Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 30

Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 30
Daglegtlíf maí Fallin spýta BEST er ef þátttakendur séu sem flestir en lágmark eru þrír. Einn leikmaður „er’ann“. Spýtu er stillt upp við vegg, tré eða tyllt ofan í jarðveg miðsvæðis. Sá sem er’ann telur upp á t.d. 50 meðan hinir leikmennirnir fela sig. Sá sem er’ann fer svo af stað að leita að hinum, ef hann finnur einhvern hleypur hann að spýtunni, fellir hana og segir: „Fallin spýta fyrir X (nafn þess sem hann fann), einn, tveir, þrír“. Þá verður sá sem fannst úr leik. Ef sá sem fannst er á undan að komast að spýtunni og fella hana sleppur hann í mark og er hólpinn það sem eftir lifir leiksins. Ef sá sem er’ann hættir sér langt frá spýt- unni geta þeir sem eru í felum hlaupið að henni og fellt hana en þá kalla þeir: „Fallin spýta fyrir mér (eða nafn), einn, tveir, þrír“ og er sá hinn sami hólpinn það sem eftir er leiksins. Sá sem spýt- an er fyrst felld fyrir er’ann í næsta leik. Hollí hú Þátttakendur standa hlið við hlið nema einn sem stendur and- spænis hópnum og heldur hann á litlum bolta. Kastar hann síðan boltanum til þess sem er lengst til vinstri í röðinni og kallar t.d. „A, karlmannsnafn!“ Á þá sá eða sú, sem fékk boltann, að reyna að geta einu sinni upp á karlmanns- nafni sem byrjar á A og kasta um leið til baka. Sé nafnið rangt er boltanum kastað til næsta þátt- takanda í röðinni. Sé getið upp á réttu nafni fær stjórnandinn bolt- ann aftur, kastar honum í jörðina, kallar „hollí“ og hleypur sem lengst frá boltanum áður en sá sem gat upp á nafninu grípur hann og kallar „hú!“ Á stjórnand- inn þá að nema staðar og mynda „körfu“ með báðum handleggjum. Sá sem gat upp á nafninu fær að taka þrjú stór skref og þrjú hænuskref í áttina að stjórnand- anum og reyna að hitta með bolt- anum ofan í „körfuna“. Takist það verður hann næsti stjórnandi en takist það ekki fær sá sem er næstur í röðinni að spreyta sig. Dimmalimm Einn þátttakandi stendur upp við vegg og snýr baki í aðra þátt- takendur. Þeir raða sér aftur á móti hlið við hlið á merktri línu í hæfilegri fjarlægð. Keppt er um að læðast að þeim sem grúfir sig á meðan hann telur upphátt; „einn, tveir þrír, fjórir, fimm, dimma- limm“, og þá má hann snúa sér við en um leið og hann segir „dimmal- imm“ og snýr sér við eiga þeir sem eru að læðast að frjósa kyrrir þar sem þeir standa. Sjái hann einhvern þátttakandann hreyfast þegar hann lítur við verður sá eða sú að byrja að nýju. Þátttakendur verða því að læðast mjög varlega. Sá eða sú, sem kemst síðast alla leið að þeim sem grúfir, klappar létt á bak hans og allir reyna síð- an að forða sér aftur fyrir byrj- unarlínu. Sá sem grúfði reynir að ná einum úr hópnum áður en hann nær línunni. Ef það tekst tekur sá sem náðist við hlutverk- inu en annars heldur sá sami áfram að grúfa sig upp við vegg- inn. Útileikir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman er að leika með húlla- hring á góðum degi. Börn og fullorðnir geta gertsér margt til skemmtunar ísumar. Ekki þarf góð skemmtun alltaf að kosta mikla peninga og stundum þarf hún ekki að kosta neitt. Tilvalið er að safna nokkrum ætt- ingjum og/eða vinum á öllum aldri saman og fara út í garð heima eða í næsta almenningsgarð og leika. Hægt er að kaupa ódýr sumar- leikföng í flestum búðum og má þá m.a. nefna frisbídisk, snúsnúband, allskonar bolta, badminton- eða tennissett, húlahring, teygjóband og flugdreka. En ekki þarf alltaf að hafa eitt- hver leikföng með sér því ýmsir skemmtilegir útileikir eru til fyrir litla sem stóra hópa þar sem engra leikmuna er krafist. Foreldrar ættu að rifja upp þá leiki sem þeir léku úti þegar þeir voru litlir og kenna börnum sínum. Leiki eins og: Fall- in spýta, hlaupa í skarðið, fram, fram fylking, ein króna, brennó, eltingaleik, dimmalimm, yf- ir, köttur og mús, parís, pokahlaup og hollí hú. Þessir leikir eru ekki endilega fyrir börn því vinahópar á öllum aldri geta komið saman og leikið þá og það kemur á óvart hversu skemmti- legt er að leika sér þrátt fyrir að aldurinn fær- ist yfir. Allir verða samt að muna að það spill- ir leikgleðinni ef einhver er tapsár eða klekkir á öðrum þátt- takendum. Hér á eftir koma þrír skemmti- legir útileikir sem allir aldurshópar geta leikið. Leikreglurnar eru fengnar úr Leikjabókinni eftir Hörð G. Gunnarsson og Pál Erlingsson.  LEIKIR | Allir aldurshópar geta leikið sér úti í sumar Snú snú, fallin spýta og brennó eru fyrir alla Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Snú snú er fyrir alla aldurshópa, skemmtilegur leikur með góðri hreifingu. MARGIR stressa sig um of á vinn- unni og getur það haft áhrif á heilsu og lífsgæði. Á vef sænska tímaritsins Affärsvärlden er fjallað um leiðir til að losna við streitu og koma jafnvægi á lífið. Streituviðbrögð líkamans eru oft vakin að óþörfu og þegar streitu- hormón fara á fullt, hjartslátturinn verður hraður, vöðvarnir spennast upp og andardráttur örvast, erum við tilbúin að takast á við erfiðan andstæðing án þess að þess sé í raun þörf. Til að takast á við óþarfa streitu- viðbrögð og styrkja varnir lík- amans eru gefin nokkur ráð:  Dragið andann djúpt. Heilinn þarfnast súrefnis þegar mikið er að gera. Heilinn túlkar líka rólega öndun sem svo að ekkert sé að og önnur streituviðbrögð minnka. Nauðsynlegt er að æfa rólega önd- un því auðvelt er að gleyma henni í hita leiksins. T.d. er hægt að venja sig á að draga djúpt andann fimm sinnum þegar maður sest við skrif- borðið eða inn í bíl. Einnig áður en maður borðar hádegismat eða áður en maður fer á fund.  Slappið af. Langvarandi streita veldur vöðvaspennu. Til að losna við hana þarf líka reglulegar æfing- ar. Í tengslum við djúpöndunina má æfa að slappa af í öxlum og kjálka. Slappið markvisst af í líkamanum þegar farið er að sofa á kvöldin, frá hvirfli til ilja.  Gerið streituhormónin hlutlaus. Nútímamaðurinn fær ekki sömu út- rás fyrir streituhormónið adrenalín og áður var þegar handalögmál og veiðar voru eins og náttúruleg út- rás. Í staðinn getur stressað nú- tímafólk hreyft sig og fengið útrás- ina þannig. Hreyfing gerir streituhormónin hlutlaus þar sem í staðinn losnar um endorfín og fleiri hormón sem auka vellíðan.  Fyllið á geyminn. Borðið reglu- lega og leggið áherslu á ávexti, grænmeti og gróft brauð. Rútína er nauðsynleg til að takast á við streitu. Djúpöndunar- og af- slöppunaræfingar auk hreyfingar þurfa þannig að verða hluti af dags- skipulaginu. Einföld ráð við streitu  LÍFSGÆÐI MAGNESÍUMRÍKT fæði getur minnkað hættu á krabbameini og hjartasjúkdómum, að því er frönsk rannsókn bendir til. Í Svenska Dagbladet kemur fram að nið- urstöður rannsóknarinnar bendi til þess að jafnvægi á milli steinefn- anna magnesíums, kopars og sinks í líkamanum hafi mikil áhrif á heils- una. Grænt blaðgrænmeti, bananar, mjólk, kjöt og egg er magnesíumríkt fæði og magnesíum er næstalgeng- asta steinefnið í líkamanum á eftir kalki. Sink styrkir einnig ónæm- iskerfið og er að finna í ostrum, hnetum, kjöti, mjólk og ostum. Kop- ar er einnig nauðsynlegt steinefni sem aðstoðar við upptöku járns. Frönsku vísindamennirnir við Pasteur-rannsóknarstofnunina í Lille, fylgdust með 4.035 karl- mönnum á aldrinum 30–60 ára í átján ár. Reglulegar rannsóknir voru gerðar og spurningalistar lagð- ir fyrir. Á rannsóknartímabilinu lét- ust 339, þar af 176 úr krabbameini og 56 úr hjartasjúkdómum. Frönsku vísindamennirnir rann- sökuðu samspil þessara steinefna, og komust að því að hátt magn- esíumgildi í blóðinu minnkaði hættu á að deyja úr krabbameini um 50%. Ef hátt magnesíumgildi fór saman við lágt sinkgildi, minnkaði hættan á að deyja úr hvaða sjúkdómi sem er um heil 80%. Niðurstöðurnar eru í samræmi við sænska rannsókn á yfir 60 þús- und konum þar sem í ljós kom að þær sem neyttu mest af magnesíum áttu 40% síður á hættu að fá krabba- mein í meltingarfæri en þær sem fengu í sig minnst magnesíum. Niðurstöðurnar eru taldar sýna enn einu sinni fram á hve mikilvægt er að borða fjölbreytt fæði og mikið af ávöxtum og grænmeti. Með því að rannsaka samspil steinefnanna kem- ur einnig í ljós að ekki er nægilegt að taka viðbótarsteinefni af einni tegund, heldur skiptir fjölbreytnin máli. Sink og magnesíum virðast vinna hvort á móti öðru, en hvort tveggja er nauðsynlegt, og neyslan verður því að vera í jafnvægi. Skort- ur á magnesíum hefur áður verið tengdur við beinþynningu, nýrna- krabbamein, sykursýki og hátt hlut- fall vonda kólesterólsins LDL. Minnkar hættu á krabbameini  HEILSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.