Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 40

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 40
40 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hvernig vilt þú að staðið verði að fjármálastjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili? Þarf borgin að taka þátt í að vinna gegn vaxandi verðbólgu og ójafnvægi í hagkerfinu með auknu að- haldi, lækkun útgjalda og frest- un framkvæmda? „Sveitarfélögin mynda hið opinbera ásamt ríkisvaldinu og þurfa að sjálfsögðu að gæta að efnahagslegum stöðugleika eins og aðrir. Með því tryggja þau best hagsmuni íbúa sinna til lengri tíma litið. Reykjavík- urborg þarf ávallt að gæta fyllsta aðhalds í sínum rekstri, en hún þarf líka að halda uppi ákveðnu þjónustustigi við sína íbúa og tryggja að sveitarfélag- ið sem slíkt sé ekki aðeins sam- keppnisfært við önnur sveit- arfélög hér á landi, heldur einnig á alþjóðavísu. Þetta þýð- ir m.a. að tryggja þarf nægt vinnuafl við ummönnunarstörf, nægt framboð á dagvistun og þjónustu við aldraða, nægt framboð á lóðum og ákjós- anlegt umhverfi fyrir barna- fjölskyldur. Sem stórum fram- kvæmdaaðila er borginni jafnframt skylt að haga stærstu framkvæmdum sínum í samræmi við aðrar stór- framkvæmdir í þjóðfélaginu hverju sinni. Þetta hefur áður verið gert, t.d. að því er varðar stórframkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur sem skipulagðar hafa verið í tengslum við aðrar fram- kvæmdir við uppbyggingu stóriðju hér á landi.“ Á Reykjavíkurborg að auka þjónustu sína við börn og foreldra þeirra eftir að fæðing- arorlofi lýkur og á leik- skólaaldri? „Já. Við framsóknarmenn höfum kynnt áform okkar um gjaldfrjálsan leikskóla fyrir öll börn á næsta kjörtímabili, sem er í samræmi við áform sem kynnt voru af Reykjavíkurlist- anum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Samkvæmt núgild- andi markmiðum eiga öll börn 18 mánaða og eldri að hafa rétt til leikskólagöngu og ég tel að til framtíðar muni þetta færast niður í öll börn frá eins árs aldri og að fæðingarorlofið lengist einnig upp í 12 mánuði og þann- ig komi samfella í þessum efn- um. Í dag er bil frá lokum fæð- ingarorlofs og þar til leikskóli hefst og fjölmargir foreldrar eru í miklum vandræðum af þeim sökum og þurfa jafnvel að bjarga málunum frá degi til dags, eða hafa þurft að segja upp störfum þar sem þau fá ekki inni hjá dagforeldrum. Við höfum því kynnt hugmyndir um svokallaðar fjölskyldugreiðslur upp á 50 þúsund kr. á mánuði fyrir foreldra þessara barna. Þetta yrðu valkvæðar greiðslur og gætu nýst foreldrum til að vera lengur heima með börnum sínum, til að greiða aðstoð vina eða ættingja, t.d. ömmu og afa, eða þá til niðurgreiðslu á þjón- ustu dagforeldra eða smábarna- leikskóla.“ Með hvaða hætti vilt þú standa að framboði á bygging- arlóðum á næsta kjörtímabili? „Við viljum halda áfram uppbyggingu á þétting- arsvæðum, en teljum að gera þurfi átak í úthlutun á lóðum undir sérbýli, þ.e. raðhús, par- hús og einbýli, og höfum sett fram markmið um úthlutun 1.200 slíkra lóða í Úlfarsárdal á fyrstu átján mánuðum næsta kjörtímabils.“ Hvernig vilt þú að tryggt verði að aldraðir njóti mannsæm- andi umönnunar og þjónustu og að starfsfólk fáist til starfa á heimilum fyrir aldraða? „Ég tel að efna þurfi til þjóð- arátaks í málefnum aldraðra og hef áður lýst þeirri skoðun minni að Íslendingar þurfi að senda skýrari skilaboð um hvernig þeir meti störf um- mönnunarstétta. Ég tel að flest- ir séu þeirrar skoðunar að hækka beri laun þessara hópa, en kalla um leið eftir ábyrgð þeirra sem tilheyra hærri launa- hópum svo þeir komi ekki allir í framhaldinu og biðji um annað eins og jafnvel meira. Gerðist það, væri þessum launamun við- haldið og ástandið myndi ekki batna. Ummönnunarstörf eru erfið störf, ekki síst líkamlega, og það er okkur nauðsynlegt að í þau fáist gott starfsfólk. Það á að vera metnaðamál okkar að vel sé gert í þessum efnum, ekki aðeins rétt fyrir kosningar.“ Hver á að vera framtíð Reykja- víkurflugvallar og hvar vilt þú að miðstöð innanlandsflugs- ins verði? „Ég hef litið svo á að borg- arstjórn Reykjavíkur hafi með afdráttarlausum hætti ákveðið að Reykjavíkurflugvöllur muni víkja úr Vatnsmýrinni á næstu árum, í síðasta lagið árið 2016. Um það vitnar m.a. nýleg atkvæðagreiðsla í borg- arstjórn. Ég felli mig við hug- myndir um frekari uppbygginu í Vatnsmýrinni í hjarta höf- uðborgarinnar, en tel nauðsyn- legt að halda dýrmætum störf- um í flugrekstri áfram í borginni, tryggja aðgengi vegna sjúkraflugs að Landspít- alanum og framtíð innanlands- flugsins. Enginn flokkur hefur lýst stuðningi við flutning inn- anlandsflugsins til Keflavíkur og þá standa aðeins eftir tveir kostir, þ.e. Löngusker og Hólmsheiði, að því er fram kemur í áliti nefndar sam- gönguráðherra og borgaryf- irvalda. Hólmsheiðin er uppi á heiðum, þar sem veður eru oft válynd og þoka verður oft, þannig að flugrekendur hafa lýst yfir miklum efasemdum um það flugvallarstæði til framtíðar. Aukinheldur er það í nálægð við vatnsverndarsvæði Reykjavíkur og ég tel óhugs- andi að taka nokkra áhættu í þeim efnum með uppbyggingu risavaxins flugvallar og finnst raunar sæta miklum tíðindum að flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd skuli leggja slíkt til.“ Hvernig vilt þú að staðið verði að lagningu Sundabrautar? „Við teljum skynsamlegast að fara í botngöng á ytri leið, sem er ein þriggja leiða við Sundabraut sem teknar voru í umhverfismat á sínum tíma. Tryggt hefur verið fjármagn og unnt væri að hefjast handa inn- an 15 til 18 mánaða, en aðrir kostir tækju mun lengri tíma auk þess sem engin samstaða er um þá við íbúa beggja megin Sundanna. Í því sambandi bendi ég á að fyrir átta árum var tals- vert rætt um jarðgöng en fallið var frá þeim vegna kostnaðar og afráðið að láta þann kost ekki fara í umhverfismat. Það er því ótrúlegt að ætla nú að skoða þann kost upp á nýtt þar sem slíkt þýðir sjálfkrafa margra ára frestun framkvæmda, því þá þyrfti nýtt umhverfismat og rannsóknir frá grunni.“ Björn Ingi Hrafnsson, B-lista Þjóðarátak í málefnum aldraðra Baráttumál í borginni Fimm framboðslistar eru í kjöri í borg- arstjórnarkosningunum næstkomandi laugardag.V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, S-listi Samfylking- arinnar, F-listi Frjálslyndra og óháðra, D-listi Sjálfstæðisflokksins og B-listi Framsóknarflokks. Ómar Friðriksson lagði nokkrar spurningar fyrir oddvita framboðslistanna og fer röð frambjóð- enda eftir stafrófsröð listabókstafa. Oddvitar framboðslistanna í Reykjavík svara spurningum Morgunblaðsins um borgarmálefni Hvernig vilt þú að staðið verði að fjármálastjórn borg- arinnar á næsta kjörtímabili? Þarf borgin að taka þátt í að vinna gegn vaxandi verð- bólgu og ójafnvægi í hagkerf- inu með auknu aðhaldi, lækkun útgjalda og frestun framkvæmda? „Fjármálastjórn borg- arinnar þarf að taka föstum tökum og stöðva þá gegnd- arlausu skuldasöfnun sem má rekja til fyrirhyggjuleysis í rekstri. Hreinar skuldir Reykjavíkurborgar án lífeyr- isskuldbindinga aukast nú um 35 milljónir dag hvern og stefna í að verða 116 millj- arðar við lok árs 2009 en voru aðeins 4 milljarðar við lok árs 1993. Á sama tíma hefur útsvarsprósentan verið sett í hámark og tekjur borg- arinnar af fasteignagjöldum hafa hækkað sem aldrei fyrr vegna hækkandi húsnæðis- mats. Sjálfstæðismenn boða ábyrga fjármálastjórn. Fast- eignagjöld á íbúðarhúsnæði verða lækkuð, holræsagjaldið verður lækkað í áföngum og að lokum afnumið. Aðhald og hagræðing í rekstri verður að einkenna fjármálastjórn borgarinnar. Umfang rekst- urs sveitarfélaga hefur auk- ist mikið á undanförnum ár- um og verður ábyrgð þeirra því meiri í hagstjórninni. Borgin hefur stundum ákveðið að fresta fram- kvæmdum og verður að vera tilbúin til þess ef nauðsyn krefur.“ Á Reykjavíkurborg að auka þjónustu sína við börn og for- eldra þeirra eftir að fæðing- arorlofi lýkur og á leik- skólaaldri? „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur ríka áherslu á að foreldrar hafi val um örugga vistun fyrir börn sín frá því fæðing- arorlofi lýkur. Þetta viljum við gera með því að auka stuðning borgarinnar við starfsemi dagforeldra, bæta ungbarnadeildum við borg- arrekna leikskóla í öllum hverfum og tryggja að öll börn njóti sama stuðnings, óháð því hvort þau sækja einkarekinn eða borgarrek- inn leikskóla. Með þessum aðgerðum teljum við að hægt sé að tryggja öryggi og sam- fellu í þjónustu fyrir ung börn, en það er einmitt það sem mestu skiptir. Að auki leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að lækka leik- skólagjöld um 25% strax 1. september og að foreldrar greiði aldrei fyrir meira en eitt barna þeirra sem sam- tímis nýta sér þjónustu leik- skóla.“ Með hvaða hætti vilt þú standa að framboði á bygg- ingarlóðum á næsta kjör- tímabili? „Við ætlum að stórauka framboð lóða, ekki síst fram- boð lóða undir sérbýli og bjóða þeim sem vilja byggja og búa í Reykjavík lóðir í borginni fyrir fast sann- gjarnt verð og tryggja að framboðið verði það mikið, að allir geti fengið lóð. Lóðaverð hefur hækkað gífurlega und- ir stjórn núverandi meiri- hluta, en með nægu framboði getum við lækkað það veru- lega. Það er sanngirnismál að allir geti fengið lóðir á við- ráðanlegu verði.“ Hvernig vilt þú að tryggt verði að aldraðir njóti mann- sæmandi umönnunar og þjónustu og að starfsfólk fá- ist til starfa á heimilum fyrir aldraða? „Eins og ávallt hefur verið leggjum við sjálfstæðismenn mikla áherslu á málefni eldri borgara. Við vorum fyrstir til að kynna heildstæða stefnu- mörkun okkar í þeim mála- flokki. Það er sjálfsagt rétt- lætismál að leiðrétta lægstu laun þeirra sem vinna að umönnun eldri borgara enda er það algjör forsenda þess að hægt sé að halda uppi full- nægjandi starfsemi á heim- ilum fyrir aldraða. Einnig er mikilvægt að marka stefnu til framtíðar um það hvernig við viljum búa að þeim sem eldri eru. Sjálfstæðismenn vilja efla og samræma heima- þjónustu og heimahjúkrun og gera stórátak í byggingu hjúkrunarheimila í samvinnu við ríkið. Auk þess ætlum við sjálfstæðismenn að beita okkur fyrir öflugri uppbygg- ingu þjónustu- og leiguíbúða fyrir eldri borgara en það hefur setið á hakanum á und- anförnum árum. Það er á valdi Reykjavíkurborgar að framkvæma og óþarfi af nú- verandi valdhöfum í Reykja- vík að leita að sökudólgi hjá ríkinu í þeim efnum. Við leggjum einnig áherslu á að auka val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa í borginni og að tryggja að til verði fjölbreytt sameiginlegt búsetuform hjúkrunar-, þjón- ustu- og leiguíbúða ásamt al- mennum íbúðum til þess að vinna gegn félagslegri ein- angrun eldri borgara.“ Hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og hvar vilt þú að miðstöð inn- anlandsflugsins verði? „Nú er starfandi nefnd á vegum Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins sem hefur það að markmiði að kanna alla þá flug- tæknilegu kosti og galla varðandi Hólmsheiðina og Löngusker sem og breytta legu vallarins í Vatnsmýr- inni. Áður en þessi úttekt liggur fyrir er óábyrgt að ákveða fyrirfram hvar fram- tíðar flugvallarstæði eigi að vera enda hljóta öryggismál framtíðar flugvallarstæðis liggja fyrst og fremst til grundvallar. Sjálfstæð- isflokkurinn telur að finna eigi flugvallarstæðinu stað í landi Reykjavíkur eða ná- grennis en mun ekki greiða því atkvæði að starfsemin verði flutt til Keflavíkur.“ Hvernig vilt þú að staðið verði að lagningu Sunda- brautar? „Við viljum að Sunda- brautin verði lögð fjögurra akreina alla leið upp á Kjal- arnes í einum áfanga. Ákvörðun um legu braut- arinnar verði tekin á þessu ári í framhaldi af samráðs- ferli íbúa, borgarinnar og samgönguyfirvalda og fram- kvæmdir hefjist á árinu 2008. Við erum jákvæð gagnvart jarðgöngum ef þau verða tal- in heppilegasti kostur út frá skipulags-, umhverfis-, um- ferðar- og öryggissjón- armiðum. “ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, D-lista Stöðva gegndarlausa skuldasöfnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.