Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 77

Morgunblaðið - 20.05.2006, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 77 UMRÆÐAN í kvikmyndaheim- inum hefur snúist um aðeins eitt verk síðustu vikurnar, Da Vinci- lykilinn. Frá þeim leikstjóranum Ron Howard og Akivu Goldsman, sem færðist það erfiða verkefni í fang að semja kvikmyndagerð skáldsögunnar. Eftirvæntingin hef- ur farið stigmagnandi fram að frumsýningu og nú hefur hulunni verið svipt af sköpunarverkinu. Á sumum sviðum stendur myndin undir væntingum en veldur tals- verðum vonbrigðum á öðrum. Kvíðablandin virðing fyrir les- endum bókarinnar, sem er ein sú mest selda í sögu prentlistarinnar, fer augsýnilega úr böndunum. Engu líkara en Goldsman hafi að leiðarljósi að því minna sem er sleppt, því betra. Afleiðingin alltof langur sýningartími þar sem ótelj- andi, merkingarlítil afturhvörf og langar einræður og útskýringar frá munni persónanna draga framvind- una á langinn og slátra spennunni á köflum. Á hinn bóginn er Da Vinci- lykillinn útlitslega lýtalaus, fram- leiðslustjórnun og listræn stjórnun, búningar og sviðsmunir, allir þessir þættir eru augnayndi. Jafnvel ger- semar, líkt og lykilsteinninn. Kvik- myndatakan er fagmannleg, eink- um í fjölmörgum atriðum innandyra þar sem lýsingu er beitt af kunn- áttusemi. Best af öllu er tónlist Hans Zimmer, hrífandi tónaflóð með trúarlegar vísanir í bland við spennuþrungnar stemmur og seið- andi myrka tóna miðalda. Tónsmíð- arnar jaðra við að vera of góðar fyr- ir innihaldið. Það hafa ekki allir lesið bókina hans Dans Brown, og engum greiði gerður með því að tíunda innihaldið og leyndardómana sem upplýsast eftir því sem mínútunum fjölgar. Da Vinci-lykillinn hefst í París, Robert Langdon (Hanks) heimsfrægur pró- fessor í táknmálsfræðum, er í miðjum fyrirlestri þegar lögreglan kallar hann á vettvang glæps sem framinn hefur verið í Louvre- listasafninu. Einn safnvarðanna hefur fundist myrtur og hefur skilið eftir sig dularfulla slóð tákna, gátna og tilvísana. Lögreglan hefur kom- ist að því að safnvörðurinn hafði mælt sér mót við Langdon, í augum Bezu Fache (Reno), æðsta manns lögreglurannsóknarinnar, er hann tvímælalaust sá seki. Á vettvang stormar Sophie Neveu (Audrey Tautou), dulmáls- fræðingur sem kemur Langdon til hjálpar, líkið á gólfinu, sem reyndar er afi Sophie, reynist toppurinn á ís- jaka, leyndarmáli sem varðar bylt- ingarkenndar kenningar sem tekist hefur verið á um bak við tjöldin, allt frá því á 4. öld e. Kr. Sophie og Langdon sleppa úr gæslu og við tekur stígandi af- hjúpun leyndardómsins sem er lífs- hættulegur þeim sem reyna að nálgast lausnina. Leikurinn berst víða; í bankahvelfingar, á fund fræðimannsins Sir Leigh Teabing (McKellen), á hælum þeirra er lög- reglulið Faches og munkurinn Silas (Bettany), andlega vanheill og ofsa- fenginn böðull þeirra kirkjunnar manna sem varðveitt hafa leynd- armálið um aldir. Sir Leigh, sem helgað hefur líf sitt rannsóknum leyndarmálsins, kemur tvímenningunum til hjálpar. Þremenningarnir eru knúnir til að finna lykilinn að þessari dularfullu helgisögn sem hefur skilið eftir sig blóði drifna slóð, frá París, yfir sundið til London og að lokum til kastala Musterisriddara í Skot- landi. Meira þarf ekki að rekja af æv- intýralegum söguþræðinum en í hann fléttast sagnfræði- og guð- fræðilegar deilur sem farið hefur fyrir brjóstið á ýmsum trúarhópum, ekki síst katólskum. Hvað snertir sannleiksgildi þeirrar kenningar sem er til grundvallar Da Vinci- lyklinum og upplýkst á Skotlands- heiðum, á hver við sig. Brown er ekki höfundur hennar, en nýtti sér til framdráttar, hún er mýta sem farið hefur leynt í aldanna rás. Hugmyndin gagnaðist Brown vel (a.m.k. sölulega), í hreinræktaðri af- þreyingarbók, og myndin er sömu- leiðis ekkert annað og meira en stundargaman. Ef kristið umburð- arlyndi reynist ekki burðarmeira en svo að hún fer fyrir brjóstið á ein- hverjum hópum, ættu þeir hinir sönu að minnast The Speaker’s Corner í Hyde Park. Guðlast virðist í ljósárafjarlægð frá Hollywood- mynd sem er ætlað að verða einn af sumarsmellunum. Leitin er heldur ekki mikilfengleg í sjálfu sér, þar blasa við þversagnir og fléttan krefst þess að vera ekki tekin alvar- legar af áhorfandanum, en flestar aðrar afþreyingar. Samtalið undir lokin þegar Lang- don ræðir við Sophie um trúarlega reynslu sína og skoðanir, er falleg- asta og eftirminnilegasta atriði myndarinnar, ríkt af jákvæðum boðskap og verður hápunktur Da Vinci-lykilsins. Í upphafi var minnst á gamal- kunnan Akkilesarhæl stórmynda, óhóflega lengd handritsins og er meginókostur Da Vinci-lykilsins. Málalengingarnar gera framvind- una langdregna, stundum leið- inlega, þess á milli koma vel gerðir en stuttir spennukaflar. Leikurinn er upp og ofan, eins og flest annað í Da Vinci-lyklinum. Hanks fer með aðalhlutverkið og fer í sjálfu sér ekki illa með það sem að honum er rétt, en persónan er vannærð, því þessi gæðaleikari er alltaf á skjön við miðju. Bettany og hinn hrífandi McKellen, fá betri línur og hirða flestar senur sem þeir koma nærri. Tautou veldur einfaldlega ekki hlut- verki Sophie, afgreiðslan er litlaus og samleikur þeirra Hanks er alltof máttlaus. Þáttur leikstjórans er einnig mishæðóttur, Howard er vandvirkur iðnaðarmaður sem hef- ur sjaldan náð að ýta rækilega við manni, líkt og listfengari starfs- bræður hans á borð við Scorsese, Mann og Spielberg. Hann er flink- ari við að fága og snurfusa yfirborð en innihald, líkt og sannast á Da Vinci-lyklinum, sem minnir á glæsi- lega innrammað máverk, málað eft- ir númerum. Innrömmunin innihaldinu betri „Howard er vandvirkur iðnaðarmaður sem hefur sjaldan náð að ýta rækilega við manni, líkt og listfengari starfs- bræður hans á borð við Scorsese, Mann og Spielberg,“ segir m.a. í dómi. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Háskólabíó, Sambíóin, Selfossbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Ron Howard. Aðalleikarar: Tom Hanks, Audrey Tautou, Ian McKel- len, Alfred Molina, Paul Bettany, Jürgen Prochnow, Jean Reno. 149 mín. Banda- ríkin 2006. Da Vinci-lykillinn (The Da Vinci Code)  Sæbjörn Valdimarsson SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 12 - 1:50 - 4 - 6:05 - 8:10 - 10:15 SCARY MOVIE 4 kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10 ára BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 12 SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ THE DA VINCI CODE kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.I. 14 ára THE DA VINCI CODE LÚXUS VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 SHAGGY DOG kl. 1:40 - 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH kl. 8 MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10:30 - 12 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 10:10 B.I. 16 ára LASSIE kl. 2 - 4 BAMBI 2 m/ísl. tali kl. 2 FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eeeH.J. mbl “ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ “M:I:III” SEM GÓÐRI AFÞREYINGU OG SUMARSMELLI.” eee JÞP blaðið S.U.S. XFM MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI LEITIÐ SANNLEIKANS Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar Sýnd í Álfabakka og Keflavík Stærsta frumsýning ársins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.