Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 33 Erfðir eða uppeldi, hvort er þyngra á met-unum? Ekki fer hjá því að sú hugsunleiti á þegar ævinni vindur fram ogmaður horfir á eiginleika fyrri kynslóðaspeglast í saklausu ungviði. Hún er þó einkar áleitin nú um stundir þegar fréttir berast af vaxandi vanlíðan yngstu kynslóðarinnar, sem kemur fram í sálrænum erfiðleikum af ýmsu tagi. Skuldinni virðist skellt á þá sem fara með félags- og heilbrigðismál og greinilega er þar víða pottur brotinn. En skýringin liggur samt ekki þar nema að litlu leyti, þótt erfiðleikarnir eigi sér oftast fé- lagslegar eða læknisfræðilegar orsakir. Og þá vaknar sama spurning en í öðru formi. Eru þessir sálrænu kvillar arfgengir eða afleiðingar umhverfisþátta sem eru óheillavænlegri núna en þegar samfélagið var ein- faldara í sniðum og boðleiðir skýrari? Fjölfróður menntaskólakennari fullyrti við okk- ur nemendur sína að „intelligensinn“ eins og hann tók til orða, væri arfgengur og félagsvísindi nú- tímans virðast styðja það. En hvað þá með ýmsar hvatir, svo sem græðgi, öfundsýki og sjálfhverfu, sem eru svo skelfing áberandi nú á tímum, eða andstæður þeirra, nægjusemi, velvild og fórnfýsi. Skyldu þær liggja í litningunum, mótast af um- hverfi okkar eða spretta upp af samspili beggja þátta? Að sjálfsögðu brestur hér forsendur til að kveða upp úr um slík eilífðarmál en niðurstaða mín sem uppalanda og kennara er sú að börnin okkar komi afar vel nestuð í þennan heim og hafi mótuð skap- gerðareinkenni sem beri að virða. Það sé einmitt lítilsvirðing gagnvart eigindum þeirra, tilfinn- ingum og geðslagi sem valdi því að þau temji sér hvimleiðar hvatir. Slíkt virðingarleysi kemur fram með ýmsum hætti, t.d. skeytingarleysi, að- finnslum og kröfuhörku þannig að litlir ein- staklingar bregðast til varnar og skýla sér bak við keipar og kenjar sem verða þeim fótakefli á brattri þroskabraut. Það getur verið afdrifaríkt þegar börn fara á mis við aga á heimilum sínum. Þar lærast þeim fyrstu umferðarreglur samfélagsins og séu þær óbilgjarnar eða losaralegar getur orðið erfitt að fóta sig þegar lengra er haldið. Þar reynir ekki síst á jafnvægislist uppalendanna sem að sjálfsögðu þurfa að taka mið af mörgum mislægum gatnamótum í sí- breytilegu umhverfi. Þessari ábyrgð verður ekki varpað á leikskóla og aðrar uppeldisstofnanir þrátt fyrir nýjustu greiningartækni og félagsleg úrræði sem vissulega geta vísað veginn ef í óefni stefnir. En færustu fagmenn geta aldrei orðið sömu áhrifavaldar og foreldrarnir í krafti til- finningasambands síns við börnin. Það er ekki bara intelligensinn eða skortur á honum sem gengur í arf heldur líka útlit, heilsufar og margir aðrir eiginleikar sem uppeldi getur ýmist bætt eða bjagað. Ætli gott fordæmi sé samt ekki dýrmætasta veganestið sem fólk getur látið uppvaxandi kynslóð í té? Barn, sem hefur fyrir augum sér, hvernig unnt er að takast á við eigin bresti, standast freistingar og umgangast samferðafólk af festu og drenglyndi eignast hlutdeild í fjársjóði. Sá sjóður er ígildi margra stiga á öllum þeim kvörðum og vísitölum sem líf okkar nútímafólks virðist markað af. Erfingjar á mislæg- um gatnamótum HUGSAÐ UPPHÁTT eftir Guðrúnu Egilson Nordic Art at International Prices Christie’s is holding its inaugural Nordic Art and Design Sale in London on 31 October 2006. This sale is celebrating the unique creativity of Nordic Art and Design THÓRARINN B. THÓRLAKSSON Stóri Dímon/ Mt. Stori Dimon, 1902 Courtesy of National Gallery of Iceland Sponsored by Christie’s are now inviting consignments for works of art by Icelandic artists including the following: Ólafur Elíasson, Svavar Gudnason, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Louisa Matthiasdóttir, Eggert Pétursson, and Thórarinn B. Thórlaksson among others. Enquiries Barbro Schauman Specialist Nordic Pictures bschauman@christies.com +358 9 608212 Sophie Hawkins Head of Sale shawkins@christies.com +44 20 7389 2453 Auction 31 October 2006 Consign by 21 August 2006 Heimsferðir bjóða frábær tilboð til Rimini í maí og júní. Njóttu lífsins í sumar á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega spennandi valkostir í næsta nágrenni, vilji menn kynnast mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rimini Vinsælasti sumarleyfisstaður Ítalíu Síðustu sætin í maí og júní frá kr. 29.995 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000. Verð kr.29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 24. og 31. maí. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.