Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 48

Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 48
48 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 1. ÁLVER leysir ekki atvinnuleys- isvandann sem herinn skilur eft- ir sig. 2. Engin trygging er fyrir því að ál- ver myndi veita Suðurnesja- mönnum vinnu og reyndar eru allar líkur á því að þar yrði mest um ódýrt, inn- flutt vinnuafl að ræða líkt og á Kárahnjúkum. 3. 70% af nýjum störfum í Evr- ópu verða til í litlum og með- alstórum fyr- irtækjum. 4. Álver gæti orðið svo fyrirferð- armikið að það tæki vald frá bæjarstjórninni, eins og við sjáum á hótunum þeim sem við- hafðar eru í Straumsvík ef ekki er farið að vilja álkónganna. 5. Viljum við eiga það á hættu að staðan sem nú er komin upp með herinn komi upp aftur í framtíð- inni? Þar sem þúsund manns missa vinnuna á einu bretti? Eina leiðin til að tryggja að það gerist ekki er að dreifa eggj- unum í fleiri körfur. 6. Álver eins og öll risafyrirtæki hafa aðeins eitt markmið: Að græða sem mest. Afkoma og heilsa samfélagsins skiptir það engu. 7. Álver veldur sveiflum í hagkerf- inu sem geta bitnað illa á öðrum útflutningsgreinum, sjávar- útvegi, ferðaþjónustu, hugviti o.s.frv. 8. Öll orkan okkar á Reykjanesinu yrði bundin á einum stað. Kæmu fram betri hugmyndir um nýt- ingu hennar gætum við ekki hrundið þeim í framkvæmd ef við værum bundin af samningum um álver. 9. Samkvæmt Kyoto-bókun Sam- einuðu þjóðanna hafa Íslend- ingar skuldbundið sig til að vinna að því að draga úr gróð- urhúsalofttegundum. Álæðið gengur þvert á þessi orð. 10. Önnur áætlun sem kemur frá Sameinuðu þjóðunum kallast Staðardagskrá 21. Reykjanes- bær hefur samþykkt að fram- fylgja henni og m.a. segir á heimasíðu Reykjanesbæjar: „Það er stefna Reykjanesbæjar að loftmengun mælist minnst í landinu.“ Aftur gengur allt tal um álver þvert á þessi orð sem og þessa stefnu. 11. Menn tala um hagstæðar vind- áttir. Þetta eru líklegasta al- spaugilegustu rökin fyrir álveri í Helguvík. Í norðan- og norðaust- anátt mun mengunin frá ál- verinu standa beint yfir bæinn. Er ekki búin að vera norðanátt meira og minna í tvo mánuði núna? 12. Það er mikil framtíð í ferðaþjón- ustu á Íslandi ef rétt er haldið á spilunum. Álæðið vinnur þvert gegn því. 13. Alls staðar í hinum vestræna heimi er krafan um heilnæma fæðu sífellt háværari, allt á að vera lífrænt og hreint. Hér eru mikil sóknarfæri fyrir Ísland sem getur sökum smæðar ekki keppt við fjöldaframleiðsluna en getur hæglega keppt í dýrum gæðavörum. Álver vinnur þvert gegn þessu. 14. Álæðið byggist á gamalli og úr- eltri hugmyndafræði eftirstríðs- áranna um að risafyrirtækin séu grunnurinn að sterku hagkerfi, að þau dragi vagninn og annað fylgi eftir. Þetta er ekki rétt. Langt yfir helmingi þjóðarfram- leiðslu Evrópu kemur frá smærri fyrirtækjum. Í ljósi alls þessa er svarið ofur- einfalt: Við viljum ekki álver. Viljum við álver í Helguvík? Eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Höfundur er í 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjanesbæ. Á ÍSLANDI eru íbúar yfir sjötugt um 23.000 tals- ins eða nálægt 8% þjóðarinnar: Lífsreynt fólk sem lifað hefur tímanna tvenna og þekkir annan heim en þeir sem yngri eru. Oft er talað um nauðsyn þess að hlusta á rödd unga fólksins í samfélaginu; að virða beri skoðanir þeirra varðandi málefni sem það snertir. Við erum jú þegar öllu er á botninn hvolft þau sem erfa skulu landið og virðing fyrir unga fólkinu þykir sjálfsögð. Það er hins vegar ei- lítið sérkennilegt að hér á landi virðist oft gleymast virðingin fyrir öldruðum. Hvað er það annað en virð- ingarleysi að fólk, sem lagt hefur grunninn að því velferðarþjóðfélagi sem við lifum í í dag, líði al- mennan skort og þjáningar sem hæglega væri hægt að koma í veg fyrir? Þetta fólk vann langan vinnu- dag, bjó oft við kröpp kjör og margir lögðu mikið undir til að mennta, ef ekki sig, þá börnin sín. Þessu fólki, sem hefur ofan á allt saman borgað sína skatta, launum við svo á skammarlegasta hátt. Pen- ingaleysi, biðlistar og áhyggjur er það sem blasir við mörgum öldruðum og svo hefur verið lengi. Því er ekki hægt að neita. Þetta skilar sér í ótímabæru heilsuleysi og almennri vanlíðan og er ekki mönnum bjóðandi. Mannsæmandi laun fyrir umönnunarstörf Þegar fólk hefur komist á eftirlaunaaldur merkir það ekki að fólk hafi sagt sig úr samfélagi við aðra menn. Þvert á móti gefur fólk sér þá kannski fyrst tíma til að njóta lífsins fyrir alvöru og eins og við vitum þá kostar allt peninga. Aldraðir eiga, eins og aðrir þegnar þessa samfélags, að hafa pening til að kaupa sér hunangsköku á sunnudögum og fara með barnabörnunum í bíó stöku sinnum. Þegar starfs- ævinni lýkur reynir líka mikið á samstöðu og gæði samfélagsins. Margir aldraðir þarfnast umönnunar; þjónustu sem ekki er nema sjálfsagt mál að allir geti fengið strax og þeir þarfnast hennar. Nauðsynlegt er að sveitarfélög í landinu fái nægj- anlegt fjármagn til þess að sinna málefnum aldr- aðra: Til að aldraðir sem búa á dvalarheimilum hafi allir þann kost að búa í einstaklingsherbergjum og að næg hjúkrunarrými séu til staðar fyrir fólk sem þarf á þeim að halda. Nægt fjármagn þarf til að hægt sé að tryggja að aldraðir geti verið heima hjá sér sem lengst t.d. með byggingu fleiri þjónustu- íbúða. Tryggja þarf aukið sjálfræði aldraðra. Annað er ótækt. Einnig þarf að gera það erfiða starf sem umönnun er eftirsóknarvert og að mannsæmandi laun séu fyrir þá vinnu. Það eru nægir peningar til og þetta er ekki bara spurning um forgangsröðun heldur vilja. Á þetta leggjum við vinstri græn áherslu Það er fráleitt að fólk sem komið er á gamals aldur þurfi að berjast fyrir réttindum sínum. Allt of lengi hafa málefni aldraðra setið á hakanum og allt of lengi hafa aldraðir mátt þola óþolandi vanvirðingu af hálfu samfélagsins. Þessu getum við breytt! Berum virðingu fyrir öldruðum Eftir Emblu Rún Hakadóttur Höfundur er nemi í Menntaskólanum á Akureyri og skipar 6. sæti á V-lista vinstri grænna á Akureyri. MIKIL umræða hefur verið um málefni eldri borgara að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Það er sjálfsagt réttlætismál að leiðrétta strax lægstu laun þeirra sem vinna að umönnun aldraðra. Nýgerðir samningar við umönnunarstarfsfólk á vist- og hjúkrunarheimilum er skref í rétta átt. Einnig er mikilvægt að marka stefnu til framtíðar um það hvernig við viljum búa að þeim sem eldri eru. Aldraðir eiga kröfu á að njóta virðingar og geta búið sjálfstæðri bú- setu svo lengi sem nokkur er kostur. Aldraðir eiga að geta valið um búsetuúrræði til samræmis við þarfir þeirra, hvort sem um er að ræða vistheimili, hjúkrunarheimili, þjónustu- íbúðir eða sambýli og það þarf að gera hjónum kleift að eyða ævikvöldinu saman. Við sjálfstæðismenn í Reykjavík munum meðal annars  gera eldri borgurum kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa og efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun  auka val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa í borginni  lækka fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði  tryggja að til verði fjölbreytt sameiginlegt búsetuform hjúkrunar-, þjónustu- og leiguíbúða ásamt almennum íbúðum til þess að vinna gegn félagslegri einangrun eldri borgara  vinna gegn félagslegri einangrun með skipulögðum heimsóknum heim til eldri borgara  gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið og byggja 200 þjónustu- og leiguíbúðir fyrir eldri borgara.  fjölga bekkjum meðfram gangstéttum og göngustígum Þetta er allt á valdi Reykjavíkurborgar að framkvæma. Það er kominn tími til að hætta ásökunum og upphrópunum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti það á síðasta landsfundi að hjón og sambýlisfólk njóti fullra lífeyrisgreiðslna almannatrygginga án til- lits til tekna maka, að tekjutengingar á grunnlífeyri yrðu afnumdar og skerðingarhlutföll tekjutryggingarauka verði lækkuð í áföngum. Nú er komið að því að Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn standi við samþykktir landsfundar. Við skulum taka höndum saman um lausn í málefnum eldri borgara. Lát- um verkin tala. Aukin virðing – aukið val Eftir Jórunni Frímannsdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur og varaborgarfulltrúi og skipar 7. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. MIKILVÆGT er að konur jafnt sem karlar séu virk- ir þátttakendur í mótun samfélagsins. Þrátt fyrir að hlutur kvenna í sveitarstjórnum hafi aukist á síðustu árum og áratugum er enn nokkuð langt í land að hann sé í samræmi við hlutfall kvenna af íbúafjölda landsins eða þeirra sem eru í framboði. Núna er hlutur kvenna í sveitarstjórnum 32% og af 98 oddvitum sveitarfélaga eru að- eins 25 konur (25%). Engin kona er í stjórn í sjö sveitarfélögum og svo virð- ist sem konur eigi erfiðara uppdráttar í smærri sveitarfélögunum en þeim stærri. Velta má fyrir sér hvort ástæð- an sé sú að konur skipi almennt ekki fyrsta sæti á framboðslistum. Eru konur almennt ekki það ofarlega á listum að þær ná kjöri? Ef þeir 172 framboðslistar sem nú bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga eru skoðaðir gaumgæfilega kemur ýmislegt í ljós. Flestir framboðslistar eru með nokkuð jafnt hlutfall karla og kvenna á framboðs- listum þegar á heildina er litið, þó ekki allir. Þegar skoðað er í hversu mögum tilvikum konur skipa fyrsta sæti er staðan ekki eins góð. Á 37 framboðslistum skipa konur 1. sætið eða í rúmlega 21% tilfella. Það þýðir að karlar eru í næstum 80% tilfella í fyrsta sæti á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninganna í ár. (Heimild: www.kosningar.is) Sé horft til þeirra fimm flokka sem bjóða sjálfstætt fram, með tilliti til stöðu kvenna á framboðslistum, kemur Samfylkingin best út og Framsóknarflokk- urinn verst. Í 40% tilfella eru konur í fyrsta sæti á list- um sem Samfylkingin býður fram. Í 21% tilfella eru konur í 1. sæti á listum sem Vinstri grænir bjóða fram, 19% hjá Sjálfstæðisflokknum, 14% hjá Frjáls- lynda flokknum og í aðeins 8% tilfella eru konur í 1. sæti á listum sem Framsóknarflokkurinn býður fram. Staðan er ívið skárri þegar 2. sætið er skoðað en þó hefur Samfylkingin enn vinninginn með konur í 60% tilfella í 2. sæti. Hér er ekki horft til þeirra lista sem bjóða fram í samstarfi við aðra, eða staðbundinna lista sem boðnir eru fram undir ýmsum nöfnum og bók- stöfum. Nöfn sumra þessara framboðslista bera reyndar hreinlega með sér að hafa enga eða mjög fá- ar konur á lista eins og t.d. xMotor listinn og kraftlist- inn. Óhætt er að fullyrða að Samfylkingunni gengur best allra flokka að halda kynjahlutföllum jöfnum bæði á framboðslistum og í sveitarstjórnum. Hlutur kvenna í Samfylkingunni er mun betri en hjá öðrum flokkum sem sýnir okkur að jafnréttisbaráttan er tek- in alvarlega og konur jafnt sem karlar skipa efstu sætin á framboðslistum. Hafa ber í huga að árang- urinn í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna næst ekki af sjálfu sér. Með því að kjósa Samfylkinguna í sveit- arstjórnarkosningunum ert þú að auka áhrif kvenna við stefnumótun í samfélaginu. Hlutur kvenna bestur hjá Samfylkingunni Eftir Ragnhildi Helgadóttur Höfundur er formaður kvennahreyfingar Samfylkingar- innar og skipar 8. sæti á framboðslista Samfylkingar- innar í Kópavogi. Í FORUSTUGREIN Morgun- blaðsins 18. maí segir svo: „Öldr- uðum hefur þótt erfitt að ná eyr- um ráðamanna. Þeir eru reiðir vegna þess, að þeim finnst að þeir séu ekki virtir við- lits. Í forustusveit þeirra eru menn, sem hafa mikla reynslu af opinber- um málum sem stjórnmálamenn, verkalýðsleiðtogar og háttsettir embættismenn.“ Þetta er hárrétt hjá Morgun- blaðinu. Framkoma stjórnvalda við forustumenn eldri borgara hef- ur verið slík undanfarin ár að þeir eru búnir að fá nóg. Þeir eru einn- ig búnir að fá nóg af skýrslugerð og nefndarskipunum. Það liggur alveg ljóst fyrir hver vandinn er. Það er komið að athöfnum eins og AFA, hin nýju samtök aðstand- enda aldraðra, hafa bent á. Lífeyrir hefur lækkað um 17,7 prósentustig Samkvæmt staðtölum Trygg- ingastofnunar ríkisins 2004 nam lífeyrir aldraðra, grunnlífeyrir, tekjutrygging og eingreiðsla 61,6% af lágmarkslaunum verka- fólks það ár en árið 1988 nam sami lífeyrir 79,3% af lágmarks- launum. Á þessu tímabili hefur lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum lækkað um 17,7 prósentustig. Árið 1995 nam ellilífeyrir 74,8% af lágmarks- launum. Það er því alveg sama hvort miðað er við 1988 eða 1995: Það hefur orðið gífurleg skerðing á lífeyri aldraðra miðað við lág- markslaun verkafólks. Þessar töl- ur tala sínu máli. Þær segja allt sem segja þarf. Deilur fjár- málaráðherra við prófessora há- skólans um það hve skattar hafi hækkað mikið breyta þar engu um. Áður greiddu tekjulágir ellilíf- eyrisþegar engan skatt en nú verða þeir að greiða verulega skatta. Á sama tíma hafa lyf hækkað mikið í verði en það bitn- ar þungt á öldruðum. Allir vilja bæta ráð sitt Allir flokkar, sem bjóða fram við borgarstjórnarkosningar, segjast nú vilja bæta kjör aldraðra. Þeir vilja auka heimaþjónustu og heimahjúkrun aldraðra og þeir vilja fá lögbundin framlög ríkisins til þess að geta byggt hjúkr- unarheimili. Ég benti á það hér í Morgunblaðinu, að ríkið hefur tek- ið til reksturs 2,5 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra en sá sjóður var stofnaður til þess að kosta byggingu hjúkrunarheimila. Einn frambjóðandi orðaði það svo, að ríkið hefði stolið þessum peningum! Eitt er víst: Ríkið verð- ur að skila þessum peningum strax. Það er eðlilegt að eldri borgarar séu tortryggnir út í stjórn- málaflokkana þegar þeir lofa nú aðgerðum í málefnum þeirra. Þess vegna er það mjög athyglisvert stefnumál hjá Samfylkingunni í Reykjavík, að ef aldraðir fái ekki þá þjónustu, sem þeir eiga lögum samkvæmt að fá, þá skuli þeir fá greiðslu í staðinn. Þetta er algert nýmæli og mjög gott stefnumál hjá Samfylkingunni. Lækka verður fasteignagjöld aldraðra Mikil áhersla er nú lögð á það, að aldraðir geti verið sem lengst í heimahúsum. Til þess að auðvelda það þarfa að lækka fasteignagjöld aldraðra verulega. Ég tel, að auka eigi afslátt á fasteignagjöldum elli- lífeyrisþega og þeir sem eru 70 ára og eldri eigi að greiða mjög lág fasteignagjöld. Lækka þarf fasteignagjöld aldraðra verulega Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og á sæti á lista Samfylking- arinnar og situr í heiðurssæti listans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.