Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 43

Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 43 UMRÆÐAN ORKUVEITA Reykjavíkur hef- ur í tíð Reykjavíkurlistans blómstrað, byggt upp umhverfis- væna raforkufram- leiðslu á Nesjavöll- um og stendur nú í stórhuga virkj- unum á Hellisheiði. Orkuveitan hefur einnig á þessum tíma útvíkkað þjón- ustusvæði sitt með kaupum á hita- og vatnsveitum frá Grundarfirði til Hvolsvallar. Jafn- framt hefur fyrirtækið með upp- byggingu á gagnaveitu verið virk- ur þátttakandi í að skapa hér samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtæki í þekkingariðnaði og fjarskiptum. Þá eru ónefnd hin já- kvæðu áhrif sem fyrirtækið hefur haft á atvinnuuppbyggingu bæði með þátttöku í nýsköpunarverk- efnum og raforkusölu. Kvalræði sjálfstæðismanna Þessi uppbygging, sem varla á sér hliðstæðu í opinberum reksti á Ís- landi, skilar eigendum fyrirtæk- isins verulegum arði en Reykja- víkurborg á rúm 94% í fyrirtækinu. Reykvíkingar njóta uppgangs Orkuveitunnar með beinum hætti í lágu verði á raf- magni, hita og drykkjarvatni. Jafnframt greiðir OR arð í borg- arsjóð sem hefur á undanförnum árum numið um 1,5 milljörðum á ári. Afstaða sjálfstæðismanna til Orkuveitunar er mjög umhugs- unarverð. Þeir hafa barist gegn hverju framfaraskrefi sem þar hefur verið stigið og reyna hvað mest þeir mega að gera fyrirtækið og uppbyggingu þess tortryggi- lega í augum almennings. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem uppbygging og öflugur rekstur á fyrirtæki í almannaeigu er and- stæð hugmyndafræði þeirra. Sjálf- stæðismenn vilja ekki trúa því, að það geti verið jákvætt að fyrirtæki í eigu almennings vaxi og dafni. Þess vegna eru þeir algerlega metnaðarlausir þegar kemur að reksti fyrirtækja í almannaeigu. Það hefur verið þeim kvalræði að horfa upp á nútímalega uppbygg- ingu, útrás og áræði OR. Kjarnin í þeirra hugmyndafræði er að til að einhver geti rekið fyrirtæki al- mennilega verði hann að eiga það. Annars geti hugur aldrei fylgt máli, enginn hafi raunverulegan metnað fyrir neinu öðru en sjálf- um sér. Fyrsta flokks opinber rekstur Ég vil biðja kjósendur að staldra við og hugleiða þetta, á að treysta fólki, sem ekki trúir á góðan op- inberan rekstur, fyrir opinberum rekstri? Samfylkingin hefur metn- að fyrir hönd borgarinnar og borgaranna, við viljum halda áfram að byggja upp kraftmikið samfélag byggt á virðingu fyrir öðru fólki og sameiginlegum auð- lindum okkar. Við höfum sýnt það og sannað, meðal annars með upp- byggingu Orkuveitunnar, að opin- ber rekstur getur verið fyrsta flokks. Í viðskiptalífinu er það úreld hugsun að menn þurfi að eiga fyrirtæki til að stjórna þeim vel. Atvinnustjórnendur stjórna flestum stærstu fyrirtækjum landsins og þurfa ekki að eiga þau til að gera það vel. Sjálfstæðis- flokkurinn er einangraður í þess- um sjálfhverfa miskilningi og ég bið borgarbúa að hleypa þeim ekki í þau verk sem þeim er ekki treystandi fyrir. Við eigum að standa vörð um Orkuveitu Reykja- víkur og tryggja að við stjórn borgarinnar sitji fólk sem trúir á það sem það er að gera og veit að það er hægt að gera það vel. Er trúlausum treystandi? Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur Höfundur er varaformaður stjórnar OR og í 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. FYRIR nokkru bárust okkur fréttir af nið- urstöðum rannsóknar sem Barnaverndarstofa og Rannsóknir og greining stóðu fyrir. Athyglisverðar voru að mínu mati tölur um kynferðislegt ofbeldi sem þar voru kynntar en þær voru sem betur fer lægri en áður hefur verið haldið fram. Átta til níu prósent barna hafa orðið fyrir þesskonar of- beldi. Sárast af öllu er svo að vita að bak við þessar tölur standa börn og ungmenni. Þetta þýðir í raun að með- al hinna 3500 nemenda í leik- og grunnskólum Akureyrar ættum við að geta fundið u.þ.b. 300 börn sem við 18 ára aldur hafa orðið fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Og samkvæmt tölum sem unnar eru upp úr rannsókn Barnaverndarstofu og BA verkefni Þorbjargar Sveinsdóttur og Jóhönnu Jónsdóttur hafa 20-25% gerendanna verið á sama aldri. Þessar tölur eru svo gríðarlegar að bara við að skrifa þetta svitnar mað- ur. Í lögum um barnavernd nr.80/2002 segir í IV kafla 6.gr. ,,Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það ...“ Barnaverndaryfirvöld sveitarfélagsins kanna þá málið og bregðast við því á viðeigandi hátt. Öllum, bæði mér og þér, ber að tilkynna um grun. Það er sérfræðinganna í barnaverndinni að athuga hvort grunurinn eigi við rök að styðjast. Ef grunur reynist réttur þá er það fyrsta skrefið sem tekið er til að koma barninu til hjálpar. Því miður er grunur okkar alltof oft á rökum reistur en óttinn við frið- helgi einkalífs fólksins í næsta húsi, eða foreldra barnsins sem er í skólanum eða leikskólanum hjá okkur verður til þess að oft er gripið of seint inn í málin. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum. Þeir eiga rétt á hjálp við foreldrahlutverkið ef eitthvað geng- ur ekki eins og skyldi. Óviðunandi uppeldisaðstæður er hægt að laga.Við verðum að styðja foreldra í uppeldisstarfi sínu og við verðum að grípa inn í málefni barna sem eru á leið út á hálu brautina. Umhyggja, kærleikur og gott eftirlit með börnum í leikskólum, skólum, tómstundastarfi og daglegu lífi er stór þáttur í barnavernd. Samverustundir fjölskyldunar eru því miður sjaldan nægar Við vinstri græn viljum – gefa fjölskyldunni færi á að vera meira saman – sveigjanlegri vinnutíma hjá stofnunum Akureyr- arbæjar svo auðveldara verði að samræma atvinnu- og fjölskylduábyrgð – lengri opnunartíma í sundlaugum bæjarins – hafa leikskólann gjaldfrjálsan – að fjölskyldum verði gert kleift að kaupa svo kallað vegabréf sveitarfélagsins sem veitir aðgang að Skautahöll, Hlíðarfjalli og sundlaugum bæjarins – byggja hér upp heilbrigt samfélag þar sem allir fái notið sín. Til að svo megi verða þurfum við þinn stuðning þann 27. maí. Barnavernd í verki Eftir Dýrleifu Skjóldal Ingimarsdóttur Höfundur skipar 3. sæti á lista vinstri grænna á Akureyri og var fulltrúi VG í BNE á síðasta kjörtímabili. www.smjor.is ÓSANNINDI eða vanþekking? Blaðið birti viðtal við Gísla Mar- tein Baldursson hinn 15. maí. Þar segir frambjóðand- inn sem er annar maður á lista Sjálf- stæðisflokksins og því arftaki borgar- stjóraefnisins ef eitthvað hendir þann mæta mann. 1. Það er aukning á árekstrum á götum borgarinnar með tilheyrandi líkamlegu og eignarlegu tjóni. 2. Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í umferðarmálum í borginni í áratug. 3. Forgangsröðun R-listans í um- ferðarmálum er skringileg og frekar hefði hann viljað sjá úr- lausnir til að draga úr umferð- arhraða inni í íbúðahverfum. 4. Ég hef miklu meiri áhyggjur af hraðakstri innan íbúðahverfa. Mér finnst það vera forgangsmál að minnka hraða þar frekar en að byrja á hraðbrautunum. Það er hægt að kalla það sem Gísli Marteinn lætur hafa eftir sér ýms- um nöfnum en aðalatriði er að ekk- ert, hreint alls ekkert, af því sem hann segir er rétt. Að móðga gott fólk Þá er um tvennt að ræða. Ann- aðhvort það að hann veit ekki betur og þá er hann ekki hæfur til starf- ans sem hann býður sig fram til eða að hann veit að hann fer með rangt mál og þá á hann að biðja það fólk afsökunar sem staðið hefur í fram- kvæmd þeirrar áætlunar R-listans um fækkun umferðarslysa sem fór af stað 1994 og lýkur 2007. Árangur þeirra aðgerða sem áætlunin hefur stuðlað að má sanna með óhrekj- andi gögnum. Ósannindi hrakin Í skýrslu Umferðarstofu fyrir 2005 segir: ,,Umferðarslysum með meiðslum í Reykjavík hefur fækkað frá árinu 1996 úr 595 í 237 eða um 61%. Þá hefur alvarlega slösuðum í borginni fækkað á sama tímabili úr 85 í 34 eða um 60%.“ Stefán Agnar Finnsson verk- fræðingur hefur líka gert greiningu á umferðaróhöppum í 30 km hverf- um. Gísli Marteinn býr í svoleiðis hverfi. Stefán segir í greiningu sinni: „Óhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum,“ segir í greiningu sem Ef Gísli Marteinn vill ekki trúa Umferðarstofu eða Stefáni Finns- syni þá getum við boðið fram vitn- isburð samflokkssystur hans. Sólveig Pétursdóttir þáverandi dómsmálaráðherra segir 11. des. 2002: „Ég nefni sérstaklega eitt af því sem leitt hefur til fækkunar bana- slysa og alvarlegra slysa í Reykja- vík en það er sú stefna að lækka hámarkshraða í íbúðahverfum, svo- kölluð 30 km svæði. Þau hafa verið vel afmörkuð. Settar hafa verið hraðahindranir þar sem ástæða hef- ur verið talin til og það hefur haft umtalsverð áhrif á slysahættu.“ Hverjir eru traustsins verðir? Í Stefnuskrá Samfylkingarinnar segir: „Við viljum að Reykjavík verði slysaminnsta höfuðborg Evr- ópu árið 2012. Þetta er raunhæft því þegar hefur slysum verið fækk- að um helming frá 1998.“ Að athuguðu máli hlýtur maður að draga þá ályktun að Gísli Mar- teinn Baldursson, varaforingjaefni sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafi vísvitandi logið til þess að koma sér og sínum flokki á framfæri í kosn- ingabaráttunni. Slíkt er auðvitað skammarlegt en auðveldar auðvitað kjósendum að gera upp við sig hverjum þeir eiga að treysta til að stjórna Reykjavík af heilindum. Óhróður frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Eftir Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og í 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. ÞAÐ ER algengur misskiln- ingur að skipulagsmál snúist ein- vörðungu um hvernig mann- virkjum sé fyrir komið. Við sjálf- stæðismenn í Garðabæ teljum að skipulagsmál eigi að snúast fyrst og fremst um lífsgæði. Við ákvörðun á því hvar og hvernig götur séu lagðar þurfi að líta til þarfa íbúanna, tryggt sé öryggi allra vegfarenda, gætt sé að nátt- úru í landi Garðabæjar og skil- yrði um góða hljóðvist séu upp- fyllt. Lífsgæði íbúanna eru þannig það sem máli skiptir við meðferð skipulagsmála í Garðabæ. Sjálfstæðismenn í Garðabæ hafa sýnt það á undanförnum misserum að þeir bera hag íbúa bæjarins fyrir brjósti. Nýr oddviti sjálfstæðismanna, Erling Ásgeirs- son og nýr bæjarstjóri, Gunnar Einarsson gengu fram fyrir skjöldu og komu með tillögur til lausnar hljóðvistarmálum í Garðabæ þar sem Reykjanesbraut liggur. Náið samráð við íbúa hófst þá að nýju og tryggð var lausn sem unnt var að sætta sig við enda fólst í henni að öll laga- skilyrði um hljóðvist væru upp- fyllt án útsýnisskerðingar. Þann- ig sýndu bæjaryfirvöld í Garðabæ að manngildið skiptir máli. Hið sama á við um nýjan miðbæ í Garðabæ sem er í undirbúningi. Þar hefur verið víðtækt samráð við íbúa sem skipta mun verulegu máli hvernig endanleg útfærsla hins nýja miðbæjar verður. Önnur stórverkefni í skipulags- málum bíða úrlausnar á næstu ár- um, ný íbúðahverfi, þétting byggðar og breytingar á stofn- brautum í gegnum bæinn, svo sem Hafnarfjarðarveg í gegnum stokk. Það skiptir miklu máli hvernig til tekst með þessa þætti og hvernig lífsgæði íbúa eru met- in. Þá er mikilvægt að stjórn bæj- arfélagsins sé skipuð reyndu og framfarasinnuðu fólki. Listi sjálf- stæðismanna í Garðabæ með kraftmiklum og samheldum ein- staklingum uppfyllir það skilyrði. Samráð við íbúa síðustu miss- eri, orðheldni ráðamanna og styrk stjórn í fjármálum bæjarins hefur sýnt að sjálfstæðismönnum í Garðabæ er best treystandi til að fara með stjórn skipulagsmála og önnur mál í Garðabæ. Veitum D-listanum í Garðabæ braut- argengi á kjördag 2006 til að fara áfram með stjórn bæj- arfélagsins. Skipulagsmál í Garðabæ og samráð við íbúa Eftir Dagmar Elínu Sigurðardóttur Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.