Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 21.05.2006, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 2006 83 FAGNAÐARLÁTUNUM ætlaði aldrei að linna og lá við að gagnrýn- andi yrði að grípa fyrir eyrun, svo kröftug voru viðbrögð áhorfenda undir lok tónleika stúlknadúettsins CocoRosie á Nasa á fimmtudags- kvöldið. Og eftir lágstemmda byrj- un er ekki hægt að segja annað en að systurnar Sierra og Bianca Cas- sidy, ásamt gestalistamanni kvölds- ins, Pascal Oly Oyong, eða Splinx, hafi náð áhorfendum vel á sitt vald. Lög á borð við Noah’s Ark, Tekno Love Song og Beautiful Boyz, sem Íslandsvinurinn Anthony tekur með þeim systrum á nýjustu plötu þeirra Noah’s Ark, fengu góðar við- tökur áhorfenda, sem flestir voru kvenkyns á aldrinum 18-25 ára og vel með á nótunum. Aldur eða ást á árgangstísku er hins vegar ekkert skilyrði því það er auðvelt að láta hrífast með þess- um hæfileikaríku systrum. Tónlist þeirra er seiðandi bræðingur ólíkra menningarheima og tónlistarstefna. Sérstæð, allt að því barnsleg rödd Biöncu, sem á köflum minnir á Björk, og kraftmikil rödd Sierru í bland við hljóðgervla, hefðbundin hljóðfæri, þroskaleikföng og raunar hvaðeina annað sem þeim dettur í hug að nota til tónlistarsköpunar, skapar þeim sérstæðan og auð- kennilegan stíl sama hvað tónlistar- straumum og -stefnum líður. Lög á borð við South 2nd, hipphopp-- skotna útgáfu af Noha’s Ark og svo Armageddon, sem áhorfandi kallaði eftir með miklum tilþrifum í upp- klappi, eru góð dæmi ólík lög sem þó eru öll mjög svo í stíl CocoRosie. Tónlist CocoRosie er full fjöl- breytilegra hljómbrigða og hljómar fyrir vikið vel án utanaðkomandi truflunar og það er ekki laust við að hún fái á sig annan, en ekki endi- lega verri, brag á tónleikum fyrir fullum sal af fólki. Listakonurnar eru líka ófeimnar við að leika sér með tónlist sína og sníða að að- stæðum og efnivið hverju sinni og lögin fá þannig á sig nýjan og ólík- an blæ, samanber Beautiful Boyz sem tekið var á lægra tónsviði en með Anthony. Uppi á hljóm- og hljóðfærafullu sviðinu var heldur ekki laust við að þær Bianca og Sierra kölluðu fram í hugann ís- lensku stúlknasveitina Aminu. Því þó tónlistin væri ólík var samskon- ar heimilislegt sýsl í gangi – hér var líka bardúsað með hljóðgervla, óhefðbundnar hljómmyndanir og flakkað á milli hljóðfæranna á sama látlausa hátt og stöllurnar í Aminu gera, þó e.t.v. ekki á jafnagaðan máta. CocoRosie buðu áhorfendum heldur ekki upp á þaulæfða dans- rútínu heldur bjuggu „amatörlegar“ hreyfingar systranna yfir sjarm- erandi einlægni sem færði áhorf- endurna nær tónlistarmönnunum – svona eins og að tónleikarnir færu fram í stofunni heima – og var í af- slappaðri mótsögn við skjálistaverk- ið í bakgrunni sviðsins og vel skipu- lagða dagskrá sem náði yfir upphafs- og lokaklæðnað – tígu- legan fjaðrahöfuðbúnað, grímu og bleikan nælonmorgunslopp. Litrík sviðssetning sem skilaði skemmti- legum og einlægum tónleikum þó ekki væri laust við að hún drægi at- hyglina nokkuð frá fínlegum marg- breytileika tónlistarinnar. Coco- Rosie verður því áfram að mínu mati tónlist til að hlusta á í einrúmi – með ljósin slökkt. Tilraunarómantík með heimilislegum blæ TÓNLIST Nasa Tónleikar CocoRosie á Nasa 17. maí, Paul Lydon hitaði upp. COCOROSIE  Morgunblaðið/Eyþór Sierra og Bianca Cassidy sem skipa CocoRosie skemmtu áhorfendum á Nasa vel á fimmtudagskvöldið. Anna Sigríður Einarsdóttir Væntanleg er ný sólóplata fráGuðmundi Jónssyni, að- allagasmiði og gítarleikara Sálar- innar hans Jóns míns. Platan sem kemur til með að heita Jaml, er önnur platan í trílógíu hans er hófst með disknum Japl og kom út árið 2004. Jaml inniheldur tíu glæný lög og texta eftir Gumma sem í þetta skiptið sér sjálfur um allan hljóð- færaslátt, söng og upptökur, að einu lagi frátöldu þar sem Gummi syngur dúett með Magnúsi Þór Sigmundssyni. Þessa dagana er fyrsta lagið af disknum á leið í spilun og er það lagið „Fyrirgefðu“ sem ríður á vað- ið. Í kjölfar útkomu plötunnar í byrjun næsta mánaðar, mun Gummi fara í einmennings- tónleikaferð um land allt í júní og júlí. Verður það auglýst síðar. Fólk folk@mbl.is Sími - 551 9000 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmyndmeð með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! BYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL HROTTALEGASTA MYND ÁRSINS Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Cry Wolf kl. 8 B.i. 16 ára Banditas kl. 8 og 10 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 3 og 6 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 Prime kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 The Hills Have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára kl. 2 og 4 ÍSL. TAL Sýnd kl. 4 íslenskt tal BYGGT Á METSÖLUBÓK ASTRID LINDGREN Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU FRÁBÆRT ÆVINTÝRI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL -bara lúxus Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10:50 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10, B.i. 10 ára FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Salma hayekpénelope cruz Leitið sannleikans. Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar. Stærsta frumsýning ársins! „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL „Pottþétt skemmtun“ eeee-LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com kl. 2 ÍSL. TAL kl. 5.40, 8 og 10:20 B.i. 16 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.