Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 46

Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 46
46 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Málstofa um þorskastríðin þrjú - í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá lokum landhelgismálsins Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 1. júní 2006 kl. 12.15-15.00 Dagskrá: 12.15 Afhending fyrstu eintaka ritsins "Þorskastríðin þrjú og saga landhelgismálsins, „1948-1976“. Höfundur: Guðni Th. Jóhannesson. Útgefandi: Hafréttarstofnun Íslands. 12.20 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. 12.30 Ávarp Geirs H. Haarde utanríkisráðherra. 12.40 Ávarp Einars Kr. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. 12.50 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.20 Erindi Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings við Hugvísindastofnun H.Í. 14.00 Erindi Peters Hennessy prófessors í breskri nútímasögu við Háskólann í London. 14.30 Fyrirspurnir og umræður. 15.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir JÓN Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, og Hafþór Yngvason, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur, und- irrituðu samstarfssamning fyrir árið 2006 í fyrradag. Undirritunin fór fram fyrir framan Hafnarhúsið en þar standa nú úti allsérstæð hús- gögn eftir hönnuðinn Snæbjörn Þór Stefánsson sem er að útskrifast úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands. Listasafn Reykjavíkur og Ice- landair gengu fyrst til formlegs samstarfs árið 2005 og er sá samn- ingur að hluta til endurnýjaður núna fyrir árið 2006. Þar er kveðið á um stuðning Icelandair við Listasafn Reykjavíkur vegna heimsókna er- lendra blaðamanna og niðurgreiðslu á farseðlum vegna ferðalaga lista- manna, sýningarstjóra og annarra sem tengjast starfi safnsins. Á þessu ári bætist auk þess við sérstakur stuðningur Icelandair vegna sýningarinnar Uncertain States of America sem opnuð verður í Hafnarhúsinu síðar á árinu. Á þeirri sýningu sýna rúmlega fjörutíu ungir, bandarískir myndlistarmenn verk sín, en þá völdu hinir heims- kunnu sýningarstjórar Daniel Birn- baum og Hans Ulrich Obrist úr 1.000 manna hópi listamanna vítt og breitt um Bandaríkin. Sýningin markar ákveðin tíma- mót í sýningarstarfsemi safnsins en með henni er sleginn nýr tónn sem felur í sér að virkja unga og metn- aðarfulla listamenn, innlenda sem erlenda til að sýna og stýra sýn- ingum í Hafnarhúsinu. Þannig kem- ur sýningin Uncertain States of Am- erica beint í kjölfarið á sýningunni Pakkhús postulanna sem ungir, ís- lenskir listamenn bæði stýra og sýna verk sín á. Með sérstökum stuðningi Icelandair við sýninguna Uncertain States of America gefst listamönn- um af sömu kynslóð en af ólíkum uppruna einstakt tækifæri til að eiga orðræðu um myndlist samtímans. Morgunblaðið/Jim Smart Hafþór Yngvason og Jón Karl Ólafsson við undirritun samningsins. Samstarfssamningur undirritaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.