Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 31
ingarþorp“, þar sem spítalinn þarf að
vera í góðu göngufæri frá Háskólan-
um til þess að margs konar þekking
fari ekki í vaskinn og má láta sér
koma til hugar, að þegar Páli dettur
eitthvað frumlegt í hug, á hvorum
staðnum sem er, þá taki hann sprett-
inn og yfir göngubrúna á Hring-
brautinni. En þá er ekki víst að Jón á
hinum staðnum sé við og er þá til
einskis hlaupið. Á tímum tölvu- og
rafrænna samskipta er þessi þorps-
hugmynd út úr kú.
Mörgum læknum og hjúkrunar-
fólki finnst líka fjarstæðukennt að
stjórnmálamenn hafa tekið upp á því
að kalla þennan tilvonandi spítala há-
tæknisjúkrahús, rétt eins og hátækni
á þessu sviði sé óþekkt á Íslandi.
Ég vona bara að menn hafi hug-
rekki til að taka þá ákvörðun að
byggja framtíðarhús Landspítalans
alls ekki þar sem gert hefur verið ráð
fyrir þessu stórvirki í bili; það væri
hrapalleg vitleysa og ávísun á margs
konar vandræði sem ég nenni ekki að
rekja hér. Mér þótti gleðilegt að
heyra Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson,
borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks-
ins, segja tveim vikum fyrir kosning-
ar, að hann gæti jafnvel orðið til við-
tals um þá lausn að hafa flugvöllinn
áfram á sínum stað.
Önnur vond hugmynd snýst um
flugvallargerð uppi á Hólmsheiði.
Það þekkja þeir sem aka Suðurlands-
veginn að staðaldri að vetrarlagi að
oft verða umskipti þegar kemur upp
fyrir Lækjarbotna og upp á Sand-
skeið; þar aukast snjóalög og oft er
þar glerhált. Þetta hafa reyndar
þrautreyndir flugmenn eins og Þór-
ólfur Magnússon bent á og jafnvel
vegur þó hugsanleg mengun enn
þyngra í nánd við vatnsverndarsvæði
borgarinnar.
Fráleit hugmynd um
færslu Árbæjarsafns
Að lokum: Hugmynd um að færa
Árbæjarsafn út í Viðey er bæði vond
og óþörf. Að vísu er það rétt hjá
Hrafni Gunnlaugssyni að safnið færi
betur einhvers staðar á sjávarkambi,
en áður hafði hann viðrað hugmynd
um að færa safnið í Hljómskálagarð-
inn. Ef til vill yrði safnið eitthvað fjöl-
sóttara þar en nú er. Mig grunar að á
bak við hugmyndina um tilfærslu Ár-
bæjarsafns séu hagsmunir ein-
hverra, til að mynda byggingaverk-
taka sem sjá fyrir sér auðseljanleg
íbúðarhús á Árbæjartúni. Starfsfólk í
Árbæjarsafni er eindregið á móti
flutningi safnsins út í Viðey og Gerð-
ur Róbertsdóttir, deildarstjóri varð-
veizlu hjá Minjasafni Reykjavíkur er
alveg á sama máli og einnig Ragn-
heiður H. Þórarinsdóttir, fyrrverandi
borgarminjavörður og forstöðumað-
ur Árbæjarsafns. Báðar hafa tjáð
hug sinn í greinum í Morgunblaðinu.
En það eru fleiri með hugann í Við-
ey. Hópur nemenda frá Viðskiptahá-
skólanum í Bifröst hefur gert rekstr-
aráætlun fyrir golfvöll í Viðey, sem
Hannes Þorsteinsson golfvallahönn-
uður hefur hannað, og kann að hafa
þann kost að lítið ber á honum til-
sýndar og hann snertir alls ekki eða
breytir fjölförnum slóðum þar. Golf-
völlur þar mundi bæta úr brýnni þörf
og eitthvað mundi þá fækka á biðlist-
unum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
Ég hef samt litla trú á að slík áætlun
gangi upp nema menn ráðist í að brúa
álinn við austurenda Viðeyjar og
leggja veg út eftir grynningunum.
Fróðir menn telja það ekkert risafyr-
irtæki, en það mun alveg skipta sköp-
um varðandi hvaðeina sem reynt
verður að bjóða upp á í Viðey. En Ár-
bæjarsafn á ekkert erindi þangað.
Í Árbæjarsafni. Húsið stóð áður við Lindargötu.
Höfundur er blaðamaður.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 31
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt
samþykktum sjóðsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál löglega upp borin.
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar
sjóðsins og rétthafar rétt til setu á fundinum.
Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur til breytinga á
samþykktum eða ársreikning sjóðsins fyrir fundinn er bent á að hægt er að
nálgast þær á eftirfarandi hátt:
• Á skrifstofu sjóðsins í Borgartúni 30, Reykjavík
• Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510 5000
• Fletta þeim upp á vefsíðu sjóðsins, www.lifeyrir.is
Reykjavík, 8. maí 2006.
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
DAGSKRÁ
Ársfundur Sameinaða Lífeyrissjóðsins verður
haldinn þriðjudaginn 23. maí 2006, kl. 16.00,
á Nordica hótel, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Borgartún 30 • 105 Reykjavík • S. 510 5000
F. 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is • lifeyrir.is
ÁRSFUNDUR 2006
Sony Ericsson Z300i
11.980 kr.
• Fallegur samlokusími
• Ytri skjár
• Valmyndakerfi á íslensku
• Vekjari og dagbók
Sony Ericsson W810i
37.980 kr.
• 2.0 megapixel myndavél
• Walkman MP3 spilari
• 512 MB minni
• Íslensk valmynd
www.siminn.is/davinci
Fáðu þér
Da Vinci
síma
Fréttir á SMS