Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 48

Morgunblaðið - 21.05.2006, Page 48
48 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00 - 16:00 REYNIHVAMMUR 5, 200 KÓPAVOGI Verð 46,5 m. Fallegt 268,8 fm einbýli með rúmgóðum bílskúr á besta stað í suðurhlíðum Kópavogs. Mjög gott stórfjölskylduhús með 4 svefnherb., 2 stofum, 2 baðherb. og 2 eldhúsum. Góður suður- garður og sólpallur. Einstök veðursæld. Gunnar og Bára taka á móti gestum í dag kl. 14:00 - 16:00 Símar: 554 1442 og 690 6865 ALLIR VELKOMNIR Safamýri - sérhæð Vorum að fá í sölu 127 fm neðri sérhæð í 3-býlishúsi við Safamýri. Hæðinni fylgir auk þess 26 fm bílskúr. Samtals 153 fm. Hæðin skiptir m.a. í tvær stofur og fjögur svefnherbergi. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar svalir og þaðan niður í garð. Húsið er mjög vel staðsett en það stendur innst í rúmgóðum botnlanga. Húsið var viðgert og málað fyrir um ári síðan. Verð 37,5 millj. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög falleg 3ja herbergja íbúð 94,5 fm á 1. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er fallega innréttuð og með vönduðum gólfefnum. Her- bergin eru rúmgóð, þvottahús er í íbúðinni, baðherbergi með kari og sturtuklefa og stór verönd með veggjum í suð- vestur. Íbúðin er sem ný og hús og sameign í toppástandi. Verð 25,7 millj. Bjalla merkt 14 hjá Hjördísi og Lárusi. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 LAUTASMÁRI 1 - KÓPAVOGI Eyrartröð, Hf. Til sölu/leigu mjög gott ca 1200 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað í nálægð við höfnina. Mikil lofthæð og 3 góðar innkeyrsludyr. Lítið mál að skipta niður í fleiri einingar. Nánari upplýsingar á Fasteignastofunni. Reykjavíkurvegur, Hf. Til leigu mjög gott ca 100 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð á góð- um stað við Reykjavíkurveginn. Þrjár skrifstofur auk fundarher- bergis, móttöku og kaffiaðstöðu. Innréttingar geta fylgt með. Hagstætt leiguverð. Líkamsræktarstöð! Erum með kaupanda að u.þ.b. 350 - 800 fm húsnæði undir lík- amsræktarstöð í Reykjavík. Krafa um góða lofthæð og snyrtilegt umhverfi. Langtímaleigusamningur kemur einnig til greina. ATVINNUHÚSNÆÐI MIKILVÆGI nýsköpunar á sviði hátækni hefur mikið verið í umfjöllun undanfarið. Almennt er viðurkennt að til þess að íslenskt samfélag geti áfram boðið upp á lífsskilyrði á við það besta sem þekkist í heiminum sé nauðsyn- legt að tryggja öflugt þróunar- og nýsköp- unarstarf í íslenskum háskólum og fyr- irtækjum. En hvernig getur ein góð hug- mynd orðið að arð- sömu fyrirtæki sem selur vörur og þjón- ustu um allan heim? Þetta var ein af þeim spurningum sem velt var upp við valið á raf- magnsverkfræðingi ársins, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn hinn 21. apríl. Verðlaunin eru veitt þeim rafmagnsverkfræðingi sem þykir hafa skarað fram úr í störf- um sínum á sviði rafmagnsverk- fræði eða almennt fyrir íslenskt samfélag. Óskað var eftir tilnefn- ingum í nóvember 2005 og vann fjögurra manna dómnefnd úr fjölda tillagna sem bárust. Verð- launin eru samstarfsverkefni Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og alþjóðlegu rafmagnsverkfræð- ingasamtakanna IEEE. Sigmar Guðbjörnsson og Stjörnu-Oddi Verðlaunin í ár hlaut Sigmar Guðbjörnsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Sjörnu-Odda. Sig- mar á að baki glæsilegan feril sem rafmagnsverkfræðingur og frum- kvöðull. Áður en hann stofnaði Stjörnu-Odda kom hann að stofn- un fyrirtækisins T-com A/S í Dan- mörku árið 1987. Árið 1993 stofn- aði Sigmar Stjörnu-Odda til þess að þróa og framleiða rafeinda- mælitæki sem eru það smá að hægt er að koma þeim fyrir í dýr- um og þá sérstaklega fiskum. Mælitækjum hefur t.d. verið komið fyrir í þorski og laxi til þess að fylgjast með hegðun þeirra á ferð- um kringum Ísland. Tæknin er byltingarkennd að því leyti að merkin geta tekið við staðsetning- arupplýsingum frá sónartækjum í skipum og skráð þær. Þannig er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um hreyfingar dýranna þegar merkin eru endurheimt. Að auki hefur félagið þróað bún- að til að safna gögnum um dýpt, hita og seltu í sjó. Sigmar er höfundur einkaleyfa á þessu sviði í fjölmörgum löndum. Stjörnu-Oddi er í dag blómlegt 15 manna fyrirtæki á sviði þróunar og fram- leiðslu á hátæknira- feindabúnaði. Fyrir- tækið varð til út frá þekkingu á rafteinda- tækni ásamt góðri hugmynd um notkun þeirra. Framboð af menntuðu fólki á sviði rafeindabúnaðar var því forsenda fyrir stofnun fyrirtækisins. Öflug verkfræði- og raunvísindamenntun forsenda hátæknifyrirtækja Ekki þarf að taka fram hve mik- ilvægt það er fyrir íslenskt sam- félag að fleiri fyrirtæki eins og Stjörnu-Oddi verði til. En hvernig getum við stuðlað að því? Það eru einkum tvö atriði sem við getum haft áhrif á í þessu sambandi. Fyrst ber að nefna áframhaldandi uppbyggingu verkfræði- og raun- vísindamenntunar á háskólastigi. Á síðustu árum hefur nemum við verkfræðideild Háskóla Íslands fjölgað mjög, og er svo komið að um 150 nemar útskrifast þar á hverju ári með fyrstu eða aðra há- skólagráðu samanborið við 60–70 nema fyrir 10 árum. Þar að auki hefur mikill kraftur verið í Háskól- anum í Reykjavík, sem nýverið sameinaðist Tækniháskóla Íslands og mun útskrifa nema með gráðu í verkfræði eftir tvö ár. Það stefnir í að alls muni yfir 300 nemar ljúka gráðu í tæknifræði, verkfræði og raunvísindum frá íslenskum há- skólum á hverju ári. Háskólarnir hafa einnig sýnt mikinn metnað í að búa svo um að ný fyrirtæki geti starfað í nánum tengslum við há- skólana og stofnanir þeirra. Ný- sköpunarmiðstöð atvinnulífsins, sem Háskólinn í Reykjavík er að setja á stofn um þessar mundir, er gott dæmi um slíkt framtak. Hún mun veita fyrirtækjum og ein- staklingum aðstöðu til þess að starfa að nýsköpun og rann- sóknum í nánum tengslum við há- skólann. Einnig verður spennandi að fylgjast með þróun Vís- indagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Umhverfið skiptir máli Ef hlúð er að kennslu og rann- sóknum í háskólum landsins, þá getum við treyst því að fram komi frumkvöðlar með góðar hug- myndir. En það þarf einnig að hlúa að nýjum fyrirtækjum, og sérstaklega nýjum hátæknifyr- irtækjum þar sem oft tekur langan tíma að koma vörum slíkra fyr- irtækja á markað. Hér komum við að seinna atriðinu sem við getum gert til þess að stuðla að frekari nýsköpun í hátækni. Við þurfum að sjá til þess að ytra umhverfi nýrra fyrirtækja á þessu sviði sé með sem allra bestu móti. Það verður að hlúa að rekstrarlegum forsendum hátæknifyrirtækja. Launakostnaður er yfirleitt stór hluti kostnaðar slíkra fyrirtækja en mestur hluti sölutekna er í er- lendri mynt. Því geta snöggar og tíðar gengissveiflur reynst nýjum og viðkvæmum fyrirtækjum þung- ur baggi. Í nágrannalöndum okkar tíðkast að bjóða hátæknifyr- irtækjum ýmsa fyrirgreiðslu svip- aða og íslensk stjórnvöld bjóða stóriðjufyrirtækjum í dag. Búum vel að háskólunum okkar. Leggjum rækt við nýsköpunarfyr- irtækin og sköpum þeim sam- keppnishæft umhverfi. Þá er ekki nokkur vafi á því að við munum sjá fleiri hátækni- og nýsköp- unarfyrirtæki eins og Stjörnu- Odda verða til, vaxa og dafna. Val á rafmagns- verkfræðingi ársins Þorvarður Sveinsson fjallar um nýsköpun á sviði hátækni og val á rafmagnsverkfræðingi ársins ’Búum vel að háskól-unum okkar. Leggjum rækt við nýsköpunar- fyrirtækin og sköpum þeim samkeppnishæft umhverfi.‘ Þorvarður Sveinsson Höfundur er formaður rafmagnsverkfræðideildar VFÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.