Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI HÓLMAR Örn Finnsson, sem skipar 1. sæti á lista Framfylking- arflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri, í lok mánaðarins, segir einn helsta til- gang framboðsins að virkja ungt fólk til þátttöku í kosningum til sveitarstjórnar og í stjórnmálum almennt. „Margt af því sem við leggjum áherslu á er það sama og aðrir tala um, en bæjarpólitík er oft þannig. Þar snúast hlutirnir oft frekar um það að kjósa ákveðið fólk en um málefnin,“ sagði Hólm- ar Örn þegar flokkurinn kynnti stefnuskrá sína. „Ungliðahreyf- ingar flokkanna hafa oft hátt í kosningabaráttunni en þess á milli finnst okkur lítið heyrast í þeim,“ sagði hann. Á meðal þess sem framboðið leggur áherslu á er eftirfarandi:  Tryggja að Akureyri laði til sín fyrirtæki með því að skapa þeim góðar aðstæður, góð rekstrarskil- yrði og bjóða þeim hentugar lóðir fyrir starfsemi sína.  Skapa kjöraðstæður fyrir sprotafyrirtæki og alla nýsköpun.  Akureyri verði þekkingarbær þar sem vel er búið að háskólanum og fyrirtækjum á sviði rannsókna og vísinda.  Framfylkingarflokkurinn vill beita sér fyrir flutningi opinberra stofnana til Akureyrar.  Koma á samstarfi Svæðisvinnu- miðlunar Norðurlands eystra og fyrirtækja á Akureyri um að virkja kraft atvinnulausra.  Fella niður fasteignagjöld fyrsta árið hjá þeim sem kaupa sér íbúð í fyrsta sinn á Akureyri til þess að draga fleira fólk til bæj- arins og til þess að halda í fólk sem sest hér að t.d. vegna há- skólanáms.  Þétta byggðina, t.d. með bygg- ingu fleiri íbúða í og við miðbæinn.  Bættar verða merkingar í og við bæinn og sett upp kort með leiðalýsingu við aðkomuleiðir.  Gerðar verði ráðstafanir til að gera bæinn meira aðlaðandi fyrir ferðamenn að dvelja í. T.d. mætti skoða þá hugmynd að gerð verði baðaðstaða við skautahöllina. Með því að leiða heitt vatn í tjörnina við skautahöllina, í svipuðum dúr og Nauthólsvík.  Janúarfest, samstillt átak bæj- aryfirvalda og fyrirtækja í bænum til að draga ferðmenn til bæjarins.  Halda í hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun.  Vímuvarnir auknar svo forða megi æskufólki frá því að lenda í viðjum eiturlyfja.  Framfylkingarflokkurinn mun beita sér fyrir opinni umræðu um forvarnir í bæjarfélaginu og leita lausna í samvinnu við aðra.  Skemmtanastjórar á öll dval- arheimili. Tilgangur þeirra er að skipuleggja menningartengda við- burði á dvalarheimilum s.s. kvik- myndasýningar, ferðir og fleiri viðburði til að uppfylla þarfir vist- manna.  Heldriborgaraskólinn fyrir 60 ára og eldri. Í HBS væri fjölbreytt nám fyrir heldri borgara s.s. tölvunám og tungumálanám.  Heldri borg: Skipulagt framtíð- arsvæði með íbúðum fyrir 60 ára og eldri ásamt dvalarheimil og þjónustumiðstöð.  Framfylkingarflokkurinn vill efla íþróttastarf á Akureyri með því að færa starf íþróttafélaga inn í grunnskóla. Búa þannig til sam- felldan skóladag og fjölbreyttara val.  Aukin niðurgreiðsla á íþrótta- og tómstundastarfi barna og ung- linga.  Ýta undir starfsemi sjálfstæðra menningarhópa í sviðslistum og tónlist og stuðla að því að verk myndlistarmanna njóti sín í bæn- um.  Efla safnastarf í bænum með því að nýta sem best aðstöðu og eignir bæjarins, til dæmis með sjóminjasafni í nýja menningar- húsinu, náttúruminjasafni í gamla barnaskólanum og aðstöðu til listastarfsemi í leikhúsinu þegar það flytur í menningarhúsið.  Virkja krafta listamanna í þágu leik- og grunnskóla.  Treysta mannlíf í miðbænum og gera hann fjölskylduvænan á ný, með því að byggja fleiri íbúðir í miðbænum og hraða skipulagi miðbæjarins með fleiri grænum svæðum. Efla Akureyrarvöll sem útivistar- og menningarsvæði og tengja það lista- og menningar- starfsemi í bænum.  Göng verði gerð í gegnum Vaðlaheiði.  Gjaldtaka í strætisvagna Ak- ureyrar verði felld niður.  Efla það góða starf sem unnið hefur verið í þeim leikskólum sem bærinn rekur.  Tryggja bættan hag Háskólans á Akureyri jafnvel með beinni að- komu bæjarins, t.d. með því að kosta lektora við skólann. Framfylkingarflokkurinn býður fram til bæjarstjórnar á Akureyri Viljum virkja ungt fólk til stjórnmálastarfs Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framfylking Þrír af frambjóðendum Framfylkingarflokksins við bæj- arstjórnarkosningarnar á Akureyri. Frá vinstri: Sigurður Karl Jó- hannsson, Hólmar Örn Finnsson og Halldór Brynjar Halldórsson. AIGAR Lazdins handknattleiksmaður var kosinn íþróttamaður Þórs 2005, en til- kynnt var um kjörið á opnu húsi Þórs í Hamri um síðustu helgi. Formaður Þórs tilkynnti einn- ig að stjórn félags- ins hefði einum rómi kjörið Hrein Óskarsson heið- ursfélaga Þórs, en hann er fyrrver- andi ritari og síðar formaður félagsins og síðar formaður knattspyrnudeild- ar. Aigar Lazdins var einnig handknattleiksmaður Þórs, körfuknattleiksmaður Þórs var kjörinn Magnús Helgason, knattspyrnumaður fé- lagsins var Freyr Guðlaugsson og Rut Sig- urðardóttir taekwondomaður Þórs. Sett var upp ljósmyndasýning úr starfi Íþróttafélagsins Þórs þar sem sjá má sögu félagsins í máli og myndum. Er um að ræða myndir í eigu félagsins sem og úr- klippur úr einkasafni félagsmanna. Þess má geta að sýningin verður opin eitthvað fram eftir næstu viku. Hreinn Óskarsson heiðursfélagi og Sigfús Ólafur Helgason, formaður Þórs. Aigar Lazd- ins íþrótta- maður Þórs Aigar Lazdins, íþrótta- maður Þórs. LANDIÐ Ísafjörður | „Þetta þýðir að end- urbygging hússins er tryggð,“ segir Jón Sigurpálsson, formaður stjórn- ar Edinborgarhússins ehf. Í gær var gengið frá samningi Ísafjarð- arbæjar og félagsins um stofnstyrk bæjarins til endurbyggingar Edin- borgarhússins á Ísafirði og um að Edinborgarhúsið ehf. taki við stofn- styrk ríkisins og þeim skuldbind- ingum sem bærinn hefur tekið á sig í samningum við ríkið. Ísafjarðarbær og menntamála- ráðuneytið gerðu samning um upp- byggingu menningarhúsa á Ísafirði fyrir tveimur árum. Samkvæmt þeim tryggði ríkið stofnstyrki til þriggja menningarhúsa, samtals 206 milljónir kr. á tíu árum. 106 milljónir eru eyrnamerktar Edin- borgarhúsinu, 50 milljónir tónleika- sal Tónlistarfélagsins í Hömrum og 50 milljónir kr. til Safnahússins á Eyrartúni. Með þeim samningi sem Ísafjarð- arbær og Edinborgarhúsið ehf. gerðu í gær tekur félagið við þeim skuldbindingum sem bærinn hefur tekið á sig samkvæmt þessum samningi gagnvart endurbyggingu þess húss enda fylgi það fjármagn sem um er rætt. Jafnframt leggur Ísafjarðarbær fram 70 milljónir kr. til viðbótar. „Það hefur verið baráttumál okk- ar frá 1999, þegar þessi menningar- húsahugmynd kom fram, að fá stofnstyrki til þriggja menningar- húsa. Samningar náðust við ríkið 2003 og er það gríðarlega mikil- vægt að gott samstarf náðist milli ríkisins og bæjarins um málið,“ segir Halldór Halldórsson bæjar- stjóri. Hann segir stefnt að því að gera samning við Tónlistarfélagið um framkvæmd samningsins við ríkið, vegna Hamra. Fjölnotasalur vígður á næsta ári Jón Sigurpálsson segir að heil- mikið sé búið að gera í Edinborg- arhúsinu. Nú verði áhersla lögð á að ljúka gerð fjölnotamenningarsal- ar. Þar sé hægt að vera með leik- sýningar og tónlistarviðburði. Hall- dór bæjarstjóri bætir því við að tilkoma fjölnotasalarins muni styrkja mjög stöðu Ísafjarðar sem ráðstefnubæjar. Þar sé hægt að hafa stærri fundi og veislur en unnt hafi verið áður. Jón segir stefnt að því að opna fjölnotasalinn á sjómannadaginn á næsta ári en þá verður húsið 100 ára gamalt. Það var byggt af Ed- inborgarverslun árið 1907 og teikn- að af Rögnvaldi Ólafssyni húsa- meistara ríkisins en Listaskóli sem kenndur er við hann er með starf- semi í húsinu. Edinborgarhúsið er stórt og þar verður fjölbreytt starfsemi í fram- tíðinni, að sögn Jóns. Þar verða menningarfélögin með aðstöðu. Í suðurenda hússins er ferðaskrif- stofa og upplýsingamiðstöð ferða- mála og ætlunin er að koma þar upp veitingastað. Að sögn Jóns hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á að taka þátt í því verkefni. Ísafjarðarbær bætir við stofnstyrk ríkisins til Edinborgarhússins og framselur samning við ríkið Stefnt að opnun fjölnotasalar eftir eitt ár Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Skrifað undir Fulltrúar Edinborgarhússins og Ísafjarðarbæjar ganga frá samningum, f.v. Gísli Jón Hjaltason, Gísli Halldór Halldórsson, Jón Sigur- pálsson, Halldór Halldórsson og Guðni Geir Jóhannesson. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Aldargamalt hús Edinborgarhúsið verður 100 ára á næsta ári og þá er stefnt að opnun fjölnotamenningarsalar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.