Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 20.05.2006, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 71 MENNING Ítalskur funi í Hafnarfirði Sunnudaginn 21. maí kemur Listahátíð í Reykjavík til Hafnarfjarðar. Kammersveit Hafnarfjarðar flytur tónlist eftir ítalska tónskáldið Nino Rota í Hafnarborg kl. 17.00 undir stjórn Michele Marvulli og Kvikmyndasafn Íslands sýnir hina frægu mynd Fellinis La Strada frá árinu 1954 í Bæjarbíói kl. 20.00. Einnig sýnd kl. 16.00 þann 20. maí. Misstu ekki af einstökum viðburði! Nánari upplýsingar í síma 585 5790 og á listahatid.is eða hafnarfjordur.is Opin virka daga kl. 12 til 18, um helgar kl. 12 til 16. Sími 552 8588 – Miðasala á netinu á www.listahatid.is Miðasala við innganginn hefst klukkustund fyrir viðburð Miðasalan Bankastræti 2: Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Einar Jóhannesson klarinetta, Víkingur Heiðar Ólafsson píanó Efnisskrá: Píanókonsert nr. 25 í C-dúr, Fiðlukonsert nr. 4 í D-dúr og Klarinettukonsert í A-dúr. Langholtskirkju 21. maí kl. 20.00 Miðaverð: 2.500 kr. Kammersveit Reykjavíkur og þrír framúrskarandi einleikarar Í DAG opna tvær listakonur sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Sýning Hrafnhildar Sigurðardóttur ber heitið Hér. Hrafnhildur hlaut norrænu texílverðlaunin, The Nordic Award in Textiles, 2005 og er sýningin í Hveragerði að stærstum hluta verðlaunasýning henn- ar sem sett var upp í textíllistasafninu í Borås í Sví- þjóð þegar hún tók við verðlaununum. Myndverk Hrafnhildar eru þrívíddarverk unnin með blandaðri tækni. Með óheftri framsetningu hinna ýmsu efna, samhliða sterkri tilvísun í hefðbundið handverk og endurtekningu á sama hnútnum, hreyfingu eða að- ferð, bregður Hrafnhildur á leik um leið og hún, með ýmsum tilvísunum, vekur upp gagnrýna hugsun á meðtekin gildi samtímans. Formleikur – Geometría Listakonan Sonja Håkansson lést fyrir þremur ár- um, hún var þá tilbúin með þessa fyrstu einkasýn- ingu sína en áður hafði hún tekið þátt í fjölda sam- sýninga hérlendis. Sýning Sonju sem opnar í dag nefnist Formleikur – Geometría og getur þar að líta minimalísk verk eða formstúdíur með frumformin hring, ferhyrning og þríhyrning í rauðu, gulu og grænu. Verkin eru lágmyndir á vegg úr MDF- plötum og tveir frístandandi skúlptúrar úr gleri. Sonja útskrifaðist úr skúlptúr- og málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands í lok níunda ára- tugarins. Sýningarnar tvær opna í dag kl. 14 og standa til 18. júní. Safnið er opið alla daga kl. 11–17 og að- gangur er ókeypis. Myndlist | Listasafn Árnesinga Verðlauna- verk í textíl Sýning Sonju Håkansson nefnist Formleikur – Geometría. Hrafnhildur Sigurðardóttir er með sýninguna Hér. SEM LIÐUR í burtfararprófum við Söngskólann í Reykjavík munu útskriftarnemendur skólans halda einsöngstónleika næstu vikuna. Í dag klukkan 14.00 mun Ásgeir Páll Ágústsson baritón, ásamt Láru S. Rafnsdóttur píanóleikara, halda tónleika í Snorrabúð, Tónleikasal Söngskólans. Á efnisskránni eru ljóðaflokkar eftir Ralph Vaughan Williams og Maurice Ravel, gam- anvísur úr Ljóðakornum Atla Heimis Sveinssonar og aríur og dúettar úr ýmsum óperum. Þennan sama dag klukkan 17.00 í Lista- safni Sigurjóns mun Guðbjörg Björnsdóttir sópran, við píanóund- irleik Láru S. Rafnsdóttur, flytja meðal annars íslenska og erlenda ljóðasöngva ásamt þekktum aríum úr óperum en þar má nefna aríur Gildu í Rigoletto og Næturdrottn- ingarinnar úr Töfraflautunni. Á morgun, sunnudaginn 21. maí, klukkan 18.00 munu Helga Björk Arnardóttir sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum í Kópavogi. Af efnisskrá þeirra má nefna ljóða- flokkinn I Hate Music eftir Leon- ard Bernstein, söngva úr Pétri Gauti eftir Edvard Grieg og Hjálm- ar H. Ragnarsson og aríur og dúetta úr óperettum og óperum. Í Salnum munu síðan Þórunn Vala Valdimarsdóttir, Guðrún Árný Guðmundsóttir og Rannveig Björg Þórarinsdóttir, allar sópran, halda einsöngstónleika á fimmtudag, föstudag og sunnudag og mun Iwona Ösp Jagla sjá um píanóund- irleik á öllum þrennum tónleik- unum. Á fimmtudaginn, uppstign- ingardag, mun Þórunn Vala flytja meðal annars Mignon-ljóð eftir Schubert og Hugo Wolf, aríur úr óperum og sígildar dægurperlur eftir Oddgeir Kristjánsson og Sig- fús Halldórsson. Daginn eftir, föstudaginn 26. maí, mun Guðrún Árný flytja meðal annars íslenska og erlenda ljóðasöngva, söngva úr þekktum söngleikjum og aríur og dúetta úr óperum. Einsöngs- tónleikar Rannveigar verða svo á sunnudeginum 28. maí klukkan 16.00 og mun hún flytja ljóða- söngva eftir Schumann, Berlioz, Sibelius og Karl O. Runólfsson og atriði úr óperu Verdis, La Traviata, þar sem hún syngur hlutverk Violettu. Þennan sama sunnudag munu einnig Hrafnhildur Ólafs- dóttir sópran og Kolbrún Sæ- mundsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika klukkan 20 í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru meðal annars ljóðasöngvar eftir Schubert, Grieg og Jórunni Viðar og verk eftir Purcell og Mozart. Sjö einsöngstón- leikar Söngskólans SÍÐASTA sýning á Hafinu bláa eftir Kikku og Þorvald Bjarna verður klukkan 13.30 í Austur- bæ í dag. Hafið bláa er barna- og fjölskyldusöngleikur sem segir frá Kletti litla karfa og torfunni hans sem býr á Ís- landsmiðum. Tónlist skipar stórt hlutverk í sýningunni en hún verið sýnd við miklar vin- sældir í vetur. Aðalhlutverk eru í höndum Ívars Arnar Sverrissonar og Höllu Vil- hjálmsdóttur. Aðrir leikarar eru Selma Björnsdóttir, Jón Jósep Snæbjörnsson og Matth- ías Matthíasson ásamt fleiri leikurum, söngvurum og döns- urum. Leikstjóri er Agnar Jón Egilsson. Hafið bláa í síðasta sinn Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.