Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 48

Morgunblaðið - 21.05.2006, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00 - 16:00 REYNIHVAMMUR 5, 200 KÓPAVOGI Verð 46,5 m. Fallegt 268,8 fm einbýli með rúmgóðum bílskúr á besta stað í suðurhlíðum Kópavogs. Mjög gott stórfjölskylduhús með 4 svefnherb., 2 stofum, 2 baðherb. og 2 eldhúsum. Góður suður- garður og sólpallur. Einstök veðursæld. Gunnar og Bára taka á móti gestum í dag kl. 14:00 - 16:00 Símar: 554 1442 og 690 6865 ALLIR VELKOMNIR Safamýri - sérhæð Vorum að fá í sölu 127 fm neðri sérhæð í 3-býlishúsi við Safamýri. Hæðinni fylgir auk þess 26 fm bílskúr. Samtals 153 fm. Hæðin skiptir m.a. í tvær stofur og fjögur svefnherbergi. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar svalir og þaðan niður í garð. Húsið er mjög vel staðsett en það stendur innst í rúmgóðum botnlanga. Húsið var viðgert og málað fyrir um ári síðan. Verð 37,5 millj. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög falleg 3ja herbergja íbúð 94,5 fm á 1. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er fallega innréttuð og með vönduðum gólfefnum. Her- bergin eru rúmgóð, þvottahús er í íbúðinni, baðherbergi með kari og sturtuklefa og stór verönd með veggjum í suð- vestur. Íbúðin er sem ný og hús og sameign í toppástandi. Verð 25,7 millj. Bjalla merkt 14 hjá Hjördísi og Lárusi. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17 LAUTASMÁRI 1 - KÓPAVOGI Eyrartröð, Hf. Til sölu/leigu mjög gott ca 1200 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað í nálægð við höfnina. Mikil lofthæð og 3 góðar innkeyrsludyr. Lítið mál að skipta niður í fleiri einingar. Nánari upplýsingar á Fasteignastofunni. Reykjavíkurvegur, Hf. Til leigu mjög gott ca 100 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð á góð- um stað við Reykjavíkurveginn. Þrjár skrifstofur auk fundarher- bergis, móttöku og kaffiaðstöðu. Innréttingar geta fylgt með. Hagstætt leiguverð. Líkamsræktarstöð! Erum með kaupanda að u.þ.b. 350 - 800 fm húsnæði undir lík- amsræktarstöð í Reykjavík. Krafa um góða lofthæð og snyrtilegt umhverfi. Langtímaleigusamningur kemur einnig til greina. ATVINNUHÚSNÆÐI MIKILVÆGI nýsköpunar á sviði hátækni hefur mikið verið í umfjöllun undanfarið. Almennt er viðurkennt að til þess að íslenskt samfélag geti áfram boðið upp á lífsskilyrði á við það besta sem þekkist í heiminum sé nauðsyn- legt að tryggja öflugt þróunar- og nýsköp- unarstarf í íslenskum háskólum og fyr- irtækjum. En hvernig getur ein góð hug- mynd orðið að arð- sömu fyrirtæki sem selur vörur og þjón- ustu um allan heim? Þetta var ein af þeim spurningum sem velt var upp við valið á raf- magnsverkfræðingi ársins, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn hinn 21. apríl. Verðlaunin eru veitt þeim rafmagnsverkfræðingi sem þykir hafa skarað fram úr í störf- um sínum á sviði rafmagnsverk- fræði eða almennt fyrir íslenskt samfélag. Óskað var eftir tilnefn- ingum í nóvember 2005 og vann fjögurra manna dómnefnd úr fjölda tillagna sem bárust. Verð- launin eru samstarfsverkefni Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og alþjóðlegu rafmagnsverkfræð- ingasamtakanna IEEE. Sigmar Guðbjörnsson og Stjörnu-Oddi Verðlaunin í ár hlaut Sigmar Guðbjörnsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Sjörnu-Odda. Sig- mar á að baki glæsilegan feril sem rafmagnsverkfræðingur og frum- kvöðull. Áður en hann stofnaði Stjörnu-Odda kom hann að stofn- un fyrirtækisins T-com A/S í Dan- mörku árið 1987. Árið 1993 stofn- aði Sigmar Stjörnu-Odda til þess að þróa og framleiða rafeinda- mælitæki sem eru það smá að hægt er að koma þeim fyrir í dýr- um og þá sérstaklega fiskum. Mælitækjum hefur t.d. verið komið fyrir í þorski og laxi til þess að fylgjast með hegðun þeirra á ferð- um kringum Ísland. Tæknin er byltingarkennd að því leyti að merkin geta tekið við staðsetning- arupplýsingum frá sónartækjum í skipum og skráð þær. Þannig er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um hreyfingar dýranna þegar merkin eru endurheimt. Að auki hefur félagið þróað bún- að til að safna gögnum um dýpt, hita og seltu í sjó. Sigmar er höfundur einkaleyfa á þessu sviði í fjölmörgum löndum. Stjörnu-Oddi er í dag blómlegt 15 manna fyrirtæki á sviði þróunar og fram- leiðslu á hátæknira- feindabúnaði. Fyrir- tækið varð til út frá þekkingu á rafteinda- tækni ásamt góðri hugmynd um notkun þeirra. Framboð af menntuðu fólki á sviði rafeindabúnaðar var því forsenda fyrir stofnun fyrirtækisins. Öflug verkfræði- og raunvísindamenntun forsenda hátæknifyrirtækja Ekki þarf að taka fram hve mik- ilvægt það er fyrir íslenskt sam- félag að fleiri fyrirtæki eins og Stjörnu-Oddi verði til. En hvernig getum við stuðlað að því? Það eru einkum tvö atriði sem við getum haft áhrif á í þessu sambandi. Fyrst ber að nefna áframhaldandi uppbyggingu verkfræði- og raun- vísindamenntunar á háskólastigi. Á síðustu árum hefur nemum við verkfræðideild Háskóla Íslands fjölgað mjög, og er svo komið að um 150 nemar útskrifast þar á hverju ári með fyrstu eða aðra há- skólagráðu samanborið við 60–70 nema fyrir 10 árum. Þar að auki hefur mikill kraftur verið í Háskól- anum í Reykjavík, sem nýverið sameinaðist Tækniháskóla Íslands og mun útskrifa nema með gráðu í verkfræði eftir tvö ár. Það stefnir í að alls muni yfir 300 nemar ljúka gráðu í tæknifræði, verkfræði og raunvísindum frá íslenskum há- skólum á hverju ári. Háskólarnir hafa einnig sýnt mikinn metnað í að búa svo um að ný fyrirtæki geti starfað í nánum tengslum við há- skólana og stofnanir þeirra. Ný- sköpunarmiðstöð atvinnulífsins, sem Háskólinn í Reykjavík er að setja á stofn um þessar mundir, er gott dæmi um slíkt framtak. Hún mun veita fyrirtækjum og ein- staklingum aðstöðu til þess að starfa að nýsköpun og rann- sóknum í nánum tengslum við há- skólann. Einnig verður spennandi að fylgjast með þróun Vís- indagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Umhverfið skiptir máli Ef hlúð er að kennslu og rann- sóknum í háskólum landsins, þá getum við treyst því að fram komi frumkvöðlar með góðar hug- myndir. En það þarf einnig að hlúa að nýjum fyrirtækjum, og sérstaklega nýjum hátæknifyr- irtækjum þar sem oft tekur langan tíma að koma vörum slíkra fyr- irtækja á markað. Hér komum við að seinna atriðinu sem við getum gert til þess að stuðla að frekari nýsköpun í hátækni. Við þurfum að sjá til þess að ytra umhverfi nýrra fyrirtækja á þessu sviði sé með sem allra bestu móti. Það verður að hlúa að rekstrarlegum forsendum hátæknifyrirtækja. Launakostnaður er yfirleitt stór hluti kostnaðar slíkra fyrirtækja en mestur hluti sölutekna er í er- lendri mynt. Því geta snöggar og tíðar gengissveiflur reynst nýjum og viðkvæmum fyrirtækjum þung- ur baggi. Í nágrannalöndum okkar tíðkast að bjóða hátæknifyr- irtækjum ýmsa fyrirgreiðslu svip- aða og íslensk stjórnvöld bjóða stóriðjufyrirtækjum í dag. Búum vel að háskólunum okkar. Leggjum rækt við nýsköpunarfyr- irtækin og sköpum þeim sam- keppnishæft umhverfi. Þá er ekki nokkur vafi á því að við munum sjá fleiri hátækni- og nýsköp- unarfyrirtæki eins og Stjörnu- Odda verða til, vaxa og dafna. Val á rafmagns- verkfræðingi ársins Þorvarður Sveinsson fjallar um nýsköpun á sviði hátækni og val á rafmagnsverkfræðingi ársins ’Búum vel að háskól-unum okkar. Leggjum rækt við nýsköpunar- fyrirtækin og sköpum þeim samkeppnishæft umhverfi.‘ Þorvarður Sveinsson Höfundur er formaður rafmagnsverkfræðideildar VFÍ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.