Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.05.2006, Qupperneq 25
„Ég sagði svo mömmu að hún væri alltof góð þegar hún væri að kenna, píanókennari ætti að vera strangur og nákvæmur og ég vildi fá slíkan kennara. „Biddu hann Pál Ísólfsson um að kenna mér,“ sagði ég við hana. Hún gerði það og Páll stóð undir væntingum mínum, hann var bæði góður kennari og góður við mig og vissi hvert ætti að stefna með mig. Um þetta leyti var Tónlistarskólinn stofnaður og þegar hann hafði starfað í tvö ár sagði ég mömmu að ég vildi fara í þann skóla. Ég var látin taka inntökupróf og stundaði þar nám með Árna Kristjánsson sem aðalkennara, samhliða því sem ég var í Mennta- skólanum í Reykjavík. Ég hafði því nóg að gera. Ég fékk sjaldan að kom- ast í píanóið svo ég fékk að æfa mig heima hjá Óskari frænda mínum og Sigríði konu hans, fyrst í Bankastræti 11og síðar á Fjólugötunni. Til Berlínar í framhaldsnám Fyrstu tónsmíðar mínar skrifaði ég ekki niður, þær bara komu og ég mundi þær, en það er ekkert sem ég myndi nokkurn tíma láta á prent. Eftir stúdentspróf fór ég til Berl- ínar í framhaldsnám í tónlist. Ég tók inntökupróf í Hochschule für Musik og kunni þau verk sem áskilið var. Ég spilaði og svo var heyrnin prófuð. Ég var látin snúa upp að vegg og einir þrír prófessorar pikkuðu á píanóið og spurðu mig hvað nótur þetta væru. Eftir alllanga stund sagði einn þeirra: „Bravo, absoluto.“ Þetta dugði til að koma mér inn í skólann. Ég var byrjuð að vera með Lárusi Fjeldsted þegar ég fór út til Berlínar, við vorum skólasystkin. Hann sagði mér síðar að hann hefði viljað fara með mér til Berlínar og læra þar t.d. tannlækningar en faðir hans var lög- fræðingur og rak lögmannsstofu og vildi fá Lárus með sér á stofuna. Hann byrjaði því í lögfræði við Há- skóla Íslands.“ Leigði hjá barónessu Jórunn var í Berlín í tvö ár. „Ég tók bæði vetrarnámið og líka sumarnámskeið sem boðið var upp á. Ég var látin spila Mozartkonsert með hljómsveit á tónleikum á öðru se- mestrinu sem ég var þarna. En svo var komin svo mikil ólga sumarið 1939 að Lárus hringdi og bað mig að koma heim undireins, það lægi í loftinu að það yrði stríð. Hann var þá búinn að panta far fyrir mig með Eddunni og ég var komin heim í júlílok, stríðið braust út 1. september, á afmælisdegi mömmu minnar. Það hafði ekki farið framhjá mér hvernig nasistar fóru með gyðinga, ég sá í blöðunum hvernig ráðist hafði verið inn í fínustu gyðingabúðirnar á Kurfürstendamm. Gyðingar áttu allt í Þýskalandi eftir fyrra stríð en Þjóð- verjar ekkert, það var líklega kveikj- an að þessum miklu gyðingaofsókn- um nasista.“ En hvar bjó fröken Jórunn Viðar á námsárunum í Berlín? „Ég bjó hjá barónessu, það dugði ekkert minna,“ svarar hún sposk „Síðar átti ég eftir að leigja hjá bar- ónessu í Vínarborg. Mér líkaði ágæt- lega við þýska aðalinn. Ég hafði gott herbergi með fínum flygli hjá barónessunni. Hún var snið- ug kona, hún hafði eftirlaun eftir mann sinn sem verið hafði hermaður, en hún drýgði tekjurnar með því að halda spilapartí einu sinni í viku. Það var aðalsfólk sem kom og það borgaði aðgang og svo var spilað brids. Það stofunni … MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 25 Fréttir á SMS Nú getur þú fengið ATLAS kreditkort hjá öllum bönkum Á atlaskort.is 5.000 kr. MasterCard ferðaávísun við stofnun korts. SMS með upplýsingum um stöðu og notkun kortsins. ATLAS fríðindahópur á atlaskort.is. Víðtækar ferða- tryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.