Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 45 UMRÆÐAN ÞAÐ fór eins og mann grunaði, nú er söngur sjálfstæðismanna um ómalbikuðu og holóttu göturnar í Kópavogi byrjaður en sú vísa er ætíð kveðin í aðdraganda bæjarstjórnarkosn- inga í Kópavogi. Þá minna þeir á hversu götur í Kópavogi voru holóttar fyrir þeirra tíð. Í Kópavogi hefur Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur ver- ið í meirihluta í fjögur kjörtímabil og vissulega er Kópavogur blómleg- ur bær og sitt hvað verið gott gert, en almennt telur meirihlutinn að þjónustan við íbúa felist fyrst og fremst í steinsteypu. Þegar þessi meirihluti tók við völdum fyrir 16 árum var það almannarómur að Kópavogur væri félagsmálabær því hvergi var betur hlúð að barna- fjölskyldum og hvergi var öldr- unarþjónusta í betri farvegi. Jú ekki voru allar göturnar góðar, enda sitt hvað annað uppi á ten- ingnum að stjórna sveitarfélagi á þeim tíma miðað við í dag, aðgang- ur að lánsfé var takmarkaðri og lánskjör talsvert verri. Það var þungur róður fyrir sveitarfélög að leita leiða til að fjármagna ýmsar framkvæmdir sem nauðsynlegar voru til uppbyggingar í sveitar- félögum enda voru ómalbikaðar usta með því versta sem gerist á landsvísu. Kópavogsbúar aka um rennislétta vegi en gamla fólkið í Kópavogi fær ekki þá þjónustu sem því ber. Nú hafa flestar göturnar í Kópavogi verið malbikaðar, Gunn- ar I. Birgisson sá um það, segja Sjálfstæðismenn, og við skulum vona að svo vel hafi verið vandað til verksins að það dugi út næsta kjör- tímabil. Samfylkingin í Kópavogi ætlar ekki fletta klæðningunni af götum bæjarins ef hún kemst í meirihluta. Hins vegar ætlar Sam- fylkingin að endurvekja félags- málabæinn Kópavog með það að markmiði að önnur sveitarfélög líti til Kópavogs þegar kemur að þjón- ustu við íbúa bæjarins. Samfylk- ingin ætlar að gera betur en núver- andi meirihluti í velferðarmálunum. Samfylkingin ætlar að gera betur í skólamálum og Samfylkingin ætlar að gera betur við eldri borgara. Samfylkingin hefur lagt fram ábyrga stefnuskrá þar sem stigið er varlega til jarðar í fjármálum því við sækumst eftir því að leiða nýjan meirihluta í Kópavogi, meirihluta sem setur velferðarmál í forgang umfram allt annað. Næsta kjör- tímabil er 4 ár. Ef íbúar bæjarins sjá að þeim tíma liðnum að göturnar séu farnar að gefa sig geta þeir kos- ið einhvern annan flokk sem setur rennisléttar götur, steinsteypu og malbik í forgang umfram allt ann- að. götur víðar en í Kópavogi, m.a. í Reykjavík og Garðabæ þar sem sjálfstæðismenn réðu ríkjum. En Kópavogsbúar óku um sínar holóttu götur með þá góðu vissu í hjarta að börnunum þeirra var vel borgið á leikskólum bæjarsins og þeir þurftu ekki að seilast eins djúpt í vasana til að borga fyrir þjónustuna eins og aðrir landsmenn. Og þeir voru sátt- ir við ýmislegt, því í Kópavogi var öldrunarþjónusta til fyrirmyndar og hvergi var betra að búa fyrir barnafjölskyldur en í Kópavogi. Nú sextán árum síðar eru einu holurnar í Kópavogi húsgrunnar í upplöndum bæjarins. En hér hefur verið dýrast að búa fyrir barna- fjölskyldur og hér er öldrunarþjón- Holóttu göturnar í félagsmálabænum Kópavogi Eftir Guðríði Arnardóttur Höfundur er oddviti framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í LOFORÐAPAKKA Sjálfstæð- isflokksins vegna bæjarstjórnar- kosninga í Kópavogi 2006 má lesa að flokkurinn ætli að beita sér fyrir af- námi tekjutengingar lífeyrisbóta. Þetta er athyglisvert loforð í bæjarstjórnarkosn- ingum, einkum vegna þess að bæj- arstjórn Kópavogs hefur ekkert um málið að segja. Það er Alþingi sem ákveður hvort og þá hversu miklar tekjutengingar skuli vera í lífeyr- iskerfi Tryggingastofnunar ríkisins. En hvernig ratar svona kosninga- loforð inn í stefnuskrá fyrir bæjar- stjórnarkosningar? Forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi hljóta að þekkja verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga og leggja þetta því varla fram af vanþekkingu. Í þessu efni er rétt að benda á það að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var þingmaður í 6 ár áður en hann gerðist bæjarstjóri í Kópa- vogi. Við sæti hans á Alþingi tók 5. maður á framboðslistanum í Kópa- vogi. Bæði hafa þau haft alla mögu- leika á að beita sér fyrir afnámi tekjutengingarnar eða bæta kjör líf- eyrisþega en kosið að aðhafast ekk- ert. Það athyglisverðasta við þetta kosningaloforð sjálfstæðismanna er að þar sýna þeir sitt rétta andlit. Endurnýti þeir þetta kosningaloforð fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári þá mun það kosta ríkissjóð um það bil 17 milljarða kr. á ári og bætir fyrst og fremst hag lífeyrisþega með háar tekjur. Lífeyrisþegar sem hafa engar aðrar tekjur en bætur TR fengju ekki krónu af þessum 17 milljörðum. Fyrir þessa upphæð mætti til dæmis hækka tekjutrygg- ingu um nærri því 40 þúsund kr. á mánuði. Það myndi bæta kjör lífeyr- isþega verulega nema þeirra allra tekjuhæstu. Bæði í Kópavogi og á landsvísu er það forgangsverkefni Sjálfstæðisflokksins að bæta kjör þeirra tekjuhæstu umfram kjör þeirra lakast settu. Loforð á fölskum forsendum í Kópavogi Eftir Jón Júlíusson Höfundur er íþróttafulltrúi Kópavogi og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.