Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNA daga hefur mikið verið rætt um breytingar á mið- bænum okkar hér á Akureyri. Fólk hefur yfirleitt sterkar skoðanir á þessu máli; hvort sem það er varðandi síki, verslunarmiðstöðvar eða neðan- jarðarbílastæði. Ég ætla ekki að taka beina afstöðu til neins af þessu hér en mig langar að velta upp ákveðnu efni sem ég hef verið að spá í. Ekki nóg að gert í fjölgun rýma Mér skilst að síki muni kosta bæinn hálfan milljarð króna eða rúmlega það. Út frá þeirri tölu fór ég að velta fyrir mér hvort þessum peningum væri ekki betur varið í eitthvað annað. Datt þá strax í hug fullorðna fólkið okkar hér á Akureyri. Hvað erum við að gera fyrir það? Nú er verið að byggja nýja álmu við Hlíð þar sem eiga að rúmast 60 ein- staklingar, allir í sér herbergi með sér snyrtingu. Fyrirhugað er að flytja frá Kjarnarlundi árið 2008 og það hlýtur að eiga að flytja frá Skjaldarvík þegar nýja byggingin verður tekin í notkun, enda var þar bara verið að leysa mesta vandann. Þar eru komnir um 50 manns. Svo á að breyta 2ja manna herbergjunum í eins manns. Þá sýnist mér að búið sé að fylla þessa nýju álmu. Hver er staðan þá í málefnum aldraðra á Akureyri. Eða er það bara seinnitíma vandamál fyrir næstu kosningar? Ég veit einnig til þess að það þarf að fara í miklar lagfæringar á einni álmu Hlíðar sem heitir Einihlíð og á að loka þeim gangi þegar nýja bygg- ingin verður tekin til starfa í haust. Eftir þeim heimildum sem ég hef hefur ríkið ekki lofað neinum pen- ingum að sinni í slíkar viðgerðir svo hvernig væri að taka eitthvað af síkis- peningunum og setja í þær lagfæringar? Aldraðir eiga skilið að fá góða umönnun Annað sem mér datt í hug að við gætum nýtt síkispeningana í er að fjár- magna stöðu öldrunarlæknis við öldrunarheimili Akureyrarbæjar. Á öllum helstu öldrunarstofnunum í Reykjavík eru sérhæfðir öldrunarlæknar. Eins og er skilst mér að heilsugæslulæknarnir hér á Akueyri sinni öldr- unarheimilunum. Þeir koma tvisvar í viku í húsvitjanir og vinna þar mjög gott starf. Það segir sig samt nokkurn veginn sjálft að það væri betra að hafa þarna einn lækni sérhæfðan í öldrunarmálum. Ég fer helst ekki til heilsugæslulæknis þegar ég þarf á aðstoð kven- sjúkdómalæknis að halda. Ég panta tíma hjá sérhæfðum eyrnalækni ef mér er illt í eyrunum. Það er hverju samfélagi til skammar að sinna öldruðum ekki vel, það eru þau sem eru ömmur okkar og afar. Þau sem byggðu það sem við njótum nú. Ætli þeir sem stjórna landinu í dag myndu sætta sig við að vera í sömu sporum? Ég sé fyrir mér ráðherra landsins, til dæmis Siv Friðleifs eða Þorgerði Katrínu, vera á stað þar sem þau þyrftu að deila herbergi með öðrum, starfsfólkið sem sinnti þeim væri þreytt og óánægt og ekki tími til að sinna öllum þeirra þörfum. Það þarf að breyta hugsunarhættinum hjá ráðafólki þjóðarinnar. Við erum að selja öldruðum þjónustu og við eigum að kappkosta að það sé ánægt með hana. En þetta voru bara hugleiðingar dagsins. Góðar stundir! Væru síkispeningarnir ekki betur komnir í öldrunarmál? Eftir Margréti Kristínu Helgadóttur Höfundur skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. BORGARSTJÓRAEFNI Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, borgarfulltrúi í 24 ár, segir: ,,Við erum með fjölskyldustefnu.“ Þegar áherslur Sjálfstæðisflokksins í borginni eru skoðaðar og bornar saman við það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins er að framkvæma, er ekkert sam- hengi þar að finna. Engar vaxtabætur Farið er bera á að fjölskyldur eigi í erfiðleikum með að standa í skilum með afborganir af húsnæðislánum. Þessu fólki mun bregða hrikalega þegar því verður ljóst að flokkur Vilhjálms, Sjálfstæðisflokkurinn, eyddi vaxtabótunum sem það hafði gert ráð fyrir að fá í ágúst í sumar. Réttur til vaxtabóta fellur nú niður ef þú átt meira en 5,9 milljónir eða ef þú og maki þinn eigið meira en 9,8 milljónir. Fasteignamat hækkaði vegna óábyrgrar efnahagsstjórnar, um 17% árið 2004 og 30% árið 2005. Ríkisstjórnin réð ekki við uppsveifluna frekar en verðhrunið nú. Fjölskyldustefna Sjálfstæðisflokks Skoðum áhrifin á hjón sem eru með 440 þús. kr. í tekjur á mánuði. Þau kaupa 100 fermetra íbúð árið 2003 fyrir 23 milljónir króna. Þau áttu 2,3 milljónir og tóku 21,7 milljónir í lán til 25 ára. Í fyrra fengu þau 270 þús. kr. í vaxtabætur, en árið 2006 fá þau væntanlega ekki krónu. Í stöðugu efna- hagsástandi hefðu þessi hjón fengið 290 þúsund kr. í vaxtabætur í sumar. Skuldirnar eru þær sömu og jafnmikið af laununum fer í afborganir. Eigna- aukningin, sem mældi bara stjórnleysi í efnahagsmálum, er ástæðan fyrir því að fjölskyldan missir allar vaxtabætur því grunnurinn hefur ekki hækk- að í takt við verðlag. Alvarlegast er þó að þegar hjónin keyptu íbúðina voru vaxtabæturnar hluti af greiðslumati og lagðar til grundvallar kaupunum. Hjónin eru orðin ómerkingar í bankanum vegna ómyndugleika ríkis- stjórnarinnar. Öðruvísi umhyggju, takk Ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur kippt fjárhagslegum forsendum undan íbúðakaupum hundruða fjölskyldna með óstjórn. Þrátt fyrir þessa staðreynd talar borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins um sér- staka umhyggju fyrir fjölskyldunni, „Við erum með fjölskyldustefnu,“ og hvetur ungt fólk til að byggja einbýlishús. Vilhjálmur, þetta er ekki fjöl- skyldustefna. Sjálfstæðisflokkurinn, Vil- hjálmur og vaxtabótakerfið Eftir Þorbjörn Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Samiðnar og í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar LEIFUR Kr. Jóhannesson, sem skipar 10. sæti á framboðslista B-listans í Mosfellsbæ, ritar grein í 2. tbl. Mosfells- frétta í maí 2006 með yfirskriftinni „Áhyggjulaust ævi- kvöld?“ Við lestur á grein Leifs og með hlið- sjón af stefnuskrá B-listans hér í Mos- fellsbæ er mér ljósara en nokkru sinni fyrr orðatiltækið „að skjóta sig í fótinn“. Í inngangi greinar sinnar getur Leifur þess að mikil umræða hafi verið undanfarið um málefni aldr- aðra og að nú virðist sem svo að margir frambjóðendur til sveitar- stjórna hafi skyndilega fengið áhuga á að ræða þau mál. Leifur telur það „dálítið grunsamlegt“ að þetta skuli gerast í aðdraganda kosninga en ekki fyrr. Framsóknarmenn í Mosfellsbæ hafa nú ekki haft miklar áhyggjur af málefnum aldraðra á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka né held- ur á þeim átta árum sem þeir voru við stjórnvölinn og því vil ég spyrja: Er Leifur með þessu að segja, að það sé „dálítið grunsamlegt“, svo notað sé hans eigið orðalag, að framsóknarmenn skuli nú allt í einu, „í aðdraganda kosninga“, fá skyndilegan áhuga á málefnum aldraðra? Og Leifur heldur áfram í grein sinni og segir: „Það vekur tor- tryggni hjá mörgum, en gott og vel, ef þessum óvænta áhuga fylgir ein- hver alvara er það af hinu góða. Eftir því verður tekið hvort hugur fylgir máli“. Ég er Leifi hjartanlega sammála. Það vekur vissulega tortryggni að framsóknarmenn skuli nú allt í einu vakna til lífsins um málefni eldri borgara og eftir því verður að sjálf- sögðu tekið hvort hugur fylgir máli hjá þeim í þessu efni. Skoðum nú stefnuskrá B-listans í Mosfellsbæ, þar segir: „B-listinn mun berjast fyrir því að í Mosfellsbæ rísi hjúkrunar- heimili þannig að bæjarbúar þurfi ekki að dvelja utan bæjarmarkanna á hjúkrunarheimilum, eins og raun- in er í dag.“ Þetta er ákaflega fallega orðað, en því miður er það svo að til þess að framkvæmdir við hjúkrunar- heimilið geti hafist þarf samþykki heilbrigðisráðherra og þrátt fyrir harða baráttu meirihlutans í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar hefur hvorki fyrrverandi né heldur núverandi heilbrigðisráðherra veitt heimild til þess að hefja framkvæmdir. Veistu það Leifur, að bæði fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherrar eru framsóknarmenn? Kolröng dreif- býlishugsjón framsóknarráðherr- anna hefur haft það í för með sér að það vantar sárlega hjúkrunarheim- ili á suðvesturhorni landsins, en úti á landi eru ónotuð 126 hjúkrunar- rými. Þetta er ástæða þess að bæjar- búar hafa þurft að „dvelja utan bæjarmarkanna á hjúkrunar- heimilum, eins og raunin er í dag,“ svo vitnað sé í stefnuskrá fram- sóknarmanna. Leifur segir í grein sinni: „Ríkis- stjórnin skipaði starfshóp til þess að fjalla um málefni aldraðra. Það vekur nokkra undrun að það starf eigi að taka marga mánuði eða hátt í ár að skila frá sér áliti.“ En Leifur, hver er Akkilesar- hællinn í þessu ferli? Á sl. ári var, að tilhlutan Landssambands eldri borgara (hér eftir LEB), skipuð nefnd undir forsæti Elínar Líndal til þess að fara yfir málefni eldri borgara og gera tillögur til úrbóta. Þegar til kastanna kom varð ljóst að það umboð sem Elín hafði frá heilbrigðis- og tryggingarráðherra (framsóknar) fólst eingöngu í að gera úttekt á því hvernig staðið hefði verið við samkomulag LEB og stjórnvalda frá því 2002. Þessu undu fulltrúar LEB ekki og mót- mæltu þessari málsmeðferð. For- sætisráðherra upplýsti svo á fundi með fulltrúum LEB í ráðherra- bústaðnum þann 21. desember sl. að þessi nefnd sem Elín veitti for- ystu hefði verið lögð niður! Á þessum fundi voru ráðherrarn- ir, sem fundinn sátu, sammála um að taka þyrfti á tekjutengingu launa og skattamálum. Á þessu hefur nú- verandi heilbrigðis- og tryggingar- málaráðherra (sem er víst fram- sóknarkona) allt aðra skoðun og hefur lýst því yfir í útvarpsviðtali að ekki komi til greina að hrófla við skerðingarákvæðum laganna. Og forsætisráðherra hefur látið frá sér fara að skattamál séu ekki til um- ræðu í þessu efni, þrátt fyrir að í bókun frá fundinum í ráðherrabú- staðnum þann 21. des. 2005 segi, og vitnað til orða forsætisráðherra, að skattamál skuli tekin til umræðu. Niðurstaða fundarins í ráðherra- bústaðnum varð sú, að skipuð var ný nefnd til að fjalla um málefni aldraðra undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara. Skyldi nefndin taka til starfa í byrj- un janúar 2006. Nefndinni vær ætl- að að ljúka störfum á næstu mán- uðum. Nokkrir fundir hafa verið haldnir, en nú hafa stjórnvöld ákveðið að nefndin komi ekki aftur saman til funda fyrr en í september eða október á þessu ári. Miklir eruð þér framsóknarmenn. Áhyggjulaust ævikvöld? Eftir Grétar Snæ Hjartarson Höfundur er eftirlaunaþegi og skipar 13. sæti D-listans í Mosfellsbæ. FLEST okkar erum við velkomin í heiminn og fátt finnst okkur yndislegra en sinna frumþörfum nýfædds barns. Þetta hefur mér oft dottið í hug við rúmstokk aldraðs hjúkrunarsjúklings. Fáir sjá líklega fegurðina í lífi örvasa gamalmennis sem ekki get- ur björg sér veitt en það getur verið gott að hugsa til þess að einu sinni var þessi einstaklingur fallegt nýfætt barn. Allir óska börnum sínum langrar ævi en auðvitað ekki þess að leggjast í kör. Í okkar heimshluta lifum við lengi og margir aldraðir búa við góða heilsu en árgangarnir stækka, aldraðir verða stærri og stærri hluti af þjóðfélagsþegnunum og las- burða einstaklingum sem sinna þarf fjölgar. Æskan er oft sveipuð dýrðarljóma en elliárin viljum við helst ekki hugsa svo mikið um, ekki fyrr en við kannski neyðumst til þess einhverra hluta vegna til dæmis þegar foreldrar eða nákomnir ættingjar verða gamlir og veikir. Allir hljóta að vera sammála um að fólk á það skilið að lifa með reisn frá vöggu til grafar. Það er mikilvægt að málum verði þannig fyrir komið að enginn þurfi að kvíða ellinni og að alls staðar á landinu verði öldrunar- málum þannig fyrir komið að elstu þjóðfélagsþegn- unum bjóðist öll sú þjónusta og umönnun sem þörf er á. Þegar ákvarðanir eru teknar af stjórnvöldum í þess- um málum er mjög mikilvægt að ráðfæra sig við fólk sem menntað er í þessum fræðum og hefur starfað í öldrunarþjónustu. Það er ekki bara lausnin að byggja fleiri hús. Samkvæmt nútíma öldrunarlækningum skal þjón- usta við aldraða vera þannig að fólki sé gert mögulegt að búa sem lengst heima. Til þess að það sé hægt verð- ur að bjóða upp á vel skipulagða heimaþjónustu og hjúkrun eftir þörfum. Þar sem vel hefur tekist með slíka starfsemi er þetta hópvinna sjúkraliða, hjúkr- unarfræðinga og ófaglærðra þar sem hópstjórinn er reyndur hjúkrunarfræðingur. Í hverju sveitarfélagi þarf að vera starfandi öldrunarmatshópur (þjónustu- hópur aldraðra) sem hefur yfirsýn yfir aðstæður aldr- aðra á svæðinu, metur þarfir hvers og eins og leiðbein- ir um úrræði. Í öldrunarmatshópnum eru yfirleitt læknir, hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi. Góð samvinna þarf að vera milli öldrunarmatshópsins, heimaþjónustu og hjúkrunar, hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa í hverju sveitarfélagi. Þjónustuþörf einstaklings getur verið allt frá stuttri heimsókn og aðstoð við tiltekt upp í lyfjagjafir, hjúkr- un og umönnun á síðustu dögum ævinnar. Þegar séð er fram á langtíma sjúkralegu verður ekki hjá því komist að leggja aldraða inn á hjúkrunarheimili. Allir vita að í dag er mikill skortur á hjúkrunarheim- ilaplássum. Til þess að leysa málin til langframa vantar nokkur hundruð rúm á Íslandi en hvers vegna ekki að byrja á því áður en við byggjum nýjan Landspítala? Efling öldrunarlækningadeilda er líka mikilvæg. Skammtímainnlagnir á öldrunardeildir eru til þess að meta heilsufar, lækna og endurhæfa til þess að ein- staklingar geti útskrifast og búið lengur heima. Þeir sem ekki geta útskrifast heim af öldrunarlækninga- deild þurfa að hafa aðgang að hjúkrunardeildarplássi ef vel á að vera. Höfum það samt líka í huga að stór hluti aldraðra er frískt fólk sem sér um sig sjálft og er engum háð. Til þess að reka góða öldrunarþjónustu þarf gott starfsfólk. Það er því mikilvægt að laun og starfsskil- yrði séu góð. Námskeið og skipulögð fræðsla er mjög mikilvæg, ekki síst fyrir ófaglært fólk sem vinnur við umönnun aldraðra. Góð þekking á öldrun og sjúkdóm- um aldraðra bætir þjónustuna við gamla fólkið. Það er tími til kominn að ríkið og sveitarfélögin vinni saman að því um allt land að koma lagi á málefni aldraðra. Brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarplássa, það er óumdeilt. Þótt mönnum vaxi ef til vill í augum þær upphæðir sem þarf til að byggja upp góða heimaþjón- ustu og hjúkrun sparar það samt án efa byggingu og rekstur dvalarheimila. Í þessari grein eru engin ný sannindi. Í raun er fátt sem þarf að rífast um í þessu sambandi. „Allir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ (Abraham Lincoln 1809–1865). Við höfum efni á að sinna þeim sem verða gamlir. Tvisvar verður gamall maður barn Eftir Rún Halldórsdóttur Höfundur er læknir og leiðtogi VG á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.