Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 83

Morgunblaðið - 21.05.2006, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 83 FAGNAÐARLÁTUNUM ætlaði aldrei að linna og lá við að gagnrýn- andi yrði að grípa fyrir eyrun, svo kröftug voru viðbrögð áhorfenda undir lok tónleika stúlknadúettsins CocoRosie á Nasa á fimmtudags- kvöldið. Og eftir lágstemmda byrj- un er ekki hægt að segja annað en að systurnar Sierra og Bianca Cas- sidy, ásamt gestalistamanni kvölds- ins, Pascal Oly Oyong, eða Splinx, hafi náð áhorfendum vel á sitt vald. Lög á borð við Noah’s Ark, Tekno Love Song og Beautiful Boyz, sem Íslandsvinurinn Anthony tekur með þeim systrum á nýjustu plötu þeirra Noah’s Ark, fengu góðar við- tökur áhorfenda, sem flestir voru kvenkyns á aldrinum 18-25 ára og vel með á nótunum. Aldur eða ást á árgangstísku er hins vegar ekkert skilyrði því það er auðvelt að láta hrífast með þess- um hæfileikaríku systrum. Tónlist þeirra er seiðandi bræðingur ólíkra menningarheima og tónlistarstefna. Sérstæð, allt að því barnsleg rödd Biöncu, sem á köflum minnir á Björk, og kraftmikil rödd Sierru í bland við hljóðgervla, hefðbundin hljóðfæri, þroskaleikföng og raunar hvaðeina annað sem þeim dettur í hug að nota til tónlistarsköpunar, skapar þeim sérstæðan og auð- kennilegan stíl sama hvað tónlistar- straumum og -stefnum líður. Lög á borð við South 2nd, hipphopp-- skotna útgáfu af Noha’s Ark og svo Armageddon, sem áhorfandi kallaði eftir með miklum tilþrifum í upp- klappi, eru góð dæmi ólík lög sem þó eru öll mjög svo í stíl CocoRosie. Tónlist CocoRosie er full fjöl- breytilegra hljómbrigða og hljómar fyrir vikið vel án utanaðkomandi truflunar og það er ekki laust við að hún fái á sig annan, en ekki endi- lega verri, brag á tónleikum fyrir fullum sal af fólki. Listakonurnar eru líka ófeimnar við að leika sér með tónlist sína og sníða að að- stæðum og efnivið hverju sinni og lögin fá þannig á sig nýjan og ólík- an blæ, samanber Beautiful Boyz sem tekið var á lægra tónsviði en með Anthony. Uppi á hljóm- og hljóðfærafullu sviðinu var heldur ekki laust við að þær Bianca og Sierra kölluðu fram í hugann ís- lensku stúlknasveitina Aminu. Því þó tónlistin væri ólík var samskon- ar heimilislegt sýsl í gangi – hér var líka bardúsað með hljóðgervla, óhefðbundnar hljómmyndanir og flakkað á milli hljóðfæranna á sama látlausa hátt og stöllurnar í Aminu gera, þó e.t.v. ekki á jafnagaðan máta. CocoRosie buðu áhorfendum heldur ekki upp á þaulæfða dans- rútínu heldur bjuggu „amatörlegar“ hreyfingar systranna yfir sjarm- erandi einlægni sem færði áhorf- endurna nær tónlistarmönnunum – svona eins og að tónleikarnir færu fram í stofunni heima – og var í af- slappaðri mótsögn við skjálistaverk- ið í bakgrunni sviðsins og vel skipu- lagða dagskrá sem náði yfir upphafs- og lokaklæðnað – tígu- legan fjaðrahöfuðbúnað, grímu og bleikan nælonmorgunslopp. Litrík sviðssetning sem skilaði skemmti- legum og einlægum tónleikum þó ekki væri laust við að hún drægi at- hyglina nokkuð frá fínlegum marg- breytileika tónlistarinnar. Coco- Rosie verður því áfram að mínu mati tónlist til að hlusta á í einrúmi – með ljósin slökkt. Tilraunarómantík með heimilislegum blæ TÓNLIST Nasa Tónleikar CocoRosie á Nasa 17. maí, Paul Lydon hitaði upp. COCOROSIE  Morgunblaðið/Eyþór Sierra og Bianca Cassidy sem skipa CocoRosie skemmtu áhorfendum á Nasa vel á fimmtudagskvöldið. Anna Sigríður Einarsdóttir Væntanleg er ný sólóplata fráGuðmundi Jónssyni, að- allagasmiði og gítarleikara Sálar- innar hans Jóns míns. Platan sem kemur til með að heita Jaml, er önnur platan í trílógíu hans er hófst með disknum Japl og kom út árið 2004. Jaml inniheldur tíu glæný lög og texta eftir Gumma sem í þetta skiptið sér sjálfur um allan hljóð- færaslátt, söng og upptökur, að einu lagi frátöldu þar sem Gummi syngur dúett með Magnúsi Þór Sigmundssyni. Þessa dagana er fyrsta lagið af disknum á leið í spilun og er það lagið „Fyrirgefðu“ sem ríður á vað- ið. Í kjölfar útkomu plötunnar í byrjun næsta mánaðar, mun Gummi fara í einmennings- tónleikaferð um land allt í júní og júlí. Verður það auglýst síðar. Fólk folk@mbl.is Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmyndmeð með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! BYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL HROTTALEGASTA MYND ÁRSINS Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Cry Wolf kl. 8 B.i. 16 ára Banditas kl. 8 og 10 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 3 og 6 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 Prime kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 The Hills Have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára kl. 2 og 4 ÍSL. TAL Sýnd kl. 4 íslenskt tal BYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL -bara lúxus Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10:50 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10, B.i. 10 ára FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Salma hayekpénelope cruz Leitið sannleikans. Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar. Stærsta frumsýning ársins! „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com kl. 2 ÍSL. TAL kl. 5.40, 8 og 10:20 B.i. 16 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.