli.“ Til frekari tíðinda dró svo í málinu í gær- kvöldi þegar að talsmaður kirkjunnar sagði að nokkrir af hælisleitendunum hefðu klifrað upp á orgelloftið og hótað að fleygja sér nið- ur. „Eftir því sem ég kemst næst hafa þeir sett reipi umhverfis hálsinn á sér með drama- tískum hætti,“ sagði fulltrúi kirkjunnar í sam- tali við AFP-fréttastofuna í gær. Hópur afganskra hælisleitenda í hungurverkfalli í dómkirkju heilags Patreks í Dublin Hafa hótað því að fremja sjálfsmorð AP Afganarnir segjast munu svelta sig til dauða fái þeir ekki pólitískt hæli á Írlandi. Katmandú. AP. | Sjerpi nokkur, sem vinnur sem leiðsögumaður við Everest-fjall, kleif fjallið í sextánda skipti í gær, en hann átti fyrra met í fjölda ferða upp fjallið sem er það hæsta í heimi. Sjerpinn heitir Appa (sjerpar nota flestir að- eins eitt nafn) og komst á tindinn í gær með hópi er- lendra fjall- göngumanna sem hann leiðbeindi um leið. Veður var gott í gær og komust alls 42 fjallgöngumenn á tindinn í gær frá þeirri hlið fjallsins sem snýr að Nepal. Sú leið er vinsæl en hefur verið illfær í marga daga vegna snjókomu og mikilla vinda. Biðu margir fjallgöngumenn því þess að geta farið á tindinn. Sjerpinn Appa er fæddur og upp- alinn við fjallsrætur Everest og hóf að bera búnað og birgðir fyrir göngumenn ungur að árum. Sjerp- ar eru þekktir fyrir ótrúlegt úthald og þekkingu á Himalaja-fjöllunum og hafa um áratugaskeið leiðbeint fjallgöngumönnum þar. M.a. varð sjerpinn Tenzing Norgay ásamt Nýsjálendingnum Edmund Hillary fyrstur til að ná á tind Everest 1953. Á tindinn í 16. skipti Sjerpinn Appa. Katmandú. AP, AFP. | Nepalþing sam- þykkti á fimmtudag þingsályktun sem ætlað er að draga verulega úr völdum Gyanendra konungs og verð- ur ekki lengur vísað til hans sem þjóðhöfðingja landsins. Þá glatar konungur stjórn yfir hernum, auk þess sem hann mun ekki lengur njóta friðhelgi. „Þessi yfirlýsing endurspeglar til- finningar fólksins,“ sagði Girija Pras- ad Koirala, forsætisráðherra Nepals, þegar hann tilkynnti niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar í fyrradag. Narayanman Bijuchche, þingmað- ur í Flokki verkamanna og bænda í Nepal, tók í sama streng. „Þetta markar endalokin fyrir konungsveld- ið og gerir stöðu konungsins fyrst og fremst táknræna.“ Draga úr völdum konungs ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.