Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
sonum hans tveimur, Bjarka og
Brjáni.
Ragnar Stefánsson.
Besti vinur minn til margra ára,
Franz Gíslason, er horfinn af sjón-
arsviðinu.
Hann var bæði kennari og leið-
sögumaður, kenndi tungumál og var
íslenska honum einkar hugleikin en
hann var kennari við Vélskólann. Eitt
sinn í fjölskylduferð sagði hann son-
um sínum Njálu til að hafa ofan af
fyrir þeim. Frásögnin hófst á Snæ-
fellsnesi og lauk í Reykjavík 300 kíló-
metrum síðar.
Nemendur hans mótmæltu oft því
að þurfa að lesa Njálu en hann fór
með þá í Njáluferðir og sagði að sér
væri sama þótt þeir notuðu blaðsíð-
urnar til að pússa vélarnar í skuttog-
urunum, það væri bara ágætt. Hann
var einhvern veginn viss um að það
veganesti sem hann gaf þeim kæmi
að notum síðar. Hann vann upp orða-
safn sem tengdist vélum bæði úr
ensku og dönsku til þess að létta nám
vélskólanema.
Franz var einn af okkar fyrstu leið-
sögumönnum. Hann gaf út snældur
til að hlusta á í ferðum um Njáluslóðir
og Suðurland. Sumarið 1988 ókum
við systur og Franz um Austur-Evr-
ópu í mánuð. Hann langaði til að líta á
fornar slóðir en hann hlaut menntun
sína í Leipzig sem hann var mjög
þakklátur fyrir. Það var mjög gaman
að bruna í bíl suður í lönd enda alltaf
gaman að ferðast með Franz. Í þess-
ari ferð sat Franz oftast í aftursætinu
og orti vísur.
Hér er sú fyrsta sem varð til í þess-
ari ferð:
Nú skal ég segja ykkur sögu
um systurnar tvær og Franz
frá Póllandi niður til Prögu
prýddu þau vegi lands
þær báðu hann yrkja bögu
í bíltúr til Ungverjalands.
Eftirfarandi limra varð til í Búda-
pest þegar við systur kvöddum
hann …
There were two sisters from Norway
driving along on the highway
and just for a joke
they picked up a bloke
but lost him again on the skyway.
Franz setti saman vísur á dönsku,
þýsku, ensku og jafnvel frönsku. Þó
að hann hafi ekki fengið tónlistargáfu
nafna síns, Schuberts, sem hann var
nefndur eftir, þá hafði hann fengið
tónlistargáfu tungumálsins og lék á
það eins og færasti hörpuleikari.
Söknuður minn er mikill en ég votta
sonum hans, fjölskyldu og bróður
hans, Gissuri, mína dýpstu samúð.
Kristín Benediktsdóttir.
Ég man ekki hvenær kynni okkar
Franz Gíslasonar hófust. Ég heyrði
hans getið fljótlega eftir að ég kom til
Reykjavíkur og settist í háskólann.
Vinstri róttæklingar vissu deili á hon-
um, hann var sagður vel að sér í skrif-
um þeirra Marx og Engels og gagn-
fróður um kenningar Trotskys.
Líklega hef ég séð honum fyrst
bregða fyrir í mótmælaaðgerðum 68
kynslóðarinnar gegn Víetnam-stríði.
Seinna kynntist ég honum betur fyrir
tilstilli sameiginlegra kunningja og
vina. En best urðu kynnin á síðustu
árum og þá með óbeinum hætti í gegn
um Alfred Wegener, höfund land-
rekskenningarinnar.
Franz hafði heillast af ferðabók
Vigfúsar Sigurðssonar, Um þvert
Grænland með íslenska hesta, en það
er lýsing á ævintýralegum leiðangri
með Wegener og Jóhanni P. Koch yf-
ir Grænlandsjökul 1912-13. Franz
ákvað að gera þáttaröð fyrir útvarp
um þessa hálfgleymdu afreksferð og
fannst þá að hann þyrfti að fá jarð-
fræðing í lið með sér, hafði því sam-
band við mig. Við þessa þáttagerð
kynntist ég manninum, atorku hans,
skipulagshæfileikum, ritfærni og
smekkvísi á málfar og texta.
g fann líka strax hve vel hann var
að sér í landafræði og náttúruvísind-
um. Við lásum inn þættina og þeir
voru sendir út á tilsettum tíma. Þar
með var verkefnið á enda. Vigfús og
Wegener tengdu okkur þó enn því að
við héldum áfram, hvor fyrir sig, að
fást við þá. Franz kom sér í samband
við Wegenerstofnunina í Þýskalandi,
sem er öflug vísindastofnun en vinnur
jafnframt að því að halda nafni Wege-
ners á lofti, enda er hann í hópi fræg-
ustu vísindamanna sem Þýskaland
hefur alið.
Hann sannfærði Þjóðverjana um
nauðsyn þess að fá ferðasöguna
þýdda á þýsku. Síðan gerði hann sér
lítið fyrir og snaraði henni yfir á það
mál og nú bíður bókin útgáfu í Þýska-
landi. Á síðustu mánuðum kynntist
ég ljóðaþýðandanum Franz Gíslasyni
en þá þýddu þeir Wolfgang Schiffers
nokkur ljóð konu minnar ásamt verk-
um fleiri skálda í þýska bókmennta-
tímaritið Die Horen. Sagt er að það
séu snilldarþýðingar.
Með Franz Gíslasyni er fallinn frá
sá maður sem best gat snarað ís-
lensku á þýðverska tungu og var jafn-
vígur á ljóð sem lausamál. Í samræð-
um virtist hann einnig jafnvígur á
flestum sviðum, hvort sem um var að
ræða bókmenntir, þjóðleg fræði, póli-
tík, tungumál, tækni eða vísindi. Á
öllum greinum kunni hann skil og
seint mun hans jafningi finnast.
Árni Hjartarson.
Það var haustið 1992 sem kynni
tókust með mér og Franz Gíslasyni.
Ég var nýbyrjaður að læra þýsku við
HÍ og þetta var því kærkominn kunn-
ingsskapur sem með árunum átti eft-
ir að dýpka og veita mér ótrúlega
margt gott. Franz miðlaði mér ríku-
lega af reynslu sinni og þekkingu.
Margt af þessum fróðleik hefði ég
hvergi annars staðar getað sótt og nú
þegar Franz er fallinn frá minnist ég
því ekki aðeins góðs vinar heldur
einnig eins af mínum bestu kennur-
um.
Fyrstu umræður okkar sem mig
rámar í voru eitthvað á þá leið að
hann spurði mig hvaða bókmenntir
ég væri nú að lesa í háskólanum.
Sagði ég honum frá kvæði eftir Jos-
eph von Eichendorff sem ég var að
stúdera þá. Franz gaf nú ekki mikið
fyrir það og fór þess í stað að segja
mér frá kynnum sínum af skáldinu
Erich Fried sem hann hafði hitt og
mat mikils. Þarna má segja að tónn-
inn hafi verið sleginn á milli okkar og
á þeim samverustundum sem ég átti
með honum í kjallaranum í Norður-
mýrinni. Áhugasvið okkar voru lík og
við höfðum margt að ræða. Hann
fræddi mig um ýmislegt frá námsár-
um sínum í Leipzig, meðal annars um
skáld sem hann komst í tæri við þar.
Það kom sér vel að hafa svona bak-
hjarl þegar ég sótti sjálfur tíma í
austur-þýskum bókmenntum við há-
skóla í Þýskalandi og þurfti að velta
því fyrir mér í hvernig umhverfi þess-
ar bókmenntir urðu til.
Franz var mér alla tíð mjög hjálp-
legur. Síðastliðið sumar bjargaði
hann mér úr svolitlum vandræðum.
Með stuttum fyrirvara hafði ég verið
fenginn til að fara í mína fyrstu hring-
ferð með ferðamenn. Sum þeirra
svæða sem fara átti um voru mér
ókunn. Franz settist niður með mér í
stofunni og eftir nokkra klukkutíma
var hann búinn að taka mig með sér í
minnisstætt ferðalag hringinn í
kringum landið. Hann gerði þetta svo
vel að næstu daga var ég öryggið
uppmálað þegar ég fræddi ferðafólk-
ið um íslenskar sveitir sem áður voru
mér framandi.
En það eru ekki aðeins persónuleg
kynni sem gera Franz að minnisverð-
um manni. Ævistarf hans er fjöl-
breytt og mikið að vöxtum og á ef-
laust eftir að koma í veg fyrir það að
nafn hans gleymist svo fljótt. Hann
var ákaflega iðinn og bera þýðingar
hans því meðal annars vitni. Margar
þeirra eru mér eftirminnilegar.
Skáldsögurnar Trúðurinn eftir Hein-
rich Böll og ekki síður Ennislokkur
einvaldsins eftir Hertu Müller höfðu
áhrif á mig í hans þýðingu. En það
sem kannski stendur upp úr er það
þýðinga- og kynningarstarf á íslensk-
um bókmenntum í Þýskalandi sem
hann vann með Wolfgang Schiffer
vini sínum síðustu tvo áratugi. Þó að
Franz hafi að eðlisfari verið langt frá
því að vera sjálfumglaður maður var
hann innra með sér svolítið hreykinn
af þessu starfi þeirra félaga. Enda
full ástæða til þess.
Þegar ég hitti Franz síðast í febr-
úar lá ágætlega á honum og það var
notalegt að sitja hjá honum í kjall-
aranum og spjalla enda höfðum við
ekki sést í nokkra mánuði. Ári áður
hafði hann laumað að mér skemmti-
legu þýðingaverkefni sem við unnum
að ásamt öðrum og nú var í höfn. Við
höfðum því smá ástæðu til að gleðj-
ast. Um leið og ég votta sonum, vin-
um og ættingjum Franz samúð mína
vil ég þakka honum þá velvild og
þann vinskap sem hann ávallt sýndi
mér. Hans verður sárt saknað.
Jón Bjarni Atlason.
„Hvernig líst þér á að gefa út tíma-
rit sem helgað væri þýðingum og
gæti verið vettvangur fyrir þýðendur
til að birta verk sín á?“ Einhvern veg-
inn svona hljóðaði spurningin sem
Franz Gíslason lagði fyrir mig
snemma árs 1994.
Löngu áður hafði ég kynnst Franz
lítillega gegnum samstarf hans við
Wolfgang Schiffer, þýskan rithöfund
og útvarpsmann í Köln sem kom fyrst
hingað til lands 1982 til að gera þátt
um Halldór Laxness áttræðan. Ári
seinna var Franz á ferð í Þýskalandi
og fyrir tilvísan frá Úlfi Hjörvar hitti
hann Schiffer í Köln. Og það er ekki
að sökum að spyrja þegar tveir eld-
hugar hittast. Hugmynd kviknaði að
sýnisbók íslenskra bókmennta fyrir
þýska lesendur, Franz fékk Sigurð A.
Magnússon til liðs við sig og árið 1986
kom út fyrsta úrvalið í bókmenntarit-
inu ’die horen’. Í kjölfarið fylgdu
margar útgáfur, sú síðasta í vorhefti
fyrrnefnds tímarits nú í ár. Franz
fékk stundum aðra þýðendur til
leggja hönd á plóginn en annars voru
þeir Schiffer potturinn og pannan í
öllu þessu þýðingarstarfi.
Þó að Franz væri hógværðin upp-
máluð, tókst honum að sannfæra mig
um ágæti þess og nauðsyn að gefa út
tímarit fyrir áhugafólk um þýðingar.
Franz hafði samband við fjölda
manns sem sýslaði við þýðingar. Sett
var á laggirnar ritnefnd og Franz
stakk upp á nafni fyrir ritið: „Jón á
Bægisá“. Fyrsta heftið kom út í nóv-
ember 1994 og hið tíunda er nú í
vinnslu. Mér er ekki kunnugt um
sams konar rit annars staðar í heim-
inum, en svona var Franz nú sann-
færandi.
Franz lét sér ekki nægja að þýða
úr íslensku á þýsku heldur hefur
hann líka íslenskað enska og þýska
texta, einkum þó þýska. Af skáldsög-
um sem út hafa komið í þýðingu hans
vil ég nefna hér: ’Stefnumót við óviss-
una’ (1984) eftir Jerzy Kosinski,
’Hvíta hótelið’ (1986) eftir D.M.
Thomas, ’Yfirheyrslan yfir Ottó B.’
(1994) eftir Wolfgang Schiffer, ’Enn-
islokkur einvaldsins’ (1995) eftir
Hertu Müller og ’Trúðurinn’ (2000)
eftir Heinrich Böll. Eru þá ótalin öll
ljóðin og smásögurnar sem birst hafa
í tímaritum og safnverkum.
Kynni mín af Franz síðustu 13 ár
eða svo hafa einkum verið bundin
þýðingarstarfi hans, ekki síst kring-
um ’Jón á Bægisá’, þar sem hann var
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
INDÍANA ELÍSABET GUÐVARÐARDÓTTIR,
Sólvangi,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi fimmtudaginn 18. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurður Arnar Einarsson, Sólhildur Lísabet Einarsdóttir,
Svana Einey Einarsdóttir, Pétur Hafsteinn Jóhannesson,
Jóna Bríet Guðjónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐNÝJAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
Hjallalandi,
Skagafirði.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk á gjör-
gæsludeild Landspítalans við Hringbraut, fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Sveinn Jónsson,
Jón Pétur Sveinsson, Sigurveig Friðgeirsdóttir,
Sigríður H. Sveinsdóttir, Eymundur Þórarinsson,
Una Sveinsdóttir,
Gígja Sveinsdóttir,
Hallfríður Sveinsdóttir, Guðmundur H. Helgason,
Anna Sveinsdóttir, Steven Passburg,
Sigurður Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést föstudaginn 5. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum samúð og hlýhug.
Gunndís Skarphéðinsdóttir, Ragnar Bjarnason,
Guðrún Skarphéðinsdóttir, Leifur Ægisson,
Gunnar Skarphéðinsson, Harpa Hansen,
Sigrún Skarphéðinsdóttir, Sigurður Ringsted,
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
TÓMAS TÓMASSON,
Hjaltabakka 8,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 11. maí, verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 22. maí
kl. 13.00.
Rakel Sjöfn Ólafsdóttir,
Guðrún Júlína Tómasdóttir, Lúðvík B. Ægisson,
Þorbjörg Björk Tómasdóttir,
Tómas Tómasson,
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og stuðning við andlát og jarðar-
för ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur,
fósturdóttur, systur og mágkonu,
JÓHÖNNU HELGU HAFSTEINSDÓTTUR.
Gustav Pétursson,
Katrín Valgerður Gustavsdóttir,
Salvör Jóhannesdóttir, Hafsteinn Númason,
Magnús Einarsson, Berglind María Kristjánsdóttir,
Valgerður Björg Hafsteinsdóttir, Ólafur Brynjar Bjarkason,
Nína Salvarardóttir,
Íris Hrefna Hafsteinsdóttir,
Birta Hlín Hafsteinsdóttir.
Ástkær bróðir okkar,
SÖLVI EIRÍKSSON
frá Egilsseli í Fellum,
Miðvangi 22,
Egilsstöðum,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
aðfaranótt fimmtudagsins 18. maí.
Útför hans verður gerð frá Egilsstaðakirkju mið-
vikudaginn 24. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björgheiður Eiríksdóttir,
Bryndís Eiríksdóttir,
Rósa Eiríksdóttir,
Þórey Eiríksdóttir.