Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón HermannPálsson fæddist í Hjallanesi í Land- sveit 27. nóvember 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lundi 13. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Oddsdótt- ir, f. í Lunansholti í Landsveit 29. jan- úar 1891, d. 10. júlí 1971, og Páll Þórar- inn Jónsson, f. í Holtsmúla í Land- sveit 1. september 1893, d. 2. febrúar 1951. Systkini Hermanns eru: 1) Oddrún Inga, f. 22. ágúst 1922, d. 22. mars 2004, maki Sig- urður Þórir Ágústsson, f. 7. des. 1922, d. 1. maí 1975. 2) Elsa Dó- róthea, f. 19. ágúst 1924, maki Magnús Kjartansson, f. 5. júní 1924. 3) Ingólfur, f. 1. september 1925, d. 29. október 1984, maki Jónína Salný Stefánsdóttir, f. 3. nóvember 1928. 4) Auðbjörg Fjóla, f. 25. maí 1928, maki Krist- inn Ingólfur Jóns- son, f. 23. apríl 1923, d. 17. febrúar 1979. 5) Oddur Ár- mann, f. 28. desem- ber 1932, maki Gógó Engilberts, f. 21. október 1936. Hermann ólst upp hjá foreldrum sín- um í Hjallanesi og vann við bú þeirra fram til 1950. Hann starfaði hjá Vega- gerð ríkisins í um 50 ár, lengst af sem veghefilsstjóri. Frá árinu 1966 stundaði hann samhliða starfi sínu hjá Vegagerðinni fjárbúskap á jörð sinni Lunansholti II í Land- sveit og var þar einnig með trjá- rækt hin síðari ár. Hermann byggði sér hús á Hellu á Rang- árvöllum og bjó þar til ársins 2000, þegar hann flutti í Hjalla- nes í kjölfar Suðurlandsskjálfta. Útför Hermanns verður gerð frá Skarðskirkju í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku bróðir minn og vinur. Nú ert þú loks frjáls og laus undan þjáningum og vonbrigðum síðustu þriggja mánaða. Mjaðmar- aðgerðinni sem átti að taka 4–5 daga fylgdu afleiðingar, þú fékkst blóðtappa í höfuð, lamaðist, misstir málið og svo marga aðra kvilla. Nú ert þú laus við allar þrautir og mamma og pabbi umvefja þig hlýj- um móður- og föðurfaðmi. Ég þakka þér alla hlýju og ástúð sem þú hafur alltaf sýnt mér, það voru stór búin sem við áttum heima þegar við vorum börn í leik með leggi og kjálka, sem við notuðum fyrir kindur og hross. Ég kveð þig, elsku bróðir, með þessum línum. Guð sá að þú varst þreyttur og þrótt var ekki að fá, því setti hann þig í faðm sér og sagði: „Dvel mér hjá“. Harmþrungin við horfðum þig hverfa á annan stað, hve heitt sem við þér unnum ei hindrað gátum það. Hjarta, úr gulli hannað, hætt var nú að slá og vinnulúnar hendur verki horfnar frá. Guð sundur hjörtu kremur því sanna okkur vill hann til sín hann aðeins nemur sinn allra besta mann. (Þýtt Á.Kr.Þ.) Söknuðurinn er sár en minningin lifir. Fjóla Pálsdóttir. Það er með trega og söknuði sem við kveðjum kæran frænda. Hermann frændi hefur alla tíð verið samofinn mínu lífi, bæði í uppvextinum og einnig á fullorð- insárum, hluti af nánustu fjöl- skyldu. Mér hefur verið sagt að fyrsta bílferðin mín hafi verið í Landrover-jeppanum hans, sem hann eignaðist í kringum miðja síðustu öld. Fyrsta ferðin til fjalla var líka í þeirri bifreið, þá var ég orðin aðeins stærri og farin að muna. Hann þekkti flestalla slóða á Landmanna- og Rangárvallaafrétt- um, hafði vísast tekið þátt í að leggja þá flesta, ryðja brautir fyrir þá sem á eftir komu, það var ævi- starfið hans að ryðja brautir og slétta vegi svo samferðamenn mættu njóta. Nokkrum sinnum fórum við með frænda til fjalla og þar var hann sannarlega í essinu sínu og ómetanlegt var að njóta leiðsagnar hans og fræðslu á þeim slóðum. Veiðivatnasvæðið og frið- land að fjallabaki voru í sérstöku uppáhaldi, og þrátt fyrir þreytu var alltaf hýrt yfir frænda þegar hann kom til baka úr vorleiðangri við lagfæringu slóðanna á þessum svæðum. Það fór ekki mikið fyrir honum frænda og ekki var hann hávær, en það munaði um verkin hans, ef hann hafði grun um að hjálpar væri þörf þá var hann mættur. Við Halli urðum áþreifanlega vör við þessa einstöku greiðasemi þegar við fórum út í sumarbústaðabygg- ingu. Fljótlega var frændi mættur með hamarinn, og ekki leið langur tími þar til honum þótti þörf á að lagfæra akveginn til okkar og óum- beðinn keyrði hann efni í brautina. Svo þurfti hlið á girðinguna og auðvitað smíðaði hann það. Honum leist vel á að við settum upp við- arofn, rétti mér fallegan físibelg og ekki leið á löngu þar til full kerra af eldivið var komin á svæðið. Þetta er bara lítið dæmi um hvern- ig hann var alltaf tilbúinn að leggja öðrum lið. Hann fylgdist líka af áhuga með tilburðum okkar við trjárækt, þar áttum við sameig- inlegt áhugamál. Það er margs að minnast og margt að þakka. Óneitanlega er tómlegt að keyra í gegnum Lun- ansholtslandið núna og eiga ekki von á að sjá þig á ferli við að líta eftir kindunum þínum eða hlúa að trjáplöntum, þau hafa verið mörg sporin þín þar á liðnum árum við að rækta upp landið og hlúa að málleysingjum. Þær eru margar tuggurnar sem klárarnir okkar hafa þegið frá þér, til þín hafa þeir alltaf verið jafn velkomnir, jafnt sumar sem vetur. Kæri frændi, hjartans þökk fyrir allt sem þú hefur verið okkur, minningin um þig mun fylgja okkur um ókomin ár. Pálína og Hallgrímur. Hann Hermann frændi er dáinn. Með fáum orðum langar okkur systur að minnast hans. Frændi tyggjó eins og við syst- urnar kölluðum hann víst langt fram eftir aldri fylgdi okkur í gegnum uppvöxtinn í sveitinni í Hjallanesi. Seinni part dags kom Frændi keyrandi í hlað eftir að hafa lokið vinnudegi sínum á hefl- inum. Í sveitinni sinnti Frændi sínu helsta áhugamáli, kindunum sínum. Við systur biðum þá gjarn- an eftir honum á hlaðinu og gauk- aði hann að okkur tyggjóplötum, þaðan kemur viðurnefnið Frændi tyggjó. „Frændi áttu tyggjó“ heyrðist sönglað daginn út og inn og aldrei brást að guli Juicy Fruit tyggjópakkinn var á sínum stað í brjóstvasanum. Reyndar taldi hann okkur líka trú um að amma Elsa ætti tyggjótré í garðinum hjá sér í sveitinni, en þar hafði hann komið fyrir tyggjóplötum til að stríða okkur. Frændi var alltaf af- skaplega góður við okkur systurn- ar og ungar urðum við stoltir eig- endur kinda sem komu úr eigu Frænda. Á afmælum okkar biðu stundum splunkuný og glansandi hjól á hlaðinu, frá Frænda, allt frá fyrstu þríhjólunum okkar upp í torfæru BMX hjólin sem við þeytt- umst um á þegar á unglingsald- urinn var komið. Mikið verður skrítið að koma til ömmu og afa í Hjallanesi og að Hermann komi ekki inn og fái sér bita eða kaffibolla. Hann kunni mikið af sögum og hafði gaman af því að segja okkur fréttir úr sveit- inni, þegar sá gállinn var á honum og oft var glatt á hjalla. Í dag kveðjum við kæran frænda okkar og þökkum honum fyrir þá miklu góðmennsku sem hann hefur sýnt okkur í gegnum árin. Anna Elín, Elsa Dórót- hea og Kristín Rós. Gaman er að vaka og vinna, verkin þörf af hendi inna. Vel að lýð og landi hlynna, leiða prýði yfir sveit, Margan kalinn rækta reit. Reyndu gæfu-gull að spinna úr gæðum lands og sjóar. Iðnir finna yndisstundir nógar. (Páll Ólafsson.) Að stórum hluta eru bestu minn- ingar mínar úr barnæsku ferðir okkar fjölskyldunnar að Hjallanesi í Landsveit sem oft voru farnar til að heimsækja ættingjana okkar þar. Í huga mínum var þar paradís á jörð. Frændsystkini mín áttu ketti, hunda, hesta, folöld, hænur, lömb, kýr og kálfa. Móttökurnar voru líka alltaf einstaklega góðar. Það var gott að koma til ömmu Hall- dóru, Elsu og Magnúsar bónda og þeirra barna. Ég man eingöngu eftir sólskinsstundum í sveitinni enda hafa sjálfsagt verið valdir góðviðrisdagar til ferðanna auk daga þegar þurrkur var og hægt var að taka til hendinni í heyskap með heimafólkinu. Minningar um Hermann föðurbróður minn eru samofnar öllum þeim góðu minn- ingum enda var Hjallanes ætíð hans annað heimili. Hermann starfaði alla starfsævi sína, óslitin fimmtíu ár, hjá Vega- gerð ríkisins. Á fyrstu árunum við vegavinnu. Síðar varð Hermann veghefilsstjóri og áratugum saman heflaði hann vegina í Rangárvalla- sýslu, inn í virkjanir, á afréttir og hálendisvegina í Landmannalaugar og Veiðivötn auk fleiri leiða. Hann fór fyrstur að vori og undirbjó veg- ina fyrir lagfæringar svo að bænd- ur kæmust leiðar sinnar og ferða- menn til að njóta íslenskra óbyggða. Hermann byggði sér glæsilegt hús við Freyvang á Hellu og bjó þar lengi. Hermann gerðist bóndi í Lunansholti 2 í Landsveit árið 1964 og hóf þar fjárbúskap og skógrækt. Hann var með þeim fyrstu sem hóf markvissa skóg- rækt sem var eitt hans aðaláhuga- mál. Þegar ekið er upp Landveg má sjá fallegan skógarlund í land- inu hans. Þar setti hann niður tré sem upphaflega mörkuðu upphafs- stafi foreldra hans, Páls Þórarins, afa og svo ömmu Halldóru. Síðar stækkaði hann lundinn og hlúði að trjáplöntunum af mikilli alúð. Árið 1992 var haldið niðjamót þeirra í sveitinni og þá komu afkomendur þeirra saman í lundinum og gróð- ursettu trjáplöntu hver og einn. En handan þjóðvegarins stendur fjárhús hans og hlaða. Þar hafði hann féð sitt. Hann þekkti hverja skepnu og þær hann. Það var aðdáunarvert að sjá hann hlú að skepnunum. Heimsóknir í fjárhús- ið voru mestu ánægjustundir. Í Suðurlandsskjálftunum 2000 skemmdist hús Hermanns á Hellu. Þá reisti Hermann sér timburhús heima í Hjallanesi og fluttist þang- að og bjó þar til æviloka. Það hefur alltaf verið jafnyndislegt að heim- sækja heimilisfólk í Hjallanesi, setjast þar inn og eiga notalegt spjall. Það eru stundir sem geym- ast vel í minningunni. Hermann var þá oft kátur og rifjaði upp at- vik liðins tíma. Hermann er farinn í hinstu vor- ferðina sína og við sem eftir stönd- um munum heiðra minningu hans. Hann verður jarðsettur í litla fal- lega kirkjugarðinum í Skarði, hjá foreldrum og systkinum sínum sem þar hvíla. Elsku frændfólk og vinir, ég votta ykkur öllum einlæga hluttekningu og samúð. Hjartans kveðjur, Jóhanna Halldóra Oddsdóttir. Í ársbyrjun 1973 flúði fjölskylda okkar til lands eftir að eldgos hafði brotist út á Heimaey. Við tók bið- tími eftir húsnæði hjá ættingjum og vinum. Á þessum tímamótum kom Hermann inn í líf okkar. Hæglátur maður með stórt hjarta skaut yfir okkur skjólshúsi á Freyvangi 23 á Hellu. Þar hafði Hermann byggt sér myndarlegt hús og gróðursett tré í garðinn sinn, enda áhugamaður um gróður og garðrækt. Hermann varð frá þessari stundu einn af fjölskyld- unni og tók virkan þátt í uppeldinu með foreldrum okkar. Það var kærkomin viðbót þar sem Þórhall- ur faðir okkar var lengst af við björgunarstörf og endurbyggingu í Eyjum þennan tíma sem við bjugg- um á Hellu. Við eigum margar góðar minn- ingar frá þessum tíma með Her- manni. Auk þess að taka virkan þátt í heimilislífinu var Hermann duglegur að taka okkur systkinin með í hinar ýmsu ferðir, hvort heldur var á vegheflinum eða Land Rovernum L 15. Hermann sagði okkur margar sögur og oft var stutt í kímnina. Elsku Hermann. Takk fyrir allt það sem þú gafst okkur með nær- veru þinni. Takk fyrir hlýhug og vináttu í garð fjölskyldu okkar. Minning þín verður ætíð ljós í lífi okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 V. Briem.) Megi góður Guð vera með systk- inum þínum og fjölskyldum þeirra. Ingibjörg, Bergþóra, Jón Óskar og Svandís. Það eru margar ljúfar minningar sem streyma um huga minn nú þegar Hermann Pálsson er allur. Mér og minni fjölskyldu reyndist hann einstaklega vel alla tíð. Ég kynntist honum fyrst fyrir rúmum 30 árum þegar ég flutti að Hjallanesi. Þá bjó hann á Hellu og vann hjá Vegagerðinni. Eftir jarð- skjálftana árið 2000, þar sem húsið hans skemmdist mikið, falaðist hann eftir lóð undir lítið hús fyrir sig hér hjá okkur. Var það okkur til mikillar ánægju. Honum þótti líka gott að vera kominn heim. Hermann átti harmonikku. Stundum bárust ljúfir tónar út í kvöldkyrrðina á lygnum sumar- kvöldum. Hermann var einn af þeim sem lét lítið á sér bera en var alltaf til staðar ef á þurfti að halda. Hæg- látur, heiðarlegur, úrræðagóður og ósérhlífinn. Með ákveðnar skoðanir á mönnum og máefnum en hafði þær oftast fyrir sig. Hann var um margt fróður mað- ur og fylgdist vel með. Sagði skemmtilega frá. Hann fylgdist vel með atferli dýranna og kunni af því margar sögur, mýsnar í hlöð- unni voru þar ekki undanskildar. Þá eins og nú átti hann kind- urnar sínar í fjárhúsunum við Landveginn. Á vorin kom hann öll kvöld eftir vinnu og allar helgar að líta eftir kindunum sínum. Og að- stoða við sauðburðinn. Hann var mikill dýravinur og voru kindur og hestar í miklu uppáhaldi. Á sumrin kom hann á kvöldin ef hann vissi af heyskap og í öllum sínum frítíma var hann boðinn og búinn að hjálpa til við búskapinn. Alltaf tókst að binda og hirða bagga í hlöðuna handa kindunum hans. Í minningunni var alltaf gott veður og fjallahringurinn skartaði sínu fegursta, þannig var það einn- ig síðasta sumar þegar ilmandi taðan var komin í hús. Hermann hafði mikinn áhuga á skógrækt og gróðursetti mikið seinni árin í lundinn sinn. Þegar ég kom fyrst í lundinn fyrir rúmum 30 árum náðu trén mér vart í hné en nú týnist maður í skóginum. Her- mann hafði líka gaman af ferðum inn á hálendið og veiðiferðir í Veiðivötn, þar sem hann veiddi alltaf vel, voru árvissar. Hann hafði einstakt lag á börn- um og hændust þau fljótt að hon- um. Hann var mínum börnum al- veg einstaklega góður og á stóran þátt í uppeldi þeirra. Mér er þakklæti efst í huga nú þegar komin er kveðjustundin. Blessuð sé minning Hermanns Pálssonar. Elínborg Sváfnisdóttir. HERMANN PÁLSSON Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.