Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 39

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 39
lesa Morgunblaðið, hins vegar láð- ist að víkja að málflutningi mínum og greina inntak þess sem verið var að fjalla um! En ekki meira um þessa lágkúru samræðunnar, elti ekki ólar við innantóman og brenglaðan málflutning. Þó má koma fram að þetta var ekki ein- ungis „þus“ í hinum eldri því hinir yngri hafa einnig sitthvað að at- huga við gang mála, þannig kjósa sumir að standa utan samtakanna hvað sem afleiðingunum líður. Sýnu alvarlegast að pólitík, fylgi- spekt og lítilþægni skuli helst eiga upp á pallborðið, og vei þeim sem dirfast að leggja í róminn, hvað þá slá á borðið, og kemur þá vikt list- ar viðkomandi málinu ekkert við, þeir skulu þögninni vígðir. Með klækjum er stefnt að því að sem fæstir hafi nenningu til að mæta á aðalfundi þótt hitt skapaði meira blóðflæði í samræðunni, mik- il þátttaka ávísun á meiri giftu. Sjálfur hætti ég öllum afskiptum af félagsmálum FÍM er nýsamdar sýningarreglur, sem öllum ber að fara eftir í þróuðum samfélögum utan landsteinanna, voru þver- brotnar og hef lítið skipt mér af málefnum SÍM, meðal annars vegna hlutdrægni í úthlutun starfs- launa. Það sem átti upphaflega að leiða til réttlátari og heilbrigðari starfshátta varð að þjófnaði frá hinum eldri og rótgrónari um leið og vinum og samherjum var óspart hyglað. Ástæða til að minna á að aldur í sjálfu sér er ekki ávís- un á ferskleika og gæði mynd- verka, þar ráða allt önnur lögmál eins og öll listasagan er til vitnis um. Nýbrumið ekkert frekar tengt æskunni þannig að allir aldurs- hópar eiga að sitja við sama borð um stuðning og uppörvun, meg- inveigurinn að viðkomandi séu virkir í list sinni. Fjöldi sýninga og brambolt á listavettvangi hér eng- inn algildur mælikvarði, ei heldur bein eða óbein tengsl við róttækni í pólitík eða alþjóðavæðingu list- arinnar. Yfirleitt er ámóta þröng ferðalanga frá öllum heimshornum sem munda ljósmyndavélarnar og mynda Monu Lisu. Í bak- grunni sér í hið fræga málverk Veronese, „Brúðkaupið í Kana“. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • Hafnarfirði • sími 510 9500 www.terranova.is- SPENNANDI VALKOSTUR í maí og júní frá kr. 34.990 Sértilboð - Glæsileg gisting Terra Nova býður einstakt tilboð á einn vinsælasta áfangastað Costa Dorada strandarinnar við Barcelona, Salou. Þú velur á milli þriggja eða fjögurra stjörnu gistingar. Góð hótel, vel stað- sett og með góðri aðstöðu. Gríptu þetta einstaka tækifæri á fríi á frábærum stað á ótrúlegu verði. Kr. 39.990 5 nætur **** gisting. Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel California Palace **** í 5 nætur, 25. maí, 8. júní og 15. júní. Kr. 34.990 5 nætur *** gisting. Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði á Hotel California Garden *** í 5 nætur, 25. maí, 8. júní og 15. júní. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 39 smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.