Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÆTURVAKTIN NATSUO KIRINO
SELDIST Í MILLJÓNAUPPLAGI Í JAPAN
JAPÖNSKU GLÆPASAGNAVERÐLAUNIN
JAPÖNSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNIN
TILNEFND TIL BANDARÍSKU
EDGAR-VERÐLAUNANNA
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
NÚ Í KI
LJU
„VIÐ viljum með þessu búa til stefnufast skip sem
getur siglt inn í nýjan spítala,“ segir Már Krist-
jánsson, yfirlæknir og formaður stýrihóps um
stefnumótun fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús,
en kominn er út bæklingur þar sem stefnumótun
spítalans fyrir árið 2006 er rakin, en bæklingurinn
verður kynntur öllum stjórnendum spítalans á allra
næstu vikum. Aðspurður segir Már útgáfu bækl-
ingsins eiga sér um árs aðdraganda, en hvatann að
því að fara í svo víðtæka stefnumótunarvinnu segir
hann vera áform ríkisstjórnarinnar um byggingu
nýs háskólasjúkrahúss.
Að sögn Más er bæklingurinn byggður þannig
upp að í honum er að finna framtíðarsýn auk þess
sem skerpt er á hlutverki spítalans. Þar sé einnig að
finna ákveðin gildi og útskýringar á þeim, t.d. hvað
felist í orðum á borð við „öryggi“ og „þekking“. Í
bæklingnum er einnig að finna stefnukort með
stefnumarkmiðum og gerð er grein fyrir hverju
stefnumarkmiði í formi markmiðalýsingar. Einnig
hefur, að sögn Más, verið settur upp ítarlegur að-
gerðalisti um það hvernig ná skuli markmiðum,
hver á að gera það og á hvaða tíma skil eigi að vera.
„Jafnframt gerum við tillögu að því hvernig leggja á
mat á þetta,“ segir Már og tekur fram að hér sé í
raun um að ræða verkefnaætlun til næstu tveggja
ára, en að framtíðarsýnin gildi næstu fimm til tíu ár-
in. Segist Már sannfærður um að stefnumótunin
muni leiða til bættrar starfsemi á spítalanum og
aukinnar skilvirkni. Segir hann það eilífðarverkefni
að reyna að fá sem mest fyrir þá fjármuni sem settir
eru í reksturinn, en árlega fara 29 milljarðar í rekst-
ur LSH.
Rafrænar sjúkraskrár gerðar
aðgengilegar sjúklingum
Í bæklingnum kemur fram að til þess að flýta
verkefnum þar sem ákvörðun liggur fyrir eigi að
stofna fjölfaglega átakshópa. Helstu átakshóparnir
sem nefndir eru í bæklingnum eru: framfarir, ný-
sköpun og þróun; sjúklingurinn í fyrirrúmi; upplýs-
ingatækni; starfsmannamál LSH og áhættustjórn-
un í klínískri starfsemi. Sem dæmi um
aðgerðaáætlun nefnir Már að þörf sé á því að setja
upp mönnunarmódel t.d. hvað varðar hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða þar sem skortur er á starfs-
kröfum. Segir hann brýnt að gera úttekt á því
hversu marga starfskrafta vanti, hvað sé til af
starfskröftum og hvað sé hægt að mennta og út-
skrifa á næstu árum.
„Annað sem við leggjum mikla áherslu á eru upp-
lýsingatæknimálin. Það er heilmikil vinna sem hef-
ur átt sér stað undanfarin ár varðandi það að inn-
leiða rafrænar sjúkraskrár og uppsetningu
heilbrigðisnets í samvinnu við heilbrigðisráðuneyt-
ið. Við erum núna að leggja drög að því að end-
urnýja heimasíðu LSH og uppfæra. Síðan viljum
við fara út í aukið fræðslustarf og tengingar út í
þjóðfélagið á sviði upplýsingatæknimála. Á vett-
vangi sjúklingamála viljum við lyfta sjúklingum enn
frekar upp,“ segir Már og bendir á að víða erlendis
tíðkist að sjúklingar hafi betri aðgang að læknum
sínum, heilbrigðisstarfsfólki og upplýsingum um
sig. Þannig sé sums staðar farið að búa til gáttir á
rafrænar sjúkraskrár erlendis þar sem fólk getur
skoðað eigin sjúkraskrár. „Við þurfum að svara
þessu. Við erum ekki í stakk búin til þess að gera
þetta núna, en við verðum að geta gert þetta á
næstu árum.“
Spurður hvað felist í áhættustjórnun í klínískri
starfsemi segir Már hana gríðarlega mikilvæga þar
sem spítali sé í eðli sínu með áhættusömustu stöð-
um sem hægt sé að vera á. „Á spítulum fær fólk
hættulegustu sýkingarnar og þar er fólk lasið og illa
fyrir kallað og því hættara við að detta. Þar fær fólk
mikið af lyfjum og starfið einkennist af miklum
hraða. Við viljum að í klínísku starfi verði lögð
áhersla á áhættugreiningu og það felur t.d. í sér að
ferlagreina eins mikið af starfinu og hægt er. Þegar
við erum búin að auðkenna hætturnar þurfum við
að bregðast við þeirri vá sem steðjar að sjúklingum
út af því hvernig kerfið okkar er,“ segir Már og
nefnir sem dæmi að ein besta leiðin til þess að vinna
gegn sýkingum sé að stunda handþvott.
Stefnumótunin leiðir til bættrar
starfsemi og aukinnar skilvirkni
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ÍSLENSK erfðagreining hlaut um-
hverfisviðurkenningu Reykjavík-
urborgar sem afhent var í Grasa-
garðinum, en þetta var í tíunda
skipti sem viðurkenningin var veitt.
Í rökstuðningi segir meðal annars að
fyrirtækið uppfylli ákvæði laga og
reglna á sviði umhverfisverndar,
það hafi sett sér umhverfisstefnu í
siðareglum sínum sem það framfylgi
með markvissum hætti og að vinnu-
umhverfi starfsmanna jafnt innan
dyra sem utan væri til fyrirmyndar.
Eiríkur Sigurðsson, kynningarstjóri
ÍE, sagði við móttökuna að viður-
kenningin hvetti ÍE til að gera enn
betur á sviði umhverfismála og að
þau hafi verið í öndvegi við bygg-
ingu höfuðstöðva fyrirtækisins við
Sturlugötu. Árni Þór Sigurðsson,
formaður umhverfisráðs, afhenti
Eiríki viðurkenninguna.
Íslensk erfðagreining
hlaut umhverfisviðurkenningu
Yfirlýstur
vilji að gera
breytingar á
tekjutengingu
ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð-
herra segir að það sé yfirlýstur vilji
ríkisstjórnarinnar að gera breyting-
ar á tekjutengingu bóta. Ótímabært
sé hins vegar að segja til um það,
hverjar þær breytingar verði, fyrr
en nefnd um málefni eldri borgara
skilar niðurstöðum sínum.
Nefndinni stýrir Ásmundur Stef-
ánsson ríkissáttasemjari og er henni
ætlað að skila tillögum eigi síðar en í
haust. Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu hafa 12.806 öryrkjar
og eldri borgarar ritað undir áskor-
un til stjórnvalda um að bæta kjör
þessara hópa og afnema tekjuteng-
ingu bóta við maka.
Inntur eftir viðbrögðum við þess-
ari áskorun bendir Árni á að Ás-
mundarnefndin svonefnda sé m.a. að
fara yfir þessi skerðingarmál. „Það
er yfirlýstur vilji ríkisstjórnarinnar
að gera breytingar í þeim efnum.
Nákvæmlega hverjar þær verða er
ótímabært að tjá sig um fyrr en
nefndin hefur lokið störfum.“
Brákarbyggð eða
Mýrabyggð?
ÍBÚAR í sameinuðu sveitarfélagi
Borgarbyggðar, Borgarfjarð-
arsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kol-
beinsstaðahrepps, geta gefið álit
sitt á nýju nafni sveitarfélagsins í
komandi sveitarstjórnarkosn-
ingum. Kjósendum gefst kostur á
að velja eitt eftirtalinna nafna:
Borgarbyggð.
Brákarbyggð.
Mýrabyggð.
Sveitarfélagið Borgarfjörður.
♦♦♦
Sami ökumað-
ur stöðvaður
tvívegis vegna
ölvunaraksturs
SAMI ökumaður var stöðvaður tví-
vegis vegna ölvunaraksturs í
Reykjavík í fyrrinótt. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu var maður-
inn, sem er um tvítugt, fyrst stöðv-
aður um fjögurleytið og síðan aftur
um klukkan hálfsex. Hann var
færður til yfirheyrslu eftir fyrra
brotið en sleppt að henni lokinni.
Lyklar voru hins vegar ekki teknir
af honum þar sem ekki þurfti lykla
til að setja bifreiðina í gang. Eftir
seinna brotið fékk maðurinn að
gista fangageymslur lögreglu til
morguns.
♦♦♦
ÁÆTLAÐ er að nýtt 3.300 fer-
metra hesthús rísi við Háskólann á
Hólum í sumar en samstarfssamn-
ingur þess efnis var undirritaður á
föstudaginn fyrir hönd landbún-
aðarráðuneytisins, Háskólans á
Hólum og Hesthóla ehf., eiganda
hússins.
Að sögn Ólafs Sigmarssonar,
stjórnarformanns Hesthóla, verður
hægt að hýsa um 200 hross í húsinu
auk þess sem þar verður 800 fer-
metra reiðkennsluaðstaða og munu
Hesthólar sjá um byggingu og
rekstur hússins en Hólaskóli mun
leigja það af Hesthólum. Hafist
verður handa við byggingu hússins
í sumar og sagðist Ólafur vonast til
að þeim framkvæmdum lyki í lok
árs. Að sögn Ólafs munu fram-
kvæmdir við húsið kosta um 200
milljónir. Hefur fyrirtækið fjár-
magnað þær til fulls með eigin fé og
lánsfé og munu stærstu hluthafar
félagins vera Kaupfélag Skagfirð-
inga og Þrá ehf.
Skúli Skúlason, rektor Háskólans
á Hólum, sagði að bygging hússins
væri mikill fengur fyrir starfsemi
skólans. „Við erum búin að vera í
gífurlegum vandræðum með að
fjölga nemendum í hrossarækt-
ardeildinni. Við erum að hafna
fjölda umsókna, sem er mjög slæmt
ástand, og stafar það fyrst fremst
af því að það vantar meira pláss
fyrir hesta og reiðkennslu. Þessi
aðstaða mun gera okkur kleift að
tvöfalda nemendafjöldann á næstu
3–4 árum, úr 50 nemendum í 100.“
Skúli sagði að þetta hús kæmi sér
einstaklega vel á þessum tíma þar
sem skólinn væri nú að taka á móti
umsóknum og benti Skúli á að
hrossaatvinnugreinin væri í gíf-
urlegum vexti og mikilvægi mennt-
unar í greininni væri að aukast
mikið.
Skólanum lyft á hærra plan
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra sagði að skólinn myndi
græða mikið á þessari framkvæmd.
„Skólinn nýtur þess fyrst og fremst
að þarna kemst hann í fremstu röð.
Þarna verður glæsileg og fullkomin
aðstaða fyrir hestaskóla, sem mér
finnst mikilvægt fyrir Hólaskóla,
sem kennir hestafræði. Þessi bygg-
ing mun efla skólann enn betur, því
að það er mikil eftirspurn eftir því
að komast í Hólaskóla til að læra
um hestinn.“ Guðni sagði jafnframt
að með þessu væri hestinum lyft á
hærra plan og skólanum einnig.
Hann taldi einnig skynsamlegt fyr-
ir ríkið að fara leið einkafram-
kvæmda og taldi hann mikilvægt
fyrir ríkisvaldið að eiga gott sam-
starf við sveitarfélög og einkaaðila
í verkefnum sem þessu.
Samið um byggingu 3.300 fermetra
hesthúss fyrir háskólann á Hólum
Morgunblaðið/Árni Gunnarsson
Við undirritun samningsins, f.v. Sveinn Guðmundsson, hrossaræktandi,
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Víkingur Gunnarsson, deild-
arstjóri hjá Hólaskóla, Einar Einarsson, fundarstjóri og Ólafur Sigmars-
son, stjórnarformaður Hesthóla, stendur fyrir aftan.
Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is