Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 71

Morgunblaðið - 20.05.2006, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 71 MENNING Ítalskur funi í Hafnarfirði Sunnudaginn 21. maí kemur Listahátíð í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Kammersveit Hafnarfjarðar flytur tónlist eftir ítalska tónskáldið Nino Rota í Hafnarborg kl. 17.00 undir stjórn Michele Marvulli og Kvikmyndasafn Íslands sýnir hina frægu mynd Fellinis La Strada frá árinu 1954 í Bæjarbíói kl. 20.00. Einnig sýnd kl. 16.00 þann 20. maí. Misstu ekki af einstökum viðburði! Nánari upplýsingar í síma 585 5790 og á listahatid.is eða hafnarfjordur.is Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Sími 552 8588 – Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð Miðasalan Bankastræti 2: Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Einar Jóhannesson klarinetta, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó Efnisskrá: Píanókonsert nr. 25 í C-dúr, Fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr og Klarinettukonsert í A-dúr. Langholtskirkju 21. maí kl. 20.00 Miðaverð: 2.500 kr. Kammersveit Reykjavíkur og þrír framúrskarandi einleikarar Í DAG opna tvær listakonur sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Sýning Hrafnhildar Sigurðardóttur ber heitið Hér. Hrafnhildur hlaut norrænu texílverðlaunin, The Nordic Award in Textiles, 2005 og er sýningin í Hveragerði að stærstum hluta verðlaunasýning henn- ar sem sett var upp í textíllistasafninu í Borås í Sví- þjóð þegar hún tók við verðlaununum. Myndverk Hrafnhildar eru þrívíddarverk unnin með blandaðri tækni. Með óheftri framsetningu hinna ýmsu efna, samhliða sterkri tilvísun í hefðbundið handverk og endurtekningu á sama hnútnum, hreyfingu eða að- ferð, bregður Hrafnhildur á leik um leið og hún, með ýmsum tilvísunum, vekur upp gagnrýna hugsun á meðtekin gildi samtímans. Formleikur – Geometría Listakonan Sonja Håkansson lést fyrir þremur ár- um, hún var þá tilbúin með þessa fyrstu einkasýn- ingu sína en áður hafði hún tekið þátt í fjölda sam- sýninga hérlendis. Sýning Sonju sem opnar í dag nefnist Formleikur – Geometría og getur þar að líta minimalísk verk eða formstúdíur með frumformin hring, ferhyrning og þríhyrning í rauðu, gulu og grænu. Verkin eru lágmyndir á vegg úr MDF- plötum og tveir frístandandi skúlptúrar úr gleri. Sonja útskrifaðist úr skúlptúr- og málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands í lok níunda ára- tugarins. Sýningarnar tvær opna í dag kl. 14 og standa til 18. júní. Safnið er opið alla daga kl. 11–17 og að- gangur er ókeypis. Myndlist | Listasafn Árnesinga Verðlauna- verk í textíl Sýning Sonju Håkansson nefnist Formleikur – Geometría. Hrafnhildur Sigurðardóttir er með sýninguna Hér. SEM LIÐUR í burtfararprófum við Söngskólann í Reykjavík munu útskriftarnemendur skólans halda einsöngstónleika næstu vikuna. Í dag klukkan 14.00 mun Ásgeir Páll Ágústsson baritón, ásamt Láru S. Rafnsdóttur píanóleikara, halda tónleika í Snorrabúð, Tónleikasal Söngskólans. Á efnisskránni eru ljóðaflokkar eftir Ralph Vaughan Williams og Maurice Ravel, gam- anvísur úr Ljóðakornum Atla Heimis Sveinssonar og aríur og dúettar úr ýmsum óperum. Þennan sama dag klukkan 17.00 í Lista- safni Sigurjóns mun Guðbjörg Björnsdóttir sópran, við píanóund- irleik Láru S. Rafnsdóttur, flytja meðal annars íslenska og erlenda ljóðasöngva ásamt þekktum aríum úr óperum en þar má nefna aríur Gildu í Rigoletto og Næturdrottn- ingarinnar úr Töfraflautunni. Á morgun, sunnudaginn 21. maí, klukkan 18.00 munu Helga Björk Arnardóttir sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi. Af efnisskrá þeirra má nefna ljóða- flokkinn I Hate Music eftir Leon- ard Bernstein, söngva úr Pétri Gauti eftir Edvard Grieg og Hjálm- ar H. Ragnarsson og aríur og dúetta úr óperettum og óperum. Í Salnum munu síðan Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Guðrún Árný Guðmundsóttir og Rannveig Björg Þórarinsdóttir, allar sópran, halda einsöngstónleika á fimmtudag, föstudag og sunnudag og mun Iwona Ösp Jagla sjá um píanóund- irleik á öllum þrennum tónleik- unum. Á fimmtudaginn, uppstign- ingardag, mun Þórunn Vala flytja meðal annars Mignon-ljóð eftir Schubert og Hugo Wolf, aríur úr óperum og sígildar dægurperlur eftir Oddgeir Kristjánsson og Sig- fús Halldórsson. Daginn eftir, föstudaginn 26. maí, mun Guðrún Árný flytja meðal annars íslenska og erlenda ljóðasöngva, söngva úr þekktum söngleikjum og aríur og dúetta úr óperum. Einsöngs- tónleikar Rannveigar verða svo á sunnudeginum 28. maí klukkan 16.00 og mun hún flytja ljóða- söngva eftir Schumann, Berlioz, Sibelius og Karl O. Runólfsson og atriði úr óperu Verdis, La Traviata, þar sem hún syngur hlutverk Violettu. Þennan sama sunnudag munu einnig Hrafnhildur Ólafs- dóttir sópran og Kolbrún Sæ- mundsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika klukkan 20 í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru meðal annars ljóðasöngvar eftir Schubert, Grieg og Jórunni Viðar og verk eftir Purcell og Mozart. Sjö einsöngstón- leikar Söngskólans SÍÐASTA sýning á Hafinu bláa eftir Kikku og Þorvald Bjarna verður klukkan 13.30 í Austur- bæ í dag. Hafið bláa er barna- og fjölskyldusöngleikur sem segir frá Kletti litla karfa og torfunni hans sem býr á Ís- landsmiðum. Tónlist skipar stórt hlutverk í sýningunni en hún verið sýnd við miklar vin- sældir í vetur. Aðalhlutverk eru í höndum Ívars Arnar Sverrissonar og Höllu Vil- hjálmsdóttur. Aðrir leikarar eru Selma Björnsdóttir, Jón Jósep Snæbjörnsson og Matth- ías Matthíasson ásamt fleiri leikurum, söngvurum og döns- urum. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Hafið bláa í síðasta sinn Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.