Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 61
UMRÆÐAN
Góð eign á draumastað í Vesturbænum. 4ra herbergja, 96 fermetra jarðhæð (aðeins niður-
grafin) í fallegu tvíbýli sem staðsett er innst í lokuðum botnlanga. Sérinngangur er í íbúðina
en hún skiptist í þrjú svefnherbergi, góða stofu og stórt eldhús. Íbúðin er við kyrrláta götu en
stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði.
Íbúð á besta stað í bænum.
OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 21. MAÍ
MILLI KL. 14 OG 16 Í GRANASKJÓLI 22
Albert Björn Lúðvígsson
sölumaður, s. 840 4048
Guðrún Árnadóttir
lögg. fasteignasali
Fjárfesting við Laugardalinn
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694-1401.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali.
Vorum að fá í einkasölu þessa einstöku eign við Sundlaugaveginn. Húsið er
frábærlega vel staðsett og er lóðin um 2.000 fermetrar. Í húsinu í dag eru þrjár
íbúðir, tvær þeirra um 70 fm, tveggja og þriggja herbergja á jarðhæð. Sérhæð
er með risi og afar falleg ásamt tvöföldum bílskúr, alls um 245 fm. Samtals 380
fm í heildina. Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið alla tíð. Þar sem lóðin er um
2.000 fm, geta ýmsir möguleikar verið til staðar hvað varðar stækkun eða bygg-
ingu á öðru húsi. Verð 115 milljónir.
ÉG HEFI áður skrifað pistil um
sama mál, það eru öll orðin um gamla
fólkið og skyldu þjóðarinnar við það.
Ekki hefur neitt breyst í þessu
efni, kosningar á næstu grösum og
allir uppfullir af loforðum, sem inni-
halda allt sem búið er að segja um
árabil.
En það sem að mér snýr persónu-
lega og 660 félögum mínum sem eru
ellilífeyrisþegar í Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar, þar kemur fram
hin hliðin, sú sem ég var að reyna að
koma á framfæri í fyrri pistli mínum.
Þannig standa mál að í desember
2005 gerði félag okkar nýjan kjara-
samning, sem ég ætla að ekki hafi
farið fram hjá neinum, þvílíku mold-
roki sem hann olli, allt launakerfið
átti að hrynja, þó var fyrst og síðast
verið að hækka laun þeirra sem
höfðu orðið út undan.
Í þessum samningi, sem gildir frá
1. október 2005, var nefnt að
greiðslur samkvæmt honum myndu
koma til framkvæmda 1. febrúar
2006 og í síðasta lagi 1. mars 2006.
Allt í lagi, ásættanlegt, þetta ákvæði
gekk eftir hjá öllum þeim sem voru í
starfi.
En nú kemur að aðalatriðinu; við
þessir 660 félagar í Starfsmannfélagi
Reykjavíkur, eigum eðli málsins
samkvæmt hlutfallslegan rétt á þeim
kjarabótum sem samningurinn inni-
hélt, misjafnlega þó, sem fer eftir
starfsaldri og launaflokkum sem við-
komandi þáðu laun eftir á meðan þeir
höfðu starfsleyfi!
En í dag, 9. maí
2006, þá bólar
ekkert á þessu til
okkar þessara
660 eldri félaga
og þá er spurt?
Eru öll orðin um
umhyggju við
gamla fólkið bara
notuð af því þau
líta svo vel út á
prenti eða fara vel í munni á kosn-
ingavöku.
Ekki getur verið að fjárhæðin
vegna þessa fólks muni ríða fjár-
hagsstöðu borgarinnar niður fyrir
eðlileg mörk.
Nei, mitt mat, eftir að hafa hamrað
á ýmsar dyr til að leita svara, er eitt.
Það er búið að lofa svo miklu á ýms-
um sviðum, fríum leikskólum, fríum
mat í gunnskólum, nýjum flugvelli
úti í ballarhafi og svo áfram og ég
nenni ekki að telja öll loforðin upp.
Það sem veldur er innst inni að
þetta fólk sem ræður ferðinni hefur
aldrei skilið hvað foreldrar þess, afar
þess og ömmur gerðu fyrir það, og
sitjandi uppi með þetta gamla fólk
sem ekki kann á að kostnaður við
glys og listir er meira virði en rétt-
látar greiðslur á örfáum krónum til
660 gamalla karla og kerlinga sem
byggðu Reykjavík.
Ég ætla bara að vona að það fólk,
sem við tekur að loknum kosningum,
muni að orð og efndir fara saman.
ATLI ÁGÚSTSSON
ellilífeyrisþegi.
Frá Atla Ágústssyni:
Atli Ágústsson
Orð og efndir