Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 50

Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 50
50 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ERT þú ein/n af þeim sem spyrja sig hvað hægt sé að gera til að snúa við þeirri þróun sem er að eiga sér stað á Íslandi í dag? Ert þú í hópi þeirra sem stórefast um ágæti stóriðju- stefnu stjórnvalda og telja að Ísland eigi að stefna í allt aðra átt en þeir fáu sem nú sitja á þingi gera? Spyrð þú sjálfa/n þig hvað þú getir gert til þess að bjarga landinu þínu frá eyðileggingu? Sjaldan hefur ein mannvera bylt stóru fjalli, en með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt að gera. Nú er okkar tími kominn til þess að gera eitthvað, ekki er seinna vænna, kæru samfélagar. Íslandsvinir er hópur fólks sem lætur sig varða náttúru Íslands, menningu, sjálfstæði og lýðræði. Laugardaginn 27. maí, kl. 13.00, standa Íslandsvinir fyrir göngu sem lagt verður í frá Hlemmi. Gengið verður niður Laugaveginn og endað á Austurvelli þar sem haldnir verða tónleikar og útifundur. Íslandsvinir vilja taka höndum saman með öðrum Íslandsvinum í meðmælagöngu þar sem gengið verður fyrir náttúru Ís- lands, fjölbreytt atvinnulíf, sköp- unarkraft, frumkvæði, sjálfstæði og virkt lýðræði. Íslandsvinir hafna mis- notkun og óábyrgri eyðileggingu náttúrunnar sem er að eiga sér stað vegna stóriðjustefnu ríkisstjórnar- innar. Ert þú Íslandsvinur? Við hvetjum alla til þess að koma með okkur í gönguna þann 27. maí kl. 13. Til þess að nota lýðræðislegan rétt okkar munum við hefja undirskrifta- söfnun á Austurvelli þar sem skorað verður á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu, óháð flokks- pólitík, um framtíðarstefnu í stóriðju- málum og verndun náttúru Íslands. Íslandsvinir telja náttúru Íslands og hreint loft vera yfir flokkspólitík haf- ið og eigi að vera spurning um heildarhagsmuni til framtíðar fyrir komandi kynslóðir, en ekki háð skammtímasjónarmiðum ríkisstjórn- arinnar. Vertu með í hópi fólks sem lýsir yfir ást sinni á landinu þennan dag, vertu Íslandsvinur. Meðal þeirra sem nú þegar hafa ákveðið að lýsa yfir stuðningi og vináttu sinni við Ísland er listafólk sem mun láta sköpunar- kraft sinn skína á sviði á Austurvelli. Þar má nefna tónlistarfólkið Benna Hemm Hemm, Hjálma, KK, Ragn- hildi Gísladóttur, Flís og Bogomil Font. Sólveig Arnarsdóttir stígur á svið sem fjallkona. Nú er það í þínum höndum ásamt öðrum Íslandsvinum að gera Íslands- gönguna að stórviðburði. Við berum öll ábyrgð á því hvernig fer fyrir landinu okkar og miðað við það að vera á topp 10 yfir ríkustu þjóðir heims ættum við að geta gert miklu betur en að gjöreyðileggja landið okkar fyrir nokkrar krónur í vasann. Aldrei áður hefur verið gengið eins nærri náttúrugersemum Íslands og einmitt núna og aldrei í allri sögu landsins hafa Íslendingar framið eins stór umhverfisspjöll og á síðustu ár- um. Miðað við þann sköpunarkraft og frumkvæði sem í íslensku þjóðarsál- inni býr ættum við að geta komið Ís- landi á blað heimssögunnar fyrir framsækna hugsun og sköpun í um- hverfisvænum lausnum á öllum svið- um. Mætum öll á Hlemm kl. 13 á laugardaginn 27. maí og sýnum sam- stöðu í meðmælagöngu fyrir Ísland til þess að snúa þróuninni í átt að framsækni, frumkvæði, sjálfstæði og lýðræði. Hvetjum vini okkar og fjöl- skyldu til þess að ganga með okkur fyrir Ísland. Sýnum börnunum okkar hversu mikils virði landið okkar er. Ísland þarfnast samstöðu okkar núna kæru samfélagar. ANDREA ÓLAFSDÓTTIR, háskólanemi og Íslandsvinur. Samstaða í verki – Íslandsvinir ganga saman Frá Andreu Ólafsdóttur Andrea Ólafsdóttir HÁSKÓLI Íslands (HÍ) hefur sett fram markmið um að HÍ verði í hópi 100 bestu í heimi. Þetta er verðugt markmið en ekki er ólíklegt að í kennslu í læknis- og hjúkr- unarfræðum o.fl. sé HÍ nú þegar í þessum flokki. En skuggahlið kennslu í HÍ er kennsla í svokallaðri stærð- fræðilegri fiskifræði og fiski- hagfræði sem byggir á því fyrr- nefnda. Ég hef bent á það áður að þarna virðist fara fram kennsla í andvana fæddri kenningu – að það sé arðsemi í því að „draga úr veiði til að byggja upp þorskstofninn“ – burtséð frá fæðuframboði í hafinu. Umrædd aðferðarfræði virðist hafa dregið saman afrakstur í flestum þorskstofnum í N-Atlantshafi, nema í Færeyjum. Stærðfræðileg fiski- færði/fiskihagfræði virðist mér því vera kennsla í skaðlegu bulli. Nánari lýsingu á þessu má sjá með því að lesa grein höfundar, „Endurvinna gagnagrunn þorsk- stofnsins?“ á netinu: www.mbl.is/ greinar. Ég tel að HÍ eigi að bjóða mér að halda málstofu í Háskóla Íslands um þetta álitaefni þar sem ég rökstyð þessi sjónarmið betur. Jafnframt væri frábært ef Orator, félag laga- nema, skipaði „kviðdóm“ sem skilaði áliti um hvort ekki sé eðli- leg krafa hjá mér að gerður verði nýr gagna- grunnur um þorskstofninn hérlendis með „árlegum raundánarstuðli“ svo hægt verði að bera þessa tvo gagnagrunna saman með faglegum hætti og rökræða álitaefnið um hvort báðir þessir gagnagrunnar standist í þremur grundvallaratriðum: A: Standist stærðfræðilega. B: Standist líffræðilega. C: Standist löggilta endurskoðun um mældar og skráðar stærðir. Ef HÍ ætlar að komast í hóp 100 bestu í heimi á sviði fiskifræði verð- ur að bretta upp ermarnar í þessu álitaefni svo „uppfæra“ megi kennslu í fiskifræði og fiskihagfræði þannig að það sú kennsla standist þrjú áðurnefnd grundvallaratriði. Jafnframt verði spurningunni svar- að hvort HÍ hafi óvart stundað kennslu í bulli. KRISTINN PÉTURSSON, fiskverkandi á Bakkafirði. Opið bréf til Háskóla Íslands Frá Kristni Péturssyni Kristinn Pétursson SAMKVÆMT ákvörðun heil- brigðisyfirvalda 1. apríl síðastliðinn hafa heilsugæslulæknar einir heim- ild til að vísa sjúklingum til sjálf- stætt starfandi hjartalækna. Sjúklingar með hjartasjúkdóm verða þess vegna að panta tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni til hjartalæknis. Eins og fram kom í grein Ásgeirs Jónssonar og Þór- arins Guðnasonar í Morgunblaðinu hinn 13.5. sl., leiðir þetta til aukins kostnaðar og tímasóunar fyrir sjúklinginn og þar að auki ónauð- synlegt álag á heilsugæslustöðvar sem þegar eru undir miklu álagi og þar sem enn skortir starfskraft. Ákvörðunin hefur líka neikvæðar afleiðingar fyrir möguleika annarra sérgreinalækna að vísa sjúklingi til hjartalæknis. Við undirrituð erum sjálfstætt starfandi taugalæknar og viljum við með þessu bréfi sýna fram á þá ókosti sem ofangreind ákvörðun hefur fyrir okkur og sjúklinga okkar. Einkenni frá heil- anum og öðrum hlutum taugakerf- isins stafa oft af sjúkdómum í hjarta og æðakerfi. Svo dæmi séu nefnd orsakast um 20% heilablóð- falla af sjúkdómum í hjarta eins og hjartadrepi, hjartalokusjúkdómi eða hjartsláttartruflunum. Sjúk- lingar með krampaköst, svima eða aðrar tegundir truflana á meðvit- und leita einnig oft til taugalæknis. Orsakir slíkra einkenna geta verið hjartsláttartruflanir, sem sumar geta verið mjög alvarlegar og leitt til hjartastopps og dauða. Það er augljóst að þessir sjúklingar verða að fá skoðun hjartalæknis en eftir 1. apríl hefur orðið alvarleg skerð- ing á þessum möguleika. Eftir þessa dagsetningu verðum við að vísa sjúklingi til heimilislæknis sem eftir skoðun á sjúklingnum ef til vill skrifar slíka beiðni til hjartalæknis. Þessi leið seinkar greiningu og meðferð og eykur áhættu fyrir sjúklinginn auk þess sem hún bendir til vantrausts og vanvirð- ingar heilbrigðisyfirvalda á þeim sem hafa þekkinguna og ábyrgðina á velfarnaði sjúklingana. Auðvitað er alltaf möguleiki á að senda sjúk- linginn beint til bráðamóttöku hjartadeildar við Hringbraut og er sú leið notuð ef um bráðatilvik er að ræða. Undirrituð hafa fleiri áratuga reynslu af sænska heilbrigðiskerf- inu sem einkennist af lítilli afkasta- getu, stirðleika og miðstýringu. Ólíkt Svíþjóð hefur Ísland í mörg ár haft kosti sveigjanlegs heilbrigð- iskerfis sem hefur byggt á sam- vinnu og gagnkvæmu trausti ríkis- stofnana og sjálfstætt starfandi lækna. Höldum áfram að byggja upp þetta kerfi til betri afkasta og valmöguleika fyrir sjúklingana. GUÐRÚN R. SIGURÐARDÓTTIR, MARTIN L. GRABOWSKI, taugalæknar. Skerðing á aðgangi að þjónustu hjartalækna Frá Martin L. Grabowski og Guðrúnu R. Sigurðardóttur ÉG VERÐ annað veifið pirraður yfir einhverju máli sem er ofarlega á baugi í þjóðfélaginu. Ég hef mjög oft orðið pirraður yfir virkjana- og álversumræðunni en núna er það flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. Þeir sem básúna um flugvöll á Lönguskerjum hljóta að vera í eitthvað annarlegu ástandi! Það að eyða fleiri milljörðum króna í það að fleygja fleiri milljörðum rúmmetra af grjóti í sjóinn til þess eins að gera flugvöll er hreint út sagt fáránlegt að mínu mati. Foss- vogurinn er fallegur eins og hann er. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er barn síns tíma og hefur sinnt sínu hlutverki með prýði en nú er tími hans liðinn. Ríkið er í þann mund að taka við Keflavíkurflugvelli sem mun kosta þjóðfélagið gríðarlega fjármuni og er það mín skoðun að þar með verði Reykjavíkurflug- völlur blásinn af. Fyrir jafn litla þjóð og íslendinga að halda úti tveimur fullkomnum flugvöllum svona nálægt hvor öðrum er ekki gáfulegt. Hvort sem Hólmsheiði eða Löngusker yrðu fyrir valinu. Þær raddir hafa heyrst að það myndi setja sjúkraflugi skorður að færa innanlandsflug til Keflavíkur. En það má benda á að þeir sjúk- lingar sem eru fluttir með flug- vélum eru í flestum tilfellum í það stöðugu ástandi að þeir eru full- færir um að lifa af flutning til Reykjavíkur. Sjúklingar í bráðri lífshættu eru fluttir með þyrlu og þyrlur lenda auðveldlega við Land- spítalann í Fossvogi. Það myndi að mínu mati einnig styrkja þá kröfu að þyrlukostur Landhelgisgæsl- unnar verði efldur. Einnig má leiða getum að því að verslun í héraði muni eflast við færslu innanlandsflugs til Keflavík- ur. Það mætti ætla að það yrði vænni kostur að kaupa sokkaparið heima frekar en fljúga til Reykja- víkur. Og svo má einnig vekja at- hygli á því að Akureyrarflugvöllur er steinsnar frá blómlegri verslun. Víðast hvar erlendis er innan- landsflug og millilandaflug á sama flugvellinum. Þar þykir ekkert til- tökumál að sitja í rútu eða lest allt að klukkutíma til að komast inn í borgina. Suðurnesjamönnum veitir heldur ekki af þeim störfum sem fylgja þeirri uppbyggingu sem þar á að eiga sér stað og við að veita þá þjónustu sem flugið krefst. Það er svo ríkt í okkur Íslending- um að hafa allt í seilingarfjarlægð. Það er ekki meitlað í stein að það verði að taka 45 mínútur að aka bíl til Keflavíkurflugvallar, með tíð og tíma væri það vel athugandi að koma á fót lestarsamgöngum við Keflavíkurflugvöll og með því móti mætti stytta þennan tíma niður í 20–25 mínútur eða jafnvel skemmri tíma. Við verðum að temja okkur horfa lengra fram í tímann en stjórn- málamenn. Það vita allir að í þeirra augum er Ísland einungis til í eitt kjörtímabil í einu. Við hin vitum aftur á móti að það er framtíð eftir kjörtímabilið og við verðum að hvetja stjórnmálamennina, hvar svo sem þeir eru staddir í hinu póli- tíska litrófi, til að líta lengra fram í tímann. SVERRIR ÁRNASON, Víðimel 53, Reykjavík. Flugvallar- pirringur Eftir Sverri Árnason AÐ UNDANFÖRNU hefur bókin hans Andra Snæs Magnasonar farið sigurför um landið og hlotið maklegt lof þakklátra lesenda, sem grípa feg- ins hendi skýra og aðgengilega fram- setningu hans á því stóra og afdrifa- ríka máli, sem álvæðing stjórnvalda er fyrir land og þjóð. Með sinni skemmtilegu og rökföstu framsetn- ingu er honum líka að takast að koma af stað víðtækri umræðu um stefnu valdhafa þjóðarinnar í atvinnu- málum. Fólk rumskar við og fer að velta fyrir sér hvers konar þjóðfélagsgerð það vill byggja hér upp og búa við í framtíðinni. Oft hefur verið bent á ýmsar væn- legri leiðir til menningar og fram- fara, en hingað til hafa stjórnvöld, með Landsvirkjun í broddi fylkingar, komist upp með að þegja í hel allar athugasemdir um vafasaman ábata af þessu álverabrölti sínu, en nú er orðið svo uggvænlega langt gengið á þeirri leið að landsmenn allir hljóta að krefjast svara og haldbærra raka fyrir þeirri forgangsröðun. Meðan menntamálin, velferðar- málin, vísindi og heilsugæsla sitja á hakanum og siðgæðisvitund þjóðar- innar hrakar er ekki hægt að sitja þegjandi hjá og láta eins og ekkert sé að. Allt of lengi hefur handhöfum pen- ingavaldsins, með Landsvirkjun í broddi fylkingar, liðist að ráðskast með ríkissjóð allra landsmanna til óhæfuverka í misþyrmingu á lands- ins gæðum í þágu erlendra auðhringa og með undanslætti viðhlæjandans, láta allt falt fyrir lágt verð og litla tryggingu sé til framtíðar litið. Sem fulltrúi úr hópi yngri kynslóð- anna hefur Andri Snær sýnt með þessari bók að það er ekki í þágu uppvaxandi fólks og framtíðar sem svo miklu er fórnað fyrir vafasaman stundargróða. Eftirlaunafólkið, sem hefir séð tímana tvenna og þrenna, veit að það þurfti engin álver til að ljós- og vél- væða þetta land og mennta þessa þjóð. Þetta fólk sem kom henni úr verkfærafátækt og vöruskorti á dög- um konungsvaldsins í velmegun og allsnægtir fullvalda lýðræðisríkis með eigin stjórn og löggjafarþing. En það veit að það þurfti hugsjóna- eld, kjark og áræði, ódrepandi seiglu, útsjónarsemi, nýtni og ráðdeild til þess að ná settu marki. Vinnulöggjöf og mannréttindi voru heldur ekki sjálfgefin, en kostuðu bæði blóð, svita og tár. – Það væri svo sannarlega ástæða til fyrir þennan þjóðfélagshóp að fylkja liði til mótmæla nú, þegar réttindi launafólks eru fótumtroðin, útlent vinnufólk hlunnfarið og notað til að halda niðri lægstu smánarlaunum í ómennsku vinnuálagi við undir- mönnuð láglaunastörf, gjarnan ein- mitt til umönnunar á elliheimilum og fjársveltum sjúkrahúsum. Sjálfstæði landsins er ógnað með skuldasöfnun, óráðsíu og álverabrölti sem hefur nú þegar gefið laust undir erlent vald allt of mikið af ákvarð- anatöku þjóðarinnar í eigin málum. Er ekki ástæða til að spyrja: „Hvar er þín fornaldar frægð, frelsið og manndáðin best?“ Þakka þér fyrir, Andri Snær, að gefa tilefni til að krefjast undan- bragðalausra svara og opinbers upp- gjörs stjórnvalda á þessum málum. GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlíð 2, Blönduósi. Draumalandið Ísland Frá Guðríði B. Helgadóttur Innihaldið skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.